Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 12
I 12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. Stuðmannabassmn fannst í Búðardal Bassagítar Tómasar Tómas- sonar er loksins fundinn. Lög- reglan í Stykkishólmi fann gripinn í Búðardal og hafði hann verið rifinn í sundur og málaður upp á nýtt til að hann þekktist ekki. Eins og sagt var frá í Dagbiaðinu hvarf bassagítar- inn þegar Stuðmenn léku i Stykkishólmi á dögunum. Að sögn Tómasar vann lögreglan í Hólminum ötullega að því að upplýsa þjófnaðinn og tókst það að lokum. Tómas vill koma kæru þakk- læti til lögreglunnar fyrir hjálpina og er því hér með komið á framfæri. AT Hljómsveitin Man hættir Brezka hljómsveitin Man hefur ákveðið að hætta samstarfi að loknu hljómleika- ferðalagi sem nú stendur yfir og lýkur 16. desember. Þó á hljómsveitin eftir að gera svo sem tvær stórar plötur áður en hún hættir endanlega. „Meðlimir hljómsveitarinn- ar hafa tekið þessa ákvörðun upp á eigin spýtur,“ sagði framkvæmdastjóri þeirra, Barrie Marshall, í viðtali við Melody Maker fyrir stuttu. „A þeim níu árum, sem hljóm- sveitin hefur starfað, hefur hún leikið á um 1.500 hljóm- leikum víðs vegar um heiminn. Þetta hefur verið stórskemmti legt tímabil, en samt telja strákarnir að nú sé tími til kominn að byrja að nýju og þá með sólóferil í huga.“ Til minningar um hljóm- sveitina er áformað að taka upp sjónvarpsþátt með henni þegar hún leikur í London 10., 11. og 12. desember. — Mafi heimsótti ísland, sællar minningar, — fyrir nokkrum árum og lék þá í Laugardalshöllinni ásamt Bad- finger og Writing On The Wall. Knights In White Satin: Plata með þéttum og þungum diskó-takti j* * r < > í í t 5 • S A T \ N GIORGIO Vilhjálmur Ástráðsson plötu- snúður í Klúbbnum ritar eftir- farandi gagnrýni á hljómplötu Giorgio. Það hefur orðið að samkomulagi, að hann sjái um að skrifa um soul- og diskótek- plötur í poppþátt Dagblaðsins á laugardögum. KNIGHTS IN WHITE SATIN Giorgio & „The Munich Mochino". Casablanca Records, 1976. GIORGIO er þýzk hljóm- sveit, sem lítið sem ekkert hefur heyrzt í hérlendis. Frægðarferill hennar hófst i raun, er hún sendi frá sér plöt- una Knights In White Satin í apríl á þessu ári. Þá sló hún í gegn með laginu Oh, L’amour sem fór i fyrsta sæti vinsælda- lista í flestum diskótekum Bandaríkjanna og einnig hátt á vinsældalista bandarísku blaðanna. Titillag þessarar plötu þekkja flestir, en það er hið gamalkunna Iag Justin Hay- wards í Moody Blues. Sú hljómsveit gerði lagið frægt undir nafninu Nights In White Satin, en Giorgio bætti K-inu fyrir framan Nights og breytti þannig nóttinni í ridd ara. Flestir meðlima Giorgio eru, ásamt Þóri Baldurssyni, okkar íslenzka hljómborðsmanni, í stödíðhljómsvéltinni The Munich Machine. En þar hefur Þórir getið sér gott orð sem útsetjari og hljómborðs- leikari. Til dæmis sér hann um útsetningu á laginu Oh, L’amour ásamt fleiri lögum á plötunni. Öll laganna nema Knights In White Satin eru samin af tveimur liðsmönnum hljóm- sveitarinnar Giorgio, þeim Giorgio Moroder og Pete Beooltte. Það eru einmitt þeir, sem semja fiest laganna fyrir söngkonuna Donnu Summer. Þeir sjá einnig um útsetningar á plötum hennar ásamt Þóri Baldurssyni. Hljómplata Giorgio er hljóð-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.