Dagblaðið - 11.10.1976, Síða 25

Dagblaðið - 11.10.1976, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. OKTÖBER 1976. Æ Veðrið Austan 3 og síöar 4 vindstig. Skýjað en þurrt að mestu. Hiti 2—5 stig. Guðmundur Eyjólfsson, sem andaðist 1. okt. sl., var fæddur 24. nóvember árið 1900 að Iðu í Biskupstungum var sonur hjón- anna Sigríðar Helgadóttur og Eyjólfs Sveinssonar. Hann fluttist með foreldrum sínum til Reykja- víkur þegar hann var tólf ára. Hann fór ungur á sjóinn og sigldi til Suðurlanda með seglskipum. Síðar flutti hann til Vestmanna- eyja. Þar kynntist hann Arnýju Árnadóttur í Byggðaholti og gekk að eiga hana árið 1923. Þau eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi: Ölöf Stella, Kópa- vogi, Sigurður netamaður, Þorlákshöfn, Árni vélstjóri, Kópa- vogi, Ölafur kennari, Húsavík, Anton vélvirki, Reykjavík og Páll Valdimar, sem lézt fárra mánaða gamall. Guðmundur stundaði sjó- mennsku og aðra tilfallandi vinnu þar til hann gerðist starfsmaður' Lifrarsamlags Vestmannaeyja. Konu sína missti hann árið 1960. Hann fluttist til Stellu dóttur sinnar f Kópavogi þegar gosið hófst, en var kominn á Hrafnistu þegar hann lézt. Hann var jarð- settur frá Landakirkju s.l, laugar- dag. Laufey Sigurðardóttir frá Selja- tungu var fædd 25. október 1917 að Víðinesi á Kjalarnesi og voru foreldrar hennar Sigríður Jóns- dóttir og Sigurður Einarsson. Þau hjónin fluttust aó Seljatungu í Flóa er Laufey var tveggja ára. Eftir að hún lauk námi frá Kvennaskólanum var hún við matreiðslunám í Uppsölum og veitti forstöðu eftir heimkomuna Mjólkurbarnum þar til hún flutt- ist il Bandaríkjanna. Þar veitti hún forstöðu stórum matsölustað. Laufey gerðist bandarískur ríkis- borgari árið 1975. Hún lézt vestra eftir erfið veikindi 30. sept. s.l. Óskar J. Magnússon, Grundarstíg 6 lézt í Landspítalanum 8. okt. s.l. Asgerður Hafstein lézt í Land- spítalanum aðfaranótt 8. okt. Kristinn Níelsson, bifreiðastjóri, Hraunbæ 166 lézt í Borgar- spítalanum 7. okt. Daníel S. Sveinbjörnsson frá Saurbæ, f.10. ágúst 1911, erlátinn. Hann ólst upp í Eyjafirði, þar sem foreldrar hans stunduðu búskap alla tíð, og tók við búsforráðum af föður sínum í Saurbæ árið 1939. Þá hafói hann lokið búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. og verið í sambýli við tengda- foreldra sína að Samkomugerói í sömu sveit um árabil. Hann var kvæntur Gunnhildi Kristinsdótt- ur og áttu þau 9 börn. Bcnedikt Kristjánsson, frá Jötun- felli, f. 7. april 1922, er látinn. Hann stundaði búskap að Jötun- felli alla sína tíð ásamt konu sinni, Sigrúnu Aðalsteinsdóttur. Guðbergur G. Jóhannsson, f. í Hafnarfirði 18. ágúst 1893, er látinn. Hann stundaði sjó- mennsku frá fermingaraldri og allt til ársins 1954, er hann hóf störf hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði. Árið 1920 kvæntist Guðbergur Maríu Guðnadóttur frá Nýjabæ á Alfta- nesi, en hún er látin. Eignuðust þau fjögur börn. Síðustu æviárin dvaldi Guðbergur að Hrafnistu, sér og öðrum til mikillar ánægju. Furidir Kvenfélag Bústaðasóknar Aðalfundur félagsins verður haldinn i safnaðarheimilinu mánudaginn 11. október kl. 20.30. Nýir félagsmenn boðnir velkomnir. Kvenfélag Grensóssóknar heldur aðalfund sinn, mánudaginn 11. okt. kl. 8.30 í Safnaðarheimilinu. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður í efri sal félagsheimilisins fimmtudaginn 14. október kl. 20.30. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Hver er þáttur hljóðvarps og sjónvarps í námi bama og fulloröinna. Á morgun. þriðjudag kl. 20:30 flytur Gunnar Andersson fræðsluráðunautur frá Svíþjóð erindi í fundarsal Norræna hússins Radiooch TV som hjálpemödel í utbildningen av barn och vuxna. Gunnar Andersson er staddur hér á landi í boði Norræna hússins og Bókavarðafélags íslands. Hann verður fyrirlesari á landsfundi bókavarða dagana 15.—17. október, en aðal- viðfangsefni landsfundarins að þessu sinni verður hlutverk bókasafna í ævimenntun. Jazzmenn i Atthagasalnum í kvöld Jazzklúbburinn gengst fyrir jazzkvöldi í Átthagasalnum f kvöld en ekki í Súlnasal eins og misritaðist i laugardags- blaðinu. Eru það Jón Páll gitarleikari, Árni Scheving bassaleikari, Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgs- son saxófónleikari og Alfreð Alfreðsson trommari sem ætla að leika fyrir áheyrendur. Starfsemi Jazzklúbbsins hefur verið rekin með happa- og glappaaðferðinni undan- farin ár. I kvöld gefst kær- komið tækifæri til að heyra fyrsta flokks jazz, en hljóðfæra- leikararnir eru allir gamlir jaxlar í íþróttinni. -A.Bj. Vínflöskurnar í bílnum of mikil freisting Það má kalla gálausa með- ferð á áfengi að skilja tvær flöskur eftir úti í bíl á laugar- dagskvöldi. Manni er slíkt gerði á Akureyri á laugardaginn varð og hált á því. Um nóttina kom einhver að bílnum og fór inn í hann með því að mölva rúðu í bílnum. Flöskurnar hafði hann á brott með sér. í leiðinni tók hann lyftarann (tjakkinn), e.t.v. í öryggisskyni yrði hann of þungur á sér eftir neyzlu birgðanna. Reyndar hefði maðurinn ekki þurft að hafa fyrir því að brjóta bílrúðuna, því bifreiðin var að einhverju leyti opin. —ASt. INNBROT EN ENGU STOLIÐ Um helgina var framið inn- brot í Árbæjarskóla. Brotin var rúða en engu stolið, að því er bezt er vitað. Brotin var ein mynd er þar hékk uppi á vegg. Ekki lágu peningar eða önnur verðmætu á lausu í skólanum, og ekki voru unnin spjöll, eins og oft hefur verið gert, þegar um innbrot í skóla er að ræða. —A.Bj. 3 r TILBUHAR Á 3 HÍN.! II ji | mSSAMYWBIjR 1 <í — OFI33) 3 IAMGI1U — I Ljósmyndastofa AMATÖR f :'á LAUGAVEGI 55 -S? 2 27 18 • • SKEMMTIKV0LD í fiTini í kvöld, mánudag I 31 MrM 11. okt. kL 20,30 Húsið opnað kl. 20,00. Meðal annars konia fram: Megas, Kristjún Guðlaugsson o. fl. rœðumenn, auk þess leikarar og þrjú Ijóðskúld. Kynnir Jón Múli Árnason. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Herstöðvaandstœðingar Suðurnesjum Si 1 DAGBLADID ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERHOLTI 2 I Til sölu Púllari, 1 og 'A tonn til sölu. Uppl. i sima 51708 eftir kl. 4. ísskápur, borðstofuborð, 3 borðstofustólar og snyrtiborð til sölu. Uppl. i síma 73972 eftir kl. 7. Halló dömur. Stórglæsileg nýtízku pils til sölu í öllum stærðum úr terylene, flaueli, denim og moskreb. Mikið litaúrval, mörg snið. Sérstakt tækifærisverð. Uppl. í síma 23662. Til sölu er vandaður Swallow dúkkukerru- vagn með dúkku á kr. 10.000.- lítið rafmagnsorgel með straumbreyti á kr. 20.000.- segulband sem þarfnast lítils háttar viðgerðar á kr. 5.000.- eldri gerðin af reiðhjóli á kr. 4.000,- og vandaðir íslenzkir dömuskór, nr. 38 á kr. 3.000.-, eru í tízku. Uppl. í síma 44635 eftir kl. 5 á kvöldin þessa viku. Til sölu Sem ný AEG'strauvél á fótum, símaborð og enskt burðarrúm til sölu. Uppl. í síma 53958. 1 Óskastkeypt i Vil kaupa góðan Altsaxaófón. Uppl. i síma 34063 á kvöldin. Öska eftir að kaupa létta trésmíðavél með sög, þ.vkktarhefli og fræsara. Uppl. í síma 19937 eftir kl. 7 á kvöldin. Körfuhúsgögn geyrstólar með púðum, léttir og þægilegir, kringlótt reyr- borð og hin vinsælu teborð á hjól- um fyrirtiggjandi. Þá eru komnir aftur hinir gömlu og góðu bólstruðu körfustólar. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Kanínupelsar, loðsjöl (capes) og treflar. Skinna- salan Laufásvegi 19, 2. hæð til hægri, simi 15644. Kópavogsbúar. Mánaðarbollarnir komnir. Hraun- búð, Hrauntungu 34. Nýsviðnar lappir. Sviðaláppir til sölu á Klapparstíg 8 (á horninu á Klapparstíg og Sölvhólsgötu) alla virka daga frá 19—22 og helgidaga frá 14—22. Hvað fæst í Kirkjufelli? Vinsælu hollenzku steinstytt- urnar komnar aftur. Skírnar-, fermingar-, brúðkaupsvörur og gjafir. Kerti, servíettur> kort og gjafapappír. Kristilegar hljóm- plötur, kassettur og bækur. Margt fleira forvitnilegt. Verið vel- komin í Kirkjufell í IngóLfsstræti 6. Svanadúnssængur á kr. 14.000,- gæsadúnssængur á kr. 7.950.- Koddar á kr. 1.750,- straufrítt sængurverasett á kr. 4.900,- damask sængurverasett frá kr. 2.500,- 3200,- lök í mörgum litum, telpunærföt á kr. 595, barnaföt nýkomin, sokkar á börn og fullorðna, dömunærföt, hand- klæði og þurrkur. Opið á laugar- dögum frá kl. 10—12. Póstsend- um. Sími 15859. Verzlunin Höfn. Harðiiskur. Seljum brotafisk, saltfisk og mari- neraða síld. Opið alla daga til kk 18. Hjallfiskur hf., Hafnarbraut 6, Kópavogi. Fatnaður S) Pelsinn, Njálsgötu 14. Vorum að opna. Bjóðum kiðlinga- kanínu-marmot- og táningapelsa á mjög hagstæðu verði og með greiðsluskilmálum. Ath. Opið alla virka daga frá 12—18 e.h. og laugardaga frá 10—12 f.h. Peis- inn, Njálsgötu 14, sími 20160. Dömur athugið. Lítið notuð föt til sölu: pils, peysur, siðbuxur, kjólar og kápur. Odýrt. Simi 28024 eftir kl. 1. Fallegur brúðarkjóli nr. 38 til sölu. Uppl. i síma 31261 eftir kl. 5 i dag. Fallcgur pclsjakki úr refaskinni til sölu. Uppl. í síma 20738. Kjólföt nr. 50—52 til sölu. Uppl. í síma 41169. I Fyrir ungbörn i Mjög vel með farin norsk barnakerra, gul að utan og rósótt aó innan til sölu. Uppl. í síma 51568. Til sölu Silver Cross barnavagn með dýnu og inn- kaupagrind á kr. 40 þús. og barna- vagga á kr. 4 þús. Sími 53394. Fallegur brúnn Tan Sad barnavagn til sölu, notaður fyrir eitt barn. Uppl. i síma 52331. Barnarimlarúm til sölu. Uppl. í síma 30722. Til sölu barnavagn, Tan Sad Allwin og bílstóll. Uppl. í sima 37448. Til sölu Rossignol Smash skíði, 1.85 sm og Caber Compedition skíðaskór nr. 6 og !4. Uppl. í síma 42572 eftir kl. 18. 30 hcstal'la Evinrudc vélsleði með rafstarti til sölu. Sti.tar 85642 og 82559. 1 Húsgögn Óska eftir að kaupa gamlan frístandandi fataskáp. Uppl. í síma 21019 eftir kl. 18. Vel með farinn antik ruggustóll með fótaskemmli, barnabílstóll og nýr svefnsófi til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 38577 eftir kl. 5. Sófasett til sölu, 4ra sæta sófi, 2 stólar og eikar- sófaborð í mjög góðu ásigkomu- lagi. Sími 37468. Til söiu dönsk 70-80 ára gömul borðstofuhús- gögn úr dökkri eik, borð og 6 stólar með háu baki og stoppuðum sætum og bökum og tveir útskornir skápar. Uppl. í síma 81548. Svefnbekkur til sölu. Uppl. í síma 71948 eftir kl. 6. Sessalon til sölu, kjörgripur ættaður norðan af Akureyri, klæddur með bláu plussi. Ath. Ekki eftirlíking. Bólstrun Karls Adólfssonar, Hverfisgötu 18, sími 19740, inn- gangur að ofanverðu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.