Dagblaðið - 11.10.1976, Page 19
19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1976
i
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Jú, að vísu 15 marka
Nú er aðeins
3ja stiga munur
— ó Lauda og Hunt í
heimsmeistarakeppninni
í kappakstri
James Hunt sigraði enn einu
sinni í Grand Prix kappakstrin-
um 1976, þegar hann ók með
miklum glæsibrag í keppninni f
New York i gær. Haiin er nú
aðeins þremur stigum á eftir Niki
Lauda, Austurríki, i keppninni
um heimsmeistaratitiiinn og eitt
mót er eftir.
Hunt var vel fyrstur í gær á 1
klst. 42.40.741, Jody Scheckter,
Suður-Afríku varð annar og
heimsmeistarinn Lauda þriðji,
sem er hreint ótrúlegt afrek hjá
honum eftir meiðslin miklu, sem
hann hlaut í V-Þýzkalandi fyrii
um tveimur mánuðum.
Stigatala efstu manna er nú, að
Lauda er efstur með 68 stig.
James Hunt hefur 65 stig og í 3ja
sæti er Scheckter með 49 stig.
Síðasta keppnin verður 24.
október í Fuji í Japan.
Evrópusigur en slakt
— FH sigraði fœreysku meistarana VIF 28-13, en leikmenn FH núðu sér aldrei ó strik
FH vann auðveldan sigur á VIF
— Vestmanna Itrottafelag frá
Færeyjum í Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik, sem
fram fór í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði á laugardag. Loka-
töiur urðu 28-13. Það er engum
blöðum um það að fletta, að þetta
forskot verður FH miklu meir en
nóg — því Færeyingarnir voru
slakir — já, eins og miðlungs lið í
2. deild hér heima á íslandi.
Það kom því á óvart að FH skuli
ekki hafa unnið stærri sigur gegn
VIF — sannleikurinn er, að FH
náði sér aldrei á strik. Það var
helzt að Geir Hallsteinsson léki af
eðlilegri getu — enda vissu Fær-
eyingarnir ekki sitt rjúkandi ráð
er Geir nálgaðist. Enda fór svo, að
Geir var tekinn úr umferð. Þetta
hefði átt að opna enn frekar vörn
Færeyinganna, sem greinilega
eru byrjendur í handknattleik.
Nei, í stað þess að nýta möguleik-
ana vissu leikmenn FH ekki sitt
rjúkandi ráð og reyndu aftur og
aftur að leika Geir upp — það
voru mistök.
Leikmenn FH þjöppuðu sér um
of á miðjuna. Nei, FH-ingar áttu
að sýna fram á, að þó Geir sé
tekinn úr umferð þá geta aðrir
leikmenn tekið við. Einna helzt
var, að Viðar notfærði sér þá
möguleika er gafst — en Viðar
var sjálfum sér ólíkur og náði sér
aldrei verulega á strik.
FH byrjaði leikinn af krafti og
eftir 15 mín. leik var staðan 8-2
— þegar 6 marka forusta. En þá
kom slæmur kafli og VIF hélt í
við FH það sem eftir var hálf-
leiksins — 12-6, en Júlíus Páls-
son, ungur nýliði, skoraði 13.
mark FH. Staðan í hálfleik var
því 13-6.
Leikmenn FH voru sjálfum sér
ólíkir — náðu sér aldrei á strik.
Þrátt fyrir slaka Færeyinga náðu
leikmenn FH aldrei að sýna sínar
beztu hliðar en greinilega vantar
menn til að standa viö hliðina á
Geir og Viðari, taka við flagginu
þegar þeir eru teknir úr umferð
eða ná sér einhverra hluta vegna
ekki á strik.
Nú, en síðari hálfleikur var hin-
um fyrri lakari að því leyti, að
Geir var í stöðugri gæzlu og áhorf-
endur fengu ekki notið leikni
hans og snilli. Þó slapp hann af og
til. Þannig hugðist Geir skjóta —
vesalings varnarmaðurinn varð
hálfsmeykur og lokaði augunum.
Það nægði Geir, sem stökk inn úr
horninu og skoraði. Greinilegt að
færeysku leikmennirnir höfðu
aldrei séð handknattleiksmenn í
svipuðum gæðaflokki og Geir
Hallsteinsson.
Nú, en er talsvert var liðið á
síðari hálfleik var staðan 22-11 —
þá hins vegar komu 5 mörk FH og
staðan breyttist í 26-11. Hvort
liðið skoraði síðan tvö mörk —
lokatölur 28-13 og greinilegt að
leikmenn FH voru alls ekki sáttir
við það — þeir höfðu greinilega
ætlað sér stærri hlut.
Mörk FH skoruðu Geir Hall-
steinsson 8, Viðar Símonarson 6,
Þórarinn Ragnarsson 5, Júllus
Pálsson 3, Arni Guðjónsson,
Andrés Kristjánsson og Jón
Gestur Viggósson 2 mörk hvor.
Þeir Johnny Joensen og Olaf
Hojgaard voru markhæstir Fær-
eyingar.na með 4 mörk hvor —
Hannes Joensen skoraði 3 og Palli
Joensen og Jögvan Johannessen
skoruðu sitt markið hvor
h hails.
Elias Sveinsson — glæsiiegt
ísiandsmet i fimmtarþraut.
Elías hnekkti 17 ára
gömlu metí Björgvins
— Elías Sveinsson setti glœsilegt íslandsmet í fimmtarþraut
Elias Sveinsson rauf loks ís-
landsmet Björgvins Hólm, í
fimmtarþraut, sem staðið hefur
allar götur síðan 1959 — já, nánar
tiltekið frá 3. október 1959. Það
var þvi rúmlega 17 ára gamalt. —
íslandsmet Björgvins Hólms í
fimmtarþraut.
Elías Sveinsson gerði ekki
— hlaut 3533 stig
aðeins að hnekkja meti Björgvins
heldur náði hann betri árangri en
beztu menn Dana hafa náð og
stendur iafnfætis beztu Svíum.
Aðeins einn V-Þjóðverji hefur
náð betri árangri en Elías — en
hann náði 3539 stigum og í
þessum löndum er fimmtarþraut-
in mikið stunduð og vinsæl.
svriflar fætinum o-' fellur byssumanninn Hann grípur
byssuna og
Uui
unos
11-27
© King Fe»
byndicate, Inc
1974. World nght* re*erved
En hver var þá árangur Enas-
ar? Jú, hann náði 3533 stigum og
var þannig með 66 stigum meir en
gamla metið hans Björgvins, sem
var 3467.
Elías stökk 6.53 í langstökki,
kastaði spjótinu 60.84. Siðan
hljóp hann 200 metrana á móti
golunni á 23.1. Kringlunni þeytti
hann 46.07. Til að hnekkja meti
Björgvins þurfti Elías að hlaupa
1500 metrana á 4.53.5 — en hann
gerði gott betur — hljóp á 4.42.2
og Islandsmet hafði litið dagsins
ljós.
Þegar Björgvin setti met sitt
fyrir rúmum 17 árum var árangur
hans 6.97 í langstökki, 55.97 í
spjótinu, 23.1 í 200 metrunum,
42.28 i kringlunni og 4.46,8 í 1500
metra hlaupinu. íslandsmet
Björgvins var sérlega glæsiiegt
fyrir 17 árum og var þá meðal
þriggja beztu afreka á Norður-
löndum í fimmtarþraut.
Færeysku leikmennirnir réðu ekkert við Geir H allsteinsson — greinilegt að þeir höfðu aldrei komizt í kast við svo snjallan leikmann
og skoraði Geir mörg skemmtiieg mörk. Hér er hann á ferðinni — og skorar eitt átta marka sinna. DB-mynd Sveinn Þormoðsson.