Dagblaðið - 20.01.1977, Page 7

Dagblaðið - 20.01.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. 7 Egyptaland: FYRIRHUGUÐ VERÐ- HÆKKUN KOSTAÐI 30 MANNS LÍFIÐ reglunni hafi verið fyrirskipað að skjóta alla mótmælendur á færi, því að hópar fólks fóru með ófriði um allar götur borg- anna. Kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda í borgarhverf- unum, Shubra, Badel Shareya og á Guiza-torginu, þrátt fyrir margendurteknar tilkynningar í útvarpi og sjónvarpi um, að verðhækkununum hefði verið frestað. Enn voru háðir bardagar milli lögreglu og mótmælenda í nótt í Kairó vegna verð- hækkana og er tala látinna nú talin vera orðin um 30. 'Ðeirðirnar hófust á þriðju- K Sadat forseti. Vil kenna kommúnistum um allt saman. daginn sl. vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnai að hækka verð á nokkrum þýðingarmiklum vöruflokkum. Hefur ríkisstjórnin sakað kommúnista um að standa að baki mótmælaaðgerðunum, sem eru hinar alvarlegustu síðan i janúar 1975. 14 klukkustunda útgöngu- bann stjórnarinnar í Kairó og Alexandríu virtist ekki hafa mikil áhrif, né heldur að lög- Þrír handteknir fyrir tólfára gamalt morö í Danmörku Þrír menn sitja í gæzluvarð- haldi í Viborg í Danmörku við- riðnir eitt merkilegasta morð- mál, sem nokkurn tima hefur komið upp þar í landi. Það er hið svonefnda „beinagrindar- morð“ sem fyrir tilviljun varð uppvíst fyrir rannsóknir dug- legs rannsóknardómara sem fengið hafði sem sitt fyrsta verkefni að lýsa því yfir að Carl Jensen skósmiður væri látinn, en hann hafði horfið sporlaust við undarlegar kringumstæður tólf árum áður. Rannsóknar- dómarinn heitir Morten Wagner. Jensen hvarf er hann vann að byggingu sumarbústaðar síns. Wagner spurði síðasta eiganda bústaðarins, hvort hann hefði tekið eftir ein- hverju undarlegu við húsið. Jú, svalirnar höfðu sigið á einum stað. Þegar grafið var þar fundu menn lík Jensens og enda þótt ekkert væri eftir nema beina- grindin var hægt að sýna fram á að hann hefði verið myrtur. Lögreglan hóf mikla leit að morðingjanum og þar kom, að einn var handtekinn, sem játaði að hafa myrt Jensen vegna þess að hann hefði haft uppi kyn- ferðislega tilburði við sig. Þessi játning mannsins hélt þó ekki lengi og eftir nokkrar vikur játaði maðurinn að hafa drepið Jensen, að skipun manns sem keypt hefði skó- verzlun af Jensen og síðan ráðið hann til starfa. „Bílstjóri verzlunareigand- ans var einnig með honum að grafa líkið,“ sagði sá, sem hand- tekinn hafði verið. „Okkur var lofað peningum, en við fengum þá aldrei." Ástæðan fyrir því að Jensen var myrtur, var að hann og verzlunareigandinn höfðu orðið óvinir og að Jensen vissi eitt- hvað um hann sem verzlunar- eigandinn vildi fyrir alla muni halda leyndu. Hinn handtekni játaði einnig að hafa síðar kveikt í verzlun- inni og að hann hefði einnig syðilagt bíl hans að beiðni eig- andans. Þá var verzlunareigandinn handtekinn. Jú, hann kannaðist við að hafa fengið manninn til að brenna búðina og eyðileggja bílinn til þess að hafa fé út' úr tryggingunum. En morðið kannaðist hann ekkert við. Og þriðji maðurinn, hvað sagði hann? 1 fyrstunni næsta lítið, því hann hafði fafið i ferðalag með fjölskylduna til Mallorka. En hann kom hins vegar heim til Danmerkur fyrir skömmu af fúsum vilja, enda hafði Interpol verið sett I spilið. Hann játaði að hafa verið með i því að kveikja í, hafa heyrt eitt- hvað minnzt á bílamálið, en vissi ekkert um morðið. Margt virðist samt benda til að játning morðingjans hafi við rök að styðjast. En morðdeild lögreglunnar á þó við mikil vandamál að stríða. Það eru liðin tólf ár slðan þessi atburður gerðist. Ein áf aðalspurningunum I þessu máli er, hvað það hafi verið, sem skósmiðurinn vissi um verzl- unareigandann, sem leitt gat til þess, að hann var ráðinn af dögum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.