Dagblaðið - 09.12.1976, Side 1

Dagblaðið - 09.12.1976, Side 1
frfálst úháð daublað 2. AR(i. — FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. — 278. TBU. RITSTJORN SIÐÚMULA 12, SlMI 83322. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SIMI 27022- / \ Hugsanlegir Suðurlands- skjálftar: Sums staðar er jafnvel hætta á manntjóni — bls. 9 Slysið varð honum að mörgu leyti til láns — óvenjuleg saga dansks garðyrkjumanns í Reykjavík — sjá bls. 4 • Páll Björgvins- son gengur í raðir fyrri félaga í Víking — sjá íþróttir í opnu — segir sýslumaður, en þrjár kærur liggja fyrir um fjármálamisferli ,,Viö höt'um leitaó að stúlkun- um, sem varðhaldsfangi okkar segist hafa verið með sem far- þega, en engar fundið," sagði Jón Eysteinsson sýslumaður í Kefla- vík i viötali við Dagblaðið í ntorg- un. „Lögreglumennirnir sem handtóku fanga okkar sáu aldrei neinar stúlkUr." bætti hann við. Hann kvað rannsókn málsins vera í fullum gangi og yfirheyrslur hefðu farið fram í gær svo lengi sem lög leyfðu og þeim væri hald- ið áfram. „Það eru þrjár kærur á umræddan mann unt fjármála- misferli hér hjá okkur," sagði sýslumaður, en vildi ekki gefa upp hverjir kærendur væru. „Varðandi það atriði í frétt Dagblaðsins í gær, að lögreglan i Keflavík hafi sett gildru fyrir leigubílstjórann, sem handtekinn var í fyrrinótt, fullyrði ég. að svo var ekki. Lýsi ég furðu minni á þeirri frásögn blaðsins_" sagði Kristján Pétursson, deildarstjóri, í viðtali við blaðið. „Við höfum um nokkurt skeið gert athuganir og kannanir á hugsanlega ólögmætu athæfi þessa manns á sviði viðskipta og varðandi fleiri atriði. Leiddi þessi, athugun til handtöku mannsins," sagði Kristján Pétursson. Lögregluyfirheyrslur eru byrj- aðar yfir leigubílstjóranum og kvaðst Kristján hafa veitt aðstoð við þær að beiðni bæjarfógetaem- bættisins i Keflavík. Taldi Kristján. að þetta kynni að verða umfangsmikil rannsókn og taka allnokkurn tíma. Maðurinn, sem handtekinn var með leigubílstjóranum, var látinn laus, er hannhafði veriðyfirhe.vrð- ur. Varðandi stulkur. sem Dag- blaðið sagði í frétt í gær að verið hefðu í bíl leigubílstjórans, sagð- ist Kristján ekki telja neitt óeðli- legt við það, þótt farþegar væru í leigubíl. Hann kvaðst telja víst, að lögreglan í Keflavík leitaði þeirra. Eitthvað af ótolluðu áfengi. bjórkassi og tvær vodkaflöskur fundust í biíreiðinni, þegar í henni var leitað. í gæzluvarðhaldsúrskurðinum var þess getið, að leigubílstjórinn væri talinn hafa orðið sér úti um fé með ólögmætum viðskiptum. Var vikið að viðskiptum við kaup- mann nokkurn í Keflavík, verzl- un á Akureyri, og játningu bíl- stjórans um aðild að meintri ólög- legri ráðstöfun á 15 lítrum af spíra. Sem fyrr segir, fara nú fram lögregluyfirheyrslur yfir bílstjór- anum. Honum hefur verið skipað- ur réttargæzlumaður, Tómas Gunnarsson, lögmaður. -ASt. Allt í háaloft hjá stjórnarflokkunum: Ný skattalög eftir að fólk hefur gert skattframtölin? Allt hefur verið uppíloft í stjórnarflokkunum vegna skattafrumvarpsins. Málið hefur tafizt vegna gagnrýni ýmissa þingmanna á því. uppkasti, sem til er að frumvarpinu. Nú er talið líklegast, að frum- varpið verði alls ekki afgreitt fyrir jólaleyfi þingmanna. Kannski verður það sýnt á þinginu fyrir jólin og kannski ekki. Þá kæmi upp sú staða, að launþegar yrðu að semja skatt- framtöl sín Ljanúar, áður en þeir vissu, hvaða skattalögum yrði farið eftir! Uppkastið var fyrir nokkru lagt fyrir þingflokka stjórnar- liðsins, en það komst ekki áfram. Þá yrði í þetta sinn að ganga frá fjárlögum samkvæmt gömlu skattalögunum, sem þó hefði verið lýst yfir, að ætti ekki að nota. Skattafrumvarpið hefur að mestu verið samið í fjármála- ráðuneytinu. Þingmannanefnd, sem átti að fjalla um málið, mun ekki hafa komið saman í marga mánuði. Stóru mólin óafgreidd enn Fjárveitinganefnd hefur haldið tíða fundi um fjárlögin. Stóru málin voru enn óafgreidd þar, þegar samband var haft við nefndarmenn í gær. Hin smærri mál hafa mörg verið afgreidd í nefndinni. Frumvarpið kemur líklega til annarrar umræðu á þingi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Gestkvæmt er hjá nefndinni, „stanzlaus erindi og viðtöi,“. eins og einn nefndarmanna komst að orði. HH Meia, Nú er skoðað metið og vegið. Um margt er að velja. Og svo er að gá að því hvort buddan þolir það sem hugurinn vill. Myndin er tekin í verzlun við Laugaveginn. DB-m.vnd Arni Páll. „VIÐ HÖFUM LEITAÐ AÐ STULKUNUM EN EKKIFUNDIД Handtökumál „leigubflstjórans” í Keflavík: r „Þjóðinni stefnt í gjaldþrot 1980" Sjá kjallaragrein Reynis Hugasonar bls. 11

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.