Dagblaðið - 09.12.1976, Síða 2

Dagblaðið - 09.12.1976, Síða 2
2 DAÍJBI.AÐIÐ. FIMMTUUACJURÖ. DKSKMBKR 1976. f ' Vegaframkvæmdir í Breiðholti: Enginn almennilegur vegur tit að taka við umferðinniaf nýja veginum úr Breiöholti III ,,íbúar Breiöholts III hafa feiifiiö ærna ástæðu til aö fagna. því nýlefia var tekinn í notkun vegar er tengir Vestur- hóla við Stekkjarbakka í Breiöholti I, Þessi nýi vegur styttir vegalengdina til annarra borgarhverl'a Reykjavíkur verulega og er því íbúuni Breiðholts mikill og þarfur sparnaöarauki. Þvi efast ég ekki um, aö íbúar Breiöholts III eru borgaryfirvöldum afar þakklátir þó segja megi með sanni, að hann hefði mátt komast í gagnið fyrr. En nú er vegurinn kominn — og það er vel. lbúar Hólahverfis þurfa því ekki lengur að aka hinn langa veg — það er suður Vesturhóla — suður Vesturberg — þaðan Norðurfellið og loks vestur Breiðholtsbraut þangað til þeir loksins, já, loksins komast á Reykjanesbrautina. Nei, nú ökum við niður hinn nýja, en þó bratta veg niður á Stekkjar- bakka og hann vestur. A móts við Grænastekk verður fyrir heldur ósjálegur vegarspotti — holöttur mjög. En hann er tals- vert ekinn. Astæðan? Jú, hann styttir verulega leiðina niður á Reykjanesbraut. Ef Stekkjar- bakkinn er ekinn að Alfab. — og ekið þaðan út á Reykja- nesbrautina þá lengist vega- lengdin verulega — auk þess sem verulega mæðir á Álfa- bakkanum á mesta anna- tímanum. Jú, þaðan fer mikill meirihluti íbúa Breiðholts I á leið sinni til vinnu. Því má ljóst vera að vegar- kaflinn frá Grænastekk og út á Reykjanesbraut er og veröur verulega ekinn þó slæmur sé. Nú minnist ég þess, að gatna- málastjórinn í Reykjavík svaraði lesendabréfi í DB um þennan vegarspotta og sagfti hann þá að lagt yrði á hann varanlegt slitlag. Ljóst væri að Nvr og vandaöur vegur hefur veriö lagöur ofan úr Breiðholti III niður á Stekkjarbakka. en síðan tekur við heldur lélegt framhald. útsUlinn og holóttur malarvegur. sem liggur niður á Reykjanes- braut. DBmynd. Sv. Þorm. Raddir lesenda Fossvogsbraut yrði ekki lögð á næstunn — ef nokkurn tíma og því þyrfti að bæta þennan veg- arkafla verulega Ég er honum hjartanlega sammála — ég ek þarna um á hverjum degi. Það hlýtur að teljast glapræði að ætla að beina umferð frá Breiðholti III á Álfabakkann, svo lagfæra verður veginn. Það er einnig ljóst, að á vegar- spottann verður ekki lagt varanlegt slitlag i vetur — en í holurnar má bæta og lagfæra veginn verulega. Því er fyrir- spurn mín til gatnamálastjóra sú, hvort það verði gert og þá hvenær. Ingi Ú. Magnússon svaraði þessari fyrirspurn. Kvað hann vegalagnir í Breiðholtinu vera í endurskoðun nú og ekki alveg ljóst hvað út úr henni kæmi. Áformað hefði verið að leggja nýjan veg frá beygjunni neðst í Stekkjarbakkanum og út á Reykjanesbraut, en sú fram- kvæmd hefði verið skorin út úr fjárhagsáætluninni og yrði á því bið um sinn. Ingi sagði það liggja Ijóst íyrir að mikið álag yrði á þessum stutta malarvegs spotta, en ekki væri gert ráð t'yrir malbikun hans í bráð.. Reynt yrði að halda honum við með ofaníburði og heflun, en síðan yrði framtíðin að leiða í ljós hver reynslan yrði. JÓLA- GETRAUN Jólagetraunin heldur áfram og erum við nú komin að fjórða hluta. Hinn hraðfara vinur okkar, jólasveinninn, er nú kominn á heitari slóðir. Nú hyggst hann útbýta gjöfum sínum á eyju, en nafn hennar er lauslega tengt þeim hátíðahöldum sem frarn- undan eru. Hvert er nafn eyj- unnar eða eyjaklasans'.* Aftur setjið þið kross við það svar sem þið teljið réttast. A — Hawaii B— Páskaeyjarnar C— Bermuda Sjónvarpsmenn: Eru þeir með eða á móti Palla-plötunni? Guðrún Benediktsdóttir hringdi: Mig langar til að forvitnast um hver sé raunveruleg afstaða sjónvarpsmanna til Palla- plötunnar, sem er nýkomin út. Fyrst auglýsa þeir hana í bak og fyrir, kvöld eftir kvöld, en senda síðan yfirlýsingu til allrá fjölmiðla, þar sem segir að þeir séu andvígir plötunni. Þetta kemur óneitanlega upp um fjárþörf sjónvarpsins, að þeir skuli ekki geta vísað frá auglýsingu, sem þó brýtur í bága við opinberar yfirlýsingar þeirra. Þar fyrir utan má svo nefna, að Palla-platan er góð og gild og á eftir að njóta mikilla vinsælda yngri kynslóðarinnar, því það var einmitt Gísli Rúnar, sem gerði þessa brúðupersónu hvað vinsæíasta. Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri í Lista- og skemmmtideild sjónvarpsins, sagði yfirmenn þess hafa vísað því til útvarps- ráðs hvort auglýsing skyldi leyfð eða ekki, þar eð þeim þótti þetta anzi mótsagnakennt. I útvarpsráði fannst mönnum ekki þörf á að stöðva auglýsinguna og við það stendur. „Sólarferö” skólasýning: Foreldrar og skólastjórar! Sendið ekki bömin á klámsýningar! Undrandi faðir skrifar: Fyrir skömmu fórum við hjónin í Þjóðleikhúsið og sáum leikritið Sólarferð. Er skemmst í'rá því að segja, að heldur urðum við fyrir vonbrigðum með það, að sjálft Þjóðleikhúoið skuli nú vera komið á þaó lága stig að byggja afkomu sína á lélegu klárni og útþynntum bröndurum, auk þess sem reynt ér að krydda allt saman með Ijótu . orðbragði í algjöru til- gangsleysi, að því að manni virtist. Fórum við hjónin heim af þeirri leiksýningu fremur hrygg í bragði, enda er greini- lega af sem áður var, er þetta leikhús þjóðarinnar sýndi upp- byggjandi menningar- og lista- verk og þurfti samt ekki að kvarta undan því, að aðsókn væri lítil. Það, sem mér ofbýður er hins vegar það. að nú er búið' að bjóða þessa sýningu fram sem skölasýningu. Ætlunin er, að börn, sem ekki er einu sinni búið að ferma. eigi að fá að sjá þessa endemis þvælu. sem auk þess er engum til góðs. Til hvers eiga börnin að sitja undir einhverju klámþrugli í Þjóð- leikhúsinu? Er ekki nóg að þau verði f.vrir alls kyns áhrifum frá sjónvarpi og úr kvikmynd- um, eða jafnvel á götunni sjálfri? Eg er sannfærður um. að kvikmynd. sem gerð væri eftir þessu „leikriti" myndi verða bönnuð börnum innan 16 ára aldurs og ég veit ekki betur. en að kvikmyndahúsin verði að sæta ströngu eftirliti i þeirn efnum. Hvers vegna ekki Þjóð- leikhúsið? Er það vegna þess. að það er orðið „fínt'* að hlusta á klám af fjölum leikhússins? Ég hvet forráðamenn leik- hússins til þess að sjá sórna sinn í að hætta þessari vitleysu og Va*ri kvikmynd gerð eftir leik- ritinu Sólarferð. yrði liiin örugglega bönnuð börnunt inn- an 16 ára aldurs. segir faðir sent undrast að sýningiu skuli boðin fram seni skólasýning. alla skólastjóra til þess að af- þakka boðið um þessa skólasýn- ingu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.