Dagblaðið - 11.10.1976, Page 17
16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976.
ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGIJR 11. OKT0BER 1976.
17
Iþróttir
Iþróttir
ipi uuií
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
óttir
BERRI
leikfimibolir
Allar stœrðir
fyrirliggjandi
Sportvöruverzlun
Ingólfs
Óskarssonar
Hólagarði Breiðholti
Sirni 75020
Klapparstíg 44
Simi 11783
Borðtennis
Borðtennisspaðar
Borðtennishulstur
Borðtenniskúlur
Borðtennisnet
Borðtennissett.
Sportvöruverzlun
Ingólfs
Óskarssonar
Hólagarði Breiðholti
Simi 75020
Klapparstíg 44
Sími 11783
Só enski hélt
titlinum
, John Conteh Englandi, varði
heimsmeistaratitil sinn í létt-
þungavigt í hnefaleikum í Kaup-
mannahöfn á laugardaginn. Mót-
herji hans var Alvaro Lopez,
Bandaríkjunum og Conteh
sigraði á stigum í 15 lotum. Allir
dómararnir voru sammála um
yfirburði enska svertingjans.
Þýzkur dómari var með stigatöl-
una 149 gegn 145, danskur með
sömu stigatölu, en franskur með
148—146 fyrir Conteh.
Ótrúlega auðvelt
hjá Val gegn ÍR!
— Valur sigraði ÍR 24-15 i 1. deild íslandsmótsins i
handknattleik og voru ÍR-ingar eins og byrjendur i iþrittinni
Meistarar
Fram töpuðu
fyrir KR!
KR-stúIkurnar komu mjög á
óvart í gær, þegar keppnin í 1.
deild kvenna á islandsmótinu í
handknattleik hófst. Þær gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu íslands-
meistara Fram mcð 8—7 í hörku-
skemmtilegum lcik.
Þá Iéku Valur og Víkingur
einnig. Valsstúlkurnar unnu
auðveldan sigur 13—5 — eftir
jafnan fyrri hálflcik þar sem
Valur var aðeins einu marki yfir
4—3. í síðari hálfleiknum hrundi
hins vegar allt hjá Víking.
Bróðabana
þurfti til
að fó úrslit
David Graham, Astraliu,
sigraði Hail Irwin, Bandaríkjun-
um í úrslitum Piccadilly golf-
mótsins kunna, sem lauk í gær á
golfvellinum í Virgina Water,
Englandi. Þeir þurftu að leika
bráðabana í þessari miklu holu-
keppni, því eftir 36 holur voru
þeir jafnir. í keppninni um 3ja
sætið sigraði Gary Player, Suður-
Afríku, sem oftast allra hefur
sigrað í þessari keppni eða sex
sinnum, en Player lék þar við Ray
Floyd, Bandaríkjunum. Hann var
kominn með sjö holu forskot,
þegar fimni voru eftir og sýndi
afburða hæfni.
David Graham hlaut 25 þúsund
sterlingspund í fyrstu verðlaun.
Iiann hefur lcikið mjög vel i ár —
bezta keppnisár hans síðan hann
gerðist atvinnumaður árið 1962,
þá 16 ára. Hann komst í banda-
rískU' mótin 1971 og hefur þar
aðeins sigrað á einu móti. í Cleve-
land 1972. Þá sigraði hann .1
Willys-meisarakeppninni brezku
í fyrra og opna japanska mótinu
1971.
Ótrúlegar tölur
í Þýzkalandi
Middlesbrough skauzt upp í
efsta sæti 1. deildarinnar ensku á
laugardag, þegar liðið sigraði
Norwich á heimavelli 1-0. Mark
Middlcsbrough skoraði Graham
Souncss scx mín. fyrir leikslok.
Það var eini leikurinn, sem háður
var í 1. dcildinni á laugardag, en
leikjunum, sem vera áttu á
laugardag var frestað vegna
leikja Englands, Skotlands og
Wales og Norður-írlands nk.
miðvikudag í riðlakeppni heims-
meistarakeppninnar.
Middlesbro hefur 13 stig,
Manch. City 12 stig, en Manch.
Utd. og Liverpool hafa 11
stig — en tvö síðasttöldu liðin
hafa leikið einum leik minna.
I skozku úrvalsdeildinni var
einn leikur. Hearts og Ayr gerðu
jafntefli 2-2.
Í 2. deild i Englandi urðu úrslit
þessi:
Blackburn—Notts County (i-1
Blackpool—Plymoulh 0-2
°urnley—Orient 3-3
Cardiff—Bolton 2-0
Charlton—Hull 3-1
I.uton—Hereford 2-0
Nottm. For. —Sheff. Utd. 6-1
Oldham—Millvall 2-1
Leik Fulham og Carlisle var
rrestað.
Middlesbrough skauzt upp
í efsta sœtið í 1. deildinni!
lið Vals verður tæplega dæmt
eftir leiknum í gærkvöld.
Þegar frá upphafi tók Valur
forystu — skoraði þrjú fyrstu
mörk leiksins ótrúlega auðveld-
lega. Eftir 10 mínútna leik var
staðan orðin 6—2 — síðan 10—4
og ekkert gekk upp hjá ÍR — liðið
ótrúlega lélegt. Meira aó segja,
þegar ÍR-ingar voru tveimur
mönnum fleiri — þeim Stefáni
Gunnarssyni og Karli Jónssyni
vísað af velli — þá bættu Vals-
menn við forskot sitt. Já, svo
lélegir voru iR-ingar.
Staðan í leikhléi var 14—6, —
átta marka forskot Vals. Síðari
hálfleikur var ákaflega slakur af
báðum liðum — þó auðvitað ÍR-
ingar hafi átt þar meginsök. Þrátt
fyrir það hélst markamunurinn
að mestu, enda Valsmanna að
halda forskotinu. Þegar upp var
staðið var munurinn 9 mörk —
24—15 sigur Vals.
Eins og áður sagði verður lið
Vals ekki dæmt af þessum leik —
til þess var mótstaðan allt of lítil.
Þó sást margt laglegt til liðsins —
augnablik sem yljuðu áhorf-
endum. Jón P. Jónsson var mark-
hæstur Valsmanna með 6 mörk en
þeir Jón Karlsson og Þorbjörn
Guðjundsson skoruðu 5 mörk
hvor. Gunnsteinn Skúlason
skoraði þrjú mörk — tvö falleg úr
horninu. Þeir Bjarni Guðmunsds-
son, sem virkar sterkur um
þessmar mundir og Steindór Guð-
mundsson skoruðu tvö mörk hvor
og Jóhannes Stefánsson eitt
mark. Ölafur Benediktsson stóð
allan tímann í markinu og
áreiðanlega er langt síðan hann
hefur átt jafn náðugan dag —
beinlínis greip skot ÍR-inga.
Eftir leiknum í gærkvöld að
dæma er erfitt að sjá, að ÍR hljóti
‘Stefán Halldórsson — skoraðl tvö mörk.
— öll lið íslendinganna í Belgíu sigruðu
í leikjum sínum um helgina
Við vorum mjög ánægðir með
leikinn. Sigruðum efsta liðið í 2.
deild, Boom, með 3-1 á
heimavelli Royale Union i
Brussel og Stefán Halldórsson
skorði tvö af mörkum Union.
Þetta var fyrsti leikur hans eftir
meiðslin, sein hann hlaut á
dögunum og þetta var mjög gott
hjá honum, sagði Marteinn Geirs-
son, þegar við ræddum við hann í
morgun.
Ekkert mark var skorað i fyrri
hálfl, en eftir hléið skoraði
Stefán tvívegis. Bæði mörkin
eftir fyrirgjöf frá hægri — og það
var Spánverjinn í liði okkar, sem
sendi knöttinn á Stefán.
Spánverjinn skoraði svo sjálfur
þriðja markið í leiknum. Þetta
var heldur óvæntur sigur. Það
voru fáir, sem gáfu okkur von í
sigur gegn efsta liðinu eftir
heldur slæmt gengi að undan-
förnu. Mér gekk prýðilega í leikn-
um. Leik miðvörð hjá Union og
mér fannst sjálfum þetta vera
einn bezti leikur minn með liðinu,
sagði Marteinn ennfremur.
Þetta var góður dagur hjá lið-
um íslenzku leikmannanna í
Belgíu. öll sigruðu. Standard
sigraði Winterslag á heimavelli
með 1-0 og Asgeiri Sigurvinssyni
gekk prýðilega í þeim leik. Þá
vann Charleroi Malinos 2-1 á
heimavelli, en ég hef ekki frétt,
hvernig Guðgeiri Leifssyni gekk i
leiknum, sagði Marteinn. Guðgeir
hefur ekki síma og því ekki gott
að komast í samband við hann,
sagði Marteinn.
Urslit urðu annars þessi í 1.
deildinni.
Beerschot—Liege 1-0
Lierse—Molenbeek 2-1
Waregem—Ostende 6-1
Charleroi—Malinois 2-1
Anderlecht—Antwerpen 4-1
Standard—Winterslag 1-0
FC Brugge—Beveren 3-0
Lokeren—CS Brugge 3-0
Beringen—Courtrai 3-0
Brugge er efst í 1. deild með 11
stig, en Standard hefur átta. í 2.
deild eru fjögur lið með átta stig,
og Union er með sjö stig ásamt
fjórum öðrum liðum.
Vinóttuleik
lauk með
slagsmólum
„Vináttuleik" Aston Villa og
Glasgow á laugardag í Birming-
ham lauk með lítilli vináttu —
það svo, að fljótlega eftir leik-
hléið var leiknum hætt vegna
slagsmála á áhorfendasvæðun-
um.
Aston Villa hafði þá skorað
tvivegis, þegar hundruð inanna
streymdu niður á leikvanginn og
leikmenn áttu fótum fjör að
launa. Slagsmálin héldu áfram
niður á vellinum, en áður höfðu
talsverðar skemmdir hlotizt af
átökunum m.a. miklar skemmdír
á einum barnum. Flöskur gengu á
milli manna og ein þeirra lenti í
höfði lögregluþjóns og hann
slasaðist nokkuð.
mörg stig i Islandsmótinu í ár. En
auðvitað getur liðió miklu meir
en það sýndi í gærkvöld. Liðið
reyndi í upphafi að leika taktík —
sem mistókst hrapallega. Já, leik-
menn voru eins og út á þekju.
Vonandi tekst leikmönnum að
rífa sig upp og leika handknatt-
leik eins og við vitum að liðið
geturleikið.
Þeir Hörður Hákonarson og
Vilhjálmur Sigurgeirsson
skoruðu fjögur mörk hvor —
Vilhjálmur 2 viti. Brynjólfur
Markússon og Sigurður Sigurðs-
son skoruðu tvö mörk hvor. Þeir
Sigurður Svavarsson og Bjarni
Hákonarsson skoruðu eitt mark
hvor.
Leikinn dæmdu þeir Kristján
Steinbach og Kristján Örn.
h.halls
Gunnsteinn Skúlason skorar eitt af þremur mörkum sínum fyrir Val I
gær. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
Axel Axelsson og Herbert Busse, einn af forustumönnum Dankersen, við komuna til Keflavíkur I gsr.
DB-mynd. emm.
Ætlum að sigra í
öllum leikjunum!
— sögð þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson, þegar þeir
komu í gœr til Jslands með liði sínu Dankersen
Þetta verður okkar gimsteinn í
vetur — þessi íslandsferð
Dankersen, sögðu þeir Axel
Axelsson og Ólafur H. Jónsson,
þegar þeir komu hingað til lands í
gær. Það er mikill hugur í öllum
strákunum og við erum ákveðnir
að sigra í öllum leikjum liðsins
hér, bættu þeir félagar við og
brostu.
Fyrsti leikur Dankersen verður
í kvöld í Laugardalshöllinni og
mætir liðið þá gestgjöfunum,
Fram.
Við áttum skínandi góðan leik á
laugardag í Bundeslígunni og
sigruðum Derschlag, sem var í
efsta sæti fyrir umferðina, með
24-17, þó svo leikið væri í
Derschlag. Það gekk allt upp hjá
okkur — og það var mikill munur
á þessum leik eða sl. miðvikudag
gegn Rheinhausen, sagði Axel
Axelsson.
Allir í liðinu léku prýðilega. I
fyrri hálfleiknum skoraði
Dankersen tíu mörk en Derschlag
sjö. Um tíma í síðari hálfleik
vorum við komnir tíu mörkum
yfir, 21-11, og lokatölur urðu 24-
17. Kramler var markhæstur í liði
Dankersen með sex mörk. Von
Qepen skoraði fimm, Busch fjög-
ur, Ölafur þrjú, og ég ásamt þeim
Becker og Waltke skoraði tvö
mörk. Þetta er bezti leikur liðsins
á keppnistímabilinu, sagði Axel
ennfremur. Við erum með nýjan
þjálfara og þó leikmennirnir séu
nákvæmlega þeir sömu og á
siðasta leiktímabili hefur það
tekið okkur nokkurn tíma að
venjast hinum nýju leikkerfum
þjálfarans.
Þá kom nokkuð á óvart á
laugardag, að Nettelstedt sigraði
Gummersbach með 23-20 og var
mikið fjör í Nettelstedt. Það er
ekki á hverjum degi, sem Gumm-
ersbach tapar leik. Rheinhausen
sigraði í Essen og er nú í efsta
sæti í norðurdeild Budeslígunnar
með átta stig. Dankersen.
Gummersbach og Derschlag hafa
sex stig.
Dankersen-liðið leikur fjóra
leiki hér á landi að þessu sinni.
Fyrst við Fram — síðan Val á
miðvikudag, FH á fimmtudag og
við úrvalslið HSt — landsliðið -
á laugardag.
Valur hefur nú tekið forystu í
1. deild Islandsmótsins í hand-
knattleik eftir sigur gegn ÍR í
gærkvöld 24—15. Valur hefur því
unnið tvo fyrstu leiki sína í
íslandsmótinu — Winn fyrri gegn
Þrótti.
Nú, en sigur Vals í gærkvöld
var stór — gegn ótrúlega lélegu
liði IR, þar sem að vísu vantaði
tvo máttarstólpa, þá Gunnlaug
Hjálmarsson og Ágúst Svavars-
son. En það út af fyrir sig nægir
ekki að skýra hve ótrúlega slakir
ÍR-ingar voru. Hvað eftir annað
klúðruðu leikreyndir menn knett-
inum á klaufalegasta hátt og spil
liðsins var í molum. Liðinu gekk
illa að finna glufur í vörn Vals —
svo illa að dæma varð töf á tR og
þá er liðið hafði 8 mörk undir.
Það er því ótrúlegt hvernig liði ÍR
hefur tekizt að sigra FH eftir
leiknum í gærkvöld að dæma, já
óskiljanlegt.
Nú en lið Vals hins vegar
verður tæplega dæmt af leiknum
í gærkvöld — til þess var mót-
staðan allt of lítil — alls engin.
Hitt er jafnljóst að liðið verður
með I baráttunni um íslands-
bikarinn. Vörn liðsins virkaði
sterk — án þess að nokkurn tíma
hafi reynt verulega á hana.
Sóknarleikur liðsins gekk upp —
enda^ vörn ÍR nánast engin. Nei,
UNDANKEPPNI HM 781
Svíar með annan
fótinn í Argentínu
Svíar eru seigir — ekki
verður annað sagt. A
sunnudag léku þeir við
Svisslendinga í undan-
keppni Heimsmeistara-
keppninnar sem fram á að
fara í Argentínu 1978. Svíar
sigruðu Svisslendina 2-1 í
landsleik þjóðanna sem
fram fór í Basel í Sviss.
i Staðan í hálflcik var 1-1
i og voru Svíar fyrri til að
skora er Borjeson skoraði á
29. mínútu. Svisslendingum
tókst að jafna á 40. niínútu,
er Trinchero skoraði við
mikinn fögnuð 30 þúsund
áhorfenda.
En það dugði ekki —
Sjöberg skoraði fyrir Svía á
74. mínútu og tryggði sigur
Svía — sem nú eru komnir
með annan fótinn til
Argentínu.
En lítum á stöðuna í
riðlinum:
Sviþjóð 2 2 0 0 4-1 4
Noregur 2 10 11-22
Sviss 2 0 0 2 1-3 0
Hreint ótrúlega úrslit áttu sér
stað í Bundeslígunni vestur-
þýzku í knattspyrnunni á laugar-
dag samkvæmt fréttaskeyti frá
Reuter. Bayern Munchen 0 —
Schalke 7! Urslit í öðrum leikjum
urðu þessi:
Dortmund — Bremen 2-4
Hertha — Essen 2-1
Karlsruhe — Braunschweig 1-1
Saarbrucken — Tennis, Berl. 0-0
Bayern — Schalkc 0-7
Borussia Mön. — Dusseldorf 3-1
Duisburg — Frankfurt 4-3
Bochum — Kaiserslautern 1-0
Hamborg — Köln 2-1
Ekki var leikið í Hollandi,
Portúgal, Spáni og Tékkóslóvakíu
í knattspyrnunni um helgina
vegna riðlaleikjanna í heims-
meistarakeppninni.
Hins vegar var leikið á Italíu og
þar urðu úrslit þessi:
Bologna — Torino 0-3
Fiorentina — Lazio 0-1
Inter — Catanzaro 2-1
Juventus — Genoa 1-0
Napoli — Verona 3-0
Perugia — Foggia 1-0
AC Roma — Ceseba 2-0
Sampdoria—AC Milan 0-0
Stefán kom Union
á sporið með því
að skora tvívegis