Dagblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTl'DAGUR 29. OKT.ÖBER 1976.
Belfast:
Enn helzti leiðtogi IRA
myrtur á sjúkrahúsi ígær
Þrír ungir menn, klæddir
sem læknar, komust inn á spít-
ala í Belfast í gærk'völd og réöu
þar af dögum frú Marie
Drumm, sem þar til nýlega var
talin einn helzti leiðtogi stjórn-
málaarms skæruliðahers trskra
lýðveldissinna, IRA.
Lögreglan hefur ekki viljað
geta sér til um það hverjir
mennirnir vord, en óttazt er að
morðið verði tilefni hefndar-
ráðstafana sem bitna muni á
liinhverjum háttsettum leíðtoga
mótmælenda.
Mennirnir þrír, sem enn hafa
ekki verið borin kennsl á
komust inn á Mater-
sjúkrahúsið í Belfast og skutu
frú Drumm á stuttu færi til
ólífis. Önnur kona á stofunni
særðist lítillega.
Frú Drumm, sem var þekkt
fyrir ákafléga harða andstöðu
sína gegn brezkum yfirráðum á
Norður trlandi, hætti störfum
sem varaformaður Sinn Fein
armsins af IRA fyrir skömmu
af heilsufarsástæðum.
t yfirlýsingu frá Sinn Fein
var „morðhundum konungs-
hollra mótmælenda" kennt um
verknaðinn og voru kaþólskir
hvattir til þess að herða barátt-
una gegn brezkum yfirráðum
Genfarfundurinn um Ródesíu:
lan Smith og blökku-
mannaleiðtogamir
augliti til auglitis
— í fyrsta skipti í dag er þeir ávarpa ráðstefnuna
Ian Smith, forsætisráðherra,
minnihlutastjórnar hvítra manna
í Ródesíu, mun í dag í fyrsta
skipti setjast augliti til auglitis
við leiðtoga fjögurra áhrifamestu
þjóðernis- og skæruliðahreyfinga
blökkumanna í landinu, á
Ródesíuráðstefnunni í Genf í
Sviss.
Ekki er talinn leika vafi á að
ágreiningur Smiths og blökku-
mannaleiðtoganna fjögurra muni
koma i ljós um leið og þeir hefja
mál sitt við fundarborðið í dag.
Ráðstefnan hófst í gær, að vísu
hikandi og í megnri óánægju.
Það eru Bretar, sem hafa efnt
til þessarar ráðstefnu, en henni er
ætlað að koma á bráða-
birgðastjórn i Ródesíu þar
til meirihlutastjórn blökkumanna
tekur við völdum innan tveggja
ára. Blökkumannaleiðtogarnir
hafa sett fram þá kröfu, að
Erlendar
fréttir
Allt er þá
þrennt er
Dauðadæmdur morðingi á
Filippseyjum, Marcello San
Jose, slapp við að dómnum
vrói fullnægt af aftökusveit og
lifði síðan af setu í rafmagns-
stólnum. I þriðja skiptið var
hann ekki eins heppinn: Hann
var dæmdur til dauða fyrir
þrem árum fyrir að myrða
vörubílstjóra, en Marcos for-
seli breytti líflálsdómnum
fyrir framan aftökusveit i af-
tiiku i rafmagnsstól. San Jose
dó í rafmagnsstólnum i síðustu
viku eftir að hafa lifaö af
fyrstu tilraun lil aftöku, er
9.300 volta straumi var hleypt
á líkama hans sagði talsmaður
varnarmálaráðuncytisins.
ráðstefnan samþykki að Ródesía
hljóti sjálfstæði undir þeirra
stjórn innan tólf mánaða, áður
en þeir vilja hefja umræður um
myndun bráðabirgðastjórnar-
innar.
Tilkynnt var í Washington í
gær, að William Schaufele,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, myndi halda til Genfar
til að sitja ráðstefnuna.
Frá Salisbury í Ródesíu bárust
þær fréttir í morgun, að
skæruliðar hefðu hafið nýja sókn
gegn stjórninni þar.
Sprengdu þeir upp járnbrautar-
teina helztu samgönguleiðarinnar
í gegnum Ródesíu á milli
Botswana og Suður-Afríku. Hvlt
hjón voru og myrt í upphafi
þessarar nýju sóknar.
Umræðurnar um Ródesíu hefjast í dag i Genf. en setning fundarins
tafðist í gær vegna deilna um stöðu Ivor Richards, formanns umræðu-
nefndarinnar, sem er fulltrúi Breta. Hér iná »já Ian Smith, forsætis-
ráðherra Ródesíu. koma af fundi með Riehard.
Tékkóslóvakía:
RÆNDIFLUGVÉL
TIL ÞÝZKALANDS
0G VARD EFTIR
— en vélin lenti á ný í
Tékkóslóvakíu í morgun
Tékkneskri flugvél, sem
rænt var í gær og flogið til
V-Þýzkalands, var flogið aftur
til Prag i nótt.
Vopnaður maður rændi flug-
vélinni, sem er af gerðinni
Ilyushin 18, á flugbrautinni á
Prag-flugvelli. Hann var hand-
tekinn strax eftir lendinguna i
Munchen i gærkvöldi.
Allir farþegarnir 105 fóru
aflur urn borð ásamt áhöfninni
eftir að liigreglumenn höfðu
yfirheyrt þá og þeir fengið mat
og drykk.
Flugræninginn, Rudolf Bec-
var, sem er 28 ára að aldri, var
enn við yfirheyrslur hjá lög-
reglunni. Sagt var í utanríkis-
ráðuneytinu í Bonn, að tékk-
nesk yfirvöld hefðu krafizt
þess, að flugvél, farþegum og
áhöfn, ásanit flugræningjanum,
yrði skilað umsvifalaust. Eftir
dómsúrskurð var Becvar leyft
að dveljast i landinu á meðan
mál tyans verður rannsakað.
EHRLICHMAN HEFUR
AFPLÁNUN DÓMS
John Ehrlichman, sem fyrr-
um var einn valdamesti maður
Bandaríkjanna sem nánasti
ráðgjafi Nixons fyrrum forseta
fór í gær í fangelsi I Arizona
fyrir aðild sína að yfir-
hylmingu Watergate-málsins
og tengdra glæpa.
Ehrlichman kaus að hefja
afplánun dóms síns, sem var
allt að fimm ára fangelsi.í stað
þess að blða niðurstöðu
áfrýjunardómsins til Hæsta-
réttar Bandarikjanna.
Ríkisfangelsið, þar sem
Ehrlichman er nú, geymir
aðallega Mexikana, sem brotið
hafa innflytjendalög Banda-
ríkjanna. Fangar þar fram-
leiða fatnað til notkunar i ýms-
um ríkisstofnunum.
útkeyrsluna á Háaleitisbraut
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLI 1 A
MATVÖRUDEILD 86-111 — HUSGAGNADEILD 86-112
HEIMILISTÆKJADEILD 81-680 — VEFNAÐARVÖRUDEILD 86-
113 SKRIFSTOFAN 86-114