Dagblaðið - 20.12.1976, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1976.
Kodak
VORUR
Höfum fengið
nýjar gerðir af
Kodak Instamatic
vasa myndavélum
Þar á meðal er svokölluð
Tele-lnstamatic sem hefir 2 linsur,
normal og aðdráttarlinsu og er samt mjög ódýr.
Lítið inn og skoðið þessar skemmtilegu
og ódýru myndavélar
HANS PETERSEN HF
Kodak — Mamiya — Yashica — Braun
BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590
r
Réttað hjá Hæstarétti allan laugardaginn:
GUÐBJARTUR
lAtinn LAUS
einn dómaranna telur þá ákvörðun geta torveldað
rannsókn og auðveldað við að koma gögnum undan
Hæstiréttur ómerkti á laug-
ardagskvöldið gæzluvarðhalds-
úrskurðinn yfir Guðbjarti Páls
syni. og var hann látinn laus þá
um kvöldið. Hæstiréttur kom
saman til fundar kl. 10 á laugar-
dagsmorguninn til að fjalla um
þetta mál, og stóð fundurinn
langt frant eftir degi, enda voru
dómarar ekki á eitt sáttir og
Þór Vilhjálmsson skilaði sérat-
kvæði þar sem hann vildi láta
úrskurðinn halda gildi. í for-
sendum meirihlutans segir orð-
rétt:
Á hinum kærða úrskurði eru
ýmsir annmarkar. Kæruefnum
er svo lauslega lýst, að eigi er
við hlítandi. Kærur þær, sem
greinir í úrskurðinum, eru eigi
timasettar og óglöggt, frá hverj-
um þær stafa. Ekki er sérgreint
nægilega í hverju hin einstöku
hrot eru fólgin, þ.á m. er and-
lagi hröta eigi lýst ljóslega, svo
sem vixlum, er kærur lúta að,
en einu kæruefninu er lýst svo,
að varnaraðili er „sagður hafa
átt þátt í verulegu fjármála
misferli í viðskiptum við
verslun á Akureyri". Tilvitnun
til „tollalaga" er eigi svo glögg
sem skyldi.
Hinn kærði úrskurður brýtur
svo mjög I bága við fyrirmæli
164. gr. laga nr. 74/1974, að
óhjákvæmilegt þykir að
ómerkja hann.
Kærumálskostnaðar hefur
eigi verið krafist.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður á að
vera ómerkur.
Ekkert var fjallað um lög-
mæti handtökunnar og verður
ekki séð að neinar vangaveltur
um hana hafi haft áhrif á þessa
niðurstöðu.
1 sératkvæði sínu telur Þór
Vilhjálmsson upp kæruatriöi í
fjórum liðum, en telur, að ekki
sé heimilt að hefta frelsi fang-
ans á grundvelli tveggja þess-
ara fjögurra liða. Liður nr. 1
fjallar um kæru þar sem Guð-
bjartur er sakaður um að hafa
dregið sér andvirði víxla, er
maður, sem nú er fangi á Litla
Hrauni, kærði í haust. t Þriðja
lið er getið um kæru á hendur
Guðbjarti fyrir hlut að misferli
í viðskiptum við verzlun á Ak-
ureyri.
Um þessa liði segir Þór:
,,Kæra sú, sem 1. liður fjallar
um, er marklítil, en skýrsla
varnaraðila um efni hennar er
þannig, að rannsaka þarf kæru-
efnið betur. Kæra sú, sem getið
er í 3, lið, veitir og tilefni til
rannsóknar. Verður að telja, að
um bæði þessi atriði sé veruleg
óvissa og að hugsanlegt sé, að
aðrir menn séu í þessu sam-
bandi viðriðnir lagabrot, Má
ætla, að varnaraðili muni, hafi
hann óskert frelsi, reyna
að torvelda rannsóknina með
því að skjóta undan gögnum og
hafa áhrif á vitni og samseka.
Ég tel því, að staðfesta beri
hinn kærða úrskurð."
-G.S.
Vorum að taka upp
mikið úrval af hljóm-
skífum þar á meðal:
Abba Cleo Laine
Eagles Led Zeppelin
Stevie Wonder Nasaret
Queen Deep Purple
George Harrison Tina Charles
Joni Mitchell Sailor
Linda Ronstad Seals and Crofts
Bee Gees Elton John og m. fl.
Allar nýjustu íslenzku skífurnar
Mannlíf Jóhanns G.
Haukar
og það allra nýjasta, Saumastofan eftir
Kjartan Ragnarsson
Úrval af jólaskífum
Mahalia Jackson
Roger Whittaker
Heims um ból ósamt ótal fleirum.
Komið og skoðið því sjón er sögu ríkari
Opið til kl. 22 föstudag og 22 laugardag.
A.T.H. sendum í póstkröfu um allt land
samdœgurs.
Skífan
Laugavegi 33, sími 11508,
Og Strandgötu 37, Hafnarf., sími 53762.
DETTUR í HUG AÐ B0RGA BÆND-
UM FYRIR AÐ HÆTTA BÚSKAP
,,Það mætti jafnvel láta sér
detta i hug að borga bændum
fyrir að minnka við sig, hætta
búskap og taka upp lífeyris-
greiðslu til bænda sem náð hafa
55 ára aldri með því skilyrði að
þeir leggðu niður hefðbundinn
búskap með sauðfé og nautgripi,"
segir í fréttabréfi frá Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins. Þar
segir ennfremur:
1 þeim umræðum sem átt hafa
sér stað undanfarna mánuði
manna á meðal og í ýmsum fjöl-
miðlum um útflutningsbætur,
hefur verið lögð áherzla á að þær
beri að afnema. Sennilega hvarfl-
ar að fáum, að um leið er verið að
leggja til að rýra tekjur bænda.
Því það gæti aldrei bitnað á öðr-
um en þeim, ef þessi trygging sem
felst í útflutningsbótum yrði af-
numin.
Ef engar útflutningsbætur
hefðu verið greiddar í ár, en út-
flutningur búvara hefði verið
óbreyttur og sama verð fengizt
f.vrir afurðirnar, þá hefðu bænd-
ur orðið að taka á sig að meðaltali
um 340 þús. kr. kjaraskerðingu
miðað við það, sem þeim er ætlað
að fá fyrir afurðirnar samkvæmt
verðlagsgrundvellinum. Það þarf
því að finna aðra leið en afnám
útflutningsbóta, ef tryggja á
■Brúttótekjur í þús. kr/
Bœndur
Verkamenn
lönaðarmenn
Sjómenn
Opinb. starfsm.
1965
199
207
239
336
271
1969
233
291
340
386
407
1973
694
794
937
1.101
1.091
1974
969
1.155
1.381
1.536
1.594
1976
1.223
1.536
1.819
2.003
2.017
(HeimildrÞjóðhagsstofnun)
Eins og sózt á þessu yfirliti eru bændur tekjulægstir, þannig að þeir mega ekki viö tekjuskerðingu frekar en aörar stéttir þessa lands.
Þvert á móti, það þarf að hækka tekjur bænda mun meira en launþega þegar samningar veröa endurskoöaðir.
EVI
FRA AAENNINGARSJOÐI
NÝR BÓKAFLOKKUR: ÍSLENZK RIT
í samvinnu við Háskóla Islands
JÓN Á BÆGISÁ í útgáfu Heimis Pálssonar
BJARNI THORARENSEN i útgáfu
Þorleifs Haukssonar
HIÐ MERKA HEIMILDARIT 8AGA REYKJA VIKURSKOLA
1. bindi
Fróðleiksbrunnur
og
Heimilisprýði