Dagblaðið - 29.10.1976, Page 2

Dagblaðið - 29.10.1976, Page 2
? ______________________________________DACBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTOBER 1976. Fleiri eru smyglarar en sjómenn — segir einn gamalreyndur frá Patró Magnús Cuðmundsson, sjómaður á Patreksfirði, skrifar: Einhvern veginn er það svo að stundum virðist maður fá köllun til að skrifa fjölmiðlum og kemst ekki hjá því að láta verða af þvi, enda þótt enginn tími sé aflögu til slíkra hluta. En það er enginn friður fyrr en búið er að koma því á pappírinn sem leggst á hugann vegna sam- félagsins. Ég fer hér nokkrum orðum um hina óhugnanlegu glæpa- þróun sem orðin er í okkar litla samfélagi og þó sérstaklega á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðasta stórglæpamálið, sem nú er barizt við, eru ávísanafalsar- arnir og hafa nöfn nokkurra þeirra verið birt, sem betur fer. Ég verð að lýsa yfir, hér í þessum greinarstúf, furðu minni á því að klerkur Njarð- víkinga skyldi leyfa sér að taka upp hanzkann fyrir ávtsana- falsarana í ræðu sent hann flutti í útvarpsguðsþjónustu. Hann aumkaðist mikið yfir að nöfn þessara manna hefðu verið birt. Vitnaði hann í því sambandi í orð Krists sem sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Það er margt fleira sem stendur í bibliunni og komu þessi orð upp í huga minn: „Hlustið ekki á fræðimennina því þeir tala annað en þeir hugsa.“ Hvað segja menn um þá sem vinna rangan eið fyrir rétti? Hvað segja klerkar um það? Þessi glæpatíðni, sem sífellt eykst, á sér djúpar rætur og hefur verið aó þróast í áratugi Smygl á áfengi hefur verið stundað í auknum mæli í ára- tugi og varð ég þess vísari eftir að ég hóf að stunda sjómanna- störf. Mér virðist alltaf sem flest sé gert til að beina augum fólks að fiskimönnum sem sigla með afla sinn til sölu erlendis, en ég spyr: hvers vegna? Fiskimenn hafa afar litla möguleika til að smygla því þeim er nefnilega skammtaður gjaldeyrir, sem er skorinn mjög við nögl, þó að þeir afli hans sjálfir, og hrekkur skammtur- inn skammt. Samt er reynt að eltast við og leita uppi eina umframflösku af brennivíni ef einhver fiskimaður hefur þorað að leggja i slík kaup. Hitt er aftur staðreynd að þú verður að eiga gjaldeyri til þess að kaupamagn af víni erlendis og vil ég því segja eina sögu hérna sem rennir stoðum undir það hvar muni helzt að leita að stórsmyglurum og glæpahyski. Eitt sinn fékk ungur banka- starfsmaður úr Reykjavík að koma með í söluferð til Þýzka- lands sem farþegi. Ja, mikið er á sig lagt til þess að skoða hafnarborg í hálfan annan sólarhring, ef það var þá mark- miðið. Nei, það var nú aldeilis ekki það sem þessi maður var að gera. Hann fékk sinn toll eins og við hinir, 3 flöskur af víni, 3 kassa af bjór. En hann gerði bara meira því hann keypti sér 100 kassa af áfengi sem allir fóru i land í Reykja- vík. Það er dágóður peningur — rúmlega fjórar milljónir í sölu. Lesandi góður, þú skalt ekkert furða þig á því þótt illa gangi að upplýsa smyglmál og önnur viðlíka stórmál. Að lokum. Vonandi breytist réttarfarið í þessu blessuða landi með tilkomu rannsóknar- ríkislögreglu en til hennar verður þá að vanda. Allir ættu að ganga með endurskinsmerki — annað skapar stórhættu í umferðinni Það skapast oft mikil badta i skammdeginn i umferðinni «g er þá iilluni. jafnt unuum sem iildnum. hrýn þiirf á að nota endurskinsmerki. Fossvogsbúi skrifar: „Þegar ég fer til vinnu á morgnana rétt fyrir klukkan átta á ég leið um Bústaðaveg- inn. Þar er mikil umferð bíla og barna á leið í skólann. Mér finnst það áberandi hve fáir krakkar eru með endurskins- merki og sumir m.a.s. á ljós- lausum hjólum. Maður er alveg með lífið í lúkunum þarna í morgun- myrkrinu. Mér finnst að skólar og foreldrar ættu að taka saman höndum um að skylda öll börn — og reyndar full- orðna líka til þess að ganga með endurskinsmerki.“ Raddir lesenda Bátafloti í stað bflaflota Sú villa slæddist inn i grein Þórðar Einarssonar hér á sið- unni sl. miðvikudag í upphafi 7. málsgreinar að þar stóð bíla- floti i stað bátaflota. Rétt er setningin svona: „Má í þessu sambandi minnast verkfalls Alþýðusambandsins í vetur þegar bátaflotinn var stöðvaður í byrjun loðnuvertíðar..." o.s.frv. Leigubflar í Keflavík og nágrenni: Þjónusta við notendur Iftil sem engin Reióur leigubílanotandi í Keflavík ritar: Hvernig er með leigubílana í Keflavík? Hafa þeir engum skyldum að gegna við samborgara sína? Ástandið í þessum efnum virðist vera fyrir neðan allar hellur, t.d. er aldrei hægt að fá leigubíl eftir dansleiki i Stapa til að komast heim. Ef svo vel vildi ekki tii að lögreglan hefur oft hlaupið undir bagga með aó aka fólki heim hefur það liara orðið að ganga á sinum tveimur jafn- fljótum hvernig scm viðraði. Svarið sem maður fær, hjá starfsstúlkum stöðvanna. er yfirleitt þaó að engar. bíl sé að hafa, eða þá að þeir séu uppi á velli og fáist ekki til að koma niður eflir. Og ekki er nóg með það að illmögulegt sé að fá leigubíl eftir dansleikina. heldur er það að verða svo að treglega gengur oft að fá bif- reiðar á öðrum tímum sóla- hringsins hérna niður frá í Keflavík, þótt svo hringt sé i stöð þá sem hefur auglýst sig sem eina stærstu leigubílastöð landsins. Leigubilstjórastéttin er sem kunnugt er ..iokuð stétt." Þar getur ekki hver sem er komið og farið að aka, en hafa hinir útvöldu engunt skyldum að gegna gagnvart viðskipta- vininum, aðeins að aka þegar þeim sjálfum hentar bezt, burt- séð fra þörfum þeirra sem þeir hafa einokað sig til að þjóna? Verði ekki einhver bót á umræddum málum hér á Suðurnesjunt á næstunni verður að óska eftir frjálsum akstri, þar sem hverjum og einum, sem hefur nteirapróf og á þokkalega bifreið, leyfist að stunda leiguakstur. nema þá að leitað verði á höfuðborgar- sva'ðið eftir leigubílum — þeir ættu auðveldlega að geta skipzt á unt aksturinn bér syðra og veitt góða þjónustu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.