Dagblaðið - 27.12.1976, Page 24
Guðbjartsmálið:
„Haukur lasmér
kæruna fyrir”
— segir einn sem kærði Guðbjart Pálsson
..Það verður að segjast eins
or er. aðdragandinn að tilurð
þessarar kæru er dálítið undar-
legur.“- sagði Hallgrímur
Jóhannesson i Keflavík í
samtali við fréttamann DB í
gær. Hallgrímur er sá „fangi á
Litla-Hrauni", sem kært hefur
Guðbjart Pálsson fyrir að hafa
„stolið andvirði" 1200 þúsund
króna víxla....
Hallgrímiir fekk skilorðs-
bundna náðun fyrír helgina
eftir að hafa afplánað helming
12 mánaða dóms síns fyrir
tékkamisferli.
„Þessi kæra var handskrifuð
af mér,“ sagði Hallgrimur.
„Haukur Guðmundsson,
rannsóknarlögreglumaður í
Keflavík, sem kom til mín
austur. lagði mjög fast að mér
að þessi kæra kænti frarn og
sem slík á hún fullan rétt á sér.
En ég er ekkert viss um að
þetta sé gild kæra. Haukur las
mér hana fyrir og ég skrifaði
enda stóð ég i þeirri trú. að mín
kæra yrði aðeins ein af
fjölmörgum, sem verið væri að
safna á Guðbjart Pálsson. Eg
átti aldrei von á að þessi
„kæra" mín yrði aðalplaggið.
Þá vil ég taka það fram. að ég
hef ekkert á móti Hauki
Guðmundssyni, ég er bara ekki
viss um hvort þetta getur verið
kæra, enda engar atvikalýsing-
ar tilteknar. Ég hef aftur á móti
gefið skýrslu um allt þetta mgl í
Sakadómi Reykjavíkur, og það
gæti miklu frekar verið kæra."
— Hvaða bréfaskriftir fóru á
milli þín og Ólafs Jóhannesson-
ar ráðherra?
„Ég rak erindi mitt um
frestun á úttekt dóms við dóms-
málaráðuneytið og ráðherrann
beint," svaraði Hallgrímur. „Ég
skrifaði Ölafi Jóhannessyni og
skýrði frá viðskiptum okkar
Guðbjarts, en þá var það mál allt
að komast af stað. Ég fékk þau
svör að þar sem mitt nafn væri
á annarri hvorri síðu í skjölum
þeirra Hauks og Kristjáns
Péturssonar, þá yrði ekki hægt
að taka ákvörðun í máli minu
fyrr en Guðbjartsmálið hefði
skýrzt. Ég hef ekkert verið að
„verzla" mig út úr fangelsinu."
Hallgrímur sagðist hafa
Skrifað annað bréf, þar sem
hann hefði sagt ráðherra frá
viðskiptum og samtölum þeirra
Hauks Guðmundssonar svo og
frá viðskiptum Hauks við konu
Hallgríms. Eins og frá hefur
verið sagt i DB hefur kona
Hallgríms borið það fyrir rétti
að Haukur Guðmundsson hafi
óskað eftir við hana, að hún
tæki þátt í að leggja gildru fyrir
Guðbjart. Haukur hefur borið
þessa fullyrðingu til baka og
segir konu Hallgríms hafa
óskað eftir að fá að leggja
gildru fyrir Guðbjart.
„Það er hægt að sanna
þetta," sagði Hallgrímur, þegar
fréttamaður blaðsins ræddi við
hann í gær. „Haukur hringdi til
mín austur á Litla-Hraun og
bað um samþykki mitt fyrir því
að konan tæki þátt í þessu. Þau
símtöl eru hleruð svo vitni eru
að þeim. Svo er það líka, að það
gerðist á meðan ég var að gefa
skýrslu i sakadómi, að konan
mín hringdi í þann tiltekna
rannsóknarlögreglumann og
skýrði frá málaleitan Hauks."
Hallgrímur sagði að sér
skildist að Guðbjartsmálið væri
búið að vera lengi á döfinn’ hjá
Sakadómi Reykjavíkur en hvers
vegna vissi hann ekki. Hann
sagði Hauk Guðmundsson hafa
sagt að rannsókn þeirra
'Kristjáns væri í nánu sambandi
við Sakadóm Reykjavíkur, en
síðan hefði rannsóknarlög-
reglumaður í Reykjavík sagt
það vera ósannindi, enda vildi
sakadómur Reykjavíkur sem
minnst hafa með þá Kristján og
Hauk að gera. „Eg var ekki
beðinn að þegja yfir upplýsing-
um," sagði Hallgrímur, „og því
veitti ég Hauki þær upplýsing-
ar sem ég hafði."
— Hefur þú vitneskju um hvort
Einar Ágústsson ráðherra gerði
tilraun til að fá þig lausan úr
fangeisinu?
„Ég veit ekki um það en mér
hefur skilzt það samt. Haukur
Guðmundsson sagði mér að
Guðbjartur og „ákveðinn ráð-
herra framsóknar" vildu fá mig
lausan. Eg veit ekkert um sann-
leiksgildi þessa, en sé þetta rétt
yar það að mér forspurðum og
ekki í mína þágu," sagði Hall-
grímur Jóhannesson.
Kæra Hallgríms á hendur
Guðbjarti er orðin nokkuð
gamalt mál. Það hófst þannig
að Hallgrímur hafði fengið
vinnu greidda með víxlum,
samþykktum af „ákveðnum
aðila." Guðbjartur fékk síðan
víxlana til að selja þá. Það gerði
hann en „stendur ekki skil á
andvirðinu, sem eru tólf hundr-
uð þúsund," sagði Hallgrimur.
„Helmingurinn, 600 þúsund,
voru seldir i banka í Reykjavík.
Seljandi víxlanna var
Guðbjartur Pálsson, mót-
takandi fjárins Guðbjartur:
Pálsson. Hin sex hundruð
þúsundin voru seld einstaklingi
1 Reykjavík og hann er reiðu-
búinn að bera vitni um að Guð-
bjartur hafi móttekið
greiðsluna."
Að lokum sagði Hallgrímur:
„Það kann að hljóma einkenni-
lega frá manni sem er að
koma úr fangelsi en þeir
Kristján og Haukur eru okkar
beztu rannsóknarlögreglu-
menn. Þeir þora að taka á því
sem á er takandi. En þeir verða
að vera innan þess ramma sem
þeim er settur. Þess vegna segi
ég frá þessu. Það er kannski
skrítið en það má ekki alltaf
nota refsbrögðin á refinn, en
svona er það nú samt."
-ÖV.
frfáJst, úháð daghlað
MÁNUDAGUR 27. DES. 197&. .
,Ósatt’
— segir Haukur
Guðmundsson,
sem telur engan
vafa á að nú eigi
að ganga frá sér
og Kristjáni fyrir
fullt og allt
„Það er ósatt að ég hafi lesið
Hallgrími kæruna fyrir, enda
vissi ég ekkert um efnisatriði
kærunnar," sagði Haukur
Guðmundsson rannsóknarlög-
reglumaður i Keflavík í samtali
við DB í morgun. „Hallgrímur
skrifaði þessa kæru með eigin
hendi."
Haukur vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um frásögn Hall-
gríms í samtalinu við DB en
sagði ýmislegt benda til þess að
margskonar öfl væru á kreiki
og þvi væri betra að hafa þolin-
mæði.
„Það er enginn vafi á því að
nú á að ganga frá okkur
Kristjáni i eitt skipti fyrir öll.
Ég er hræddur um að það takist
ekki. Þetta er nú þriðja aðförin
á þessu ári og margir bera káp-
una tvöfalda í þessu máli."
Haukur kveðst ekki hafa
óskað eftir því við konu
Hallgríms að hún legði gildru
fyrir Guðbjart Pálsson, hún
hefði boðizt til þess sjálf. Væri
hægt að sanna það á annan veg-
inn með símtölum austur á
Litla-Hraun þá er það „mjög
gott fyrir mig,“ sagði Haukur
Guðmundsson.
—ÓV
Gafl barnarúmsins var mjög brunninn svo og milliveggur að stofu. Inn í þetta Þarna fór konan út með barn sitt í fanginu.
herbergi fullt af reyk fóru skátarnir og sóttu barnið.
DB-myndir Sveinn Þormóðsson.
Eldsvoði í
Kópavogi:
I gegnum gluggarúðu með barn í fanginu
Skátar björguðu tveim öðrum börnum úr íbúð fullri af reyk
Rétt fyrir klukkan 9 í morg-
un kom upp eldur á jarðhæð
hússins númer þrjú við Borgar-
holtsbraut í Kópavogi. 1
húsinu voru kona og þrjú ung
börn en faðirinn var farinn til
vinnu. Virðist eldurinn hafa
komið upp við eitt barnarúm-
anna i herbergi við hlið svefn-
herbergisins. í svefnherberg-
inu mun konan hafa verið
ásamt öðru barnt.
Konan braut rúðu i svefnher-
bergisglugganum og skarst all-
mikið við það. Meðal annars
skarst í sundur slagæð á upp-
handlegg hennar og blæddi
henni mjög. Hún greip með sér
barn úr rúminu í svefnherberg-
inu og komst með það út um
gluggann sem rúðubrotin stóðu
alls staðar i.
Tveir ungir menn, skátar úr
Kópavogi, rétt innan við
tvítugt, komu þarna að. Fóru
þeir inn 1 reykhafið og náðu í
hin börnin tvö. Var konan og
börnin þrjú flutt 1 skyndi í
sjúkrahús.
Eldurinn virðist hafa komið
upp við barnarúm í herbergi
við hlið svefnherbergis sem
fyrr segir. Barn i því rúmi var
eitthvað brennt en var enn
meira þjáð af reykeitrun.
Stálpaðra barn mun hafa verið
að leik i íbúðinni.
Slökkviliðsmönnum tókst
fljótt að ráða niðurlögum elds-
ins sem varð mestur við barna-
rúmið og í vegg þar við. Eldur
varð ekki mikill en mun meiri
reykur.
Konan og börnin voru flutt
Landspítalann 1 morgun. Ekl
Var búið að skera úr um hv
alvarlegar afleiðingar þett
óhapp hefur-haft í för með séi
hvorki varðandi brunasát
reykeitrun eða skurði af völc
um glerbrota.
—AS