Dagblaðið - 20.12.1976, Síða 16
16
r
DACiBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 20. DESEMBER 1976.
Hin nýútkomna hljómplata
bókaútgáfunnar Iðunnar,
,.Einu sinni var“, virðist ætla að
valda miklu umtali og jafnvel
deilum. A.m.k. er einn lesandi
Dagblaðsins þeirrar skoðunar,
að með áðurnefndri plötu hafi
Gunnar Þórðarson, annar
þeirra tveggja sem skrifaðir
eru fyrir plötunni, fyllt mæl-
inn, og útnefndir hann sem
óvin íslenzkrar tónlistar númer
eitt, og heilaga kú i ofanálag.
Annar lesandi geysist fram á
ritvöllinn, að sögn 45 ára
gamall skattborgari, (og að þvi
er virðist, nýyrðasmiður), bæði
til varnar og sókoar með miklu
orðaskaki, og Iýsir Gunnari sem
ástsælasta nútímabarni þjóðar-
innar, (þ.e. númer eitt). Þeim
hinum sama tekst svo með ein-
hverjum hætti að draga Bob
Dylan í málið, til hvers sem það
svo er. Milli þessara stórorðu
manna kemur svo hinn ágæti
poppskrifari og blaðamaður
DB, ÁT, og skrifar vítt og breitt
um plötuna, mjög málefnalega,
nema hvað hann hnýtir á ljótan
hátt, og að óþörfu í söngkenn-
ara- (tónmenntar) stéttina í
landinu, sennilega vegna leið-
inlegra minninga úr söngtím-
unt í skólanum í gámla daga.
Hvað veldur...?
Hvers konar plata er það svo
sem veldur þessari munnræpu
og þessum mikla glímuskjálfta?
Hvaða tónlist er það, sem er svo
brothætt, að eigi má við henni
hrófla, eða á hinn bóginn svo
leiðinleg, að henni varð að
breyta?
Vísnabókin kom út í fyrsta
sinn. 1946, og hefur síðan verið
gefin út fjórum sinnum, aukin,
endurskoðuð og breytt, og hef-
ur nú, að sögn útgáfunnar, ver-
ið gefin út 35 þúsund eintökum.
I henni eru í bland þjóðvísur og
nýsamin ljóð, og hefur fólk
óspart sungið úr henni í heima-
húsum, skólum og á öðrum
mannamótum, fullt sem ófullt,
Við lauslega talningu reyndust
Ijóðin vera 142, og held ég að
við flest þeirra séu til lög, sem
hafa verið flutt á allra handa
máta frá upphafi, með alls kon-
ar söngmáta og margs konar
leikmáta. Það er ekki til nein
ákveðin forskrift fyrir því,
hvernig flytja skuli þessi lög,
og má segja, að svo lengi sem
lögin haldast óbrengluð, að þá
sé það á valdi hvers og eins,
hvernig hann vill haga sinni
útsetningu. Ef einhver finnur
hjá sér hvöt til að semja nýtt
lag við einhvern texta, þá er
það öllum frjálst. Ef upphaf-
lega lagið er nógu gott og aðlað-
andi til söngs, þá er ekkert að
óttast, nýsmíðin fellur í
gleymsku, eða verður í mesta
lagi jafnrétthá. Þetta hefur
gerzt, og má þar nefna t.d.
„EINU SINNIVAR”,
og er enn!
EINU SINNI VAR: Visur úr Vítnabókinni.
ÚTOEFANOI: Iðunn
UPPTAKA: Ramport. London 09 Hljófiríti.
Hafnarfiröi.
UPPTÖKUMAOUR: Mark Dodaon
ÚTSETNINGAR: Gunnar bórðaraon. Bjórg-
vin Halldóraaon 09 Tórnaa Tómaaaon.
Þeir sem hrista hausinn,
ættu að endurskoða mat sitt, og
reikna dæmið út frá öðrum for-
sendum. Þeir sem hafa hvað
mesta ánægju af vísnabókinni
eru sennilega börn frá þriðja
ári, sem vilja láta lesa eða
syngja fyrir sig vísurnar, og
upp i átta til níu ára börn, þó að
þau mörk séu mun óljósari.
Börnin læra lög með eftirherm-
um, þau læra lögin af vörum
þeirra, sem hafa þolinmæði og
tíma til að syngja fyrir þau og
jafnvel leika undir á eitthvert
hljóðfæri. Sá sem kennir verð-
ur að vera skýrmæltur og
kunna vísurnar, því börnin
verða almennt ekki vel læs
þannig að þau geti lært þær af
Tónlist
„Krummi svaf í klettagjá“, og
„Á Sprengisandi“, en við
bæði ljóðin eru til tvö lög.'og er
nýsmíðin við þau bæði oft sung-
in, án þess að nokkur 'amist við
því.
Að hneykslast
eða ekki
Við hlustun á „Einu sinni
var“ gæti ég trúað að mörgum
verði það á að hrista hausinn og
lýsa hneykslun sinni á þessu
framtaki Iðunnar, — að gefa út
plötu, þar sem gömlu, góðu lög-
in eru færð í nútímabúning.
Það hefði ef til vill verið
óþarfaverk hér áður fyrr, fyrir
tíma útvarps, sjónvarps, plötu-
spilara og segulbanda, þ.e., þeg-
ar söngur í heimahúsum var
mun almennari en nú. Taktur
þess tíma var allt annar í bók-
staflegum skilningi. Taktur nú-
tímans er hvorki betri né verri
en hann hefur áður verið. Það á
ekki að reyna að breyta honum,
heldur frekar að finna það góða
í honum, og glíma við að þoka
því sem verra er til hliðar.
bókinni, fyrr en skólaganga
þeirra hefst. Platan hefur tæp-
lega mikil áhrif á þau, hana
brestur þolinmæði til að kenna
þeim, og taktskyn barnanna er
ekki það mikið, að þau geti
beinlínis fylgt söngnum þar eft-
ir. Einnig er það svo, að börnin
vilja ráða sínum hraða á söngn-
um. Ef þau muna t.d. ekki text-
ann, eða fara rangt með, þá
byrja þau oft aftur á vísuorð-
inu, jafnvel hugsa sig um, og
halda síðan áfram, þegar þau
vilja sjálf.
A plötunni er hins vegar allt
of mikið um að vera, mörg
hljóðfæri sem glepja, textinn
stundum óskýr, og gæti ég bezt
trúað, að þau bresti þolinmæði
til að hlutsta lengi. Þeim finnst
lifandi flutningur mun
skemmtilegri hvort sem er, og
eigin flutningur að sjálfsögðu
beztur. Því held ég að pabbi og
mamma og afi og amma þurfi
ekki að óttast plötuna „Einu
sinni var" sem Keppinaut.
Þeirra tími er ekki liðinn. Nær
væri að nota plötuna sem hjálp-
artæki. Má t.d. benda börnun-
um á hin fjölmörgu hljóðfæri
sem notuð eru í undirleiknum
o.s.frv.
Fyrir hverja?
En fyrir nverja er þá „Einu
sinni var“? ÁT Dagblaðsins
segir hana fyrir 10 ára til sex-
tugs. Réttara væri að segja
hana fyrir táninga á öllum
aldri, því lögin eru óneitanlega
fjörug, og jafnvel mikið af
ágætis danslögum, sem ég gæti
trúað að ættu eftir að hljóma á
plötukvöldum skólanna, og ef
til.vill heyrast í diskóteki Tóna-
bséjar og dansstaðanna í
Reykjavík.
Arásin á Gunnar Þórðarson
og útnefning hans sem mesta
óvinar tslenzkrar tónlistar er
ómakleg. Ég skal fúslega viður-
kenna, að nú seinni árin hefur
hann sent frá sér „ódýrar plöt-
ur“ eða hann verið aðaldrif-
fjöðurin, en hitt vegur þar stór-
lega á móti, að honum má mikið
þakka framför íslenzkrar plötu-
gerðar. Hann hefur verið
óhræddur við útsetningar, not-
ar þau hljóðfæri sem honum
þykir henta í það og það skipt-
ið, og þar með rutt brautina
fyrir fjölbreyttari og betri tón-
list á þeim plötum sem hafa
komið út undanfarið.
Stundum er nokkur
glansáferð á framleiðslunni, og
nokkuð um eftirlikingar, en
þess má minnast, að margir
gömlu, klassisku meistaranna
höfðu þann háttinn á, þar til
þeir höfðu öðlast næga þekk-
ingu til að skapa sinn eigin stíl.
Stundum fellur hann í þá
gryfju að of-útsetja, þannig að
útsetningin verður ekki eins
skýr og afmörkuð eins og æski-
legt væri.
Á „Einu sinni var“ notar
hann mikinn fjölda hljóðfæra,
og eykur það óneitanlega á fjöl-
breytnina. Söngurinn er jafn
fjölbreyttur. Fyrst ber að telja
Björgvin Halldórsson. „Helgi“
Halldórsson, sem ég hélt lengi
vel að væri yngri bróðir
Björgvins, svo nauðalíkar sem
raddirnar voru hvor annari
hvað snerti; allan söngstíl, mun
vera Björgvin sjálfur, færður i
annan „búning" með hjálp upp-
tökutækja. Ennfremur syngur
hluti af kór Öldutúnsskóla.
Söngur Björgvins er afbragðs-
góður, röddin er náttúruleg,
enginn tilbúningur, eins og oft
má heyra hjá íslenzkum popp-
söngvurum. Bezt finnst mér
honum takast upp í „Ég á lítinn
skritinn skugga", sérlega þar
sem hann raddar með sjálfum
sér niðurlag vísnanna í „Stóð
ég úti í tunglsljósi“, og vísunni
sem hann syngur í „Sunnudag-
ur til sigurs“. Utsetning Gunn-
ar á „Stóð ég...“ finnst mér ein-
um of mikil „stæling" á gömlu
rokklagi sem var vinsælt fyrir
áratug eða meira. ,,Helgf“ syng-
ur vel, alveg eins og 10-12 ára
strákur með vel þroskaða rödd.
Kór Öldutúnsskóla syngur létt
og skemmtilega, en of oft er
hangið í tóninum en ekki á hon-
um eða ofan við hann. „Fyrr
var oft í koti kátt“ hefði mátt
t.d. vera hálftóni neðar, þá
hefði kórinn notið sín betur.
Utsetning Gunnars á því lagi er
sérkennileg, en of drungaleg
fyrir textann. Hefði slík útsetn-
ing fremur hæft einhverju
Grýlu-lagi, en þau vantar alveg
á plötuna. „Sofðu unga ástin
min“ er vel sungið, en Björgvin
fer illa með endinn; óþarfi var
að slíta í sundur tvö síðustu
orðin, dimmar/nætur. Eina lag-
ið sem má missa sig er „Það var
einu sinni strákur". Lítið er
gert fyrir lagið, og kórinn hang-
ir í hverri nótu, en gott er að
heyra annan texta en hinn
þrautleiðinlega Pálínu-texta,
sem er löngu orðinn úreltur. Af
nýju lögunum vekja mesta eft-
irtekt „Ég á lítinn..." vegna
hinna skemmtilegu taktskipta,
en bezt eru „Bráðum kemur
betri tíð“ við texta Halldórs
Laxness, og „Kvölda tekur", en
þar er hver tónn hugljúfur. í
undirleik þess lags er bassinn
alft-. of þurr og stuttaralegur,
sérstaklega ferundartifið, sem
m.a. er í enda lagsins. Bassinn
hefði mátt hljóma lengur á
hverjum tóni.
Góð en stutt
1 heild er „Einu sinni var“
vel gerð I alla staði. Platan er
að vísu stutt, ekki nema um 30
mínútur, og hefði a.m.k. verið
hægt að baeta við tveimur lög-
um, því af nógu er að taka, — af
142 vísum eru 14 textar og lög
tekin til meðferðar. Þeir Gunn-
ar Þórðarson, Björgvin Hall-
dórsson og Tómas Tómasson,
en þeir eru allir skrifaðir fyrir
heildarútsetningunum, mega
vera ánægðir með sinn hlut.
Hljóðfæraleikurinn er í öllum
tilfellum góður, jafnt hjá ís-
lendingum sem útlendingum,
og hljóðstjórn er mjög góð,
nema hvað textinn ér ekki
alltaf nógu ,,framarlega“ og
ekki nógu greinilegur.
Bókaútgáfan Iðunn ætti að
gefa út aðra Vísnabókarplötu,
og þá jafnvel fá einhverja aðra
listamenn til að taka að sér það
verk, þá yrðu útsetningar fjöl-
breyttari. „Einu sinni var“ er
skemmtileg og eiguleg plata,
fyrir táninga á öllum aldri, og
efast ég um, að íslenzkur æsku-
lýður bíði nokkurt tjón af
henni, sönghefð íslenzkra
barna er ekki það brothætt.
Hvers vegna er
Vegna þess að hún á sér
engan Keppinaut.
Vegna þess að hún hefur
hvarvetna hlotið frábært lof
gagnrýnenda og lesenda og
aflað höfundinum
ISADORA
Erica Jong
^ víðfræg bók?
ERICU JONG heimsfrægðar
íslenzka upplagid er takmarkaö og þaö getur oröiö
hver dagur sá síöasti, aö ná í þessa sérstæöu bók
(FEAR 0F FLYING)
isútgáfan