Dagblaðið - 28.12.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976.
15
N
r
Það er ekki betra að
vera feimin en að vera
sífellt með skítugt hór og
lykkjufall á sokkunum.
Þér líður hörmulega og
enginn tekur eftir þér. Ef
þú ert ekki því feimnari,
þó œttu þessi fimm eftir-
töldu róð að hjólpa þér
við að losna við feimn-
ina.
Læknirinn Jerome L. Singer sem er
prófessor i sálfræði vió Yaleháskólann,
segir aö feimið fólk hafi oft verið feimin
börn sem tóku sig út úr hópnum, i stað
þess að reyna að samlagast. Það kann oft
ekki að dansa, flörta eða halda uppi
samræðum. Þess vegna finnst því öll
samkvæmi afskaplega leiðinleg. Ráðið er
þvi: lærðu að dansa, þá ertu þegar á
góðri leið upp úr sjálfgerðum öldudal.
Að opna munninn svolítið og tala er
ekki svo erfitt. Það er bara um að gera
V
að gera það um leið og þér dettur eitt-
hvað I hug. Sem sagt gefðu þér ekki tíma
til þess að hætta við.
Eftir þvi sem dr. Louis Hott segir,
leggur feimið fólk allt of mikið upp úr
því hvað það segir eða gerir. Kannski er
einfaldasta leiðin til að vinna bug á
feimni sinni að taka sjálfan sig ekki of
alvarlega. Enginn býst við stórkostlegri
djúphyggju eða fyndni. Þess vegna, léttu
af þér álaginu.
Annað ráð til þess að fá fólk til að
skríða út úr. skel sinni er að fara f
leikfimitíma, badminton eða yoga. Að
reyna hressilega á sjg er gott, og maður
slappar af á eftir. (Það má auðvitað ekki
ofreyna sig). Á eftir er minni hætta á að
þú verðir taugaóstyrk í samkvæmi, sem
þú átt kannski að fara í. Gerðu þetta að
venju þinni og þú munt smám saman
öðlast meira sjálfstraust. Einnig hjálpar
það að draga djúpt andann. Það er
róandi. Að bera sig vel gerir kraftaverk.
Teygðu vel úr þér og berðu höfuðið hátt,
með því öðlast þú meira sjálfsöryggi.
Eftir smátíma kemur það ekki fyrir þig
að handleggirnir verði eins og einhverj-
ar pípur sem skrúfaðar hafa verið fyrir
einhverja tilviljun við hliðarnar á þér.
Emily Cho, sem rekur ráðgefandi
stofu sem hún nefnir „New Image“ (ný
ímynd), segir að feimin kona geti klaétt
sigút úr skelinni, eins og hún orðar það.
Emily segir að það sé sín reynsla af
þessum konum að þær eigi skápa fulla af
dökkum og púkalegum kjólum, sem
hanga utan á þeim og eru of stórir. Þær
reyna að fela fötin og ekki hjálpa þau
upp á sjálfstraustið.
Emily ráðleggur að feimna konan lagi
þessa feimni sína með þvf að vera 1
fötum sem reglulega sýna hennar innri
mann.
Til þess að finna út hvernig þú ert og
hvernig fmynd þfn á að vera, skaltu fara
f tízkuverzlun. Mátaðu það sem þér
finnst vera flott. Biddu einhvern góðan
vin þinn um að koma með þér og segja
álit sitt. Smám saman skaltu svo kaupa
þér föt og venjast þeim, svo að þér
finnist ekki að þú sért eins og trúður á
leiksviði í þeim.
Það er oft að feimið fólk fer með þeim
í samkvæmi sem eru færir f flestan sjó.
En þetta kemur ekki að haldi. Það endar
aðeins með því að þú ert f skugga hinnar
persónunnar. Næst skaltu standa á eigin
fótum og fara ein. — Það gæti meira að
segja farið svo að þú kæmir þér sjálfri á
óvart.