Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 7 Amin segir erlenda mála- liöaráðast inn í Uganda Talsmenn ríkisstjórna Kenya (>K Bandaríkjannohat'aborið til baka fregnir frá Ltganda, þess efnis að bandarískir, brezkir og ísraelskir málaliðar væru komnir að landamærum Uganda og Kenya og hygðust ráðast þar inn innan skamms. Báðar stjórnirnar hafa sagt þessi ummæli furðuleg og al- gjörlega tilhæfulaus, Talsmaður ríkisstjórnarinn- ar í Kenya bætti því við, að ekki þ.vrftu að koma til málaliðar erlendra ríkja til að steypa stjórninni í Uganda. Brátt hlyti að koma aö því að þjöðin sjait tæki ákvörðun um, hver ætti að stjórna landinu. Útvarpið í Uganda sagði eftir Idi Amin að hann hefði fengið bréf þar sem staðið hefði að 2.600 erlendir málaliðar væru að fara yfir landamæri Kenya og Uganda. Þeim til aðstoðar væru, hermenn úr ríkisher Kenya. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur vikum, sem Amin boðar að innrás sé í vændum í ríki sitt. Ken.vamenn telja að innan skamms, muni Ugandabúar sjálfir taka af skariö og gera út um, hverjir eigi að stjórna landinu. Idi Amin eða einhverjir hæfari. Geimskutlan Enterpirse flýgur hér á baki móðurskips síns i eyðimerkursólinni i Kaiiforníu. Tilraunir með Enterprise hafa gengið svo vel að búizt er við því að hún verði tekin í notkun fyrr en áætlað var. Upphaflega átti að prófa hana sex sinnum, en fyrirsjáanlegt er, að síðasta skiptinu verði sleppt. Ekki er úr vegi að segja frá því, að þegar Paul Conrad sá fyrst mynd af Enterprise og móðurskipinu teiknaði hann í snatri nýja mynd af þeim og setti í texta: „Ekki í kvöld, eiskan, ég er með höfuðverk.“ Duiarfullur hugsunarháttur það.. Ekki í kvöld, elskan, ég er með höfuðverk Mótstaöa gegn lan Smith íhans eigin flokki Fari svó að sjórn Ians Smiths snúist gegn honum í dag, kann svo að fara að boðað verði til nýrra þingkosninga. Ian Smith forsætisráðherra Ródesíu mætir sennilega í dag fyrsta mótstöðu flokks síns, Ródesíufylkingarinnar, um 13 ára skeið. Tólf samflokksmenn hans hafa hótað að greiða at- kvæði gegn frumvarpi um fyrsta skref stjórnarinnar til að rýmka um kjör svartra og litaðra i landinu og að litaðir eigi kost á að sitja á þingi Ródesíu. Fréttamenn í Salisbury segja að ef þessir tólf þingmenn greiði atkvæði gegn tillögu Smiths og stjórnarinnar, kunni það að leiða til sérstaks flokks- fundar. Sumir spá því jafnvel að til nýrra þingkosninga kunni að koma. Forsætisráðherra Hollands: Engar sannanir fyrir þvíað Bernharð prins hafi þegið mútur frá Northrop-fyrirtækinu Forsætisráðherra Hollands, Joop Den Uyl, sagði í þingræðu í gær, að engar sannanir hefðu fundizt um, að Bernhard prins hefði þegið mútur frá Northorp flugvélafyrirtækinu. Ef ein- hverjar sannanir þess efnis kæmu fram, myndi ríkisstjórn- in stuðla að því þegar í stað, að þær væru rannsakaðar. Það vár þingmaður úr hollenzka sósíalistaflokknum, sem fór fram á að þetta mál yrði rannsakað. Sem kunnugt er flæktist prinsinn í Lockheed- mútumálið í fyrrasumar og varð að afsala sér öllum titlum og embættum vegna þess. AUKIÐ OFBELDI í SJÓNVARPSEFNI í U.S.A. — börn verða fyrir slæmum áhrif um Ofbeldi i sjónvarpsefni hefur aldrei verið meira en á síðasta ári segir í skýrslu sem banda- ríska þinginu var k.vnnt í gær. Er þá miðað við þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar í Banda- ríkjunum. Einnig kom það fram að mælzt hefðu að meðaltali 9.5 ofbeldisverknaðir á klukku- stund i bandarísku sjónvarps- efni. en það er hækkun frá fyrra meti sem var sett 1967. Dr. George Gerbner, yfir- maður fjölmiðlaskólans ' í Pennsylvaníu, staðfesti að of- beldisverkum á skerminum hefði fjölgað í 9.5 úr 8.1 1967. Hann sagði að þessi aukningu væri að finna víðast hvar í dag- skránni, jafnvel í fjölskyldu- þáttum sem gerðir eru að verulegu le.vti með börn í huga. Talsmenn skýrslunnar fullyrtu einnig að börn yrðu fyrir verulega slæmum áhrifum af því sem þau sjá í sjónvarpi. Er forstöðumenn stærstu sjón- varpsstöðvanna CBS og NBC voru beðnir að tjá sig um málið, sögðu þeir að dagskráin væri ávallt undir eftirliti af þeirra hálfu, en þeir miðuðu að því að minnka ofbeldi í sjónvarps- myndum sínum. Hins vegar sögðu þeir að stundum væri nauðsynlegt að sýna ofbeldi, ef það væri í beinu samhengi við annað myndefni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.