Dagblaðið - 11.10.1976, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTOBER 1976,
Carter: Hefur tryggt sér fylgi helmingi fleiri kjörmanna. Það getur
ráðið úrslitum.
Bandarísku forsetakosningarnar:
Carter hefur
fylgi helmingi
fleiri kjörmanna
en forsetinn
Jimmy Carter, forsetaefni
Demókrataflokksins i forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum
í næsta mánuði, hefur fyigi
helmingi fleiri kjörmanna en
Ford forseti, að þvi er kemur
fram í nýrri skoðanakönnun
fréttaritsins Time.
Samkvæmt hinu flókna kerfi,
sem Bandaríkjamenn fara eftir
er þeir velja sér forseta, fær
hvert ríki ákveðinn fjölda kjör-
manna, sem grundvallast á
íbúafjölda viðkomandi ríkis.
Frambjóðandi þarf að hafa
stuðning 270 kjörmanna til að
ná kjöri. S^mkvæmt skoðana
könnun Time hefur Carter nú
tryggt sér 273 kjörmenn. Hann
hefur vinninginn yfir Ford for-
seta í 21 ríki og D.C. Forsetinn
hefur vinninginn i sautján
rikjum með 113 kjörmenn, en
Carter og Ford eru jafnir í 12
rikjum, þar sem þeir berjast
um stuðning 152 kjörmanna.
í viðtali við Newsweek sagði
ford, að hann gæti vel hugsað
sér að verða prófessor í stjórn-
vísindum, ef hann tapar
kosningunum.
1 viðtölum við fréttaritið
U.S. News & World Report
sögðu frú Ford og frú Carter,
að þær yrðu vissulega von-
sviknar — en ekki þó eyðilegð-
ar manneskjur — ef eiginmenn
þeirra töpuðu kosningunum 2.
nóvember.
Ródesía:
Bjartsýni um
Genfarfundinn
— Kissinger lofaði Smith að
hvítir fengju að ráða her
og lögreglu í landinu
Horfur á því að stjórnar-
skrárráðstefnan um Ródesiu,
sem halda á í Genf í Sviss, fari
vel af stað hafa heldur aukizt
eftir yfirlýsingar tveggja
blökkumannaleiðtoga um helg-
ina. Bæði Joshua Nkomo og
Robert Mugabe létu að því
liggja, að þeir settu ekki ófrá-
víkjanleg skilyrði fyrir þvi að
koma til ráðstefnunnar, sem
ætlað er að koma á bráðabirgða-
stjórn blökkumanna í landinu.
Ráðstefnan er haldin að til-
hlutan Breta.
Nkomo kom til Bulawayo í
Ródesíu í gær og var fagnað þar
af hundrað þúsund manns. Við
það tækifæri sagði hann að
hann hlakkaði til ráðstefn-
unnar og til að vinna að því að
færa meirihlutanum völdin í
hendur.
Mugabe, sem talinn er vera
lalsmaður skæruliðahreyf-
ingarinnar f landinu sem berst
gegn stjórn Ian Smiths, sagði í
Dar Es Salaam í Tanzaníu í
gær, að hann setti aðeins örfá
skilyrði fyrir því að taka þátt í
fundahöldunum f Genf. í fyrsta
lagi yrði að sleppa öllum póli-
tískum föngum í Ródesíu nú
þegar — og í öðru lagi yrði að
fresta ráðstefnunni í Genf, svo
að hinir frjálsu fangar gætu
farið þangað.
Þá segir f fréttum frá New
York, að Ian Smith hafi sagt í,
viðtali við Newsweek að stjórn
hvítra manna á her og lögreglu
i Ródesíu væri einn mikilvæg-
asti þátturinn í áætlun Henry
Kissingers um bráðabirgða-
stjórn hvítra og svartra í
landinu. Newsweek héfur
eftir Smith, að Kissinger hafi
sagt honum að forsetar Zambíu
og Tanzaníu hafi faliizt á að
öryggissveitir landsins yrðu
undir stjórn hvítra manna.
Hua Kuo-feng hefur
tekið við af Mao
— en einhver bið er á opinberri staðfestingu
Háttsettur kínverskur
embættismaður staðfesti í
samtali við fréttamann Reuters
í Peking í gær, að -Hua Kuo-
feng væri orðinn formaður
kínverska kommúnista-
flokksins og æðsti valdamaður
landsins eftir Mao.
Embættismaðurinn skýrði
Reuter frá því, að skipan Huas í
embættið yrði gerð opinber
innan skamms. Það hefur vakið
mikla furðu utan Kína, að
dráttur skuli vera á opinberri
staðfestingu embættisskipunar
manns, sem mun stjórna
fjórðungi alls mannkyns.
Hálfum öðrum sólarhring
eftir að fyrstu veggspjöldin
sáust í Peking, þar sem skýrt
var frá embættistöku Huas,
hafði opinber tilkynning ekki
verið gefin út.
I Dagblaði alþýðunnar í gær
var varað við því, að hægri eða
vinstri tækifærissinnar í
flokknum gætu reynt að kljúfa
flokkinn, en þeir væru dæmdir
til að mistakast, eins og raunar
Nýr leiðtogi 800 milljóna
manna: Hua Kuo-feng.
allir sem svikju hugsun Maric-
Lenins-Maos.
1 forystugrein í blaðinu voru
landsmenn hvattir til að fylkja
liði um miðstjórn Kommúnista
flokks Kína og Hua formann.
Mikil áherzla var löð á sam-
einingu, aga g hlýðni.
Skipan Huas í embætti
formanns er hámark ævintýra-
legs ferils hans til valda.
Það er ekki lengra síðan en í
fyrra, að hann var ekki einu
sinni talinn meðatíu valda-
mestu manna landsins. Upphaf-
legt val hans í embætti
forsætisráðhera var talið vera
málamiðlun til að stilla tii
friðar í pólitískum og
persónulegum deilum valda-
manna í landinu. Haldi hann
forsætisráðherraembættinu
verður hann þar með valda-
mesti maður, sem verið hefur í
Kína síðan kommúnistar
komust þar til valda, því Mao
sjálfur kaus Chou En-lai fyrir
forsætisráðherra einn.
Landhelgisviðrœður Norðmanna og Sovétmanna:
Jens Evensen, hafréttarráðherra Norðmanna: Ymislegt fleira en fiskur tii umræðu.
Norðmenn og Sovétmenn hefja
viðræður um hin umdeildu fisk-
veiðiréttindi i Barentshafi nú í
þessari viku en sérfróðir menn
telja að viðræðurnar muni snúast
um allt annað og þýðingarmeira
viðfangsefni, a.m.k. fyrir Sovét-
menn.
Enda þótt sagt sé i erindisbréfi
nefndarmanna sem hefja eiga
viðræður sínar í Moskvu á,
morgun að einungis verði rætt um
fiskveiðar, er talið, að sjó-
hernaðarlegt mikilvægi og mögu-
leiki á málmvinnslu muni skipta
miklu máli.
Jens Evensen, ráðherra sá er
fer með hafréttarmál, mun verða
formaður viðræðunefndar Norð-
manna er ræða á við fiskiðnaðar-
málaráðherra Sovétmanna,
Alexander Ishkov.
Viðræðurnar eru byggðar á
grundvelli þeirrar yfirlýsingar
Norðmanna að færa út efnahags-
lögsögu sína í 200 mílur frá og
með 1. janúar n.k. til þess að
reyna að vernda ört minnkandi
fiskistofn sinn.
Sovétmenn hafa farið fram á að
viðurkennt verði þríhyrnt svæði
sem telur ailt að 60 þúsund
ferkílómetra, en það er auðugt af
fiski og heldur einnig siglinga-
leiðinni til Murmansk opinni
þar sem bækistöðvar íshafsflota
þeirra og alls flota kjarnorkuknú-
inna kafbáta þeirra eru.
Sendinefnd Norðmanna hefur
hins vegar lýst því yfir, að þeir
muni krefjast þess að svæðinu
verði skipt í samræmi við ákvæði
Genfarráðstefnunnar, nefnilega
með línu sem dregin' er mitt á
jnilli nágrannaríkja. Rússar vilja
að línan verði dregin beint f
norður frá landamærum ríkjanna
en það myndi þröngva Norðmönn-
um töluvert lengra f vestur en nú
er.
Mikil kjörsókn á Kúbu
Kúbumenn greiddu í gær at-
kvæði um fulltrúa til hrepps-
þinga í fyrstu almennu
kosningunum síðan Fidel
Castro forsætisráðherra kom til
valda fyrir 17 árum. Kjörsókn
var góð en á kjörskrá voru
meira en fimm milljónir
manna, sem völdu 11 þúsund
fulltrúa á hreppsþingin úr hópi
30 þúsund frambjóðenda. Þing-'
um þessum var komið á fót á
síðasta þingi kúbanska
kommúnistaflokksins i des-
omber sl. til þess að reyna
að minnka miðstjórnarvald
flokksins og gera stjórnarfarið
lýðræðislegra.
Þingfulltrúum hefur verið
veitt mikið vald til þess að fara
með öll mál varðandi alm.
þjónustu i hreppunum og mun
ætlunin, að þeim fylgi
kosningar til héraðsþinga og
síðar til þjóðþingsins.
Dr. Castro, klæddur dökk-
grænum hermannabúningi að
venju og girtur skammbyssu á
mjöðm, greiddi atkvæði
snemma i gærmorgun í mið-
borgarhverfinu Badado í
Ilavana. Hann hafði um átta
frambjóðendur að velja, en sex
þeirra eru konur.
Er hann var spurður um
þýðingu þessara kosninga sagði
hann, að þær væru ..augljóst
skref fram á við í þá átt að efla
og fastmóta byltinguna."
Frambjóðendur til kosning-
anna voru valdir á fundum á
götum úti í borgar- og bæjar-
hverfum þeirra. Um 53% eru í
kommúnistaflokknum en um
16% eru í samtökun yngri
kommúnista.
Samkvæmt nýjum kosninga-
lögum verður að kjósa á ný á
þeim stöðum þar sem enginn
frambjóðenda fékk meira en
50%, atkvæða.