Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.12.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 28.12.1976, Qupperneq 10
10 msBiABa frjálst,nháð dagklað Utgefandi DagblaAiö hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. AAstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. iþrottir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannos Reykdal. Handrít: Ásgrimur Pólsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pólsdóttir, Kristín LýAsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamloifsson, Sveinn ÞormóAsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Askrif targjald 1100 kr. ó mónuAi innanlands. I lausasölu 60t )kr. eintakiA. Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, óskríftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmirhf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Vel viö hæfi Dálítiö er kveinað þessa dagana í Alþýðublaðinu og Þjóð- viljanum út af kosningu banka- ráðs. Alþýðuflokkurinn er enda dottinn úr þeim og aðeins einn Alþýðubandalagsmaður hangir í hverju bankaráði með fjórum mönnum úr helmingaskiptafélagi Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976. Alvara er einnig mikilvæg Fugl og draumur Höfundur: Knut ödegárd ÞýAandi: Einar Bragi Myndir: Frits Solvang Útgefandi: Letur 1976, Reykjavík. Nýr tónn vandaðan pappír, sem skilar myndunum frábærlega vel. Ég sagði áðan að bókin væri óvenjuleg, og á ég þá ekki einungis við ytra útlit, heldur miklu fremur við efni og fram- setningu, sem er mjög óvenju- leg ef ekki einstök í islenskri barnabók. Langar mig að víkja nánar að þvi. Sagan segir frá norskri fjöl- skyldu, foreldrum og tveim telpum. Þau búa í blokk og pabbinn vinnur í álverksmiðju. Atvik eru séð frá sjónarhóli Möggu, þeirrar eldri af systrun- um tveim. Þeim er lýst eins og tilfinningar hennar túlka þau. Nýlega barst mér í hendur nokkuð óvenjuleg barnabók. Hún er eftir norska ljóðskáldið Knut Ödegárd og hefur Einar Bragi snúið henni á íslensku. Bókin er myndskreytt af Frits Solvang með ljósmyndum, sem felldar eru að efni og anda sögunnar. Hún er gerð á Bók menntir Það er dæmigert fyrir íslenzk stjórnmál, að kosning bankaráða skuli vera eitt af meiri háttar ágreiningsefnum stjórnmálaflokkanna. í þetta sinn varð hvað eftir annað að fresta atkvæðagreiðslu meðan þjarkað var um menn og flokka. Margir töldu sig manna hæfasta til að gegna þessum embættum, sem eru ekki aðeins góðir bitar af herfangi stjórnmálaflokkanna, heldur einnig mikil ábyrgðarstörf gagnvart hagsmun- um stjórnmálaflokkanna og gæðinga þeirra. Lengi neituðu sjálfstæðismenn að kyngja Kristni Finnbogasyni sem bankaráðsmanni Landsbankans og væntanlegum varaformanni þess. Þetta olli langri töf, unz Ólafur Jóhannes- son klúbb- og battamálaráðherra barði í borðið og hótaði stjórnarslitum, ef Kristni yrði ekki hleypt inn. Sumir hlutlausir menn telja sjálfstæðismenn hafa sýnt of mikinn þvergirðingshátt gagnvart Kristni. Það sé einmitt einkar vel við hæfi, að hann sé varaformaður bankaráðs stærsta bankans. Það gefi alveg ljómandi góða innsýn í íslenzk stjórnmál í árslok 1976. Kristinn Finnbogason er einmitt persónu- gervingur núverandi valdakerfis á íslandi. í honum tengjast fjármál,stjórnmálogbankamál í órjúfanlega heild á opinskáan hátt, en ekki undir borði eins og hjá sumum hinna, sem veifa ákaft fána flokkspólitískra hugsjóna. Stjórnmálamennirnir hafa einmitt blekkt þjóðina upp úr skónummeðinnantómuruglium ímynduð ágreiningsefni af málefnalegum eða öðrum efnislegum toga. Þeim hefur að nokkru leyti tekizt að dylja hið raunverulega áhugamál flestra þeirra: Að komast í feitt fyrir sig, sína og sinn flokk. Stjórnmálaflokkarnir nota bankana óspart til að gefa sjálfum sér og gæðingum sínum verðbólgugjafir. Þess vegna er svo lítið eftir handa öðrum, þegar dyr bankanna opnast. Og þess vegna er engin leið að ráða við verðbólguna, því að hún er mesta hjartans mál gæðinga stjórnmálaflokkanna. Það er skiljanlegt, að ráðamönnum Alþýðuflokksins gremjist að láta ýta sér út í kuldann. Auðvitað öfunda þeir helminga- skiptafélagið.semsitur að ránsfengnum, meðan Alþýðuflokkurinn getur varla keypt sér at- kvæði fyrir næstu kosningar. Afskipti stjórnmálaflokkanna af banka- málum er ein af nokkrum skrumskælingum lýðræðis hér á landi. Þar koma stjórnmála- flokkarnir fram sem ræningjaflokkar, alveg eins og þegar þeir hirða fjörutíu milljónir úr ríkissjóði til að gera út Morgunblaðið, Vísi, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Og svona verður þetta enn um sinn, meðan almenningur heldur áfram að láta gabba sig upp úr skónum. Fylgja fordæmi Kínverja í Bangladesh: Bangladesh er að rétta úr kútmun — en varlega þó Efnahagur Bangladesh, einn- ar fátækustu þjóóar heims, sýn- ir nú hvetjandi batamerki. All- ir eru þó á einu máli um að enn sé langur og þröngur vegur fram undan. Útflutningur landsmanna jókst um 48% á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi fjár- hagsárs, og aldrei hefur verið meira í gjaldeyrisvarasjóði, þrjú hundruð miiljón dollarar. Eftir þrjár góðar uppskerur hefur matvælainnflutningur minnkað úr 2.5 millj. tonnum í 1.5 millj. og stjórnvöld halda því framaðskjótlega verðiland- ið sjálfu sér nógt með öflun matvæla. Verð á mat, klæðum og steik- arolíu — nauðsynjahlutunum hjá þessari fátæku þjóð — hef- ur iækkað og hefur ekki verið lægra síðan Austur-Pakistan sleit sig úr sambandi við Vest- ur-Pakistan og varð sjálfstætt Bangladesh fyrir fimm árum. Halda fjölguninni í skefjum „Út frá ákveðnu sjónarmiði höfum við gert vel og höfum ástæðu til að vera hamingju- söm,“ segir helzti áætlanagerð- ar maður Bangladesh, dr. Mirza Nurul Huda. „En möguleikarn- ir á áframhaidandi þróun eru ótakmarkaðir." Brýnasta hagsmunamál Bangladesh í dag er getnaðar- varnir. Landið er þegar orðið of lítið fyrir landsmennina, en á næstu þrjátíu árum er talið að þeim muni fjölga úr 80 millj. í 200 millj. ef svo fer sem horfir. Tvö önnur brýn hagsmuna- mál eru að byggja upp úr engu iðnaðargrundvöll til að starfa á og að tryggja að efnahágsbat- inn komi fólkinu á landsbyggð- inni til góða. í hugum margra íbúa Bangladesh þýðir „vel- ferð“ að hafa nóg að borða. Nýleg för háttsetts stjórnar- embættismanns til Rajshahi- landamærasvæðisins í NV- horninu, þar sem hungur er almennt og útbreitt, er til marks um þetta. Bjóst við þúsundum. soltinna, en... „Eg hlakkaði ekki til farar- innar,“ sagði hann. „Eg var bú- inn undir að sjá þúsundir svelta, betlara, þorpsbúana með rifbeinin standandi út í gegn- um skinnið og aðrar hræðilegar sýnir. En þess í stað fann ég ánægt og mett fólk og hrúgur af hrísgrjónum á markaðstorgun- um. Meira að segja algengustu læknislyf, sem við byggjum allt okkar á, fengust og var hvergi skortur á.“ Sömu sögu er að segja frá Dácca og frásagnir frá öðrum landshlutum benda til að fólk hafi það betra núna en það hef- ur haft undanfarin ár. Skyndiferð um lands- byggðina í Bangladesh setur bjartsýni um efnahagslega framtíð landsins í annað og stærra samhengi — og jafnvel dregur úr bjartsýninni. Vegakerfið í rústum Þröngur vegurinn frá Dacca norður til Mymenshing, fjöl- mennasta (8 millj.) og stærsta héraðs landsins, er í hræðilegu ástandi. Nær öilum brúm var eytt i sjálfstæðisstríðinu við Pakistan 1971 og engin þeirra hefur enn hlotið varanlega viðgerð. Jafnvel þótt miðað sé við Indland, er fátæktin í þorpum og smábæjum sláandi og að því er virðist gífurleg, segir frétta- maður Reuters, sem að stað- aldri er 1 Indlandi. Herforingjastjórnin undir stjórn Ziaur Rahman, majór- generáls, stjórnar með herlög- um. Henni hefur þó tekizt að gæða efnahag landsins örlitlu lifi og vinnur nú að uppbygg- ingu þess þjóðfélagskerfis, sem Bangladesh framtíðarinnar á að byggjast á. Fordœmi Kínverja Nýting vinnuafls í landinu er sem stendur afar lítil, en því hyggst stjórnin breyta. Dr. Huda, nánasti ráðgjafi forset- ans um áætlanagerð, verzlun og utanríkisviðskipti, telur að Kín- verjar geti verið góð fyrirmynd í þeim efnum. Þegar hefur verið hafizt handa með áætlun, sem gerir ráð fyrir að byggðar verði stifl- ur til varnar gegn flóðum og jafnframt áveitukerfi. Verka- mennirnir fá greitt með mat. Um milljón manna hefur nú atvinnu af þessu og er langt komin með að grafa 4000 km af skurðum, svo eitthvað sé nefnt. Svipuð verkefni, þar á meðal endurlögn vatnsveitukerfis, eru unnin í sjálfboðavinnu og næsta skref verður að hefja frumstæðan iðnað í þorpunum. Unnið er með hraði að raf- væðingu landsbyggðarinnar. „...þó œttum við allir að pakka saman...“ Stjórnvöld hafa lýst fólks- fjölgunarhömlum sem brýnasta verkefni Bangladesh. Þúsundir manna hafa verið sendir út um land til að reka áróður fyrir getnaðarvörnum og færri börn- um. Kunnugir í Dacca telja að þetta sé málið, sem félagslegar og efnahagslegar úrbætur stjórnarinnar muni standa eða falla með. „Ef þessar fóiksfjölgunar- hömlur, sem nú er verið að beita hafa ekki sýnt verulegan árangur eftir fimm ár,“ segir vestrænn diplómat, ,, þá ættum við allir að pakka saman og láta landsmenn um sig sjálfa." Olíudollarar fró Persaflóa Hluti ástæðunnar fyrir þeim: drjúga gjaldeyrisvarasjóði, sem Bangladesh á, er flutningur á olíudollurum frá Miðaustur- löndum, einkum Persaflóalönd- unum. Mest hefur komið frá Sádi-Arabíu, sem gaf Bangla- desh tvö hundruð og sautján milljón dollara skömmu eftir að Ziaur hershöfðingi fór þangað í heimsókn í ár. Halli á vöruskiptajöfnuði hefur aftur á móti aukizt um 950 milljón dollara á þessu ári, enda var flutt inn fyrir 1350 milljón dollara en út fyrir 400 milljón dollara. Dr. Huda telur líklegt að hall- inn eigi eftir að aukast enn frekar á næstu tveimur eða þremur árum. Megnið af út- flutningnum er hráefni, vélar og heimilisiðnaður. Iðnaður í einkaeign nýtur enn stuðnings, þótt langflest iðnaðarfyrirtæki hafi verið þjóðnýtt. Stjórnvöld hafa lofað að einkaiðnaðurinn fái aukið hlutverk í þjóðarbúskapnum. Olíudollarar að heiman Erlend aðstoð við Bangla- desh fer vaxandi og segir dr. Huda að Bangladesh hafi full- vissu um að þörfum þess verði sinnt. Þegar litið er til lengri tíma má telja, að bezt sé fyrir lands- menn að veðja á miklar gaslind- ir sínar og ef til vill olíu. Sex útlend fyrirtæki, frá Banda- ríkjunum, Kanada, Japan og Júgóslavíu, hafa undirritað samninga um þátttöku í olíuleit undan ströndum Bangladesh, ríki Bengala.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.