Dagblaðið - 20.12.1976, Qupperneq 1
2. ARG. — MANUDAGUR 20. DESEMBER 1976 — 287. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12. SlMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SIMI27022
Ekki vissumaðEBE
bióði okkur mikið
— sagði utanríkisráðherra í morgun
,,Ég hef ekki mikla trú á, að
bráðabirgðasamkomulag verði
gert þá,“ sagði Einar Agústsson
utanrikisráðherra í morgun,
þegar hann var spurður um lík-
ur fyrir samkomulagi í febrúar
eða marz, sem veitti Bretum
heimild til að koma aftur til
veiða innan 200 mílna. „Aðal-
atriðið nú, er, að það verður
engin ákvörðun, fyrr en
Alþingi kemur saman að loknu
jólahléi," sagði Einar.
„Það mun standa til að af-
henda okkar mönnum í Brússel
í dag hugmyndir Efnahags-
bandalagsins um fiskvernd.
Einar Ingvarsson, sjávarútvegs-
ráðuneytinu, kemur sennilega
heim á morgun með þetta og
tilboð Efnahagsbandalagsins
um gagp.kvæman veiðirétt. Ég
veit ekki í smáatriðum, hvað
stendur í því,“ sagði utanríkis-
ráðherra. „Eg tel, að það sé
helzt, hvað EBE telur sig geta
boðið okkur. En ég er ekki viss
um, að bandalagið telji sig geta
boðið okkur mikið, miðað við
hvað er að frétta af öðrum mál-
um þar. Til dæmis hef ég frétt,
að Norðmenn séu óhressir yfir
því, hvað EBE bjóði þeim lítið,“
sagði ráðherra.
Eftir því, sem fréttist, gerir
EBE sér vonir um, að samið
verði um, að Bretar fái að hafa
hér áfram tólf skip, sem kynnu
að veiða 40—50 þúsund tonn á
ári.
Dagblaðið hafði einnig í
morgun samband við Tómas
Tómasson, sendiherra í
Brússel. Hann lagði áherzlu á,
að komið hefðu fram einungis
frumdrög að hugsanlegum
rammasamningi um fiskvernd.
Fundir með EBE-mönnum hóf-
ust fyrir hádegi i dag. Tómas
kvaðst ekki vita, hvenær þeim
lyki eða hvort þeir stæðu í fleiri
daga. Islendingar þyrftu að
„stúdera" hugmyndir Efna-
hagsbandalagsins. það væri
verkefni ríkisstjórnarinnar að
taka ákvörðun um framhaldió.
—HH
Héldu bingó
á fölskum
forsendum
— lögreglan
hirti pottinn
Bingó var haldið í Stapa í
gær, sem er ekkert
tiltökumál, en það var haldið
á fölskum forsendum og
skarst lögreglan í leikinn.
Þrír menn, einn úr
Reykjavík, annar úr Njarð-
víkum og einn úr Keflavík
stóðu að bingóinu og tóku
Stapannáleiguí nafni Knatt
spyrnufélags Keflavíkur. I
auglýsingum var aðeins sett
nefndin undir.
Þegar KFK menn komust
á snoðir um hvers kyns var,
kærðu þeir tiltæki
mannanna.enda hafði þeim
ekki verið lánað nafnið eða
þeir fengið nokkurt leyfi til
að nota það á einn eða annan
átt.
Rannsóknarlögreglan í
Keflavik fór i málið, fylgdist
með uppgjöri og tók
peningana, sem voru um 210
þúsund. kr. Að sögn ,'ohns
Hill, rannsóknarlögrglu-
manns, verða fógeta fengnir
peningarnir og málið i dag.
Reykvíkingurinn, sem að
bingóinu stóð, sagði að þetta
væri allt misskilningur,
hann væri vanur að halda
bingó fyrir eigin reikning í
Reykjavík og væri það öllum
frjálst.
-CI.S.
Ætli það séu ekki um 200
manns, sem við bætum við
bæði í innistörf og við út-
burðinn núna fyrir jólin,“
sagði Reynir Armannsson
fulltrúi hjá Pósti og síma,
þegar við litum inn hjá þeim
i morgun.
■ Úttroðnir póstburðarpokar
biðu þess eins að vera bornir
út, en á því verður byrjað kl.
1 í dag. Fólk var enn önnum
kafið við að sortéra upp jóla-
póstinn og var aldeilis
handagangur í öskjunni.
I fyrra var jólapósturinn í
Reykjavík um 10 tonn en
það samsvarar um 1 milljón
sendinga. Reynir bjóst við
að magnið yrði svipað í ár.
Já, bókaþjóðin er líka dug-
leg að skrifa jólakort.
DB-mynd Bjarnleifur EVI
Hæstíréttur leystí Guðbjart
Pálsson úr gæzluvaröhaldi
— Hauki Guðmundssyni vikið frá störfum um stundarsakir
Hæstréttur ómerkti gæzlu-
varðhaldsúrskurðinn yfir
(luðbjarti Pálssyni, sem full-
trúi bæjarfógetans í Keflavík,
Viðar Ólsen, kvað upp hinn 7.
desember sl.
Kéttargæzlumaður (luð-
b.iarts, Tómas (iunnarsson
lidl. kærði úrsku. ðinn, eins og
áður hefur komið fram. Þór
Vilhjálmsson, hæstaréttardóm-
ari, skilaði sératkvæði og taldi,
að úrskurðinn bæri að stað-
festa.
Hauki Guðmundssyni, rann-
sóknarlögreglumanni í Kefla-
vík, hefur verið vikið frá störf-
um um stundarsakir. Var han?
boðaður á fund bæjarfógetans
í Keflavik. Jóns Eysteinssonar.
á föstudagskvöld og honum
tjáð þessi niðurstaða.
Er ákvörðun bæjarfógetans
byggð á þeim upplýsingum,
sem fram hafa komið í rann-
sókn umboðsdómarans, Stein-
gríms Gauts Kristjánssonar, á
kæru Karls Guðmundssonar
vegna meintrar ólöglegrar
handtöku hans í Vogum á
Vatnsleysuströnd. en hann var
ökumaður Guðbjarts Pálsson-
ar er þeir voru handteknir af
Keflavíkurlögreglunni hinn 6.
þessa mánaðar.
BS.
— sjá bls. 6
Kerfisfræðingur
Borgarsprtalans
krefst brott-
rekstrar stjóm-
ar Skýrsluvéla
Stjórn Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborg-
ar á að víkja frá, segir kerf-
isfræðingur Borgar-
spítalans, Elías Davíðsson, í
kjallaragrein í blaðinu í dag.
Hann telur stjórnina háða
stórfyrirtækinu IBM. Hún
hafi sýnt, að hana skorti
vilja og hæfni til að gera
fyrirtæki sitt sjálfstætt
gagnvart þessum tölvuselj-
anda.
Sjá kjallaragrein
á bls. 14-15
ísland vann
orustu,en tapaði
styrjöldinni!
— Sjá íþróttir
bls. 20, 21, 22
og 23.
Hverjir tapa og
græða á skatta-
breytingunum?
- Sjá bls. 8
A