Dagblaðið - 29.10.1976, Page 11

Dagblaðið - 29.10.1976, Page 11
DAC’iBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976. Nýútkomin bók John Deans: Fjórir höf uðpaurar Watergate sátu í fangelsi í sveitaklúbbi Baltimore: Menn elduðu sinn mat sjálfir og skreyttu jólatré. Það var eins og ættarmót á gamla bænum heima í dalnum er John Dean hitti þrjá dæmda fyrrum samstarfsmenn sína i fangelsi. Endurfundirnir voru bæði sorglegir og skemmtilegir, segir John Dean í nýútkominni minningabók sinni, „Blindur metnaður", sem gefin hefur verið út vestanhafs. Vitnsiburður Deans varð til þess að sakfella Jeb Stuart Magruder, Charles Colson og Herbert W. Kalmbach við Watergateréttarhöldin og fyrir vikið voru þeir dæmdir til fang- elsisvistar árið 1974. Hann var þvi ekki viss um hvernig þeir myndu taka honum er hann kom til Holabird-virkisins í Baltimore til þess að afplána eins til fjögurra ára fangelsis- dóm fyrir þátt sinn í að reyna að halda afbrotunum í sam- bandi við Watergate leyndum. „Velkominn í klúbbinn..“ En fyrrum samstarfsmenn hans úr ríkisstjórn Nixons hefðu ekki getað verið vin- gjarnlegri, segir hann í bók- inni. Hann rakst á Colson og Kalmbach í eldhúsi fangelsis- ins þar sem fangarnir 21 í þessu litla fangelsi fengu leyfi til þess að útbúa matinn sinn sjálfir. Kalmbach, sem var einkalög- fræðingur Nixons og fjáröfl- unarstjóri í kosningabarátt- unni, lagði hönd á öxl Deans og sagði: „Hafðu ekki áhyggjur, vinur. Þetta verður allt í lagi.“ Colson, sem var sérstakur ráðunautur Nixons og skít- verkamaður hans, var ennþá vingjarnlegri. „Viltu ekki fá út- varpið mitt lánað, eða eitthvað, vinur?“ Dean segir að hann hafi afþakkað gott boð. „Maturinn er helvíti góður hérna," sagði Colson einnig til að viðhalda samræðunum. „Við skiptumst á að elda matinn á hverjum degi og sumir strák- anna hérna eru alveg einstakir kokkar. Það er eitthvað til af Stroganoff-réttinum frá því um hádegið í ísskápnum og ég mæli sérstaklega með honum." Jeb Magruder, fyrrum kosningastjóri Nixons, hafði setið lengst inni þeirra fjög- urra. Hann heilsaði Dean með orðunum: „Velkorninn í klúDb- John Dean og Maureen eru bæði að rita bækur um Water- gatehneykslið. Herfangelsið Holabird við inn, John. Þetta fer að verða alveg eins og í Hvíta húsinu, þegar við erum allir komnir hingað,“ En síðan, eftir því sem Dean segir, hallaði Magruder sér að honum og hvíslaði: „Við værum ekki hérna ef við hefðum notað suma af strákunum, sem eru hérna, til þess að brjótast inn í Watergate. Þeir segja að við séum ekkert nema viðvaningar og þeir hafa rétt fyrir sér.“ Litskrúðugur hópur Magruder átti við, skrifar Dean i sögu sinni, ýmsa sam- starfsmenn Mafíunnar, sem dæmdir höfðu verið til dauða af henni og voru meðal fanganna. Þá segir Dean að meðal sam- fanga sinna í Holabird hafi verið: „tveir fyrrum lögreglu- menn frá Baltimore, dæmdir fyrir spillingu og glæpi, þrír aðilar að „French Connection- smyglinu", málverkafalsari, einn aðili sem flæktur var í morð á verkalýðsleiðtoga, þrír heróínsmyglarar frá Suður- Ameríku, maður sem skar konu, sem starfaði fyrir stjórn- völd, á háls og brenndi líkið, leigumorðingi, sem hafði a.m.k. 28 morð á samvizkunni, auk töluverðs samansafns af mafíu- mönnum sem höfðu annað hvort morð eða rán á samvizk- unni eða allt þar á milli.“ Trúaráhugi eykst í fangelsi Dean segir í bók sinni aðiColsonhafi fyllzt trúaráhuga í Ilolabird og hafið trúboð meðal samfanga sinna og fanga- ivarða. „Það var eitthvað verulega raunverulegt við hinn nýja Col- son,“ segir Dean eftir að hafa verið vantrúaður á það. „Hann var breyttur en trúarbrögðin höfðu samt ekki lamað kraft hans eða kímnigáfu." „Eg er ekki viss um að það sé neitt sérstaklega mikið fyrir mig að gera hérna í fangels- inu,“ sagði hann eitt sinn við Dean. „Allir þessir mafíukallar eru svo andskoti góðir kaþól- ikkar.“ Þó hafði fangelsisvistin hvað mest áhrif á Magruder, segir Dean, enda þótt fangelsið hefði verið eins og dýrasti sveita- klúbbur, samanborið við önnur fangeisi. Hver fangi hafði sérklefa, búinn húsgögnum frá bandaríska hernum, og hafði leyfi til þess að fara hvert sem var um fangelsið. Um jólin voru klefarnir skreyttir og mennirnir útbjuggu sérstakan jólamat. Fangelsisdeyfð En Colson nafði tekið eftir því að mikinn leiða eða doða hafði sett að Magruder og benti Dean á að er Magruder fengi sér göngutúra lyfti hann varla upp höfðinu er hann gengi um gangana. „Svona gæti farið fyrir okkur ef við höldum ekki vel saman," sagði Colson eitt sinn. „Þess vegna verðum við að hjálpast að.“ Dean fór daglega á skrifstofu saksóknara til þess að bera vitni og einn daginn rakst hann þar á G. Gordon Liddy, fyrr- um ráðgjafa Nixons um kosn- ingabaráttuaðferðir. Liddy hafði staðfastlega neitað að ræða um þátt sinn í Watergate-hneykslinu, meira að segja eftir að hann hafði verið dæmdur til fangelsis- vistar. Dean segir sér hafa brugðið við að sjá hann. „Hann var fölur og kinnfiskasoginn en mér brá helzt við að sjá augu hans og slitinn kragann á skyrtu hans. Og hann var að grána um aldur fram, fötin hans voru krumpuð og þvæld." „Liddy hafði þá verið meira en eitt ár í fangelsi i Washing- ton, grimmdarlegri og yfirfullri stofnun. Þegar mér varð hugsað til sveitaklúbbsins, sem ég bjó á, hraus mér hugur við örlögum hans,“ sagði Dean enn- fremur. Dean var látinn Iaus eftir að hafa setið inni ifimm mánuði af þriggja ára fangelsisdómi. Hann hefur nú atvinnu af handritasmíð fyrir kvikmyndir og sjónvarp og hefur ennfrem- ur unnið fyrir tímaritið Rolling Stone. Colson, Magruder og Kalm- bach voru látnir lausir um sama leyti. Colson hefur starfað við trúarsöfnuð sem hefur það að markmiði að hjálpa föngum. Hann er einnig að rita bók um reynslu sína vegna Watergate. Magruder býr nú í Colorado þar sem hann vinnur við unglingabúðir. Liddy var fluttur úr fangels- inu í Washington í skárra héraðsfangelsi þar sem hann situr enn. Kalmbach býr með fjöl- skyldu sinni í Kaliforniu og hefur lítið haft sig i frammi. Allir vita hvað spilabankinn hefur gert fyrir Monacoríki og borgir í Suður-Frakklandi og á Ítalíu og til eyðimerkurríkj- anna, eins og Nevada i Banda- ríkjunum, laðar hann ótrúlegan fjölda fólks. Þar er veðurfars- vandamálið of mikill hiti. Áhugi fólks á fjárhættuspili er ótrúlega mikill og útbreiddur. Hér á Islandi birtist hann í formi happdrætta og kostar rekstur Háskólans að mestu. Margt fólk, sem mun hneyksl- ast á spilabankahugmyndinni, hefur átt miða í einhverju happdrættanna áratugum sam- an og léð þar með góðum mál- efnum lið. I rauninni er enginn munur á rekstri spilabanka og happirættis eða t.dLþeim spila- bankavélum sem hafa gefið Rauðakrossi íslands fimmtíu milljónir í tekjur síðastliðið ár og kallast í gamni í spilabönk- um „einhenti bandittinn". Það væri því mjög athugandi að heimila Háskólanum eða ein- hverju þjóðþrifafyrirtækinu aö reka spilabanka, og hann þarf ekki endilega að vera til húsa i einhverri hðll. Einnig gæti verið athugandi að láta tekj- urnar af honum renna til að auka greiðslur til ellilífeyris- þega. Kjallarinn Þórður Valdimarsson Island liggur mjög vel við Bretlandi hvað þetta snertir og það er ekki miklu lengra fyrir New Yorkbúa að fljúga til ts- lands en til Reno eða Las Vcgas á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er alveg eins gott að fólk frá Evrópulöndum eyði fé sínu í spilabanka á tslandi og í Nizza eða Monte Carlo. Ég held að þetta sé heppilegasta lausnin á haust-, vor- og vetrarvandamál- um íslenzkra ferðamála og vissulega mundi spilabanki stórlega auka tekjur okkar af ferðalöngum, sem til landsins koma, einnig á sumrin, og á því er ekki vanþörf. Borgir, sem reka spilabanka, eru mjög vel séðar af ferðáfólki og alls ekki í litlu áliti. Vinsælustu spilin í slíkum bönkum eru, sem kunnugt er, rulletta og amerísk teningaspil. Þróun íslenzkra flugmála hefur verið ævintýri líkust, og á hcnni má ekki verða lát. Spilabanki mundi stuðla að betri sætanýtingu og gera flug- félögunum mögulegt að færa út kvíarnar, er frá liði og spila- bankinn á íslandi væri orðinn heimsfrægur. Vissulega höfum við fleiri möguleika til að örva ferðamannastrauminn til Is- lands. Stór heilsuhæli fyrir auðugt fólk eru víða mikil tekjulind. Oft virðast gestirnir helzt þjást af ímynduðum sjúk- dómum, sem eru næstum eins útbreiddir og þeir raunveru- legu, og oft er ábatasamara að lækna þá, að minnsta kosti sparar ríkt fólk ekkert til þess. Vanalega eru slík heilsuhæli rekin í námunda við spilabanka svo að auðkýfingunum leiðist ekki. Áhugaljósmyndarar og kvik- myndatökumenn eru ótrúlega margir, t.d. í Bandaríkjunum, svo er þar mikill fjöldi náttúral- ískra fristundamálara. Island er sannkallað fjársjóðaland fyrir slíkt fólk og hægt er að ná til þess í stórum og útbreiddum tímaritum, þar sem fjallað er um áhugamál þess. Þessir aðilar þekkja vel þá fegurð sem vetur og haust hafa upp á að bjóða. Flugfélögin ættu að gera meira til að ná til þessara aðila. Það útheimtir alls ekki dýra auglýsingaherferð. Við þyrft- um líka að skipuleggja sérstak- ar ferðir fyrir skólafólk í Bandaríkjunum, háskólum og menntaskólum, til tslands og Evrópu, lengri ferðir sem miðist við sumarfrítímabilið. Margir vilja auðvitað sjá fleira en tsland, litast um á Norðurlöndum og hugsanlega bregða sér til landanna handan járntjalds. Islenzkir aðilar þyrftu að hafa upp á slíkar ferðir að bjóða og komast upp á lagið með að selja þær. Aukinn straumur erlendra ferðamanna til Islands — ferðamanna sem gæfu af sér meiri gjaldeyri en nú er, — mundi eflaust gera ríkisvaldinu fært að vera örlát- ara á gjaldeyri við íslenzka sólarlandafara, svo að þeir geti haft lengri dvalir í þessum löndum en nú er og ferðazt um eins og annað’ferðafólk í stað þess að híma aðallega á baðströndum og í börum. Það þárf að hugsa betur um að fólk fái sem mest út úr utanlands- ferðum sínum. Ég bið ráðamenn vora að íhuga spilabankahugmyndina, sem Jón Leifs og fleiri góðir menn hafa hreyft löngu á undan mér, og ef þeim líkar hún ekki sem lausn á átakan- legum vanda þess fólks og beirra aðila sem lifa af þjónust- unni við erlent ferðafólk, þá koma þeir vonandi með enhver önnur ráð sem duga því. Til þess eru ráðherrar og ráða- menn að hafa ráð við vandamál- um þjóðarinnar. Þórður Valdimarsson

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.