Dagblaðið - 20.12.1976, Blaðsíða 3
3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. DESEMBER 1976.
Raddir
lesenda
Jólaskraut
eyðilagt
— þá er nú
langt gengið
Húsmóðir í Breiðholti hringd'i:
„Fyrir stuttu setti ég upp
mislitar ljósaperur á svalirnar
hjá mér. Ég bý á fyrstu hæð.
Daginn eftir að perurnar voru
settar upp voru þær teknar og
brotnar. Mér finnst alveg
furðulegt að þessir hlutir skuli
ekki geta fengið að vera í friði.
Maður er ekki að skreyta fyrir
siálfan sig. Nágrannarnir hafa
jatngaman af þessu og sá sem
sejtur þetta skraut upp.
Þegar talað er um eyðilegg-
ingu er það alltaf álitið sjálf-
sagt að það séu krakkar sem
eyðileggja. Eg er alls ekki viss
um að svo se'. Fólk getur lagzt
svo lágt að taka perur úr séríu
til að nota þær.
Það minnsta sem hægt er að
ætlast til af fólki er að það láti
jólaskraut vera. Það hafa allir
gaman af því.“
— hætt við að það
leggist niður ef
fyrirgreiðslan
batnar ekki
fótavist árum saman, fluttur i
körfu með flugvélinni TF-Gos
frá Reykjavík til Vestmanna-
eyja og lagður hér á sjúkra-
húsið. Þetta flug hefur Sjúkra-
samlag Reykjav. ekki fengizt til
að borga. Hér fer á eftir kafli
úr bréfi Sjúkrasamlags Reykja-
víkur.
„Öhjákvæmilegur flutnings-
kostnaður sjúks samlagsmanns
í sjúkrahús innanlands skal
greiða að 3/4 enda sé
flutningsþörfin -. svo bráð og
heilsu hins sjúkra svo varið, að
hann verði ekki fluttur eftir
venjulegum farþegaflutnings-
leiðum að dómi samlagslæknis
og sjúkrasamlagsstjórnar.....
Samkvæmt því virðist sjúkra-
samlagi ekki bera skylda til að
taka þátt i flutninítskostnaðin-
um.“
Ég get fallizt á aó um neyðar-
tilfelli var ekki að ræða en
körfusjúkllingur verður ekki
fluttur eftir venjulegum far-
þegaflutningsleiðum. Ef
framvinda mála heldur áfram
sem nú horfir, þ.e.a.s. að
verkefni sem smáflugfélög
hafa lifað á verða unnin af
öðrum, hlýtur að koma að því
að þau leggi upp laupana nema
annað komi til.
Á sl. ári var veittur styrkur
til sjúkraflugsins í landinu, 3,5
milljónir, sem skipt var milli
þeirra, sem annast sjúkraflug,
þó ekki allra og ekki jafnt.
Það vekur athygli að á nýjum
fjárlögum er um óbreytta tölu
að ræða, þótt verkefni hafi
dregizt saman, allur til-
kostnaður hafi aukizt og
kröfum um bætta þjónustu hafi
verið svarað með tugmilljóna
króna fjárfestingu í fullkomn-
ari flugvélum.
Þó að ég hafi yfir flugvél að
ráða sem getur lent á öðru
hverju túni og fjölda smáflug-
valla á Kötlusvæóinu, hafa
Almannavarnir, Slysavarna-
félag, Hjálparsveitir og Björg-
unarfélög, með alla sína
áætlanagerð um að þeyta fólki
til og frá, aldrei orðað við mig
að afnot af flugvélum mínum
kæmu til greina. Að síðustu vil
ég geta þess, að í Vestmanna-
eyjum er nýtt og fullkomið’
sjúkrahús með mörgum
traustum læknum auk fjölda
elskulegra hjúkrunarkvenna og
gott sjúkrasamlag. Það tekur 10
mínútur að fljúga frá Vest-
mannaeyjum að Kötlusvæðinu.
Spurning
dagsins
Hvað sendirðu mörg ióla
kort?
Halldór Kristinsson. Ætli þau
verói ekki eitthvað á milli 10-20 í
ár. Mér finnst sérstaklega að fólk
eigi að senda kunningjum. sem
eru Iangt í burtu.
Haraldur Snjólfsson. Þau verða
líklega um 20 í ár og ég sendi þau
flest út á land og til útlanda.
Ester Jónsdóttir. Engin. Ég hef
alveg lagt þennan sið niður. Mér
finnst þetta of dýrt.
Kristján Guðmundsson. Ég sendi
u.þ.þ^ 20-30. Mér finnst alveg
sjálfsagt að senda kunningjum,
sem eru fjarstaddir um jólin.
Erlendur Biörgvinsson. Ætli þau
séu ekki nærri 40. Mér finnst
mjög vinalegt að fá jólakort og
alveg sjálfsagt að senda vinum og
kunningjum kort.
Arngrímur Sigmarsson. Það er
sérstakur póstkassi í bekknum
mínum sem við látum kort til
bekkjasystkinanna í. Eg sendi
flestum þeirra kort.
JÓLflTILBOÐ
LAUGAVEGUR
©-21599
BANKASmÆTI
©-14275
-
-.yaé
l