Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUD A(j5UR 15. OKTÓBER 1976. íþróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Þrjár þjóðir í ef sta sœti — í Eisenhower-keppninni í golfi Þrjár þjóðir voru efstar og jafnar eftir aðra umferð í Eisen- hower-golfkeppninni í Panina í Portúgal í gær — heimsmeistara- keppni áhugamanna. Það voru Létt hjó Real í körfunni Real Madrid, Spáni, sigraði Sporting Portúgal í Lissabon í gær í fyrri leik liðanna i fyrstu umferð Evrópukeppni meistara- liða i körfuknattleik. í hálfleik stóð 69—45 Prada ver stigahæstur leik- manna Real með 25 stig, Corbal- an og Brabender 19 hvor, og Sczerbal 18 stig. Aðrir færri. Hjá Sporting var Pinheiro stigahæst- ur með 20 stig, Neves 17. Ramirez hefur forustu Raul Ramirez frá Mexíkó hefur nú forustu í hinni svokölluðu Grand Prix keppni þar sem gefin eru stig fyrir árangur í hinum ýmsu keppnum. Við skulum líta tii gamans á 10 efstu menn: stig Raul Ramirez Mexíkó 633 Jimmy Connors USA 600 Guilermo Vilas Argent. 522 Eddie Dibbs USA 517 Manuel ORantes Spáni 501 ri arold Solomon USA 491 : ,örn Borg Svíþjóð 480 li ,»scoe Tanner USA 410 Wojtek Fibak Pólland 407 A Panatta ftaiíu 370 Leikjum frestað Leikjunum i 1. deild í hand- J> naltleiknum, sem verða áttu á • mnudag, hefur verið frestað vegna leiks Dankersen við ís- lenzka landsliðið á morgun. Leikirnir í Hafnarfirði verða á mánudag — það er Grótta—Hauk- ar, FH—Valur, en á miðvikudags- kvöld leika í Laugardalshöll Þróttur—Fram, ÍR—Víkingur. Bretland, Irland og Suður-Afríka með 443 högg. Beztum árangri í gær náði Tze-Ming, Taiwan, sem lék hinn 6.349 metra langa völl á 69 höggum — fjórum undir pari. Japan er í fjórða sæti með 447 högg. Af öðrum árangri landa má nefna, að Taiwan og Ástralia eru meö 450, Rhodesia 451, Svíþjóð 452, Bandaríkin, Sviss og Kanada 453 og Nýja-Sjáland 456. Norska sveitin er með 467 högg og sú finnska með 477 högg, en Danir munu ekki taka þátt í mót- inu frekar en íslendingar. Puerto Rico er í neðsta sætinu með 555 högg. Skoraði — seldur Derek Spence — leikmaðurinn úr 3ju doild, sem skoraði jöfnunarmark NorðUr-Ira gegn Hollending.im í heims- meistarakeppninni á miðvikudag var í gær seidur fi á liði sinu Bury — það lék hér á íslandi 1958 — til Blackpool. Söluverð 60 þús- und sterlingspund. Blackpool er meðal efstu liða í 2. deild. Spence lék f.vrst með Oldham Athletic — Oldham er útborg Manchester — en fór síðan til Bury, þar sem hann hefur leikið um 140 deilda- leiki og skorað fimmtíu mörk. Telja Ali meistarann Framkvæmdastjóri Richards Dunn — George Biddles — hefur mjög hvatt Dunn, sem tapaði Evr- ópumeistaratitli sínum í þunga- vigt sl. þriðjudag, til að hætta nú keppni. Tvívegis hefur Dunn fengið slæma útreið á þessu ári. Fyrst gegn Muhammad Ali — sið- ar. Joe Bugner og hinn 31 árs Dunn getur ekki lengur reiknað með að fá möguleika til að keppa við hina beztu. Dunn hefur ekki enn tekið ákvörðun í málinu. Alþjóðahnefaleikasambándið tilkynnti í gær, að það liti á Mu- hammád Ali sem heimsmeistara i þungavigt þar til hann gæfi út skriflega yfirlýsingu um að hann sé hættur keppni. Sambandið hef- ur neitað ósk Don King að til- nefna George Foreman sem nýjan heimsmeistara — en Foreman er efstur á blaði áskorenda í sam- bandi við titilinn. Kennsla í flugu- köstum í höllinni Kennsla í fluguköstum fyrir stangaveiðimenn hefst í Laugar- dalshöllinni sunnudaginn 17. októher kl. 10,20. Þessi kennsla er eins og áöur á vegum Stanga- veiöifélags Reykjavíkur, Kast- klúhbs Reykjavíkur og Stanga- veiöifélags Hafnarfjaröar. Kennt verour á hverjum sunnudegi allan veturinn og verður kennslunm skipt í 4-5 sunnudaga námskeið. Þá verða og kenndir þeir hnútar, sem veiðimenn þurfa að kunna. Einnig verður sýnikennsla í fluguhnýtingum. Þeim sem áhuga hafa á að notfæra sér þessa starf- semi skal bentá að draga ekki að koma. Re.vnslan er sú að aðsóknin eykst eftir því sem líður á vet- urinn og næsti veiðitími nálgast. er ekki siður samvinna hjá þeim Axel Axelssvni og Ólafi H. Jónssyni i vörninni hjá Dankersen eh sókninni. Þ: koma í veg fyrir, að Geir Hallsteinsson komist i gegn og skori í leik FH og Dankersen á miðvikudagskvöld. Axel (ni og Olafur mæta Geir á ný á morgun í Laugardalshöll, þegar Dankersen leikurviö íslenzka landsliöið. Dankersen er gœðo um betra en íslenzh — Dankersen vann ótrúlega auðveldan og jafnframt stórsigur ó Val Dankersen sýndi okkur muninn á íslenzkum handknattleik og þýzkum. Þeir hafa rútínuna, snerpuna, likamsbygginguna fram yfir okkur. Já, Dankersen er gæðaflokk betra en islenzku liðin,“ sagði Hilmar Björns- son þjálfari Vals eftir leik Dankersen og Vals í gærkvöld og Dankersen sigraði 24—10 já, 14 mörk skildu liðin í lokin. Já, Dankersen tók Val heldur en ekki í kennslustund í nútíma hand- knattleik. Hraði mikill, sterk vörn þar sem aldrei var gefinn þumlungur eftir án þess nokkurn tíma að leik- menn væru grófir. Hraðaupphlaup voru vel útfærð — leikmenn Vals beinlínis sátu eftir. Og að baki sterkri vörn Dankersen stóð varamarkvörður liðsins, Karcher. Hann hafði að vísu náðugan dag — og átti alls kostar við skot Valsmanna. Niydemann — aðal- markvörður liðsins er nú með þýzka landsliðinu og kom ekki til landsins. En hvað um Val? — Valur beinlínis lék leikinn upp i hendurnar á Dankersen. Leikmenn re.vndu að halda uppi miklum hraða, sem þeir alls ekki réðu við og fyrir vikið glat- aðist knötturinn hvað eftir annað. Berlega kom í ljós að Valur hefur ekki á að skipa skyttum í dag — og fyrir vikið varð sáralítil ógnun i spil- inu. Þeir spiluðu hratt, Valsmenn án nokkurrar ógnunar. Línumenn liðs- ins voru ekkort vandamál fyrir varnarmenn Dankersen — Nei, Valur einfaldlega mætti ofurjörlum sínum — liði sem er mörgum gæðaflokkum fyrir ofan Val. Og þegar svo er, þegar lið mætir ofurjörlum sínum þá er yfirleitt reynt að róa spilið niður — halda knettinum og bíða eftir marktæki- færum. Þess í stað var allt keyrt á fullu — án nokkurrar sjáanlegrar ógnunar, Furðulegt. Dankersen er áreiðanlega meðal sterkari handknattleiksliða sem hér hafa komið og virkar sterkara en er Gummersbacn Kom hingao iyrir •tæpu ári síðan. Ánægjulegt er því. að sjá að íslendingarnir Axel Axelsson og Olafur H. Jónsson leika stórt hlut- verk í liðinu. Axel nú greinilega bú- inn að ná sér eftir meiðsli, sem hafa háð honum. Virkar sterkur og ógn- andi og skoraði nokkur góð mörk — án þess nokkurn tíma að beita sér að fullu við það. Nei, miklu heldur spilað fyrir heildina enda Dankersen sterk heild fyrst og síðast. Ölafur H. Jónsson stendur alltaf fyrir sínu — þó kom það mér á óvart að lítið virtist reynt að fá Ólaf frían á línunni. Hann varð að skapa sér evðurnar sjálfur. En á honum varð að hafa gætur hvert augnablik — og eins spilaði hann f.vrir utan þegar Axel hvíldi og skoraði góð mörk — með sínum skemmtilegu undirhandskotum. Nú, en snúum okkur að leiknum sjálfum — Dankersen tók þegar í upphafi til við að yfirspila Val. Allt var keyrt á fullu og eftir 15. minútna leik var staðan 6—2 síðan 10—2 en í hálfleik var staðan 12—4. Já, Vals- nenn höfðu aðeins skorað fjögur mörk. Sama var uppi á teningum í síðari hálfleik þó Dankersen slakaði aðeins á. Maður hafði á tilfinning- unni, að jafnvel þó leikmenn Danker- sen væru einum færri þá hefðu þeir í fuliu iré við sex Valsmenn. stikir voru yfirburðir Dankersen. Þegar upp var staðið var munurinn 14 marka munur — 24—10 sannkallaður vfirburðasigur. Hitt er svo, að það m íhugunarefni að aðeins á milli fimm og sex hundruð manns sáu leikinn og stemming var alls engin. Það er af sem áður var þeear erlend lið komu hingað til iands. Þá var virkileg stemming enda fóru þau líka með tap á bakinu. Og þó, að Dankersen eigi eftir að leika við íslenzka landsliðið þá er ég hræddur um, að liðið fari héðan ósigrað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.