Dagblaðið - 09.10.1976, Side 22

Dagblaðið - 09.10.1976, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. C Bíóauglýsingqr eru á bls. 20 ) (§ Útvarp Sjónvarp i Sjónvarp í kvöld kl. 22.00: Leikararnir ekki af verri endanum I kvöld fáum við að sjá bíómyndina Rakel (My cousin Rachel) , sem gerð er árið 1953 eftir sögu Dauphne du Maurier. Leikararnir, sem fara með aðal- hlutverk, eru ekki af verri end- anum en það eru Olivia de Havilland og Richard Burton, Segir i kvikmyndahandbókinni okkar að leikur þeirra sé Þaö er ekki víst aö allir beri kennsl á Richard Burton á þessari mynd, en svona leit hann út áríö 1953. Þama eru þau í hlutverkum sínum Burton og Olivia de Havilland. fullkominn, hvorki meira né minna! Myndin fær einnig þrjár og hálfa stjörnu. Sagan gerist á Englandi á 19. öldinni. Ungur maður hyggst fletta ofan af vélabrögðum ungrar frærtku sinnar. En hann verður yfir sig ástfanginn af henni. Þýðandi er Kristmann Eiðsson, og sýningartími er ein klukkustund og þrjátlu og fimm mínútur. -A.Bj. Stjarna Burtons reis hœgt fyrst í stað „Eg ætla svo sannarlega að verða bezti leikari heimsins, hvers vegna ætti maður annars að vera að leika," mælti Richard Burton að sögn endur fyrir löngu. Hvort hann sagði þetta og hvort hann náði tak- marki sinu er að sjálfsögðu um- deilanlegt. Hann var fæddur árið 1925, faðir hans var velskur kolanámumaður. Frami hans í leikarastarfinu kom hægt og sígandi. Fyrst í stað lék hann i Shakespeareverkum hjá Old Vic og kom fram i fyrstu kvik- myndinni árið 1949. Hún var velsk. Fyrsta bandaríska myndin, sem hann lék í, var einmitt myndin sem er í sjónvarpinu í kvöld, Rakel. Hann varð eigin- lega ekki ærlega frægur fyrr en hann lék Antony á móti Eliza- beth Taylor í Kleopötru árið 1963. Það sem á daga hans hefur drifið síðan er á allra vitorði, svo við látum þetta nægja í bili. -A.Bj. OLIVIA DE HAVILLAND: Hefur nœstum alltaf leikið blíðar og hjólparlausar meyjar Hin undurblíða Olivia de Havilland er fædd árið 1916 í Tokyo, en foreldrar hennar voru enskir. Systir hennar er leikkonan Joan Fontaine. Olivia kom fram í fyrstu kvikmyndinni árið 1935, en hafði þá áður leikið í Miðsumarsdraumi, sem var sýnd síðar. Hún lék á móti Errol Flynn í Captain Blood árið 1935, einnig Iék hún Marion I Hróa hetti árið 1938. Eftir að hún hafði' leikið I nokkrum minniháttar myndum fékk hún hlutverk Melanie I A hverfandi hveli, sem kvikmynduð var 1939. Þótt hún stæði I málaferlum við Warner Brothers kvikmynda- fyrirtækið urðu myndir hennar betri og betri. Hún fékk út- nefningu til Óskarsverðlauna 1941, en systir hennar Joan Fontaine fékk sjálf venðlaunin. Arið 1946 fékk hún fyrstu Óskarsverðlaun sín og önnur árið.1949. Fyrir leik sinn I kvik- myndinni Ormagryfjan, sem sýnd var hér I sjónvarpinu fyrir fáum árum, fékk hún verðlaun gagnrýnenda I New York. Olivia de Havilland hefur leik- ið I meira en fjörutíu kvik- myndum um daga sina. ________________________A.Bj. A Útvarp kl. 13.20 á morgun: Frelsarí úr Mývatnssveit „Þetta er fyrra erindi mitt af tveimur um Aðventu Gunnars Gunnarssonar," sagði Ólafur Jónsson fil. kand. er við spurðum hann um efni útvarpserindis sem hahn flytur á morgun kl. 13.20 og nefnir Frelsari úr Mývatnssveit. „Aðventa er byggð á frásögn af ævintýrum og þrekraunum, sem Fjalla-Bensi lenti í. Hann hét Benedikt Sigurjónsson og var úr Mývátnssveit. Hann fékk viðurnefni sitt af því, að hann fór í eftirleitarferðir áratugum saman. Skáldverkið er byggt á frásögn af einni slfkri ferð. Þessi frásögn Bensa birtist einu sinni í Eimreiðinni. Aöventa kom fyrst út sem smásaga og birtist þá í dönsku jólatímariti. Sú saga hefur ekki verið birt, annars staðar, en ég hef kynnt mér hana.“ — Hvenær kom Aðventa fyrst út? „Aðventa kom f.vrst út á þýzku árið 1936. á dönsku árið 1937 og á íslenzku kom hún út árið 1939, eða rétt um það leyti Ólafur Jónsson fíl.kand. sem Gunnar Gunnarsson var að flytja heim. Það var Magnús Ásgeirsson sem þýddi Aðventu og bollaleggingar minar i erindinu snúast um þessar þrjár frásagnir. Núna er komin úl ný þýðing á Aðventu, sem Gunnar gerði sjálfur," sagði Ölafur Jónsson. Gunnar Gunnarsson lézt á þessu ári. Útvarp kl. 14.30 í dag: Minning látinna tónlistarmanna „Ég hef verið með þætti með líku sniði nokkur undanfarin ár sem fjölluðu um nýlátna tónlistar- rnenn," sagði Baldur Pálmason, en hann er með útvarpsþátt í dag kl. 14.30, sem nefnist Arfleifð í tónum. „Það verða eitthvað tólf eða f jórtán persónur sem getið verður um í þættinum. Svo nokkrir séu nefndir þá verður t.d. minnzt á Dimitry Sjostakovitsj, sem er lík- lega einna þekktastur þeirra tón- listarmanna sem létust í fyrra. Einnig verður minnzt á einn fær- asta violuleikara Breta Lionel Tertis, sem lék öðru hvoru I 40 ár með Pablo Casals, heimsfræga tenórsöngvarann Richard Tucker, sem um áratuga skeið var aðal- tenór Metropolitan óperunnar í New York, dans- og söngkonuna Josephine Baker, Leroy Ander- son, sem aðallega s-amdi létta tón- list og var hér á tslandi á stríðsár- unum og Thor Johnson, Banda- ríkjamann af norskum ættum, sem hingað hefur komið tvisvar eða þrisvar og stjórnaði þá Sinfóníuhljómsveitinni," sagði Baldur Pálmason. —A.Bj. Baldur Pálmason, útvarps- fulltrúi. Útvarp Laugardagur 9. október 12.00 DaK-skráin. Tónleikar. Tilkynnins- ar. 12.25 Verturfregnir og fréttir. Tilk.vnn- ingar. Tónleikar. 13.40 „Ég vildi bara veröa bóndi'* Jónas Jónassnn ræðir virt Jón Pálmason á Þinj'eyrum. (Artur útv. i mai). 14.30 Arfleifö i tónum. Baldur Pálmason minnist þekktra tónlistarmanna. sem létust I fyrra. on kynnir hljómplötur þeirra. ie.00 Fréttir. 1(5.15 Vorturfrejínir. Lóttlög. 17.30 Á sloðum Ingolfs Arnarsonar i Noregi. Ilallurimur Jónasson rithöf- 1 undur flytur annan ferrtaþátt sinn. 1K.00 Tónleikar. Tilkynninnar. 18.45 Verturfrejínir.DaK.skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Frettaauki. Tilkynninuar. 19.35 Vegir á alla vegu. (lisli Kristjánsson rærtir virt Óskar Júliusson fyrrum vej’averkstjöra á Dalvík. 19.55 Óperettutónlist: Þættir úr ..Sumarfrii i Salzburg" eftir Fred Raymond. 20.35 í herfjötrum — dagskrá um Chile. Umsjónarmenn og flytjendur: GylfP Páll Hersir. Haukur Már Haraldsson, IngibjörK Haraldsdóttir. Þorleifur Hauksson og Ævar Kjartansson. 21.20 Lótt tonlist frá nýsjálenzka út- varpinu. Julian Lee tríóið leikur. 21.40 ..Timburmenn", smásaga eftir Mögnu Lúöviksdóttur. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona les. 22.00 Féttir. 22.15 VerturfreKnir Danslög. 23.55 Fréttir. DaKskrárlok. Sunnudagur 10. október K.00 Morgunandakt. Séra SÍKUl'rtur Páls- son vÍKslubiskup flytur ritninKarorrt ok bæn. K. 10 Fréttir. K. 15 VerturfreKiiir. Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustUKroin- um daublartanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Prestvigslumessa i Domkirkjunni (hljórtr. á sumiud. var). Biskup Is- lands. herra SÍKiirbiörn Kinarsson. viuir se\ Kurtfrærtikandidala. sem verrta settir til prestþjónustu: Gunnþór Inuason i Startarprestakalli i Isafjarrtarprófaststlæmi. Hjálmar Jónsson i Bólstartarprestakalli i llúna- vatnsprófastsdæmi. Sighvat tíirKi Emiisson í Hölaprestakalli í. Skaga- fjarðarprófastsdæmi. Vigfús Þór Arnnson i Siglufjaröarprestakalli i Eyjafjarrtarprófastsdæmi. Pétur Þórarinsson i Hálsprestakalli í Þing- eyjarprófastsdæmi og Vigfús Ingvar Ingvarsson i Vallanesprestakalli i Múlaprófastsdæmi. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Verturfregnir og fréttir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 FrelRari úr Myvatnssveit. Ölafur Jónsson fild.kand. flvtur fyrra erindi sitt um ..Artventu" Gunnars Gunnars- sonar. 13.50 Miödegistónleikar: Frá svissneska utvarpinu. 15.00 '’Hvernig var vikan? Umsjón: Páll Heirtar Jónsson. 1(5.00 íslenzk einsöngslög. * Kristinn Hallsson syngur; Gurtrún Kristinsdótt- ir leikur á pianó. 1(5.15 Veurfregnir. Fréttir. 1(5.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljömplötum. 17.10 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjornar. 1K.00 Stundarkorn meö ungverska pianóleikaranum Andor Foldes. Tilkynninear. 1S.45 Verturfregnir. Dagskrá kvöldsms. 19.00 Frettir. Tilkynningar. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.