Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 14
14
r
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976.
PIB
COP(MMACIN
Jakki er góð f járfesting
Það getur verið mjög hentugt
að eiga nýtilegan og klæðilegan
jakka í klæðaskápnum sínum.
Hann má nota hvort sem er
hversdags eða við hátíðleg
tækifæri. Það eru flíkurnar
sem notaðar eru með jakkanum
sem ráða því hvort um verður
að ræða spariklæðnað eða
hversdags.
Jakkinn á að vera með herra-
sniði. Hann passar jafnvel við
síðbuxur, pils eða kjól. Flauel
og satín eru efni sem henta vel
við öll tækifæri. Hvorugt þess-
ara efna er lengur neitt dæmi-
gerð fyrir spariklæðnað. Það er
alveg eins hægt að nota prjóna-
húfu og trefil og dömulegan
hatt, silkiklút eða refaskinn við
jakkann.
Það er góð fjárfesting í svona
jakka, bæði vegna þess að hann
getur verið í tízku í mörg ár og
er lika hentugur við svö mörg
tækifæri. Það fer allt eftir því
hvað notað er við hann, eins og
áður sagði.
Óvenjulegur
samfestingskjóll
Þessi samfestingur, sem ætt-
aður er frá París, virðist hafa
orðið til fyrir áhrif trúða-
búninga. Bedúinabuxurnar eru
enn í tízku og þarna eru þær
notaðar á samfesting, sem verð-
ur að eins konar kjól vegna
víddarinnar.
Þessi búningur passar ekki
fyrir lágvaxnar og/eða þybbnar
konur, en getur verið flott á
háum og grönnum.
„Kjólinn“ er einfalt að
sauma fyrir þær sem kunna
eitthvað fyrir sér í saumaskap,
fjögur eins stykki (tvö bak og
tvö framstykki) saumuð saman.
Fallegast úr léttu efni.
Tízkuhornið
Nú
notum við
túrbaninn
við hátíðleg
tækifæri
M-S7B'
Túrbantízkan er enn vinsæl
og nú einnig við hátíðleg tæki-
færi. Þá eru gjarnan notaðir
túrbanar úr „finni“ efnum en
daglega, — t.d. heklað sjal ún
þunnu ullargarni með silki-f
þræði sem síðan er bundið um
höfuðið í túrban eða i hinum
vinsæla bedúínastíl.
Einnig er farið að nota stóra
klúta eða sjöl til þess að binda
lauslega um mjaðmirnar yfir
sið pils eða síða kjóla. Stóru
sjölin sem konur i Suðurlönd-
um nota yfir höfuðið eru tilval-
in til þess. Má t.d. hnýta þau
laúslega saman á hliðinni og
kögrið og dúskarnir sem gjarn-
an eru á slíkum sjölum eru ein-
mitt i þjóðbúninga stælnum
sem er enn svo vinsæll.
HLYTT
OG
GOTT
Það er bæði hlýtt og hag-
kvæmt að sameina síðbuxur og
kjóla. Það er enn ekki orðið
mjög algengt, en verður það
sennilega, þegar veðrið fer að
kólna síðar í vetur.
Rúllukragapeysa, síðbuxur
og kjóll passa vel fyrir þær,
sem ekki kæra sig um að vera í
mörgum fatalögum, sem annars
er algengt núna. Mörgum
finnst sem þessi tízka sé dálítið
„sjúskuð" og passi aðeins fyrir
þær sem eru kornungar.
Það getur verið mjög snyrti-
legt að hafa peysuna og bux-
urnar í sama lit. Möguleikarnir
eru fjölmargir, t.d. köflóttur
kjóll og peysa og buxur í ein-
hverjum litnum sem fyrirfinnst
í kjólnum o.s.frv.
Á þennan hátt má líka nýta
vel kjóla, sem e.t.v. eru orðnir
of stuttir, eða peysur sem t.d.
eru farnar að láta á sjá á oln-
bogunum.
M-S7 A
//Íwvvt
Hættulegt og þreytandi starf
Hjálpsamur skógarbjörn
Bandaríkjamaðurinn
Rich Glassey gegnir lík-
lega einhverju hættu-
legasta starfi sem um get-
ur. Þegar hann kemur
heim til sín að kvöldi að
loknum vinnudegi og seg-
ist vera þreyttur eru það
engar ýkjur. Hann starf-
ar við að baða tvö
bengölsk tígrisdýr í dýra-
garði og gengur þá oft á
ýmsu.
Þeim barst aideilis góð
aðstoð, dýragarðsvörðun-
um í Midlands-
dýragarðinum i
Englandi, þegar Land
Roverinn þeirra festist í
aur og leðju. Einn af
myndarlegri skógar-
björnum garðsins tók sig
til og lagðist af öllum
kröftum á afturhluta
bílsins. sem auðvitað
flaug upp úr forinni.
Það væri ekkl amalegt
fyrir Grímseyinga ef ís-
birnirnir væru jafn sam-
vinnuþýðir.
L