Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 24
„Það hefur ekki verið leitað
til okkar um lögreglueftirlit
með rjúpnaskyttum," sagði Páll
Hallgrímsson, sýslumaður
Árnessýslu í viðtali við Dag-
blaðið í gær, en sem kunnugt er
heft rjúpnaveiðitíminn í dag.
Stendur hann fram til jóla.
Vmsir hreppar og einstakir
bændur hafa á undanförnum
árum auglýst bann við rjúpna-
veiði á tilteknum landsvæðum,
sem þeir telja sig eiga eða hafa
umráð yfir í veiðiréttarlegu
tilliti. Undanfarna daga hafa
slíkar auglýsingar heyrzt í út-
varpi.
Allmargir áhugamenn um
rjúpnaveiði hafa farið þess á
leit við Dagblaðið, að það birti
dóm, sem gekk á síðasta ári og
kvað svo á, að afskipti lögreglu-
manna frá Selfossi af rjúpna-
skyttum á Hellisheiði og svipt-
ing skotvopna hafi verið
óheimil.
í lögum um fuglaveiðar og
fuglafriðun er sagt, að öllum
íslenzkum ríkisborgurum séu
fuglaveiðar heimilar í afréttum
og almenningum utan landar-
eigna lögbýla, enda geti enginn
sannað eignarrétt sinn til
þeirra. A þessari meginreglu
var byggður dómur sá, sem um
var spurt. Menn verða að varast
að 'draga nokkra algilda
ályktun af þeirri niðurstöðu,
nema þar sem menn eru
kunnugir landamerkjum.
„Það er ekkert undarlegt
þótt bændur vilji vita um ferðir
vopnaðra manna þar sem þarf
að smala í þoku og stundum
slæmu skyggni," sagði Páll
Hallgrímsson sýslumaður við
fréttamann DB. „Það ber ekki
vott um gætilega meðferð
slíkra vopna að litast um eftir
háspennulínunni á sumum
rjúpnasvæðunum, þar sem
næstum hver einasta
einangrunarkúla er skotin í
sundur“, sagði sýslumaður.
„Þess eru dæmi, að skot hafa
farið nærri mönnum, sem voru
að smala í þoku,“ sagði Jón I.
Guðmundsson, yfirlögreglu-
þjónn á Selfossi, .>og úr slátur-
húsinu hérna hefur frétzt um
högl í fé. Þetta er orðið allt
öðru vísi en var,“ sagði Jón.
„Nú er orðið bílfært um allt,
allir eiga bíla og rjúpnaskyttur
geta skipt hundruðum á vissum
svæðum. Ég held að menn verði
að athuga betur en oft er gert
öryggishliðina á þessu máli.
Það held ég að sé sjónarmið
bændanna frekar en þeir sé.u að
amast við rjúpnaveiðum
gætinna manna."
Ekki verður nægilega brýnt
fyrir rjúpnaveiðimönnum og
öðrum, sem með skotvopn fara,
að gæta fyllsta öryggis og sýna
aðgát og taka tillit til allra
aðstæðna. —BS
— frétzt hefur um högl í fé, einangrunorkúlur húspennulina brotnar, smalar í hœttu
„TIL ÞESS AÐ GEFA
MÖNNUM FRJÁLSARI
HENDUR"
„Öll samvinna innan Samtak-
anna á landsgrundvelli hefur
hér með verið lögð niður,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson í
viðtali við Dagblaðið um tillögu
þá um framtíðarskipan Samtak-
anna sem hann, ásamt þeim
Karvel Pámasyni og Magnúsi
Torfa Ólafssyni lagði fram á
fundi framkvæmdastjórnar
Samtakanna og var hún ein-
róma samþ.vkkt. „Þetta er gert
til þess að gefa mönnum frjáls-
ari hendur til þess, sem þeir
vilja gera innan stjórnmála,”
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
ennfremur.
Segir í tillögunni, að undan-
farió hafi farið fram viðræður
um framtíð íslenzkrar vinstri
hreyfingar innan Samtakanna
og hafi þær einkum snúizt um
hið upphaflega markmið þeirra
þ.e. að stuðla að sameiningu
vinstri manna í landinu. Þá seg-
ir að framkvæmdastjórn Sam-
takanna hafi komizt að eftirfar-
andi niðurstöðum:
„1. Þótt framkvæmdastjórn-
in sé einhuga um mikilvægi
w
— segir Olafur Ragnar
Grímsson
hins upphaflega markmiðs,
ríkja skiptar skoðanir um leiðir
til að vinna að því og ólíkt mat á
hverjar séu ákjósanlegastar.
2. Þessi þróun hefur það í för
meó sér, að farsælast þykir eins
og nú er komið, að hver eining
Samtakanna, — þingfiokkur,
kjördæmasambönd, flokksfélög
og einstaklingar, — vinni að
framgangi þessa markmiðs í
næstu framtíð á sínum starfs-
vettvangi og i samræmi við það
sem hver aðiii telur ákjósanleg-
ast.
3. I samræmi við fyrrgreind-
ar nióurstöður telur fram-
kvæmdastjórnin rétt að fela
þi'igflokki meðferð þeirra sam-
eiginlegu verkefna, sem sinna
þarf. og vísar sérmálum til með-
ferðar hinna einstöku skipu-
lagseininga.
4. Til að auðvelda öllum hlut-
aðeigandi aðilum aðlögun að
nýjum aðstæðum leggur fram-
kvæmdastjórnin niður störf og
aflýsir áður auglýstum lands-
fundi“.
—HP
v;
Bjart veður í dag boðar góðan vetur
frfálst, úháð dagbJað
FÖSTUDAGUR 15. OKT. 1976
Snœbjörn
Jónasson settur
vegamálastjóri
Snæbjörn Jónasson, for-
stjóri tæknideildar Vega-
gerðar ríkísvns, hefur verið
settur vegamálastjóri til 1.
desember næstkomandi.
Snæbjörn hefur starfað
sem verkfræðingur hjá
Vegagerðinni frá árinu 1948
og yfirverkfræöingur frá
1964. Hann lauk prófi í
byggingaverkfræði frá
Háskóla Islands 1946, 25 ára
gamall. Siðan stundaði hann
framhaldsnám í Sviss og
Bandaríkjunum. ________
Oft er gott, sem gamlir kveða,
stendur einhvers staðar, og
íslendingar hafa löngum verið
duglegir að spá veðurfari eftir
ýmsu, sem ekkert kemur
nútíma veðurfræði við. Þessar
gömlu veðurspár hafa að vísu
ekki verið haldgóðar á Suður-
landi í sumar, sbr. hundadaga
og höfuðdag, eri i dág, 16.
október, er Gallusmessa og á
það að boða góðan vetur eí
bjart veður er þann dag. í Þjóð-
háttum Jónasar frá Hrafnagili
stendur að ef haustið sé gott en
spillist á allraheilagramessu
eða úr henni sé voðinn vís. Þá
verður vetur harður og frost-
mikill. Allraheilagramessa er
1. nóvember.
Þessu til sannindamerkis er
tekið fram að haustið 1880 hafi
verið mjög gott en stórhríð á
allraheilagrarmessu og á eftir
kom frostaveturinn mikli!
Það lítur út fyrir bjart veður
á sunnan- og vestanverðu
landinu 1 dag en skýjaó og
skúrir í öðrum landshlutum.
Kannske eiga íbúar á óþurrka-
svæðunum góðan vetur í
vændum. —A.Bj.
““Framkvœmdastióri SíWarútvegsnefndar:
Kyndir undir verkföllum - htjs
kanadiskra $ildars|omanna
hramkvæmdastjóri síld-
arútvegsnefndarinnar, Gunnar
Flóvenz, hefur beitt sér fyrir að
kynna kanadískum, nánar
tiltekið nýsjálenzkum sildarsjó-
mönnum kjör íslenzkra síldar-
sjómanna, sem eru margfalt
betri en þeirra kanadísku, og
þannig alið á óánægju þeirra
með kjörin.
Kemur þetta óbeint fram í
síðasta upplýsingabréfi SUN
þar sem segir aó áður en
samninganefnd SÚN hóf loka-
viöræður við helztu erlendu
viðskiptavinina snemma í
september, hafi borizt skeyti
þess efnis að hluti síldar-
sjómanna á N-A strönd
Nýfundnalands hafi gert verk-
fall til að knýja á um hærra
síldarverð.
íslenzka samninganefndin
hafi þá þegar sent forsvars-
manni nýsjálenzku
sjómannanna skeyti þess efnis
að menn á íslandi væru undr-
andi á hinu ótrúlega lága síldar-
verði, sem Kanadamenn byðu á
mörkuðunum og fékk hann
yfirlit yfir verðin til íslenzku
sjómannanna, en þeir fá nú 63
kr. fyrir kg í 1. fl„ en þeir
nýsjálenzku, sem ekki hafa
fengið hækkun, aðeins um 15
kr/kg almennt til söltunar.
Það er nú að frétta af verk-
föllunum að þau eru leyst,
sennilega á báðum stöðunum
sem þau voru, og fengu
sjómenn frá sex til rúmlega tíu
króna hækkun á kg. Eru þeir
sjómenn þá orðnir hæst
launuðu síldarsjómenní Kanada
og má því búast við að fleiri
reyni að ná fram svipuðum eða
meiri kjarabótum. Blaðinu er
kunnugt um að Gunnar Flóvenz
notaði fleiri leiðir en skeytið til
að koma upplýsingum um kjör
íslenzkra síldarsjomanna á
framfæri við kanadíska síldar-
sjómenn og er ekki ólíklegt að
þessar aðgerðir hafi haft áhrif
til hækkunar.
Er blaðið ræddi við Gunnar í
gær vegna þessa, sagði hann að
sér væri ekki geðfellt að blanda
sér í svona mál en ástæðan fyrir
því hafi verið að þölinmæði sín
og Síldarútvegsnefndar hafi
verið þrotin vegna stöðugra og
mikilli undirboða Kanada-
manna á síldarmörkuðunum nú
og mörg undanfarin ár.
Sagði hann að þeir byðu til
sumra markaðslandanna, síld á
allt að helmingi lægra verði en
við. Astæðurnar sagði hann
vera: mjög lágt fersksíldarverð
til kanadískra sjómanna, opin-
oera aðstoð í ýmsu formi og þá
stæðu hinir ýmsu kanadísku
síldarseljendur i undirboðum
hver gagnvart öðrum. Allt þetta
legðist á eitt um að gera okkur
erfiðara fyrir með að selja
okkar síld. Þá má einnig geta
þess að kanadískir síldar-
seljendur þurfa ekki að greiða
10% í Stofnfjársjóð fiskiskipa
og heldur ekki 6% útflutnings-
gjöld, eins og við þurfum að
gera.
Að lokum gat Gunnar þess að
sér væri kunnugt um að uppi
væru kröfur um það í Kanada,
að koma í veg fyrir innbyrðis
undirboð síldarselienda þar og
taka upp sams konar fyrir-
komulag og við notum við
skipulag og útflutning saltsíld-
ar. jafnvel á þann hátt að
st jórnvöld gripi inn i.
-G.S.
BSRB:
Kristján var
endurkjörinn
Kristján Thorlacíus var í gær
endurkjörinn formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja.
Alþingi var hvatt til að gera að-
gerðir til að bæta launakjör opin-
berra starfsmanna.
Hersir Olafsson, Starfsmanna-
félagi Reykjavíkur, var kosinn 1.
varaformaður og Haraldur Stein-
þórsson, Landssambandi fram-
haldsskólakennara, 2. varafor-
maður.
Aðrir í stjórn voru kjörnir:
Agúst Geirsson, Félagi síma-
manna, Albert Kristinsson,
Starfsmfél. Hafnarfjarðar, Einar
Ölafsson og Guðrún Helgadóttir,
Starfsmfél. ríkisins; Jónas Jón-
asson, Landsambandi lögreglu
manna, Kristín Tryggvadóttir.
Sambandi barnakennara, Slgur-
veig Sigurðardóttir Hjúkrunarfé-
laginu og Örlygur Geirsson, Fé-
lagi starfsmanna stjórnarráðs.
—HH