Dagblaðið - 29.10.1976, Page 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDACIUR 29. OKTÖBER 1976.
6
Veit hann um orsök
Hammarskjöld-slyssins?
Öryggislögreglan í Stokk-
hólmi leitar nú ákaft sænsks
flugmanns, sem var málaliði í
sveitum Katangahers í borgara-
styr.jöldinni í Kongó, í von um,
að hann kunni að veita upplýs-
ingar um flugslys það sem Dag
Hammarskjöld aðalritari
Sameinuðu þjóðanna lét lítið í.
Talsmaður sænska flughers-
ins sagði fréttamönnum, að
flugmaðurinn, sem segist hafa
flogið fransksmíðaðri sprengju-
flugvél fyrir uppreisnarstjórn
Moise Tshombe, hefði hringt í
majór í sænska flughernum,
sem vinnur að samningu bókar
um þátt Svíþjóðar í störfum
friðargæzlusveita S.Þ. og þá
sérstaklega í Kongóstyrjöld-
inni.
Sagnfræðingurinn, Lennart
Berns majór, segist hafa komizt
að þvi með eftirgrennslan, að
maður þessi væri örugglega
sami flugmaðurinn og lék þann
leik að ráðast að flutninga-
vélum S.Þ. yfir norðurhéruðum
Rodesíu, þar sem nú er Zambía.
DC-6 flugvél, með Hammar-
skjöld og marga helztu sam-
starfsmenn hans innanborðs,
hrapaði logandi til jarðar í
frumskóginum nálægt Ndola í
Zambíu, á leið frá Leopoldville
fyrrum höfuðborg Kongó, sem
nú er Kinsasa í Zaire, 17,
september 1961.
EvaPeron
endanlega
jarösett
Eva Peron: Lík hennar hefur
verið á ferðalögum, en nú
hefur henni verið fundinn
endanlcgur legstaður.
Lík Evu Peron, eiginkonu
Perons fyrrum forseta Argentínu,
hefur nú verið flutt til hinztu
hvíldar í Buenos Aires, graf-
hvelfingu þar í borginni, að sögn
talsmanns stjórnarvalda.
Smurt lík Evu, sem var önnur
eiginkona Perons og lézt árið
1952, var flutt með leynd til Ítalíu
árið 1955 og jarðsett þar. Síðar
var því skilað til dvalarstaðar
Perons í útlegð hans á Spáni árið
1971 og að lokum flutt til
Argentínu árið 1974 þar sem því
var komið fyrir í viðhafnarsal for-
setahallarinnar.
Sjálfur andaðist Peron árið
1974 eftir að hann fékk að snúa
heim og var kjörinn forseti á
nýjan leik. Lík hans og Evu lágu á
viðhafnarbörum í forsetahöllinni,
jafnvel eftir að herinn hafði tekið
völdin og hrundið Isabellu Peron
úr valdastóli í marz sl.
Ekki var hægt að flytja líkin
fyrr en þeim hefði verið fundinn
öruggur staður. Líkami Perons er
ennþá í forsetahöllinni.
Eva Peron hvllir nú í
fjölskyldugrafreiti og unnu sér-
fræðingar í byggingu bankahólfa
aðgerð grafarinnarsemer tuttugu
metrum'undir yfirborði jarðar.
BigBen
hljómar á ný
— en aöeins í stuttan tíma
Vísar klukkunnar frægu, Big
Ben, sem er tákn hinnar brezku
heimsborgar um allan heim,
hreyfðust enn á ný nú i vikunni
eftir viðgerð á klukkunni.
Samt verða Lundúna búar að
sætta sig við það, að hljómar
klukkunnar hljóðni á ný, því
umfangsmikil viðgerð er fyrir-
huguð og mun hún standa yfir I
a.m.k. tvær vikur.
Klukkurnar í Westminster
og Big Ben, eru orðnar mjög úr
sér gengnar af elli.
'ZZS& §gMmjét
..
Mannabeinin hafa legið á fjallinu I meira en 40 ár,
LEIFAR LEIÐANG-
URSINS FUNDNAR
— lögðu upp fyrir tæpum 40 árum
Sveit indverskra fjallgöngu-
manna hefur fundið leifar frá
hinum sögufræga svissneska fjall-
gönguhópi er hugðist klífa tinda
Himalayjafjalla árið 1939, að
sögn fréttastofunnar Samachar í
Nýu-Dehlí.
Indverjarnir fundu höfuðkúp-
ur manna og mannabein, brotnar
ísaxir, rifna svefnpoka og gamlar
gerðir af fjallgönguskóm í 5.400
metra hæð.
Tveir burðarmenn létu lífið í
l^iðangrinum.
Þá hafa Indverjarnir sagt, að
þeir hafi fundið vatnsflösku
merkta „A. Roch“, peningaveski
með mynt frá Nepal frá árinu
1938 og sígarettuveski.
Svo virðist sem vatnsflaskan sé
eign André Roch, sem var
leiðangursstjóri, en ætlun hans
var að klífa Chowkhumbatind,
sem er 7.026 metra hár.
Fréttastofan segir, að Abdul
Rahim, leiðangursstjóri ind-
verska hópsins, hafi ritað Andre
Roch bréf til Zurich, og boðizt til
þess að skila gripunum.
Tjáningarfrelsi
er'éin meginforsenda þess
ud frelsi geti vidhaldizt iðj
i samfélagi. yl
HÚSGÖGN (cr> RAFTÆKI
HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI10520
GLÆSILEG SÉRVERZLUN
MEÐ HÚSGÖGN,
RAFTÆKI 0G GJAFAV0RUR
Þetta glœsilega sófasett höfum við í
verzluninni
ásamt fjölda
annara tegunda
SÉRSTAKLEGA
HAGSTÆÐ KJÖR
NÆG BÍLASTÆÐI