Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 7
7 OAC'iBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTOBER 1976. ÓFRÆGINGARHEFERÐ GEGN FRÚ MAO OG FYLGISMÖNNUM HENNAR UM GERVALLT LAND — veggspiöld í Chiang Ching, ekkja Mao Tse-tungs og þrír róttækir félagar hennar voru í morgun opinberlcga ásökuð um samsæri gegn kínverska kommúnistaflokknum. Reutersfréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum í Peking, að ekkjan — sem er fyrrverandi kvikmyndaleik- kona — og félagar hennar hafi orðið fyrir hörðum árásum á veggspjöldum í Shanghai og Wuhan. Róttæklingarnir fjórir — frú Mao, Wang Hung-w^n, varafor- maður flokksins, Chang Chun- chiao varaforsætisráðherra, og Yao Wen-yuan, hugmynda- fræðingur og áróðursmeistari — eru taldir hafa verið i varð- haldi í átta daga. Veggspjöldin í Shanghai, þar sem fjórmenningarnir eiga mest pólitískt fylgi og hófust fyrst til áhrifa, voru sett upp í nótt, að sögn heimildar- mannanna. Við háskólann í Peking voru sett upp önnur spjöld, sem á var letrað: „Endalok samsæris- mannanna verða ekki góð.“ Þar voru engin nöfn nefnd. Ferðamenn hafa skýrt frá því að í Wuhan hafi fjór- Shanghai, Peking og Wuhan mennirnir verið nafn- greindir sem andstæðingar flokksins og að þess sé krafizt, að „hundarnir verði settir í vatnið". Sérfræðingar telja nú víst, að um allt landið sé að hefjast herferð gegn fjórmenningun- um, sem sakaðir eru um að hafa gert samsæri um valdarán eftir lát Maos formanns í síðasta mánuði. Peking-útvarpið hefur birt frekari viðvaranir gegn því að kommúnistaflokkurinn verði klofinn og hvatt alþýðu landsins til að berjast gegn þeim, sem taka þátt i sam- særunum og leynimakki gegn flokknurri. H Veggspjöld hafa birzt í nokkr- um borgum Kina að undan- förnu þar sem veitzt hefur verið að „óvinum flokksins“. i nótt voru sett upp spjöid í Shanghai og víðar, þar sem ráðizt var að ekkju Maos og þremur helztu stuðningsmönn- um hennar. Ródesía: r FYRRUM FORSÆTISRAOHtRRA IANDSINS STJÓRNMÁlAlíGUR RÁDGJAFINKOMO-LIÐSINS Utlit er fyrir að fleiri pólitískir skoðanahópar í Ródesíu muni nú eiga fulltrúa sina á brezk- skipulögðu stjórnarskrárráðstefn- unni um Ródesíu, sem hefst í Genf 25. október næstkomandi. Garfield Todd, fyrrum forsætis- ráðherra Ródesíu, var í gær skipaður stjórnmálalegur ráðgjafi þeirrar fulltrúanefndar Afríska þjóðarráðsins, sem Joshua Nkomo veitir forystu. Þjóðernissinnaleiðtoginn Ndabaningi Sithole mun einnig að, öllum líkindum sækja ráðstefnuna. Forsetar „framlinu- ríkjanna" fimm óskuðu eftir því í gær við brezku stjórnina, að Sithole yrði boðið að sitja ráústefnuna. Einn þjóðernissinnaleiðtoginn, Róbert Mugabe, sagði í gær að hann væri enn að reyna að fá Breta til að fresta ráðstefnunni. Mugabe, sem almennt er talinn talsmaður 12 þúsund skæruliða er að mestu leyti starfa frá Mózam- bík, skýrði sendimanni brezku stjórnarinnar, Dennis Grennan, frá því í gær að útilokað væri fyrir sig að vera með fulltrúanefnd sína fullskipaða í tæka tíð. Ródesíski Miðflokkurinn, sem hefur bæði hvíta og svarta innan sinna vébanda, hefur fordæmt brezku stjórnina fyrir að útiloka stiórnarandstöðuflokkana í landinu frá ráðstefnunni. Þá sagði Ian Smith, forsætis- ráðherra minnihlutastjórnarinn- ar í Ródesíu, í gær að meirihluti blökkumanna í landinu væri því fylgjandi að yfirráð hers og lög- reglu yrðu áfram í höndum hvitra manna, aðeins örfáir öfgasinnar væru andvígir því. Nóbelsverðlaun í hagfrœði og lœknisfrœði Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og hagfræði voru afhent í Stokkhólmi i gær. Þau hlutu að þessu sinni þrír Bandaríkjamenn, Milton Friedman hagfræði- prófessor við Chicago- háskóla, dr. Baruch Blum- berg i Philadelphiu og dr. Carleton Gajdusek frá Mary- land. Tveir þeir síðast- nefndu hlutu verðlaun í læknisfræði. Prófessor Friedman hlaut verðlaunin fyrir ritgerðir um neyzlurannsóknir, sögu og kenningar í fjármála- fræði og áhrif þessara kenn- inga á fjármálastefnu aðal- banka. Læknarnir Blumberg og Gajdusek unnu til verð- launa fyrir rannsóknir á uppruna og eðli lítt skiljan- legra sjúkdóma, sem læknis- fræðin glímir enn viö. — Það þykir í frásögur færandi, að annar læknanna hefur stundað rannsóknir á mjög óvenjulegum heila- skemmdum manna í Nýju Gíneu. sem taldar eru stafa af mannakjötsáti. Líbanon: Sýrlendingar ná þremur mikilvœgum fjallavígjum — stefna til Beirút Sýrlenzkum hersveitum hefur með skriðdrekasveitum og stórskotaliði tekizt að ná á sitt vald þremur mikilvægum vígjum Palestínumanna og vinstrisinna í fjöllunum suð- austur og austur af Beirút, að því að skýrt var frá í Damaskus í Sýrlandi í morgun. Tilkynningin var birt eftir að sýrlenzki herinn í Líbanon hafði hafið nýja stórsókn gegn iíbönskum vinstrimönnum og palestínskum bandamönnum þeirra í fjallavigjunum. I Beirút hefur verið skýrt frá hörðum bardögum í Bhamdoun og er mannfall sagt þar mikið á götum úti. I Bhamdoun var áður eftirsóttur og íburðar- mikill ferðamannastaður. í sýrlenzku tilkynningunni segir að friður og kyrrð ríki nú á svæðinu í fyrsta skipti í sjö. mánuði, eftir að „vandratúa- seggir og fjandsárhleg öfl‘' höfðu verið flæmd á brott. Talið er líklegt — og haft eftir áreiðanlegum heimildum í Sýrlandi — að sýrlenzka innrásarliðið í Líbanon muni einbeita sér að því næst að opna þjóðveginn á milli Beirút og Damaskus og síðan stefna inn í Beirút sjálfa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.