Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 24
Kjarabótaaöferðirfjármálaráðuneytisins: Tollverðir launaflokk- aðir eftir minni þeirra [— fengu ekkert undirbúningsnámskeið undir minniskönnunina Þessa dagana bíða nú flestir ef ekki allir tollverðir í lægsta launaflokki spenntir eftir að vita hvort þeir stóðust hæfnis- próf eða minniskönnun sem þeim var gert heimilt að þreyta í nóvember sl. enda velta kjör þeirra að talsverðu leyti á út- komu könnunarinnar. Þeir sem standast hækka um launaflokk, hinir sitja eftir. Ekkert undirbúningsnám- skeið var haldið fyrir prófið eða könnunina en áður höfðu toll- verðirnir að sjálfsögðu staðizt próf að loknu skyldunámi starfsgreinar sinnar, eða áður en þeir gengu í tollgæzluna. Á prófdegi fenguþeir heldur ekki að vita hver lágmarks- frammistaða væri, svo sem hvort t.d. 50% eða 70% úrlausn væri lágmark. Það vita þeir ekki enn, en úrslitanna er að vænta nú í vikunni. Sérstök dómnefnd, skipuð einum fyrr- verandi tollara o.fl., fjallar um úrlausnirnar. Guðsteinn V. Guðmundsson, ritstjóri Tolltíðinda, skrifar forystugrein í síðasta hefti um þetta mál og segir þar m.a.: „Ein þeirra „kjarabóta" sem tollverðir hlutu samkvæmt dómnum (síðasta kjaradómi) var að þeir lægstu skyldu hækka um einn launaflokk að loknu „hæfnisprófi". Þetta var svarið við kröfu tollvarða um aukið nám, sem síðar gæti leitt af sér kjarabætur.“ Af þessu er ljóst að toll- vörðum var lofað námskeiði eða menntun sem síðan yrði prófað í og launaflokkað eftir frammi- stöðu. Framkvæmdin er hins vegar að aðeins var prófað. Þá hefur blaðið eftir einum, sem gekkst undir prófið, að verk- efnið hefði verið valið þannig að líklega enginn þeirra próf- uðu hefði nokkurn tíma reynt þess háttar. -G.S. Tvær stúlkur voru þar með íspilinu Cortina-bifreið, sem stolið var frá Köldukinn 3 í Hafnarfirði aðfaranótt sl. laugardags, fannst í gær í húsaporti á bak við Sam- vinnubankann og Kaup- félagið í Keflavík. Hefur bif- reiðarinnar verið mikið leitað og þótti grunsamlegt að ekkert skyldi til hennar spyrjast. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hugðist í gær gera tilraun ti! að finna bif- reiðina með aðstoð blað- anna. En í sama mund fannst bifreiðin í húsaport- ' inu í Keflavík. Var henni þar vel og snyrtilega lagt, jafnvel svo að enginn hafði veitt henni sérstaka athvgli. Það voru tvær stúlkur sem gái'u sig fram við lög- reglu í Keflavík vegnaauglýs- inga cftir bifreiðinni. Þær höfðu verið í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags og verið boðið far suður til Keflavikur þá um nóttina. Höfðu þær grun um að þær hefðu setið í hinni stolnu bifreið. Svo reyndist og rétt. Þjófurinn er ófundinn ennþá. Er talið líklegt að hann finnist. En sagan um atburðinn sýnir að það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa tvær stúlkur með í spil- inu. Fleiri lögreglumál í Keflavíkurumdæmi renna stoðum undir það. -ASt. ERTU ENN Á ÓSKOÐUÐUM BÍL? mí iltl f............11 * —ogreyndu ekki að brjóta af þér Undanfarna daga hafa lög- reglumenn gert mikið að því að klippa númer af bílum, sem ekki hefur verið mætt með til skoðun- ar. Ýmsir hafa grun um að innheimta ógreiddra gjalda ráði ferðinni fremur en ástand eða útlit bifreiðarinnar. En allir þeir sem enn aka á óskoðuðum bif- reiðum ættu sem skjótast að skreppa í Bifreiðaeftirlitið. Þá er daglega fylgst með of hröðum akstri með skeiðklukkum og fleiri ráðum. Ólögleg bílastæði er lög- reglumönnum fyrirskipað að skoða gaumgæfilega. Sektarmiðar hrannast upp og gífurlegar sekt- arfjárhæðir hafa „náðst í kass- ann“ að undanförnu. H. Á m.vndinni er verið að klippa af pinum — sem síðan getur ekki ekið lengra. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. frfálst, úháð dagUnð MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR . Geirfinnsmálið: íhaldi í20tíma Ungur Reykvíkingur, sem m.a. hefur starfað við bila- málun, var um helgina hafður í haldi í allt að tuttugu klukkustundir hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík vegna rann- sóknar Geirfinnsmálsins. Mun hann hafa verið yfir- heyrður nokkuð látlaust. Maður þessi er skyldur ein- um gæzlufanganna sem sitja inni vegna Geirfinnsmálsins og þykir hugsanlegt að hann hafi verið fenginn til að mála sendiferðabifreiðina sem talið er að hafi verið notuð til Keflavíkurfarar- innar 19. nóvember 1974. Eigandi bifreiðarinnar á þeim tíma hefur einnig verið til yfirheyrslu hjá rannsóknarhópi Geirfinns- málsins. Missagt var í blaðinu í fyrradag að veitingahúsið Klúbburinn hefði átt þá sendiferðabifreið sem mest hefur verið athuguð í þessu sambandi. -ÓV RONG T0LLFL0KKUN INNFLYTJENDA UPP A 55 MILLJ. 1975 Tollverðir í Reykjavík komu upp um ranga tollflokkun innflytjenda upp á a.m.k. 55 milljónir króna árið 1975, skv. lauslegri athugun sem Sveinbjörn Guðmundsson gerði á þessu og birtist í nýjasta hefti Tolltíðinda. Skiptist þessi upphæð niður á Faxaskála-, Granda- skála- og Sundaskálaum- dæmi, auk tollpóststofunn- ar. Undir samantektinni segir: Skýrslur voru alla jafna ekki skrifaðar vegna lægri upphæða en 10 þús. kr. en þá leiðrétt með tilheyr- andi athugasemdum. Vantar því allháa upphæð á ofan- greint dæmi. Auk þess koma ekki fram upphæðir vegna meintra vörusmygltilrauna, undanskota vörureikninga eða annarra gagna, né eru taldar hækkanir vegna annarra tilrauna til undan- dráttar aðflutningsgjalda. -G.S. A vísanakeðjumálið: „Rannsóknartregða hjá dómaranum” [ — segir ríkissaksóknari ] „Mér er það ákaflega óljúft að standa í orðaskaki við rann- sóknardómara,“ sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í samtali við fréttamann blaðsins í gær um fréttatilkynningu um- boðsdómarans í ávísanamálinu, Hrafns Bragasonar, frá í fyrra- dag. „Þessi rannsókn er aðeins byrjunin á málinu,“ sagði rikis- saksóknari. „Það er alls ekki hægt að semja ákæru, svo óyggjandi sé, á grundvelli þess- arar rannsóknar því hún er svo skammt komin. í minu bréfi til umboðsdómarans er mjög ítar- lega greint frá því hvaða stefnu eigi að taka i þessu máli en það er ekki nema örlítið brot af því sem búið er að gera.“ Umboðsdómarinn ásakaði ríkissaksóknaraembættið í fréttatilkynningu sinni um að hafa ekki gefið sér tíma til að kanna hvað hefði verið gert í málinu frá því að hann tók við því. Fréttamaður blaðsins bar það atriði undir ríkissaksókn- ara, Þórð Björnsson. „Málið er alls ekki nógu vel unnið," svaraði hann. „Það er rannsóknartregða hjá dómaran- um. Eg vil knýja hann til að fara betur ofan í saumana á þessu og ég gefst ekkert upp við það.“ Á ríkissaksóknara mátti skilja að honum þætti jafnvel broslegt að umboðsdómarinn setti embætti sínu „valkosti", eins og kemur fram í fréttatil- kynningu Hrafns Bragasonar. „Það er náttúrlega ekki um neitt slíkt að ræða, að rann- sóknardómari setji ríkissak- sóknara valkosti," sagði Þórður Björnsson. „Valkostur minn væri i raun- inni aðeins einn,“ sagði hann. „og hann er sa að gefa út eina allsherjar ákæru, eins almenna í orðalagi og atvikalýsingu og hugsazt getur. Hitt er þó víst, að áður en ákæra verður gefin út í þessu máli verður að rann- saka það miklu betur og ítarleg- ar en Hrafn Bragason hefur gert.“ Ríkissaksóknari taldi ekki koma til greina að annar dómari yrði fenginn til að taka við rannsókn málsins, en ítrek- aði nauðsyn þess að frekari rannsókn færi fram. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.