Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 — 231. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍIV^I 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOETI 2, SÍMI* 27022 Myndavélin sannar um- ferðarlagabrot Nú er orðiö dýrt að aka yfir gatnamót móti rauðu ljósi, eða allt að 15 þúsund króna sekt. Slíkt athæfi er algengara í um- ferðinni en menn halda og hér sannar mynd Árna Páls að svo er. Myndin er tekin á mótum Laugavegs og Nóatúns kl. 17.51 í gær. Rautt ljós er komið á götuvitana og þvi umferð bönn- uð inn á Laugaveginn. Samt er allt á „fullri ferð“ á gatnamót- unum, tveir bilar að leggja inn á þau þrátt fyrir rauða ljósið og aðrir tveir lengra komnir. Gult ljós, ef ekki rautt, hefur blasað við ökumönnum seinni bílanna tveggja er þeir hófu innreið sína á Laugaveginn, en samt er látið vaða, og þetta komast menn upp með. —DB-mynd Arni Páll. fSLENDINGAR KYNDA UNDIR KANADÍSKUM VERKFÖLLUM! — baksiða, Gœzlan vill vera tilbúin 1. des. VIÐGERÐ VARÐ- SKIPA FLÝn Rjúpnaveiðitíminn hefst i dag: Bcendur telja sig í hœttu gagnvart skyttum _ boksiða HERRA REYKJAVIK VAR KOSINN í GÆRKVÖLD — er hrekkisvin oð otvinnu „Enginn hefur talað við mig ennþó" — segir Dr. Bragi ,,Eg get aðeins sagt eitt um þessa embættisveitingu mína hjá rannsóknarlögreglunni,“ sagði Dr. Bragi Jósepsson er hann var inntur eftir því í morgun hvort hann hygðist taka við stöðu rannsóknarlögreglumanns eða hafna henni. „Ég hef enga skipun fengið ennþá — það hefur hvorki verið talað við mig'né mér skrif- að. Þessi veiting virðist aðeins vera til í dagblöðunum." Þá var dr. Bragi inntur eftir þvi hvort honum fyndist ekki furðulega að málum staóið, þar eð nú vaéri liðinn sölarhringur síðan landsmönnum var gerð skipun hans heyrinkunn í Tímanum. „Ég er nú orðinn ýmsu vanur," svaraði d r. Bragi og hló við. „Ætli þetta sé bara ekki í rökréttu fram- haldi af þvi, sem áður hefur gengið á.“ —AT Við verðum tilbúmr 1. desember með það sama og við höfðum í síðasta þorskastríði, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, í morgun. Hann kvaðst þó ekki gera ráð fyrir miklum tíðindum, að minnsta kosti ekki fyrst eftir 1. des. Samningarnir við Breta renna út 1. desémber. „Við kappkostum að hafa skipin í lagi og erum að ýta á eftir þvi,“ sagði Pétur Sigurðsson. Hann lýsti viðgerðum skipanna, frá þvi að deilunni lauk. Þá hefði verið hafizt handa um endanlegar viðgerðir á varðskipunum. Ver hefði fyrst verið tekinn fyrir. Skipið yrði afhent eigendum á næstunni. Ægir væri kominn í lag, svo og Öðinn. Ekkert hefði verið að minni varðskipunum, Árvakri og Albert, sem máli skipti. Viðgerð á Þór mjakaöist, og yrði skipið tilbúið fyrir 1. des. Týr yrði kominn úr viðgerð um miðjan nóvember, en endanleg viðgerð á Baldri yrði ekki fyrr en eftir jól. Það skip yrði að minnsta kosti fyrst um sinn í höndum Land- helgisgæzlunnar. Þá yrði áhöfn nýju Fokkerflugvélarinnar þjálf- uð milli jóla og nýárs, svo að vélin yrði til alls búin eftir áramót. Ár er í dag liðið frá útfærsliinni i 200 milur, Pétur sagði, að' gæzlan hefði engin „veizluhöld" í því tilefni, en einstakar deildir mundu minnast dagsins með ein- hverjum hætti. Herra Reykjavík var kjörinn í gærkvöld á geysifjölmennum dansleik sem hljómsveitin Stuðmenn gekkst fyrir á Hótel Sögu. Alls létu fimm karlmenn skrá sig í keppnina. Sá hlut- skarpasti heitir Gunnlaugur Ölafsson Johnson. Gunnlaugur var önnum kaf inn það sem eftir var kvöldsins við að taka á móti hamingjuósk- um frá vinum og aðdáendum. Dagblaðinu tókst þó að króa hann af örstutta stund og spyrja hann nokkurra hefð- bundinna spurninga, sem hæfa þykir við slik tækifæri. „Eg er Reykvíkingur, nema hvað mamma mín er ættuð úr Vestmannaeyjum," svaraði Gunnlaugur, er hann var spurður um ætt og uppruna. „Segðu bara að ég sé 20 ára, því að ég svindlaði mér nefnilega inn í kvöld. — Nú er 18 ára aldurstakmark? Þá er ég 19 ára." — Og hvaða atvinnu stundar þú? „Eg er hrekkjusvín að at- vinnu!" — Hvað gerir þú í frístund- u m? „Þá hrekki ég líka. Eg hef líka hrekki að hobbíi." Það var Henný Hermanns- dóttir, sem fékk það hlutverk að krýna Herra Reykjavík. Hann fékk blómvönd að launum fyrir frammistöðuna og að sjálfsögðu koss frá Henný. —AT IIERKA REVKJAVÍK fær koss að laununi frá Henný Her- inanns (I)B-mynd Arni Páll) -HH. SKULDABREF TIL LISTASAFNSINS I RAUN FYRIR FRAMSÓKNARFLOKKINN! „Sérstæður listaáhugi ríkis- ins“, útgáfa skuldabréfs að nafninu til handa Listasafni ís- lands og í raun og veru til handa Húsbyggingasjóði Fram- sóknarflokksins." Þetta tekur Vilmundur Gylfason til með- ferðar í föstudagskjallara í dag. „Listaáhuginn var f.vrir bí jafnóðum og húsakaupin voru um garð gengin," segir Vil- mundur. „Þetta skuldabréf Virðist hafa verið gefið út í heimildarleysi, húsaskiptin sjálf eru fyrst leyfð á árinu 1975, ogþar er ekkert minnzt á skuldabréf." Vilmundur rekur, aðekkert er um þetta að finna i fjár- lögum áranna 1972'—1974- Þótt sKuldabréfið hafi verið frá 1972. Hvernig urðu 72 milljónir allt í einu til. sem ríkió átti handa Listasafninu, „þegar það vantar fé til að greiða Húsbygg- ingasjóði Framsóknarflokks- ins?“ segir Vilmundur. S j a f ös t u d ag sk j a 11 a r a Vilmundar bls. 10—11.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.