Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 28
Vafasamt að flug- rekstrarieyfi Vængja verði nú endumýjað — þar eð félagið uppfyllir ekki öll skilyrði til þess frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. OKTOBER 1976. Dagur iðnaðarins á Egilsstöðum: lírbeinad hrein- dýrslæri og blá- ber á milli sýn- inga og umræðna Líkur benda til, að allt flug flugfélagsins Vængja hf. legg- ist niður nú um mánaðamótin, þegar flugrekstrarleyfi félags- ins rennur út. „Það er augljóst mál, að félagið fær ekki flugrekstrar- leyfi sitt endurnýjað nema það uppfylli öll skilyrði, sem sett eru,“ sagði Agnar Koefod- Hans,en, flugmálastjóri, í sam- tali við fréttamann blaðsins í gær. „Félagið uppfyllir ekki öll skilyrði nú,“ sagði Agnar enn- fremur. Eins og skýrt hefur verið frá í DB hefur yfirflugvirki félags- ins hætt störfum hjá því og annar ekki fengizt, enda skortur á slíkum starfskröftum hérlendis. Hefur félagið nú engan til að skrifa vélarnar út fyrir skoðun sem er á næsta leiti. Flugrekstrarleyfi Vængja — sem og annarra flugfélaga — var veitt til þriggja ára 1973 og fellur leyfið úr gildi um mán- aðamótin. Umsókn um endur- nýjun á leyfi félagsins barst samgönguráðuneytinu 21. þessa mánaðar. Fyrirhugað var að taka þetta mál til umræðu á fundi flug- ráðs í gær, en af því varð ekki. Takist Vængjum ekki að útvega Á Reykjanesbrautinni: ÓK ÚT AF OG LENTI Á RAFMAGNSSTAUR — háiku mun vera um að kenna Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt í gærkvöld um ellefu- leytið að fólksbíll hefði lent út af Reykjanesbrautinni á móts við Njarðvík. Bíllinn hafði runnið til í hálku og vildi svo óheppilega til að hann lenti á ljósastaur sem bar einnig uppi rafmagnslinur. Staurinn virðist hafa verið orðinn fúinn, því að hann brotnaði í miðjunni og féll þvert yfir veginn. Um tima lokaði hann því veginum. Þegar í stað þurfti að taka rafmagnið af línunum en þegar rafveitu- stjórinn kom á vettvang tókst ekki betur til en svo, að hann sá ekki rafmagnslínurnar og ók á þær. Engin slys urðu á fólki í þessu óhappi, hvorki á bílstjóra bílsins, sem lenti út af, farþega hans né rafveitustjóranum. Bíllinn, sem var af Ford Pinto gerð, mun vera mikið skepimdur. —AT Pinto-inn var gjoronýtur eftir áreksturinn við staurinn a Reykjanesbraut (DB-mynd EMM) Ríkisskattanefnd er ekki lengur til — nefndarmenn telja sig ekki hafa óvéfengjanlegt umboð til að gegna störfum áfram, þar eð nefndin var aðeins skipuð til 1. okt. Ríkisskattanefnd, æðsta yfir- vald skattamála innan stjórn- kerfisins, er ekki til lengur. Skipunartími þeirra manna, er áttu sæti i nefndinni, rann út uin sl. mánaðamót og hefur ekki verið skipað aftur í nefnd- ina. „Það er millibilsástand í þessu," sagði Höskuldur Jóns- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, í samtali við fréttamann blaðsins um þetta máí. „Það er ekki alveg hægt að skera úr um hvort nefndin til eða ekki, því það er ágrein- ingur um hvort umboðið hafi fallið niður eða ekki.“ Að sögn Höskuldar Jóns- sonar telur ríkisskattanefnd — sem i áttu sæti sem aðal- menn þeir Guðmundur Skafta- son, hrl., Atli Hauksson, lögg. endurskoðandi, og Jóhannes L.L. Helgason, hrl. — sig ekki lengur hafa óvéfengjanlegt um- boð til að starfa áfram. Kvaðst Höskuldur vænta þess, að í dag, föstudag, verði málið tekið til sérstakrar athugunar í ráðu- neytinu, svo og vinna við væntanlegt skattalagafrum- varp. „Við munum taka á því hvernig við viljum ganga frá þessu máli,“ sagði Höskuldur. Hann vildi ekki „á þessu stigi málsins" segja til um hvort breytingar á hlutverki nefndar- innar væri að vænta með nýjum skattalögum og bætti við að auðvelt væri að endurnýja um- boð nefndarmanna; til þess hefði e.t.v. ekki unnizt timi vegna anna við fjárlagafrum- varpsgerð. Nefndin skilaði fjármála- ráðuneytinu greinargerð um störf sín áður en skipunartimi hennar rann út, að sögn Höskuldar, og biðu þá mjög fá mál úrlausnar. Guðmundur Skaftason, form. nefndarinnar, vísaði á ráðu- neytið þegar fréttamaður blaðsins hafði tal af honum í gæi kvöldi. — OV. sér flugvirkja með nægjanleg réttindi fyrir mánaðamót, verður leyfið ekki endurnýjað og stöðvast þá flugfloti félags- ins. 1 gær reyndi Dagblaðið ár- angurslaust að ná tali af Guð- jóni Styrkárssyni, stjórnarfor- manni Vængja, til að spyrjast fyrir um þetta mál. — ÖV. ____ Litasjónvarpasmyglið: Tollarar áttu enga aðild „Það hefur ekkert það komið fram við rannsóknina, sem bendir til þess að tollverðir hafi ált nokkra aðild að litsjónvarpa- smyglinu,“ sagði Þórir Oddsson, aðalfulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, sem annazt hefur rannsókn litsjónvarpasmyglsins, í samtali við fréttamann DB í gær. Rannsókn málsins er nú að mestu lokið og hafa allir þeir, sem hnepptir voru í gæzluvarðhald vegna aðildar (og í einu tilfelli meintrar aðildar) að því, verið látnir lausir. „Nú förum við yfir þetta og athugum hvort einhverjir endar eru lausir, hvort okkur hefur sézt yfir eitthvað," sagði Þórir enn- fremur. Hann kvaðst væntanlega geta gert nánari grein fyrir málinu og rannsókn þess í dag, föstudag. — ÓV. „Fagurt haustveður heilsaði góðum gestum á degi iðnaðar- ins hér á héraði,“ sagði Bjarni Arthúrsson, fréttaritari Dag- blaðsins á Egilsstöðum í viðtali við blaðið í morgun. Iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen og kona hans frú Vala Asgeirsdóttir Thoroddsen komu austur á Hérað í gær. Hingað komu einnig forráða- menn íslenzks iðnaðar. Gestir og heimamenn skoða í dag iðnaðarfyrirtækin Brúnás, sem er byggingarfyrirtæki, Prjóna- stofuna Dyngju og Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Hádegisverður með úr- beinuðu hreindýrslæri og blá- berjum verður snæddur í boði hreppsins að Valaskjálf. Að loknum málsverði skoða gestir sýningu 24 iðnaðaraðila, sem sett var upp í Valaskjálf. Þessir aðilar eru úr þjónustu-, bygg- ingar-, og framleiðsluiðnaði. Þar eru meðal annars tveir sýningarbásar þar sem sýndur er unninn viður úr Hallorms- staðaskógi. Annars vegar eru þar listmunir, hins vegar fundarborð og stólar úr fundar- herbergi Kaupfélags Héraðs- búa. í því er viður á veggjum úr Hallormsstaðaskógi og húsgögn öll. Almennur fundur um iðnaðarmál verður þá haldinn. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra flytur þar ávarp en framsöguræður flytja þeir Erling Garðar Jónasson oddviti og Björn Bjarnasön, formaður Landssámbands iðnverkafólks. Iðnaðarráðherra hefur boð inni fyrir gesti dagsins og heiðrar aðila úr iðnaði á Egils- 'stöðum. Sýningar í tilefni dags- ins eru haldnar í Búnaðarbank- anum og Samvinnubankanum á Egilsstöðum. Þá er einnig sýning á flugvellinum, sem Brúnás stendur að. —BS. ÁÐUR ÓÞEKKTAR SLÓÐIR Fyrsti hópur þess Flugleiða- fólks, sem mun vinna að flutn- ingi pílagrímanna frá Nígeríu til Saudi-Arabíu leggur, af stað á sunnudaginn. Var haldinn fundur með flugliðum, flug- freyjum og þjónum og öðru starfsfólki á Hótel Loftleiðum í gær. Allir sem í flutningunum taka þátt, sem eru alls 109 manns, hafa verið bólusettir gegn ýmsum hitabeltissjúk- dómum og auk þess gegn „lifar- vírus" sem orðið hefur vart við í Afríku að undanförnu. Yfirstjórnandi flutninganna verður Þórarinn Jónsson, yfir- maður flugliðs Guðlaugur Helgason, yfirflugfreyja Erla Agústsdóttir, rekstrarstjóri Baldur Maríusson, stöðvarstjóri í Jedda verður Jón Óskarsson og yfirflugvirki Jóhannes Jónsson. —A.Bj. Myndin.sýnir áhafnirnar DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.