Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.10.1976, Qupperneq 11

Dagblaðið - 11.10.1976, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976. 11 ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að innleiða herlög í norðurhéruð- unum á næstunni. „Ríkisstjórn- in mun hins vegar notfæra sér heimildir í lögum til þess að berjast gegn hermdarverkum," sagði hann. Þær heimildir innan laganna voru samþykktar af Franco sjálfum skömmu áður en hann lézt í fyrra. Samkvæmt þeim má lögreglan án frekari viðvör- unar gera húsleit í öllum þeim húsum sem henni þykja grun- samleg og hneppa menn I varð- hald í allt að tíu daga án þess að viðkomandi komi fyrir dómara. Kunnugir segja að morðið á Villar, sem sjálfur var Baski og margsinnis hefur lýst yfir vissum skilningi á málstað þeirra, verði án efa mikið reiðarslag fyrir stjórn Adolfo Suarez sem með endurbættum lögum slnum hafði í fyrsta sinni í 40 ára gert það mögulegt að frjálsar kosningar yrðu í landinu innan tíðar. Hemil! á þróunina Margir búast við því að morðið eigi eftir að auka á kröfur hægri manna um að frjálslyndistefnan verði stöðvuð og þar með setja algjör- an hemil á þær stjórnarfars- legu endurbætur sem Suarez hefur beitt sér fyrir. Morðin hafa þegar orðið til þess að hægrisinnar og falang- istar hafa krafizt þess að rikis- stjórnin dagi sig i hlé. Þar við bætist að þessir hópar hafa látið að þvf liggja við herlið landsins að það standi ekki iengur hjá aðgerðaiaust gagn- vart „þeim upplausnarkröft- um“ sem nú eiga að herja meðal þjóðarinnar. landi gerir sér grein fyrir þessu og sé sá harði húsbóndi eða vald, sem öll stjórnsýsla hefur beyg af og virðir. Verði aftur á móti sú leikregla ofaná, að stjórnvöld eða stjórnmála- menn ráði yfir fólkinu og því hafi þeir ekkert að óttast, eru þá orðin algjör hlutverkaskipti á þjóðarskútunni. Því miður bendir margt til þess að svo sé, sem síðar mun verða rakið. Sterkt almenningsálit hefur á liðnum árum verið besta aðhald til góðrar stjórnunar. Eru fjöl- mörg dæmi því til sönnunar, sem því miður fer fækkandi. í dag myndi eftirfarandi dæmi um mátt almenningsálits verða talin fjarstæða og jafnvel brosleg, því að vart teldust þau vera svo alvarleg brot á starfs- reglum og almenningur er i dag mörgu vanur. Alþingismaður í Danmörku varð að segja af sér þingmennsku, þar sem upplýst varð, að hann ferðaðist á frí- miðum með sporvögnum um nokkurt skeið. Frægt er og, að fjármálaráðherra Breta talaði við blaðamenn um innihald fjárlagaræðu nokkrum timum áður en hann átti að gefa breska þinginu þessar upplýs- ingar og varð af þessari ástæðu að segja af sér embætti fjár- málaráðherra. I framhaldi af þessu mun ég víkja að þeim grundvallarmis- skilningi; sem virðist ríkja hér á landi, hvað er gagnrýni og hvað er rógburður. Varla hefur nokkur gagnrýni á stjórnvöld, ráðherra eða stjórnmálamenn, sem birst hefur í blöðum okkar, HUGLEIÐINGAR UM ÞRJÁR SÝNINGAR A septemberdögum síðastliðnum var borgarbúum boðið að sjá tvær sýningar í tveim aðalsýningarsölum borg- arinnar, Kjarvalsstöðum og kjallara Norræna hússins. Á Kjarvalsstöðum var yfirlits- og sölusýning á myndlistarverkum Halldórs Péturssonar en í Norræna húsinu var svonefnd September 1976-sýning á „furðuverkum" sex framleið- enda. Og nú á þessum fyrstu októberdögum er svo borgarbú- um boðið að skoða litborðaupp- límingar fyrrverandi skóla- stjóra Myndlista- og handíða- skólans. Ég hef gert mér þá dægra- dvöl, eftir vinnudaga, að fylgj- ast dálítið náið með aðsókn borgarbúa að sýningum þess- um. Fjölmiðlar hafa ekki látið sitt eftir liggja að vekja mikla athygli lesenda og sjáenda á umræddum sýningum. Má segja að í þeim efnum hafi sýn- endur staðið nokkuð jafnt að vígi, þegar greinar listrýnenda 'blaðanna hafa birzt. Niðurstaðan af þessum at- hugunum mínum er að mínu mati töluvert athyglisverð. Kemur þá í ljós sú staðreynd, að borgarbúar fjölmenntu geysilega á sýningu Halldórs Péturssonar, svo að um tólf þúsundir kvenna og karla komu þá á Kjarvalsstaði, meðan kjallari Norræna hússins stóð því sem næst tómur, dag eftir dag, að undanskildum boðs- gestum á opnunardegi. Og nú virðist sem svo, að með hinni nýopnuðu litbandaupplím- ingarsýningu að Kjarvals- stöðum, bíði þessa stærsta sýningarstaðar borgarinnar, sömu örlög og kjallara Norræna hússins, meðan hin svokallaða September 1976 — sýning hékk þar uppi og fáir eyddu tfma í að skoða. Hér blasa við manni þau áþreifanlegu sannindi að annars vegar er um að ræða sýningu framúrskarandi snjalls myndlistarmanns, sem sýnir fólkinu hlutina, eins og þeir eru, landslag, mannamyndir og fólk á förnum vegi, þar sem v verio talin annað en að verið sé að breiða út rógsögur, og jafnvel þegar mikið er í húfi, að viðkomandi aðili stuðli með skrifum sínum að því „að grafa Kjallarinn Sigurður Helgason undan iýðræðinu", eins og það oft er nefnt. í þessu sambandi verður aldrei of oft lögð áhersla á nauðsyn þess, að þeir sem gagnrýna vilja hlutina, hvort sem það snertir menn eða mál- efni, leiti til hlítar áreiðanlegra upplýsinga . (ietur misbrestur í þeim efnum eðlilega eyðilagt málefnið, sein um er rætt. Hér sem í svo mörgu öðru skopskyn listamannsins er frá- bært, svo og menn „á skján- um“, með hnitmiðuðum en létt- um blýantsdráttum sem varla nokkurn tíma bregðast. Sýn- ingargestir nutu þessarar sýn- ingar auðsjáanlega, broshýrir og glaðir, ræðandi saman. Og lofsyrðin um listamanninn kváðu við manna á milli f hverju horni og um allan sal- inn, sem tæpast var nógu stór fyrir þennan mikla fjölda, er þangað sótti daglega. Hins vegar eru svo tvær fyrr- greindar sýningar, sem ekki ber á öðru en að fólk almennt kæri sig alls ekkert um og vill helzt ekki sjá, enda er það átak- anlega geð- og smekkleysi, sem er á boðstólum, með þeim hætti, að raunveruleikinn — landið, fólkið og umhverfið, er allt látið lönd og leið. Þess vegna drúpa hinir fáu skoð- endur höfði og hverfa hljóðlega á braut. Annars vegar er hógvær en snjall myndlistarmaður, sem hávaðalaust er nærgætinn um list sína og fer um hana tillits- sömum huga og höndum, en hefur, því miður, allt of sjaldan borið list sína á borð fyrir al- menning. Hins vegar eru aftur á móti hávaðasamir framleiðendur, sem komið hafa einhvers konar „listaklofbragði“ á fjölmiðla og ráðamenn ríkis og borgar, blása sí og æ básúnur og berja bumbur, oft á tíðum núorðið, með aðstoð einhvers konar hljómlistar og jafnvel upplestrar nýskálda og segja: þetta er myndlist — komið, sjáið og lærið að meta list. En fjöldinn vill ekki hlusta á þennan hörpuslátt sjálfselsku mannanna, sem krefjast réttar og dómsvalds á því, hvað sé list og hvað ekki list. Þessi þróun á dómgreind og mati fólks á verk- um myndlistarmanna er vissu- lega lofsveró, það lætur ekki hafa vit fyrir sér af nokkrum útvöldum, hvað sé gott og hvað sé ekki gott í íslenzkri mynd- list. í þessum hugleiðingum mín- um ætla ég ekki að minnast þarf að gera sér grein fyrir því, að lýðræðið b.vggist fyrst og fremst á réttum skilningi á undirstöðum og grundvelli þess og verða allar umræður gagniegri og frjórri, ef þær byggjast á traustum grunni. Nýlega hefur verið haldin ráðstefna í Noregi á vegum Norðurlandaráðs um lýðræðið, að frumkvæði héðan og fengnir fróðustu menn á Norðurlöndunum til þess að fjalla um þessi mál og er hér vissulega um lofsvert framtak að ræða og góðra gjalda vert. Ég tel samt ennþá þýðingar- meira, að við Islendingar sjálfir tækjum þetta umræðuefni til meðferðar. Ekki í fámennum útvöldum hópi menntamanna, heldur víðs vegar um allt landið, þar sem öllum gæfist kostur á að hlýða og leggja sitt til málanna. Við verðum að snúa við þessari lognmollu stjórnmálanna og lágkúruhætti, sem nú ríkir og hvlja umræður á víðsýnna og drengilegra plani. Hér er mikið verk að vinna og því ekki ráð seinna að hefjast handa. Watergate á íslandi? Upplýsingar blaðamanna Washington Post, þeirra Wood- vard og Bernstein hafa vakið heimsath.vgli. Varla hafa menn áttað sig á þvi, hvernig það gat skeð, að óre.vndir. ungir og alls óþekktir blaðamenn gátu með Kjallarinn Jakob V. Hafstein sérstaklega á þær hrokafullu yfirlýsingar, sem komið hafa fram i fjölmiðlum hljóðandi svo; „við hótum að sýna“. Menn sem láta sér slikt um munn fara ættu að vara sig. Og menn, sem hafa sjálfir að ævistarfi að ástunda myndlist ættu að sýna sjálfum sér, og um leið öðrum, svo mikla kurteisi og sjálfrýni að gerast ekki um leið atvinnu- menn og dómarar hjá fjöl- miðlum með þvi að rita gagn- rýni um aðra myndlistarmenn. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og hlýtur fyrr en seinna að koma þeim sjáifum í koll, eins og reyndar raun hefur borið vitni um. Þá er heldur ekki ætlun mín í þessum hugleiðingum að eyða orðum að ósvífni svokallaðra listfræðinga, sem fjalla um myndir sem þeir alls ekki hafa séð, svo sem frægt er orðið. En þetta tvennt ber þó ótvirætt vitni um það, hve alvarlegt ástand ríkir nú í þessum þætti' menningarmála okkar. En það, sem er þó ef til vill alvarlegast í þessum efnum, snýr að þeim aðiium, sem falin hefur verið sú ábyrgð að velja skrifum sínum orðið þess vald- andi, að fjöldi embættismanna og ráðherra f Bandaríkjunum varð að segja af sér og þola dóma fyrir mútuþægni og aðra spillingu og misbeitingu valds. Er þessi skrif umræddra blaða- manna hófust, tók varla nokkur mark á greinum þeirra og þeir sem voru ásakaðir, svöruðu gagnrýninni með því að saka þá um rógskrif og rakalausa ósvífni, sem þeir myndu verða gerðir ábyrgir fyrir, og bæri öllum góðum þjóðfélagsþegn- um að fordæma þessi vinnu- brögð. Síðar kom 1 ljós með nýjum og fyllri upplýsingum, að viðkomandi aðilar voru sekir um svívirðilegan verknað, jafn- vel oftast meiri en var í fyrstu haldið. Hápunktur þessarar gagnrýni blaðamannanna lauk með því, að valdamesti maður heims á þeim tíma, Nixon for- seti, varð að segja af sér embætti, en þá sögu þekkja allir. Um það er nú rætt í fullri hreinskilni, hvort þetta hneyksli aldarinnar verði bandarísku þjóðinni til góðs eða ekki. Umræddar uppljóstr- anir hafa opnað allar gáttir að völundarhúsi stjórnmálanna og blasir þar við allt annað en fögur sjón. Aðrir halda þvi fram, að þessir atburðir sýni. að bandariskt lýðræði sé virkt. og geti spillt stjórnvöld hvenaT sem er átt von á því að verða rekin frá völdum með skönun. Slik ögrun muni i framtiðinni tryggja betri stjórn. og ennþá verði stjórnmálainennirnir að lúta aga fólksins. Ilallast ég og kaupa myndlistarverk fyrir riki og Reykjavikurborg. Sú vissa liggur fyrir, í ljósi þeirra þriggja myndlistarsýninga, sem hér hafa verið gerðar að hug- leiðingarefni, að hvorki ríki né Reykjavikurborg létu sér sæma að eignast myndir á þeirri sýn- ingu, sem fólk fjölmennti i. þá hljóta eftirfarandi spurn- ingar að vakna: Hvað keypti Listasafn rikissins margar myndir á September- 1976 í kjallara Norræna hússins? Hvernig hefur kaup- um á myndlistarverkum Lisasafns rikisins verið hagað? Ætlar Listasafn rík- isins að kaupa m.vndir á lit- bandaupplimingar sýningunni að Kjarvalsstöðum? Og hvernig er þessum málum háttað hjá Reykjavikurborg — hverjir ráða þar rikjum og hverjum er f þessum efnum falinn þessi trúnaður og ábyrgð fyrir borg- ina? Sá orðrómur hefur magnazt mjög á undanförnum árum, að forstöðumenn Listasafns ríkis- ins hafi beinlínis sniðgengið sýningar þeirra myndlistar- manna, sem mesta aðsókn og lof hafa hlotið hjá fólki al- mennt, ekki tryggt það að Lista- safn ríkisins eignaðist verk þessara manna, en aftur á móti ausið fé í furðuverkakaup. Og Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að saurga Austurstræti á tveim undanförnum sumrum með uppstillingu furðuverka flestum borgarbúum til ama og leiðinda, enda þessi verk varla fengið að vera ósnortin 1 friði fyrir vegfarandum. Fólk á kröfu á því að mál þessi séu upplýst. Þeir sem í þessum efnum eru að eyða og ráðstafa fé ríkis og borgar, ættu að vita það að slíkt er ekkert einkamál þeirra. Þeir eru að ráðstafa fé þess fólks, sem ótví- rætt hefur látið í ljósi hvers konar myndlist það metur. Varla verður þolað til lengdar að þessir ráðamenn kaupi til Listasafns rfkisins og myndasafns Reykjavíkur- borgar, myndir af þeirri gerð, sem allur fjöldi fólks vill hvorki sjá né nýta. A þessu öllu þarf að verða mikil „bragarbót". En hún fæst því miður ekki, fyrr en augu ráðamannanna opnast fyrir þeirri hættu, sem hér er á ferðum frá fámennum, tillits- lausum hópi nokkurra manna, sem telja sjálfa sig útvalda til að þröngva ákveðnum mynd- listarsmekk á þjóðina, sem hún þegar augljóslega hefur hafnað. meir að þessari síðari skoðun, en reynslan mun hér skera úr. Oft hef ég velt þeirri spurn- ingu fyrir mér, hvort við íslendingar gætum gert svipaða byltingu, ef svipað hneyksli hefði verið framið hér, og hefur niðurstaða mín orðið nei- kvæð. Ein aðalástæðan er sú m.a., að hjá Bandaríkjamönn- um er þrískipting valdsins langtum skýrari en hjá okkur svo að hvor aðili veitir hinum aðhald, þ.e. löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dóms- valdið. Hér hjá okkur er löggjafarvaldið og fram- kvæmdavaldið samtvinnað og hagsmunir þeirra nátengdir. Myndu því báðir þessir vald- hafar varna róttækum breytingum. Aftur á móti lætur Bandaríkjaþingið, senatið, kanna misferli ráðherra og embættismanna, ef minnsti grunur er um sök, og verða viðkomandi aðilar að gera senatinu skil á gjörðum sínum. Eg mun í nokkrum greinum ræða stjórnarfarið almennt, ræða til hlitar undirstöður þjóðskipulagsins og augljósa misbresti á því í framkvæmd, þátt stjórnmálaflokkanna í þessu sambandi og siðan benda á hugsanlegar leiðir til úrbóta með breytingu á stjórnar- skránni. sem miðuðu að þvf að efla lýðræðið og auka áhuga almennt á þjóðmálum, sem er undirstaðan f.vrir bættu stjórnarfari. Siguróur Helgason. lögfræóingur. Kópavogi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.