Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 8
DA(JBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976. Uppsprengdur „sláturkostn- aður” keyrir kjötverðið upp — mikill gróði hjá sláturhúsum Sláturhúsin hafa tekið til sín geysilegan hagnað. Kunnugur maður, sem hefur reiknað það dæmi, sagði Dagblaðinu, að þarna mundi vera um nálægt milljarð að ræða, þegar allt væri lagt saman. Væri slík fjár- hæð i staðinn notuð til að lækka kjötverðið, mætti lækka kíló- verð urn marga tugi króna. Hann taldi, að talsvert af þeim sláturkostnaði, sem upp er gefinn við verðlagningu landbúnaðarafurða, væri ,,til- húinn". Nefndin, sem ákveður verðlagsgrundvöll landbúnað- arafurða, hefur ekki aðstæður til að kanna málin til hlítar. Hún samþykkir því þann kostn- að, sem henni er upp gefinn. Sláturkostnaður á hvert kjöt- kíló skiptist þannig í þessum reikningum: Laun 40 kr., fæði 4,20 kr., rafmagn 1,46 kr., olía, hiti 0,96 kr., umbúðir 5.86 kr., aðrar rekstrarvörur 3,94 kr., kjötskoðun 1 kr., flutnings- kostnaður 5,73 kr., frysting 13,20 kr., tryggingar 2,64 kr., skrifstofa 0,94 kr., laun á skrif- stofu 11,75 kr., önnur rekstrar- gjöld 0,44 kr., heildsölukostnað- ur 21,48 kr. Heimildarmaður blaðsins nefndi til dæmis laun á skrif- stofu, sem bætist við liðinn „skrifstofa", sem furðumikinn lið. Ennfremur frystingu og heildsölukostnað. Nefndi hann dæmi um sláturhús, ekki stórt, þar sem laun á skrifstofu hefðu verið gefin upp sem 10 milljón- ir þann stutta tíma, sem slátrun stóð yfir. Þar kom einnig út yfir 50 milljóna hagnaður, þegar málið var kannað. „Mikið af kostnaðinum, sem upp er gefinn við verðlagningu, er tilbúinn kostnaður, sem alls ekki er til,“ sagði heimildar- maður blaðsins. Það lætur að líkum, að bænd- ur græði ekki á þessu, heldur milliliðurinn, sláturhúsið. Þá hafði heimildarmaður blaðsins metið, að slátrun hverrar kindar tæki um hálfa klukkustund þegar allt er talið með. Þetta þýddi um 300 krón- ur í laun, en dilkurinn vægi 15 kiló. Að öllu þessu athugúðu væri ekki við öðru að búast en því, að nettóhagnaður sláturhús- anna væri mikill, miðað við þessar reikningsaðferðir. Þetta kemur síðan fram í kjötverðinu til neytenda. •HH TÍZKURÉTTIR K0MA í STAÐ S0ÐNINGAR Þeir fjölmörgu gestir sem heimsótt hafa Veitingahúsið að Laugavegi 28 undanfarin ár verða að snúa sér eitthvað annað á nýja árinu. Staðnum verður lokað frá og með 1. janúar, en þá verður hafizt handa með að innrétta hann upp á nýtt. Það er eigandi Asks við Suðurlandsbraut, Magnús Björnsson sem tekur við rekstrinum af Lóu Kristjánsdótt- ur. Hann sagði að Veitingahúsinu að Laugavegi 28 vrði breytt og yrði það rekið með svipuðu sniói og Askur, að viðbættu kaffi og alls konar meðlæti með því. Lögð verður áherzla á fljóta og góða afgreiðslu á mat fyrir fólk sem vill taka hann með sér. Það er því fyrirsjáanlegt að soðningin er fyrir bí á Laugaveg- inum og ekki er í mörg hús að venda fyrir þá sem enn kunna að meta hana. -KP. G0TT HEILSUFAR EN RJÓMALAUSAR JÓLATERTUR „Það oru róleg og snjólaus jól hjá okkur á Eskifirði," sagði Regína Thorarensen fréttaritari DB í viðtali við blaðið í gær. ,,Það snjóaði svolítið i gær- kvöldi en logn var og smávegis frost. Heilsufar hefur verið mjög gott hjá okkur og læknirinn var aldrei ónáðaður um jólahátiðina. Á Þorláksmessu handleggsbrotn- aöi ung kona á malbikaðri göt- unni vegiia þess að héla var á og mikil hálka. Hún var flutt á sjúkrahúsið í Neskaupstað og gert að brotinu og kom konan aftur heim á aðfangadag. Það þóttu tíðindi að húsmæður á Eskifirði lentu í miklum erfið- leikum með að þeyta jólarjómann sinn en þær höfðu keypt mikið af rjóma eins og að likum lætur. Þorsteinn deildarstjóri hjá Pönt- unarfélagi Eskfirðinga var i morgun að taka á móti rjómapok- unum, sem húsmæðurnar skiluðu aftur. Ekki var þó rjóminn súr, en yrjaður og í kekkjum. Því urðu menn að borða rjómalausar jóla- tertur i ár,“ sagði Regína. „Það hefur aldrei verið jafngóð kirk.jusókn á jólum og í ár,“ sagði Regína. „Presturinn okkar, séra Sigurð- ur Guðmundsson, sem hér hefur verið í fimm ár, sagðist ekki muna aðra eins kirkjusókn. Kirkjan var troðfull við aftansönginn á að- fangadagskvöld. Séra Sigurður er einnig sóknar- prenstur Reyðfirðinga og þar var einnig troðfull kirkja á jóladag þegar hátíðamessan var,“ sagði Regína. „Það seldist allur rjóminn upp, eða alls um 2030 lítrar og ekki höfum við fengið neinar kvartan- ir,“ sagði Svavar Stefánsson mjólkurbústjóri á Egilsstöðum er við spurðum hann um rjóma sem ekki var hægt að þeyta og fékkst á Eskil'irði. Mjólkurbúið tekur á móti tveim milljönum >og 300 þúsund lítrum af mjólk á ári og er umdæmið mjög viðfeðmt eða alla leið frá Borgarfirði eystra og allt til Stöðvarfjarðar, og stundum alla leiö til Breiðdalsvíkur. Neskaup- staður er þó ekki talinn með, þvi þar er sér mjólkurbú og kemur rjóminn frá Akureyri. -A.Bj. Einn slasaðist í jólaumferðinni Ungur piltur á skellinöðru varð eina fórnardýr óhappa í umferðinni um jólin. Hann var á ferð vestur Suðurlandsbraut og ók í sínum fulla rétti eftir aðal- brautinni. Bíl var ekið austur Suðurlandsbrautina og sveigt inn Álfheima. Lenti híllinn á piltinum. Af þessu hlaut pilturinn mjög slæmt brot um hné og er í sjúkrahúsi. Að sögn varðstjóra slysadeildar varð nokkuð um árekstra í um- ferðinni um jólin. Af hlauzt eignatjón en ekki meiðsl á fólki. -ASt. Kastagestirnir verða að snúa sér annað. ætli þeir að fá sér soðningu. venjulegan heimilismat. 1 stað soðningarinnar koma tízkuréttirnir. grillréttirnir. p. ^-4- „,,f Liiiid rrm V * 1 ; i MM|! Geðvond kvíga hrellir skyttur í Hlíðarfjalli Rjúpnaskyttur, sem flandra upp um fjöll og firn- indi til að leita sér að æti fyrir jólahátíðina, eiga því fæstar að venjast að mæta þar nautgripum. Slíkt kom þó fyrir eina skyttu, norð- lenzka, sem leitaði bjarga í Hlíðarfjalli. Eins og gefur að skilja hélt sk.vttan þegar til bæja og sagði öðrum frá. Þótti saga mannsins eflaust hin versta lygisaga í ætt við sagnir af Þorgeirsbola heitn- um og fleiri slikum. Það sanna kont þó í Ijós um síðir. í b.vrjun desember. er verið var að hýsa geld- neyti á félagsbúinu á Síla- stöðum sluppu tvær kvígur í veður og vind. Önnur náðist von bráðar en hin gekk laus i nokkra daga ög varðist öllum sem hugðust handsama hana. Þarna var um að ræða tveggja vetra gámalt kvígu- grjón, sent varð vetrarfrels- inu fegið. Leikar fóru þó þannig að lokum að hún var handsömuð og eyddi jólun- um með stallsystrum sinum i fjósinu á Silastöðum. —ÁT— Skellinöðru- og vélhjólaslys eru þvi miður allt of tið. Ökumenn virðast ekki taka eft- ir svona minniháttar farartækj- um. Slys i þessum tilfellum eru oft bæði mikil og slæm enda ökumenn hjólanna litt sem ekki varðir. I þessu tilfelli sveigði billinn ekki aðeins þverl yfir aðalbrautina heldur lenti hreinlega á hjólinu og ökumanni þess. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.