Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.12.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 28.12.1976, Qupperneq 6
6 DA(JBLAÐIí). ÞRIDJUDACJUR 28. DESEMBER 1976. Miklar óeiröir á Spáni: Eiginkona Carrillos segir stefnu Taliö aö Carrillo veröi látinn stjómarinnar laus innan skamms Eiginkona spænska kommúnistaleiðtogans.Santiago Carrillo sem nýlega var hand- tekinn þar í landi, hefur krafizt þess, að um 200 pólitískir fang- ar verði látnir lausir og allir Santiago Carrillo. leiðtogi spánskra kommúnista. Lögreglan beitti táragasi og gúmmíkylfum i baráttu sinni gegn fjöldagöngumönnum stuðningsmanna Baska í fang- elsum þar í landi. stjórnmálaflokkar verði viður- kenndir, þar með taldir kommúnistar. Carmen Carrillo sagði á fundi með fréttamönnum í Madrid í gær að handtaka eiginmanns síns 22. þ.m. gerði yfirlýsta stefnu ríkisstjórnar- innar í lýðræðisátt, eftir ein- ræðisstjórn Francós, beinlínis hlægilega. Þá lýsti leiðtogi kommúnista í Catalóníuhéraði, Gregori Lopez.Raimundo, þeirri skoðun sinni að sjö leiðtogar kommún- ista, sem handteknir voru um leið og Carrillo, yrðu látnir lausir í dag en Carrillo yrði laus: innan skamms. Um 160 þeirra sem sitja í fangelsum á Spáni vegna stjórnmálaskoðanna sinna eru Baskar og þúsundir Baska fóru í mótmælagöngur um landið í gær til þess að mótmæla því að Juan Carlos konungur náðaði ekki neinn þeirra né ræddi framtíð Baska í jólaávarpi sínu til þjóðarinnar. Samkvæmt fréttum spænska útvarpsins meiddust tveir lögreglumenn og lítil stúlka í borginni San Sebastian í gær er .lögreglan dreifði hópum göngu- manna með táragasi og gúmmí- kylfum. Morðið á de Broglie i París: Fimm menn teknir fastir í gærdag Lögreglan í París hefur yfir- heyrt fimm manns í sambandi við morðið á fyrrum ráðherra í ríkisstjórninni, Jean de Broglie. Hafa rannsóknarlögreglu- menn neitað að gefa upp nöfn hinna handteknu og ennfrem- ur, hvort þeir telji sig hafa handtekið morðingja Broglie. De Broglie, sem var 55 ára að aldri, var skotinn til bana af ungum manni rétt eftir að hann kom af fundi með tveimur viðskiptavinum sínum á aðfangadag. Þeir fimm, sem nú eru til yfirheyrslu, fjórir karlmenn og einn kvenmaður, voru hand- teknir eftir að lögreglumenn úr sérstakri andskæruliðadeild lögreglunnar höfðu vpitt þeim eftirför í nokkrar klukkustund- ir. Tveir mannanna voru hand- teknir á krá í vesturhluta París- ar en hin þrjú á veitingastað í miðhluta borgarinnar. 011 voru færð í járnum til aðalstöðvar lögreglunnar. Lögreglumenn, sem vinna að rannsókn morðsins, hafa úti- lokað þann möguleika, að morð- ið hafi verið framið af stjórn- málalegum ástæðum, en De Broglie var einn helzti samningamaður Frakka í deil- unni um Alsír. Segjast þeir nú einskorða sig við viðskiptaaðila ráðherrans fyrrum. Þá hefur vestur-þýzkur kaup- sýslumaður, sem viðskipti átti við de Broglie, verið yfirheyrð- ur. De Broglie, var utanríkisráð- herra á tímum Alsirsdeilunnar og sat á þingi fyrir flokk Giscard d‘Estaing forseta. ísrael: Bráðabirgðastjómin vill semja um frið Rabin ætlaði sér til fundar við Carter Minnihlutastjórnin i Israel, sem nú fer með völd til bráða- birgða, hefur lýst yfir vilja sínum til þess að koma á varanlegum friði í Miðausturlöndum. Utanríkisráðherrann, Yigal Allon, sagði í ræðu sem hann hélt á' þingi, við umræður um afsögn Rabins, forsætisráðherra í síðustu viku, að Israelsstjórn ætti að reyna að aflétta því styrjaldar- ástandi sem ríkti á milli tsraels- manna og Egypta, Sýrlendinga og Jórdana. Sagði hann, að ríkisstjórnin teldi sig, enda þótt hún væri í minnihluta, verða að halda til streytu þeim stefnumálum er ríkisstjórn Rabins hefði markað. Allon sagði að Rabin hefði ætlað sér að fara til Banda- ríkjanna snemma á nýja árinu til þess að eiga viðræður við hina nýju valdhafa þar. Bætti hann því við að Carter og menn hans virt- ust mjög áfram um að hefja raun- hæfar samningaviðræður meðal hinna stríðandi aðila í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. . Forseti tsraels, Ephraim Katzir, er enn að reyna að mynda nýja ríkisstjórn en talið er að flestir stærri stjórnmálaflokkar i landinu hafi fallizt á nýjar kosn- ingar í landinu og hefur dagurinn 17. maí verið nefndur í því tilfelli. Eigi bráðabirgðastjórnin að sitja við völd þar til kosningarnar hafa verið haldnar. Yitzhak Rabin. forsætis- ráðherra tsraels. - Draugagangur hjábrezkum læknum: ER AFTURGANGA FRÚ DICKENS Á SVEIMI? Bresku læknasamtökin (BMA) segja að draugagangur sé í höfuðstöðvum sfnum. I nýjasta hefti BMA News Review segir að ,,einn draug- anna f BMA House geti vel staðið í sambandi við rihöfund- inn (Charles Dickens) sem eitt sinn bjó þar sem hiifuðstöðva'rnar eru núna.“ Ellen Newman, 69 ára skelegg skúringakerling í London, sá drauginn fyrir nokkrum árum í bókasafni hússins. Það er þunnleit skjálfandi vera, ber sig eins og kona, segir frú Newman um það að hún sá efst í stiganum á fyrstu hæð bókasafnsins. BMA Review segir að frú Newman hafi ekki vitað að fyrirrennari hennar í starfinu hafi einnig séð drauginn nokkr- um sinnum. Frú Newman sá drauginn oft þegar hún var að þrífa í bókasafninu í ljósa- skiptunum. 1 ár kom þriðja skúringa- kerlingin, útlendingur, sem ekki þekkti hinar tvær né sögur þeirra. Hún skúraði eitt kvöld en neitaði sfðan. sagðist vera hrædd. „Sá hluti bókasfnsins. þar sem þessu líkatnlega fyrirbæn bregður fyrir er byggður yfir garð Charles Diekens og er næst þeim stað. þar setn hus skáldsins stóð." segir i BMA Review. Talið er að draugurinn geti verið Catherine Diekens. en hjðiiaband liennar og skaldsms leystist U|>p i þessu liusi Fleiri liafa orðið til að skyra fra draugalegum fyrirbæruni f oðrtiin hlutiim byggingarinnar. sagði Idaðið

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.