Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.12.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 20.12.1976, Qupperneq 13
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAC.UR 20, DESEMBER 1976. Flotar Austur-Evrópuþjóða hafa löngum þótt ógnvekjandi á miðum. því að þeir takmarka sig ekki við eina fisktegund. heldur veiða allan fisk. sem þar er að fá. til vinnslu eggjahvítuefna. Afríku. Frá og með janúar nk. bætast Bretland, Danmörk, Noregur, Kanada og írland í hópinn. Það er opinbert leyndarmál að sum ríki leyfa ekki erlendum fiskimönnum aðgang að efnahags- eða fiskveiðiland- helgi sinni jafnvel þótti þessi ríki stundi ekki fiskveiðar sjálf á svæðinu. Þessi stefna er ekki til þess fallin að bæta ástandið varðandi þann mikla skort á eggjahvítuefnum sem víða ríkir. Sovétmenn hafa alis ekki i hyggju að koma I veg fyrir fiskveiðar annarra innan 200 milna svæðisins. Hámarksafli verður ákveðinn I samræmi við vísindalegar upplýsingar og fiskveiðiheimildir gefnar út ár- lega. Sérfræðingar í aiþjððarétti benda á að sovézku lögin séu í fullu samræmi við ákvæði frumvarps -þess sem hafréttar- ráðstefnan hefur til umræðu, en þrengri, þar eð þau taki aðeins til fiskveiðilögsögu. Vandamál hafrannsókna og önnur mál sem tengjast efna- hagslögsögu hafa verið lögð til hliðar. Hvað snertir hráefni fyrir ströndum: . úti gilda Iögin um yfirráðarétt yfir land- grunninu. Nýju lögin eru þannig lagaleg staðfesting á af- stöðu Sovétríkjanna á alþjóð- legu hafréttarráðstefnunni. I framtíðinni munu Sovétmenn setja ný lög um yfirráð yfir strandsvæðum, með tilliti til þeirrar niðurstöðu sem næst á áðurnefndri ráðstefnu. NO VERÐUR ALÞINGIAÐ TAKAÍ TAUMANNA Örlög manna eru furðuleg- Maður sem fáir þekktu nema bisness- og bankamenn er allt í einu orðin sú persóna sem sköp- um skiptir í þjóðfélaginu. Guðbjartur Pálsson leigubil- stjóri í Rvík var fyrir skömmu tekinn fastur í Vogunum grunaður um að hafa smyglað áfengi. Bæjarfógetaembættinu í Keflavik hafði borizt kæra á hendur þessum manni í sumar send frá Sakadómi Reykja- víkur, Var kæra þessi til þess að Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í Kefla- vik og Kristján Pétursson deild- arstjóri á Keflavíkurflugvelli hófu að rannsaka feril Guð- bjarts. Eftir að hann var tekinn í Vogum var frumrannsókn gerð og maðurinn úrskurðaður í 20 daga gæzluvarðhald. Allt fór þetta fram með fullri vit- und og vilja bæjarfógetans 1 Keflavík, Jóns Eysteinssonar. Mun fanginn hafa reynzt mjög samvinnuþýður og gaf hann skriflegt leyfi til að persónuleg skjöl hans yrðu rannsökuð svo og peningaskápur hans opnaður. Þá gerðist það síðastliðinn mánudagsmorgun að full- trúinn, sem hafði málið með höndum, Viðar Ólsen svo og rannsóknarlögreglumennirnir vakna upp við þann furðulega draum að yfirmaður þeirra, bæjarfógetinn, krefst þess að fanginn og öll gögn er hann varða skuli samstundis send Sakadómi Reykjavíkur. Svo mikill hraði var á þessari ákvörðun fógeta að ekki tókst að bréfa orðsendingu til Saka- dóms Reykjavíkur á lögform- legan máta og var fanginn aftur sendur til Keflavíkur. Gafst þá fógeta ráðrúm til að semja formlega beiðni um vistun fangans í Síðumúla. Haukur Guðmundsson hafði farið til Reykjavíkur þennan morgun að ná í fagmann til að opna skápinn. 'Þegar þeir komu suður var skápurinn og fanginn farnir. Hvað hafði skeð? Nú liggur fyrir að Jón Eysteinsson ber enga sérstaka ást til Sakadóms Reykjavíkur. í tvígang hafa mál verið tekin af Kjallarinn Hilmar Jónsson embættinu í Keflavik og afhent Reykvíkingum og 1 bæði skiptin að tilhlutan ríkissaksóknara. Þá er vitað að Jón hefur á ýms- an hátt reynt að hamia gegn óviturlegum mannráðningum í lögreglulið staðarins, sem gerðar hafa verið af dómsmála- ráðherra ellegar undirsátum hans. Því augljósara er að hér hefur komið til óvenjulegur þrýstingur. Um hvað snýst mólið? Kristján Pétursson segir í Mbl. 14.12. 1976 að það sé í „raun umfangsmesta fjársvika- mál sem upp hefur komið hér á landi". Fer þá maður að skilja hvers vegna návistar Hauks og Kristja'ns er ekki óskað lengur. Að sjálfsögðu hefur ríkis- sóknari framkvæmt sínar venjulegu embættisaðgerðir, þegar þeir félagar eiga f hlut, en það er að fyrirskipa rannsókn á aðild þeirra að málinu. Er þá næst að spyrja: Hver er Guðbjartur Pálsson? Svar: Leigubilstjóri, maður, sem rak um tima bílasölu en virðist í vaxandi mæli hafa snúið sér að umboðs- og útlána- starfsemi. Svo umfangsmikil mun starfsemi þessa leigubíl- stjóra hafa verið að fyrir áratug síðan námu árs viðskipti hans tugum milljóna. Nú er það helzt að frétta að Guðbjartur er að mestu gleymdur í kerfinu. Aðalatriðið er að rannsaka tildrög að hand- töku samferðamanns Guðbjarts í Vogunum. I það mál var tafar- laust skipaður setudómari. A meðan biður aðalmálið eins og áður segir og gefst þeim sem það eru viðriðnir nú gullið tækifaeri til að skjóta undan gögnum. Hvað gerir Alþingi? Hafi einhverju sinni verið ástæða fyrir Alþingi að rannsaka furðulegan embættis- rekstur, þá er það nú í þessu máli. Hver er ástæða þess að hvert málið af öðru er tekið af Kristjáni og Hauki — þeim lög- reglumönnum islenzkum, sem beztum árangri hafa náð í rann- sókn stórafbrotamála á undan- förnum árum? Hver er orsök þess að maður eins og ríkissak- sóknari ofsækir þá eins og raun ber vitni? Er ekki kominn tími til að kanna hegðun ríkissak- sóknara almennt? Og hvað gekk Jóni Eysteinssyni eigin- lega til? Ég sklrskota til alþingismanna eins og Sighvats Björgvinssonar, Alberts Guð- mundssonar, Sigurlaugar Bjarnadóttur. Jónasar Árna- sonar og Helga Seljan að taka málið upp á Alþingi. A meðan að verið er að eltast við og dæma smáafbrotamenn, ganga hinir stóru lausir. Eigum við að horfa upp á að þeir sem þora að ganga í berhögg við glæpa- og spillingaröflin se'u stöðugt troðnir í svaðið og ofsóttir? Mælirinn er fullur. Alþingi verður að taka i taumana þeg- ar í stað. Hilmar Jónsson bókavörður, Keflavík. Kjallarinn Hinrik Bjarnason rekstrarútgjöld Æskulýðsráðs, eins og annarra borgarstofn- ana, og fyllri upplýsingar eru fúslega veittar, ef á þarf að halda. Það er því engin vandi að hafa þessar upplýsingar rétt- ar — ef menn sækjast eftir því. En til þess að þetta fari nú ekki milli mála skulu hér upptaldar 2. Forslöðumaður Áætluð aukavinna 3. Bústaðir. Forstöðumaður, Aukavinna 4. Tónabær, óráðið í stöður Forstöðumaður, Aukuvinna, hinar föstu stöður Æskulýðs- ráðs og áætluð laun fyrir þær á næsta fjárhagsári. Fellahellir 15. lfl. 1.387.000,- 519.000,- 15. lfi. 1.387.000,- 521.000,- 15. lfl. 1.387.000,- 828.000,- Hér er þá kornið yfirlit yfir launagreiðslur til fastra starfs- manna Æskulýðsráðs Reykja- víkur. En auk þeirra vinnur lausráðið starfslið hjá ráðinu, mismunandi fjölmennt eftir árstíma. Þar er einkum um að ræða leiðbeinendur, gæslufólk og sumarstarfsmenn. Ég held að ekkert af ofangreindu liði sé ofsælt af kaupi sínu. er það mitt mat, og auðvelt að mynda sér eigin skoðun á þessu með því að kanna ærlega af eigin raun hvað fæst fyrir þessa peninga — þennan fjáraustur, eins og Jón Aðalsteinn Jónas- son orðar það. Um muninn á hjartslætti sjálfboðaliðans og atvinnu- mannsins væri kannski ástæða til að fjalla dálítið itarlega. Samkvæmt skilgreiningu Jóns Aðalsteins á hugsjónum og hjartalagi getur enginn sá, er laun tekur fyrir störf sín, haft hugsjónir á því sviði, er störf hans liggja. Ef þetta er rétt, þá fyrirfinnst til dæmis enginn nugsjónanutður i snntanlagðri íslenzkri kennarastétt, og þá ekki heldur í hópi íslenzkra presta, svo ekki sé nú minnst á alþingismenn og aðra stjórn- málamenn. En einhv.ern veginn finnst mér ég ekki verða var við tiltakanlega breytingu hjá mér um fimmleytið á daginn enda þótt ég hafi jafnaðarlega verið upptekinn af félagsmálum flestalla daga allt frá þeim tfma, er ég gekk í barnastúkuna hjá séra Arelíusi 7 ára gamall, og þau mál hafi, þegar litið er til baka, augljóslega ráðið mínu starfsvali. Það ætti þess vegna ekki að vera neitt vandamál að sant- stilla slátt hjartanna í brjóstum Jóns Aðalsteins Jónassonar og Hinriks Bjarnasonar, jafnvel þótt formaður Vikings hafi sitt lífsviðurværi af því að selja íþróttabúnað, en framkvæmda- stjóri æskulýðsráðs sjái sér far- boða með því að sinna málefn- um ungmenna á borgarinnar vegurii. Hinrik Bjarnason. Framkvænidastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. 1. Starfsmenn með aðsetur á Fríkirkjuvegi 11. Framkvæmdastjóri Fulltrúi, Tómstundaráðunautur, Skrifstofustúlka Umsjón með húsi og útláni 23. 16. 14. 7. Arslaun 1977 lfl. 1.942.000,- 1.440.000,- 1.270.000,- 1.066.000,- lfl. lfl. lfl. 10. lfl. 1.221.000,- 6.939.000,- Aukavinna þessa fólks árið 1977 er áætlað að geti numið allt að 971.000 kr. Aukavinna allra starfsmanna ráðsins eru ýmist fastir, samningsbundnir tímar. svo sem hjá framkvæmdastjóra, sem fær greidda 5 yfirvinnutíma á víku, ellegar unnin samkvæmt beiðni. Við þetta bætast svo lögboðin og samningsbundin launatengd gjöld, sem allir atvinnurekendur þekkja.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.