Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.01.1977, Qupperneq 4

Dagblaðið - 14.01.1977, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1977 1 ' " ' 1 „Að þurfa að neita sem fæstum” — „kaupmaðurinn á horninu” fyrirfinnst enn þrátt fyrir alla stórmarkaðina V „Eg setti upp mína fyrstu verzlun árið 1927 svo árin eru nú orðin mörg sem ég hef staðið fyrir innan búðarborðið,“ sagði Runólfur tvarsson en hann er eigandi verzlunarinnar Vegur við Framnesveg. Það er óhætt að segja að þær finnast ekki margar verzlanirnar á borð við þá sem Runólfur á. Hann er í orðsins fyllstu merkingu „kaupmaðurinn á horninu". „Eg hef alltaf reynt að hafa það þannig að þurfa að neita sem fæstu sem viðskiptavinir mínir biðja um,“ sagði Runólfur. Hjá honum fæst næstum allt milli himins og jarðar, matvörur, hreinlætisvörur, sælgæti og alls konar smávarningur sem allt of langt væri upp að telja. Runólfur hefur alltaf átt heima í vesturbænum. Hann hafði lengi verzlun sína að Vesturgötu 52 en svo var húsið rifið og þá flutti hann á Fram- nesveginn, þar hefur hann ver- ið siðustu 18 ár. „Það er mikið sama fólkið sem kemur til mín,“ sagði Runólfur, „og ég þekki flesta' hér í hverfinu.“ Það er ólíkt persónulegra að verzla hjá Runólfi en í stór- verzlununum sem rísa nú hver af annanri hér í Reykjavík og víðar um landið. En það er víst erfitt að spyrna á móti þróun- inni og kaupmennirnir hverfa einn af öðrum. -KP Hún er ekki eins rækilega merki og verzlanir yfirleitt en hún heitir nú samt Vegurinn og eigandinn hefur staðið fyrir innan húðarborð i l'immtíu ár. Þegar inn er komið blasa við manni hlaðnar hillur af alls konar vörum. „Ég reyni að neita semiæstum og hef þær vörur sem húsmæðurnar þurfa á að halda." segir Runólfur ívarsson. DB-mynd Bjarnleifur. Byggdasjóður neitaði Vængjum um 30 milljónir Umsókn flugfélagsins Vængja um þrjátíu milljón króna lán úr Byggðasjóði var hafnað, skv. þeim upplýsingum sem DB fékk í gær hjá sjóðn- um. Eins og frá var sagt í DB sl. haust óskaði flugfélagið eftir 30 millj. króna láni úr Byggðasjóði á þeirri forsendu að traust starfsemi félagsins væri mikið hagsmunamál fyrir landsbyggð- ina. A sama tíma komu fram upp- lýsingar sem sýndu að félagið stóð höllum fæti og grunur lék á stórfelldum fjárdrætti úr sjóðum pess. Leiddi petta m.a. til þess að einn stjórnarmanna sagði af sér og endurskoðandi félagsins krafðist gagnrýnnar endurskoðunar á bókhaldi þess. Sú bókhaldsrannsókn hefur dregizt mjög og mun ekki lokið enn. -ÓV. S Innflutningur fíkniefna 1976: Kannabisefni í kílóatugum, LSD í hófi, vaxandi amfetamfnneyzla Upplýst hefur verið um inn- flutning á tæplega 32 kílóum af hassi á liðnu ári. Af því magni voru tæp sjö kíló gerð upptæk. Þetta kom fram er DB leitaði upplýsinga um innflutning og dreifingu á fíkniefnum hér á landi á siðasta ári. Af öðrum kannabis-efnum komst upp um innflutning á 130 grömmum af hassolíu og mörgum kílóum af marijuana sem er veik- ast efnanna af kannabis-jurtinni. Ekki er að fullu rannsakað hversu mikið marijuana var flutt til landsins. Upplýst varð um innflutning á um 400 grömmum af amfetamín- dufti (spítti) og náðist um helm- ingur þess. Rúmlega 300 LSD- töflur komu til landsins. Þessar tölur segja sína sögu en ekki liggja fyrir tölur um raun- verulega neyzlu fíkniefna hér- lendis. -ÖV.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.