Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14
PA$BLAÐIÐ. FÖSTUPAGUR 15. OKT0BER 1976. MILLJÓNIRNAR HRÚGAST W UPP HJA ABBA, EN ÞAU GETA EKKINOTAÐ ÞÆR.. Dancing Queen, Fernando, Waterloo, Mama Mia, Hasta Manana, S.O.S., So Long og I do, I do, eru nokkur þeirra laga sem oröiö hafa til þess að selja hljómplötur sænsku hljóm- sveitarinnar ABBA í meira en 25 milljónum eintaka um allan heim. Abba slær hvert sölu- metið á fætur öðru, auk ann- arra meta. Þess er skemmst að minnast að er sjónvarpsþáttur Abba var sýndur í Ástralíu núna í vor horfðu meira en 58% landsmanna á þáttinn. Það er meira en horfði á sjónvarps- þáttinn fræga með Frank Sinatra, eftir allt umstangið sem fylgdi honum, eða þegar sjónvarpað var frá fyrstu lend- ingu mannanna á tunglinu. Afleiðing þessa alls er að milljónir og aftur milljónir króna velta inn á skrifstofu hljómsveitarinnar á Baldurs- götunni í Stokkhólmi. En mestur hluti peninganna fer í hljómplötufyrirtæki hennar, höfundarréttarfyrirtæki, í ný.jar upptökur og til annarra hluta er hún hefur ætlað sér að gera í framtíðinni. Á skattaskýrslunni fyrir árið 1975 standa eftirfarandi niður- stöðutölur fyrir þau fjögur: Annifrid 10.384.000 kr. L.vngstadt: Benny Anderson: 15.400.000 kr. Björn Ulvaeus: 15.188.000 kr. Agnetha Faltskog:12.188.000 kr. Ekkert lúxuslíf „En við veltum okkur ekki upp úr neinu lúxuslífi. Við erum að visu búin að setja mikið fé i tvö þægileg hús sem við getum þá alltaf átt ef hallar undan fæti. En annars er varla hægt að kaupa sér mikið meira en við höfum. Hvað á maður t.d. að gera við tvær uppþvotta- vélar?" segja fjórmenningarn- ir. í allt sumar hafa þau undir- búið upptökur og unnið að út- komu nýrrar 12 laga plötu sem á að koma út nú um miðjan þennan mánuð. Vinnustaður þeirra er ,,Polar''-húsið í Stokk- hólmi þar sem „meðsamsæris- máður þeirra", Stikkan Ander- son, er einnig til húsa. Þarna hittast þau og hlusta á hin ýmsu lög og lagstúfa. Þau hafa þó hlýtt á lögin heima fyrir, áður en þau komu, og setja nú fram hugmyndir um það sem þau telja að betur mætti fara. Abba hefur átt tvö til þrjú lög sem hafa orðið heims- fræg en það er ekki nægilegt til þess að halda velli. Næsta plata mun skera úr um það. Enginn taugaóstyrkur Enda þótt platan hafi verið svona lengi í undirbúningi taka þau lífinu með ró: „Við verðum ekki tauga- óstyrk enda þótt þetta renni ekki eins og bráðið smjör. Það gerir ekkert til þótt við náum ekki þeim árangri sem við viljum fyrr en eftir nokkrar vikur. Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki samið nema um 80 lög á fimm árum. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir okkur að semja. Við verðum því að taka okkur þann tima sem við teljum nauðsyn- legan," seg.ja þeir félagar Benn.v Anderson og Bjiirn Ulvaeus, en þeir hafa samið öll lög hl.jómsveitarinnar. Enn hafa ekki verið valin nema nokkur lög á plötuna en 1 sambandi við hana vinna þau nú að gerð sjónvarpsþáttar fyrir sænska sjónvarpið. „ABBA from the beginning". Fyrir utan forsögu hljómsveit- arinnar með gömlum inn- skotum frá fyrri tíð og skemmtilegum viðtölum verða nokkur af nýjustu lögunum flutt. Allt fyrsta flokks vinna Það er kjörorð þeirra félaga að allt eigi aðveraf.vrsta flokks vinna, hvort sem unnið er fyrir sjónvarp, við hljómplötuupp- tökur eða. hljómleika. Allt á þetta eftir að seljast vítt og breitt um heiminn og þau eru þegar þekkt fyrir vandvirkni á flestum sviðum. Því má með sanni segja að þau geti ekki látið tímann hlaupa frá sér og legið í sólbaði i frægðarsólinni, enda væri þá þegar farið að halla undan fæti fyrir þeim. Benn.v og Björn sjá um allt sem lýtur að samningahliðinni fyrir hljómsveitina. Stúlkurnar tvær halda sér í góðri æfingu og fara í jazzballett tvisvar í viku því mikil áherzla er lögð á sýningaratriði þeirra. „Vissulega er þetta tóm- stundagaman okkar en um leið vinna. Við dönsum sérstaklega við hvert lag svo það er mikið að gera við æfingar þegar allt í einu á að k.vnna heila stóra plötu." sagði Annifrid. Þær búast báðar við því að verða viðloðandi skemmtiiðnað- inn allt sitt líf. Ef þeim byóist eitthvað annað hefur Annifrid sagt að hún m.vndi vilja læra tungumál en Agnetha mundi vilja verða tannlæknir eða barnaskólakennari. Þeim semur vel A báðum hcimilunum er reynt eftir megni að skipta með sér verkum en þó segja stúlk- urnar að það kunni að brenna við að þeir félagar nenni ekki að þurrka af. Öll eru þau fjögur mikið saman á öllum stundum sólar- hringsins en þó hefur ekki komið til alvarlegra árekstra þeirra á milli. Þetta útskýra þau þannig: „Við reynum að tala okkur út úr vandamálum. Það mun víst vera eitthvað sérstaklega norrænt að tala saman í stað þess að láta allt springa í loft upp að lokum.“ En enda þótt þau í ABBA búi við stöðuga spennu vegna þess að þau þurfa sífellt að koma fram með eitthvað nýtt og halda þannig vinsældum virðist það ganga nokkuð þægilega. Þau segja að aðeins á löngum ferðalögum erlendis og þegar þau eiga að gera sjónvarpsþætti kunni að sjóða smávegis upp úr. Mjög ólík Til dæmis hefur Annifrid þann leiða sið að koma a.m.k. fimm mínútum of seint á alla fundi. Agnetha, sem alltaf mætir aðeins fyrir fundinn, getur þá átt það til að stökkva upp á nef sér. Þá eru hjónin ólik á öðrum sviðum. Benny og Frida eiga auðvelt með að vaka langt fram eftir, nóttu og sofa lengi fram eftir. Það er hins vegar auðvelt að vekja Björn og Agnethu strax klukkan átta á morgnana. Þá eiga félagarnir tveir gott með svefn yfirleitt. Stúlkurnar hafa hins vegar sagt frá því að stundum vakni þær upp um miðjar nætur og spyrji sjalfar sig: „Hversu lengi mun þetta allt saman vara??“ „Stundum erum við vakandi langt fram á. nótt og hugsum um framtíðina. Því lengur sem maður vakir því hræddari ver.ður maður.“ Maðurinn ó bak við ABBA: STIKKAN ANDERSON Stikkan Anderson og frú taka á móti gullplötum f.vrir ABBA. Sá sem nefndur hefur verið fimmti ABBA-félaginn er Stig Stikkan Anderson, 44 ára. Hann er t'mboðsmaður hljóm- sveitarinnar, stjórnar upptök- um á plötunum og selur lög þeirra áfram um útgáfufyrir- tæki þeirra. Hann er atvinnumaðurinn að baki þeirra og leggur með miklum hæfileikum sínum af náttúrunnar hendi allar lín- urnar um það hvernig farið skuli að. Það eru hugmyndir hans sem liggja að baki vel- gengni þeirra. Menn heyrðu hans fyrst getið er hann samdi lagið „Klaus Jörgen“ sem var afar vinsælt. Hann varð að fá lánaða peninga til þess að geta látið prenta nóturnar að laginu en í dag er hann forstjóri fyrirtækis sem veltir milljörðum árlega. En það var hann einnig áður en ABBA varð fræg, Hann er stærsti útgefandii léttrar tónlistar á Norðurlönd- um og oft er að honum vegið fyrir það hversu hreinskilinn hann er. Honum finnst að menn geti fengið að hafa sína Grand Prix söngvakeppni og að fólk megi fá að sjá það og heyra í útvarpi sem það vill. Hann er því töluvert upp á kant við menningarvitana i Svíþjóð. Þar í landi hefur hann viður- nefnið „iðnaðurinn". Það líkar honum vel því það sýnir að fólk ber virðingu fyrir honum sem framleiðanda og kann að meta hann semslíkan. Meira að segja helztu gagnrýnendur hans samdþ.vkkja það. I einkalífinu er hann giftur þriggja barna faðir og eyðir tómstundunum í að skokka og iðka leikfimi. Umfrarn ABBA hefur hann á sinuin snærum stór nöfn á Norðurlöndum eins og Svenne og Lotta. Ted Gardestad og Lenti Anderson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.