Dagblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
Maier helt marki sinu hreinu hjá Bayern Muncnen í gærkvöld — en hins vegar tókst honum ekki að
verja á myndinni hér að ofan. Það var á dögunum, þegar Frakkar sigruðu vestur-þýzku heimsmeistarana
1-0 í París.
Körfuknattleiksdeild Fram varð mjög sigursæl á Reykjavíkurmðtinu. Fram sigraði bæði í 2. og 3. flokki karla—og í minniboltanum urðu
strákarnir hér að ofan Reykjavíkurmeistarar. Þeir heita — talið frá vinstri: Lárus Guðbjartsson. Daníel Helgason. Friðrik Friðriksson,
Steinn Guðjónsson, fyririiði, Sigursteinn Tómasson og Eggert Ketilsson, þjálfari Fram. Fremri röð frá vinstri: Jón Júliusson.
Þorsteinn Guðmundsson, Grímur Hjartarson, Lárus Hjartarson og Kristinn Jónsson. DB-mynd Bjarnieifur.
St. Etienne, Frakklandi, sem
lék til úrslita gegn Bayern í fyrra,
sigraði Liverpool að viðstöddum
28 þúsund áhorfendum í St.
Etienne. Liverpool, sem lék án
Kevin Keegan, var óheppið að
tapa leiknum. Fékk betri tæki-
færi og Heighway átti stangar-
skot. En á 80. mín. skoraði Bathe-
nay eftir hornspyrnu og það var
eina mark leiksins.
Fjórði leikurinn í Evrópubik-
arnum var í Zurich. Þar sigraði
Zurich Dynamo Dresden, A-
Þýzkalandi, 2-1. Áhorfendur 19
þúsund. Cucinotta og Risi
skoruðu fyrir Zurich, Kreishe
fyrir Dresden-liðið.
4 leikir
í kvöld
Keppni í milliriólunum í B-
keppninni í Austurríki lýkur í
kvöld. Þá keppa Búlgaría og
Frakkland, síðan Svíþjóð-
Tékkóslóvakía í A-riðlinum í Vín-
arborg. Svíum nægir jafntefli til
að ná því að keppa um efsta sæti í
B-keppninni á sunnudag. Þá
nægir Frakklandi jafntefli til að
komast í lokakeppni HM í Dan-
mörku.
Í B-riðlinuin í Linz verða einn-
ig tveir leikir. ísland leikur við
Ilolland, síðan Austur-Þýzkaland
og Spánn. Sigur gcgn Hollandi
ætti að tr.vggja íslenzka liðinu
rétt til að keppa um 3ja sætið á
laugardag í B-keppninni, því
ákaflega litlar líkur eru taldar á
því, að Spánverjar geti unnið
Aust ur-Þj óðver j a.
TveirVík-
ingar austur
Tveir af meistaraflokksmönn-
um Víkings undanfarin sumur
munu ekki leika með Víking í
sumar. Adolf Guðmundsson
verður þjálfari á Austfjörðum —
annaðhvort Seyðisfirði eða á
Vopnafirði. Þá mun Þórhallur
Jónasson starfa á Neskaupstað og
mun leika mert Þrótti þar.
Óskabyrjun
hjá QPR
QPR fékk lieldur betur óska-
start gegn gríska lirtinu AEK í
UEFA-keppninni i gær. Eftir 11
min. stórt 2-0 fyrir QPR og Garry
Francis skoraði bæði mörkin úr
vítaspyrnum, sem danski dómar-
inn dæmdi á AEK. Fyrst var Stan
Bowies felldur innan vítateigs —
síðan Don Givens. Fvrir leikhléið
skoraði Bowles 3ja mark QPR, en
fleiri urrtu 'mörkin. Það var 11.
mark Bowles í Evrópukeppninni
— met. QPR ætti nú að hafa góða
möguieika til að sigra AKE í
keppninni. en gríska liðið hefur
komirt þar mjög á óvart. Slegið
Derby, Dynamo Moskvu og Rauðu
stjörnuna, Belgrad. út.
Önnur úrslit i UEFA-keppninni
i gær.
í Bilbáo: Atletico Bilbao —
Barcelona 2-1. Ahorfendur 65
þúsund. Churruca og Ruiz
skoruðu fyrir Bilbao, en Asensi
fvrir Barcelona.
í Magdeburg: Magdeburg, A-
Þýzkalandi. — Juventus. italíu.
1-3. Áhorfendur 32 þús. Joachim
Streich skorarti fyrir Magdeburg,
En Cuccureddu. Benetti og
Boninsegna fyrir Juventus. Þá
gerrtu Fejenoord og Molenbeek,
Belgíu. jafntefli i Rotterdam 0-0
og var belgíska liðirt lengstum
sterkari aðilinn í íeiknum.
Evrópumeistarar Bayern
eru í hættu gegn Dynamo
— eftir minnsta sigur á Olympíuleikvanginum í Miinchen í gær
Bayern Miinchen, sem stefnir
að fjórða sigri sínum í röð í
Evrópubikarnum í knattspyrnu,
vann sigur á Dynamo Kiev á
Olympiuleikvanginum í Munch-
en í gær. Það var fyrri
leikur liðanna í átta-liða úr-
slitum, en þrátt fyrir talsverða
yfirburði í leik sigraði Bayern
ekki nema með 1-0. Það kann að
reynast lítið veganesti, þegar
liðin leika að nýju í Kænugarði í
tJkraníu eftir hálfan mánuð.
Rainer Kuenkel, sem leikur í
stað Gerd Miiller, skoraði eina
marks leiksins á 43. mín. til mik-
illar ánægju fyrir 74 þúsund
áhorfendur. Þeir bjuggust við
fleiri mörkum, en það var ekki
raunin þó svo Franz Beckenbauer
léki sóknarframvörð nær allan
timann. Þung pressa Bayern var
einstaka sinnum rofin með
skyndisóknum Dynamo, en mark
Bayern komst varla í hættu.
Liðin voru þannig skipuð:
Bayern Maier, Andersson
Schwarzenbeck, Beckenbauer,
Gruber, Roth (Weissl 83 mín.),
Torstensson, Kappellmann,
Rummenigge, Kuenkel, Hoeness
(Oenal 83 mín.). Dynamo.
Rudakov, Konkov, Reshko,
Femenko, Mativienko, Troshkin,
Slobodian (Muntyan 83 mín.),
Beresznay, Suvev, Buriak og
Blohkin.
Borussia Mönchengladbach lék
við Brugge í Dusseldorf og þar
voru áhorfendur 65 þúsund.
Brugge, drifið áfram af Roger
David (áður Derby) komst í 2-0
með mörkum Cools og Courant,
en Kulik tókst að skora eitt mark
fyrir Borussia. Staðan í hálfleik
1-2. t síðari hálfleiknum jafnaði
Alan Simonsen fyrir Borussia —
en þýzku meistararnir eiga
erfiðan leik framundan í Brugge
16. marz.
íþróttir