Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976.
Q
Söngsveitin Fílharmónía hefur vetrarstarf:
Frumflytur As-dúr
messu Schuberts í apríl
Þessi mynd af Söngsveitinni Fílharmoníu var tekin á tónleikum i april
þegar sálumessa Verdis var flutt í Háskólabíói. Það var Karsten
Andersen sem stjórnaði þeim flutningi.
Nýtt starfsár er nú að hefjast
hjá Söngsveitinni Fílharmoníu en
f.vrsta æfingin verður i Mela-
skólanum 18. október nk.
Nýr söngstjóri er nú tekinn við
söngsveitinni en það er Marteinn
Hunger Friðriksson, sem er
íslendingum vel kunnur fyrir
tónlistarstarf sitt. Hann hefur um
árabil verið organisti í Háteigs-
kirkju og stjórnað kirkjukór
hennar. Þá hefur hann stjórnað
kór og hljómsveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík auk þess að
kenna þar. Marteinn Hunger er
þýzkur að uppruna en islenzkur
ríkisborgari. Hann stundaði
tónlistarnám við Tónlistarhá-
skólana í Dresden og Leipzig í
Þýzkalandi.
Á þessu starfsári, nánar tiltekið
i apríl. verður frumflutt As-dúr
messa Franz Schuberts. Er þetta
eitt af síðustu og stærstu verkum
hans, samið um svipað leyti og
Öfullgerða sinfónínan og stóra C-
dúr sinfónían. Hefur þessi messa
notið mikilla vinsælda erlendis,
enda mjög falleg og hljómþýð.
Verkið er gert fyrir fjóra
einsöngvara og 4-8 raddaðan kór
og stóra hljómsveit.
Þá verður einnig endurflutt
tónverkið Viii uspá sem Jón
Þórarinsson samdi í tilefni
þjóðhátíðarinnar 1974. Var það
frumflutt af Sinfóníuhljómsveit
íslands, Guðmundi Jónssyni og
Söngsveitinni Filharmoníu á
þjóðhátíð í Reykjavík 3. ágúst
1974 en hefur ekki áður verið
flutt opíhberlega i tónleikasal.
Uppistaðan i verkinu er Eddu-
kvæði og telst Völuspá með
veigamestu listaverkum sem sam-
in voru í tilefni þjóðhátíðarinnar.
Það er Karsten Andersen sem
mun stjórna þessum flutningi á
tónleikum 10. febrúar nk.
Þeir, sem hafa áhuga á að
gerast söngfélagar í Söngsveitinni
geta gefið sig fram við söng-
stjórann eða formann Söngsveit-
arinnar í síma 33657. -JB.
Kammermúsíkklúbburinn:
Prófessor Erling Blöndal Bengtsson fyrsti
gesturinn á nýbyrjuðu starfsóri
Prófessor Erling Blöndal Bengts
son er þekktur sellóleikari og tón-
listarkennari. en hann verður
fyrsti gestur Kammermúsík-
klúbhsins á þessu starfsári.
Frófessor Erling Blöndal
Bengtsson verður fyrsti gestur
Kammermúsíkklúbbsins á því
starfsári sem nú er að hefjast.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Bústaðakirkju sunnudaginn 17.
október og þriðjudaginn 19.
október kl. 20.30.
A efnisskránni eru allar sex
svítur J.S. Bach f.vrir einleiks-
selló. Prófessor Erling á 40 ára
konsertafmæli á þessu ári en
hann kom fyrst fram á tónleikum
í Kaupmannahöfn 4 ára gamall.
Síðan hefur vegur hans sífellt
farið vaxandi og er hann mjög
þekktur sellóleikari. Er þetta í
þriðja sinn sem hann flytur þessi
verk hjá Kammermúsíkklúbbn-
Ulil.
Á næstu tónleikum félagsins
muns Sinnhofer kvartettinn frá
Þýzkalandi flytja sex strengja-
kvartetta eftir Beethoven en það
er liður í heildarflutningi
strengjakvartetta hans sem
verður síðan lokið við næsta
haust.
Á næsta ári á Kammermúsík-
klúbburinn 20 ára afmæli og eru
raðgerðir afmælistónleikar af því
tilefni en efnisskrá þeirra er
ekki endanlega frágengin. Nú
munu vera um 200 félagar í
Kammermúsíkklúbbnum. en þeir
sem hafa hug á að ganga í hann
eru vinsamlega beðnir að koma
nokkru fyrir tónleikana í
Bústaðakirkju til innritunar.
-JB.
M0
~n
n
HUSGOGN
HALLVEIGARSTÍG 1
RAFTÆKI
SÍMI10520
Þetta stórglœsilega leðursófasett
höfum við í verzluninni ósamt fjölda
annarra tegunda
HÚSGÖGN^r’RAFTÆKI
HALLVEIGARSTÍG I. ÍSLAND. S 10520.
L
n
Verð kr. 5995,
Stœrðir
nr. 36-41
SkÓVerzlun I P6stsendum
Þórðar Péturssonar
Kirkjustrceti 8 v/Austurvöll. Simi 14181
Verð
kr. 5995.-
Teg. 432
Litur:
Svart leður
Stœrðir
nr. 37-41
Verð kr. 5995.-
—ítalskar mokkasíur-
Nýtt módel
úr sérstoklega mjúku leðri og skinnfóðroðir
leðursólar klœddir með hrufóttu gúmmi
Teg. 730
Litur: Rautt leður
Stœrðir nr. 36-41
Verð kr. 5995.
Teg. 735
Litir: Svart eða
dökkbrúnt leður
Stœrðir nr. 36-41
Verð kr. 5995.-
Danskir kvenskór
fró Eccolet
Teg. 1651
Litir: Svart eða
dökkbrúnt
leður