Dagblaðið - 20.12.1976, Qupperneq 40
Strætóstjórar hóta
að hætta akstri
— verði öryggisútbúnaður vagnanna ekki lagfærður
Ófærir til aksturs í hálku,
segja bflstjórarnir
Strætisvagnastjórar í Reykja-
vík hafa hötað að stöðva akstur
á leiðum og lýsa ábyrgð á hend-
ur stjórnar Strætisvagna
Reykjavíkur vegna „þeirrar
hættu, sem stafar af vögnun-
um“
Héldu strætisvagnastjórar
með sér fjölmennan fund í gær-
kvöldi, þar sem þeir ræddu mál
sín og skipulögðu aðgerðir. Var
þar samþykkt áætlun, sem send
var stjórn SVR,
Forsaga málsins er sú að
undanfarna vetur hefur gætt
sívaxandi óánægju meðal
vagnstjóranna vegna þess sem
þeir telja ófullnægjandi
öryggisútbúnað bílanna. Hafa
þeir farið framá að vagnarnir
verði búnir negldum snjóhjól-
börðum og keðjum, er við á
Viðbrögð stjórnar SVR hafa,
verið næsta lítil að sögn og bein
andstaða annars staðar frá,
aðallega vegna þeirra
íkemmda, sem nagladekkin
valda.
I ályktuninni, sem vagn-
stjórarnir samþykktu einróma
á fundi sínum i gær, var bent á
að í umferð borgarinnar væru
allt að 50 stórir vagnar í einu,
,r,algjörlega vanbúnir til aksturs
í hálku.“
Síðan sagði í ályktun vagn-
stjóranna: „Síðbúnar aðgerðir
svo sem saltburður koma oft
lítið að haldi. Höfum við oft-
sinnis bent á náuðsyn ^þess að
vagnarnir verði búnir negldum
snjóhjólbörðum og ítrekum þá
skoðun okkar. Þar sem okkur
er kunnugt um þá hættu, sem
stafar af strætisvögnunum
eins og nú er ástatt, lýsum við
allri ábyrgð á hendur stjórnar
SVR og áskiljum okkur rétt til
að söðva akstur á þeim leiðum,
sem viðkomandi bílstjórar telja
ófærar.“
-ÓV
Hann er misjafn, búnaður Strætisvagna Reykjavikur og Strætis-
vagna Kópavogs. Reykvísku vagnstjórarnir benda gjarnan á þennan
mun í kröfum sínum. Kópavogsvagnarnir eru búnir negldum
snjóhjólbörðum með keðjur í bílunum, en Reykjavíkurvagnarnir
sóluðum ónegldum vetrardekkjum.
-DB-myndir: Árni Páll
„Litlu jólin” austur í Grímsnesi:
Frægir karlar
skemmta börnum
Nú keppast menn hvarvetna
við að halda „litlu jólin“ og voru
þau haldin í gær að barnaheimil-
inu að Sólheimum í Grímsnesi.
Lionsklúbburinn Ægir heimsótti
barnaheimilið, eins og venja hef-
ur verið undanfarin. ár, síðasta
sunnudaginn fyrir jól.
Börnin bíða þess með mikilli
eftirvæntingu að þeir félagar
komi og varla um annað talað þar
á heimilinu þegar jólin nálgast.
Meðal lionsbræðra i Ægi eru
Ómar Ragnarsson, Svavar Gests,
Sigfús Halldórsson, Magnús
Ingimarsson, Grétar Ólason,
Svavar Gests stjórnaði, Grétar Olason iék á nikkuna sina.
Gunnar Asgeirsson og Gunnar
Kristinsson, sem allir eru lands-
kunnir skemmtikraftar fyrr og
nú. Auk þess er fjöldi annarra
-sem komu fram og skemmtu börn-
unum að Sólheimum í gær.
Lionsklúbburinn Ægir hefur
haft það sem aðalverkefni i nær
tuttugu ár að styrkja barnaheim-
ilið að Sólheimum. Sesselja
Sigmundsdóttir stofnaði það árið
1931 og rak til dauðadags fyrir
tveimur árum, núverandi for-
'Óli Gaukur og Sigfús Halldórsson
léku og sungu af hjartans lyst.
stöðukona er
Sæmundsdóttir.
Arnþrúður
A.Bj.
Unglingar
gripnir við
áfengis-
þjófnað
Fjórir piltar, voru teknir
um klukkan þrjú aðfaranótt
laugardags er þeir höfðu
brotizt inn í bíl í austurborg-
inni. í bílnum voru fjórar
flöskur af áfengi, sem pilt-
arnir höfðu náð í, þegar að
bar tvær vaskar lögreglu-
konur. Piltarnir lögðu á
flótta, en lögreglukonunum
tókst að elta þá uppi og fóru
með þá á lögreglustöðina en
þaðan voru piltarnir fluttir á
Upptökuheimili rikisins í
Kópavogi.
Einn af þessum piltum er
vistmaður á heimilinu, ann-
ar nýútskrifaður þaðan og
tveir vistmenn á upptöku-
heimilinu í Breiðuvík, en
voru komnir til höfuðborg-
arinnar í jólafrí. Þrír pilt-
anna voru fæddir 1961 og
tveir árið 1962.
A.Bj.
Falsaði öku-
skírteini
sitt
— til að komast inn
á Óðal
Átján ára gömul stúlka
var gripin á Óðali nú fyrir
helgina þar sem hún veifaði
fölsuðu ökuskírteini Er hér
um alvarlegt mál að
ræða.þar sem skjalafals er
unnið og á stúlkan vafalaust
yfir höfði sér allþungan
dóm.
Fölsun skírteinisins var í
því fólgin að breytt hafði
verð fæðingarártali öku-
skírteinishafans úr 1958 í
1956. Var þetta gert til þess
að öðlast rétt til að komast
inn á dansstaði eins og Óðal.
Svipað mál kom upp j
hittiðfyrra og hlaut
falsarinn þá 50 þúsund
króna sekt og 3 daga til
greiðslu sektarinnar, annars
blasti fangelsið við.
-ASt.
Glaðir vistmenn á Sólheimum skemmtu sér hið bezta á iitlu jólunum,
þegar Lionsfélagar úr Ægi komu í heimsókn. DB-myndir Gunnar
Asgeirsson.
Slökkviliðið í önnum
Ennþá átök
— en línurnar að skýrast
Allt slökkvilið borgarinnar var
sent í Sundaborg í morgun er
menn tóku eftir því að reyk lagði
frá húsinu. Ekki reyndist hættan
alvarleg og orsökin var yfirbrunn-
inn rafmótor hjá Ölafi Gíslasyni.
Þetta var í fjóra skiptið um
helgina, sem slökkviliðið var
kvatt út. Hvergi var um alvarleg-
an eld að ræða. -ASt.
Líklegastir aðalmenn i
bankaráð Landsbanka íslands,
sem Alþingi kýs á morgun, erii
þessir menn: Kristján G. Gísla-
son og Arni Vilhjálmsson,
prófessor, fyrir sjálfstæðis-'
menn, Kristinn F'innbogason og
Margeir Jónsson, Keflavík. fyr-
ir Framsóknarflokkinn, og Ein-
ar Olgeirsson frá Alþýðubanda-
laginu. Verður þá Kristján G.
Gíslason, formaður, og Kristinn
Finnbogason, varaformaður.
Övíst hefur verið hvor þeirra
Matthías Á Mathiesen, fjár-
máiaráðherra, eða Árni
Vilhjálmsson, yrði aðalmaður
og hvor varamaður. Miðað við
sameiginlegan lista stjórnar-
andstöðuflokkanna kann svo að
fara að Baldvin Jönsson.
hæstaréttarlögmaður, verði
varamaður Einars Olgeirsson-
ar. Til greina kom að Lúðvík
Jósepsson, alþm., kæmi í
bankaráðið í stað Einars
Olgeirssonar, en nú er sennileg,
ast, að hann taki sitt gamla sæti
í bankaráði Utvegsbankans. Er
þá og sennilegt að Arnbjörn
Kristinsson, Alþfl.. verði vara-
maður hans. Ekki er enn alveg
ljóst, hvaða Framsóknarmenn
verða I því bankaráði, en þar
verða sennilega Olafur Björns-
son, prófessor, og Guðlaugur
Gtslason, albm. aðalmenn fvrir
sjálfstæðismenn.
I bankaráði Búnaðarbankans
verða þeir Stefán Valgeirsson
og Agúst Þorvaldsson fyrir
Framsókn. en fyrir stjórnarand-
stöðuna verða þar Helgi F.
Seljan. alþm., aðalmaður, og
Karl Arnason, varamaður.
1 bankaráði Seðlabankans
verða sennilega Jón Sólnes,
alþnt. og Sverrir Júliusson, Jón
Skaftason og Ragnar Olafsson,
hrl. og Ingi R. Helgason. hrl.
Atökin urn sætin i bankaráðun-
um hafa verið mikil bæði á
milli flokka og innan flokka.
eins og DB hefur áður greint
frá.
BS.
Hvergerðingur lét
lífid í bflslysi
Banaslys varð rétt austan við
Hveragerði um klukkan hálfsex
á laugardagskvöld. Fimmtugur
Hvergerðingur, Jakob Hansen,
beið bana er hann ók bifreið
sinni frá bænum Vorsabæ í veg
fyrir bifréið sem ók í austur
eftir þjöðveginum. Jakob
heitinn lézt samstundis. I hin-
um bilnum, sem var frá
Selfossi, voru hjón með barn og
sluppu þau við meiðsli.
Jakob heitinn bjö að Lau.f-
skógum 39. og lætur eftir sig
konu og f jögur börn.
-A.Bj.