Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 6 REUTER Sovézkt geimfar stefnir i áttina til Saljut-5 — œtla Rússar að setja nýtt dvalarmet úti í geimnum? Sovézkt geimfar með tvo menn innanborðs er nú á braut umhverfis jörðu að því er virð- ist til móts við rannsóknarstöð á sporbaug. Einnig er talið lík- legt að til standi að setja nýtt dvalarmet úti í geimnum. Geimfararnir tveir, Vyatsje- slav Zudov og Valery Rozhd- etvensky, fóru á loft í gær- kvöld frá Baikonur- geimstöðinni í Mið-Asíu með geimfarinu Soujuz-23., að sögn Tass-fréttastofunnar. París í Rússlandi Það kann að virðast furðu- legt, en í Uralhéraði í miðju Rússlandi er að finna bæi og þorp sem heita París, Leip- zig, Varsjá og svo framvegis. Þetta er fremur furðulegt en á sína eðlilegu skýringu sem er að leita aftur f aldir. Þegar rússnesku kósakk- arnir sneru til heimabyggða sinna eftir að hafa barizt við Napóleon Frakkakeisara í byrjun 19. aldarinnar sett- ust þeir að í héruðum við sunnanverð Uralfjöll. Þar reistu þeir bæi og þorp sem þeir nefndu sfðan eftir þeim stöðum, sem þeir höfðu gist i herferðinni gegn Napóleoni og herlioi hans. (APN) Göring vildi heldur fremja sjálfsmorð en verða hengdur. Hér liggur hann á iíkbörunum. 30 ár eru liðin síðan Göring iramdi sjálfsmorð I dag eru liðin 30 ár síðan Hermann Göring aðalmarskálk- ur Hitlers framdi sjálfsmorð í fangaklefa i Niirnl)erg. Hann 'hafði þá verið dæmdur til dauða ásamt tfu stríðsglæpa- mönnum öðrum. Fyrirhugað var að að hengja þá daginn eft- ir. Göring tókst á einhvern hátt að ná í eitur sem hann gleypti i klefa sinum til að firra sig þeirri smán að láta hengja sig. Göring var kallaður nasisti númer tvö — það er næstæðst-, ur á eftir Hitler sjálfum. Hann var yfirmaður þýzka fiughers- ins. Meðal þeirra nasista sem voru hengdir eftir Nurnberg- réttarhöldin voru Ernst Kalten- briinner, ævintýramaðurinn Joachim von Ribbentrop og Al- fred Jodl yfirliðþjaiti. BettvWilliams og Maread Corrigan, leiðtogar fridarhre.vfingar kvenna á N-Irlandi, við bíl Bettyar, en múgurinn lét skap sitt bitna íi honum er konunum var koinið undan. Árásarmennirnir voru flestir konur Leiðtogar friðarhreyfingar kvenna á N-írlandi: n VIÐ SKUIUM HALDA AFRAM Báðir leiðtogar friðarhreyf- ingar kvenna í Norður-írlandi Betty Williams og Mairead Cor- rigan, lýstu því yfir fyrr í þess- ari viku að þær myndu halda áfram baráttu sinni fyrir friði, þrátt fyrir þá andstöðu sem af- staða þeirra hefur mætt innan IRA. Báðar hlutu konurnar skrárn- ur og marbletti sl. sunnudag er æstur mugurinn réðst gegn þeim í hverfi lýðveldissinna í Belfast en þangað höfðu þær farið til þess að mótmæla morði 13 ára drengs er féll fyrir byssukúlum brezkra hermanna þar í borg. ,,Við fordæmum alla vald- beitingu," sagði Betty Williams sl. mánudag, „hvort sem í hlut eiga mótmælendur, kaþólskir, IRA eða brezki herinn". Múgurinn i hverfi lýðveldis- sinna sýndi „dýrslegt hatur", sagði hún en lýsti því jafnframt yfir að hún væri ekki búin að gefast upp. „Það er bara sorg- legt að þeir skuli ekki skilja hvað við erum að reyna að gera." Sl. mánudag var enn eitt ódæðið framið í Belfast er ung- lingur skaut 46 ára gamla konu til bana f.vrir utan heintili sitt. Afrískir fíhr eru að deyja út En það sem ennþá meiri ugg vekur er stærð húðanna sem nú eru farnar að berast til Hong- Kong. Yfirleitt eru allar húðir, sein vega minnk en 23 kíló. lald- ar vera af ungum fílum enda þótt þar geti verið um undan- tekningar að ræða. En margar Afrískir fílar á leið í sláturhús. Það magn sem fer nú um Hong Kong af afrískum fíla- beinum er orðið svo mikið að dýraverndunar- og friðunar- menn óttast nú fyrir alvöru að fíllinn sé að verða útdauður i Austur- og Mið-Afríku, A síðasta ári komu um 500 þúsund kíló af fílabeinum til Hong-Kong, ættuð frá Keníu Uganda, Tan/aniú og Zaire, samkvæmt tölum hagstofunnar þar i borg. Þetta þýoir að u.þ.b. 20 þúsund filum hafi verið slátrað. Á fyrstu sex ínáuuðum þessa árs voru 350 þúsund kiló af fílabeini flutt inn til Hong -Kong og er það um 30% aukn- ing frá því á sama tíma í fyrra. Enn á ný benda tölur friðunar- sinna til þess að um 14 þúsund dýr hafi verið drepin og það er aðeins fyrir sex mánaða verzl- un í Hong-Kong húðanna, sem nú eru til sölu í borginni, vega á milli þriggja og 18 kílóa. Það þýðir að ekki aðeins eru ungir fílar skotnir heldur er allt ungviðið veitt þar sem til þess næst. eða eins og einn friðunarsinninn komst að orðið: ..Vi’iðiþjófarnir hljóta að skjóla á allt sem likist fíl.“ En svo virðist sem kaup- mennirnir í Hong-KOng hafi gripið til sinna ráða. .Verð á fílabeini hefur farið lækkándi á heimsmarkaðinum fyrir áhrif áróðurs gegn þessum veiðum og nú er svo komið að verðið hefur lækkað um 25%. Fullmettaður markaður ætlar því að verða fílunum til H'fs. Höfum kaupanda að Blazer, Bronco, Scout Range Rover, Land Rover, Wagon- eer, árg. '73—’74, sem má greiðast að fullu á 10—12 mánuðum. Erlendar fréttir __í_____^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.