Dagblaðið - 09.12.1976, Page 9

Dagblaðið - 09.12.1976, Page 9
DAGBLAÐIf). FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. 9 Guðjón Petersen um hugsanlega Suðurlandsskjálfta: Sumstaðar jafnvel hætta á manntjóni — gæti orðið rafmagnslaust lengi á SV-iandi, jafnvel matvælaskortur Samkværnt jarðskjáíftasögu Suðurlands er jarðskjálfta þar, sem mönnum og mannvirkjum er hætt i, að meðaltali að vænta á 21 árs fresti, þótt lengst hafi liðið 119 ár milli skjálfta. Nú eru liðin 64 ár frá jarðskjálfta á austurhluta svæðisins og 80 ár frá skjálfta á vesturhluta þess. I grein sem Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna ritar í nýútkomið fréttablað Rauða- kross Islands, segir hann þessa kyrrð vera orðna óhugnanlega langa og boði hún hættu á stór- skjálfta þar inrían langs tíma. Um afleiðingar þess segar Guðjón: Verði jarðskjálftahrina á Suðurlandi lík þeirri sem varð 1896, má búast við, að margt manna í Rangárvalla- og Árnes- sýslu muni missa heimili sín. Sumstaðar má jafnvel reikna með manntjóni og slysum allt eftir upptakastað, styrkleika og tímanum sem jarðskjálftinn verður á. Búast má við miklu tjóni á bústofni sem mun koma hart niður á matvælaöflun fyrir allt SV-land. Hugsanlega þarf að flytja til tugþúsundir af búfé vegna ónýtra útihúsa, mjalta- kerfa o.s.frv. Allt aðaldreifi- kerfi raforku um Suðurland og til Faxaflóasvæðisins liggur þvers og Rruss um jarðskjálfta- svæðið, með meginháspennu- Hnum eftir því endilöngu. Gera mætti aðeins þess vegna ráð fyrir nokkra vikna eða jafnvel mánaða rafmagnsbilun á öllu svæðinu. Hvað þýðir það? Tök- um t.d. 120 þúsund manna byggðina við sunnanverðan Faxaflóa að vetri til. Myrkur mun grúfa að mestu yfir öllu þéttbýlinu. Kuldinn mun halda innreið sína þar sem hitaveita er háð rafmagni, frostskemmd- ir verða í leiðslukerfum húsa verði ekkert að gert. Matvæli munu skemmast vegna þfðu I frystigeymslum, atvinna á skrifstofum, verksmiðjum og í þjónustustofnunum myndi leggjast næstum alveg niður, þar sem allar skrifstofuvélar, verksmiðjuvélar o.s.frv. eru rafdrifnar. Eldun í heimahús- um myndi einnig stöðvast. Guðjón bendir á að með nú- tíma tækni megi byggja upp öflugar varnir og segir að Guðjón: Fyrsta skilyrði þess að unnt sé að verjast vá er að búið' sé að skipuleggja fyrirfram hver gerlr hvað, hvar og hve- nær. fyrsta skilyrði þess að unnt sé að verjast vá, sé að búið sé að skipuleggja fyrirfram hver ger- ir hvað, hvar og hvenær þegar áfall verður. -G.S. qtODA'" ÍESTA. 5BODA‘! / ESTA, 2. Byrjað er á að stinga þurrum grein- um, sem sprautaðár hafa verið gylltar, silfurlitar eða hvítar, í leirhring stærsta kertisins. Hans notar hér þrjár misstór- ar, gylltar greinar. Fyrst er skreytt með könglum, en þessi stóri sem sést á mynd- inni er venjulegur greniköngull, en margar tegundir eru til og er hægt að hafa fjölbreytnina mikla. 3. Hér sjáum við könglana betur. Hans notar greniköngla, bæði rauð- og hvít- greni og svo niðursagaða Maritima- köngla. Reynt er að hylja leirinn sem bezt með könglunum, þegar greni er ekki notað. Þarna er einnig búið að stinga skrautberjum undir stærsta kert- ið, en þau eru rauð á lit. 4. Þá er útbúin slaufa úr hvítum borða 5. Nú er' ekkert eftir nema að festa og bindivír og henni fest við minna þriðja kertið og er það látið standa alveg kertið. skreytingarlaust. „Stuömannabassinn” og Búðdælingar Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Búðardal hefur beðið blaðið að geta þess að enginn, Búðdælingur stal „Stuðmánnabassanum", eins og ráða mátti af frétt í Dagblaðinu. Sýslumaðurinn kvaðst hafa kynnt sér málið hjá lögreglunni f Stykkishólmi. ' Fjórir piltar voru viðriðnir stuld gítarsins, þrír frá Stykkishólmi og einn úr Keflavík.Var hann staddur í Búðardal og gítárinnhafði verið geymdur hjá honum. -ASt. Herraskór í úrvali Verð kr. 8450 ■ PÓSTSENDUM 6. Hér sýnir svo afgreiðsluslúlkan í Blómum og Aviixlum okk-ur skre.vtinguna fullhúna. Hún er mjög falleg og heppileg til að standa ein á borði og sómir sér vel innan um jólakræsingarnar á hátíðarborðinu. DB-mvndir Arni Páll. Tízkusýning í kvöld Módelsamtökin halda árlega fatnað, bæði siða kjóla og vetrar- tízkusýningu sína á Hótel Sögu kl. fatnað frá lizkuverzlunum borg- 21.00 I kvöid. F"élagar úr samtök- arinnar. unum munu sýna margs konar A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.