Dagblaðið - 03.03.1977, Síða 15

Dagblaðið - 03.03.1977, Síða 15
l'ACBLAÐIÐ. FIMMTUDACUK :i. MARZ 197: Ráðstefnumi sem talandi er Úlfurinn bjargaði veiðimanninum Þetta er líkan af ráóstefnu- miðstöð sem byggja á í Berlín en bvggingarframkvæmdir eru þegar hafnar. Byggingin verður 88.000 fermetrar að stærð og gert er ráð f.vrir að henni verði lokið í apríl 1979. Ráðstefnumiðstöðin .verður 320 metrar á lengd og 80 metrar á breidd. t stærsta fundarsaln- um verður rúm fyrir fimrn þús- und manns i sæti. Þar að auki vet'ða áttatíu aðrir fundarsalir í miðstöðinni. Utbúnaður verður fyrir hendi þannig að hægt verði að túlka á átta tungumál samtímis og á boðstólum verður öll sú fullkomnasta aðstaða sem hægt er að hugsa sér fyrir ráðstefnur og fundi. Miðstöð þessi mun tryggja að Berlín verður ein af tíu borgum heims, sem bjóða upp á bezta þjónustu fyrir ráðstefnur og hvers konar fundarhöld. Rússneskur veiðimaður. Nikolai Bulko, var á gangi í sköginum í grennd við veiðistöð í Hvíta-Rússlandi. Allt I einu stökk gaupa upp á bak Nikolais. Náði hann rétt að hrópa: „Busjui, komdu hingað.“ Og síðan leið yfir hann. Þegar hann rankaði við sér lá gaupan dauð við hlið hans og skammt frá illa særður úlfur. Nikolai gat með erfiðismunum komið úlfinum að mótorhjóli sfnu sem hann hafði skilið eftir i skógarjaðrinum. Hann fór með úlfinn á dýraspítalann og sjálfur til læknis. Þetta var enginn venjulegur skógarúlfur, sem þarna kom við sögu og bjargaði veiðimannin- um." Nikolai hafði veitt úlfa fyrir sex árum og í hópi sex yrðlinga, sem hann veiddi fyrir dýragarð var lítill yrölingur sem Nikolai hélt eftir, ól hann upp og kallaði Busjui. (APN). Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Árangursríkar til- raunir með getnaðar- vamir fyrir karia Konur vantrúaðar á að karlar passi nágu vel upp á íþróttamynd ársins í Bandarískir vísindamenn hafa nú „fundið upp“ getnaðar- varnarlyf fyrir karlmenn og vantar aðeins leyfi viðkomandi yfirvalda til þess að hægt sé að koma því á markaðinn. Þetta er karl-hormóninn testosterone og fyrirfinnst hann í meðalaskáp flestra lækna. „Það er ekki nokkur vafi á því að meðalið dugar,“ sagði dr. Emil Steinberger prófessor við læknaskóla i Houston í Texas. „Eins og stendur höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að éinhverjar óæskilegar hliðar- verkanir hljótist af þessu lyfi." Heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum vilja fá betri og ná- kvæmari sannanir fyrir skaðleysi lyfsins áður en leyfi verður gefið til þess að setja það á almennan markað. Testosteron er náttúrlegt efni sem stöðvar sæðisfram- leiðslu karla ef því er dælt í blóðið á tólf daga fresti. Dr. Steinberger og samstarfs- menn hans hafa re.vnt lyfið á tuttugu mönnum og komizt að raun um að það ber tilætlaðan árangur. Ekki aðeins að sæðisfram- leiðsla mannanna hætti, þannig að þeir verða gjörsamlega ófrjóir, heldur urðu þeir ekki fyrir neinum líkamlegum eða andlegum óþægindunt, — og þeir héldu óskertri kynhvöt. Skömmu eftir að „tilrauna- mennirnir" hættu að fá testosteron sprauturnar urðu þeir frjóir á nýjan leik. Dr. Steinberger vinnuf einnig að tilraunum á því hvorf hægt sé að taka þennan honnón í pilluformi. Þeir sem eru á móti þessari notkun á karlhormóninum hafa bent á að langvarandi notkun á honum geti aukið líkurnar á því að karlar fái krabbamein i blöðruhálskirtilínn. Þessu mótmælir dr. Stein-' berger harðlega því hann beld- ur þvl frant að ekki þurfi að gefa nema lítið af testosteroni til þess að ná góðum árangri. Annar bandariskur prófessor tók í santa streng og dr. Stein- berger. dr. Fawcett frá Harward-háskóla. Hann segir að ef testosteron harmón er notaður í of stórum skiimmtuin geti hann orsákað lifrar- skemntdir eða blööruháls- kirtils sjúkdóma. Sé efnið hins vegar notað í eins litlum niæfi og nauðsynlegt er til getnaðar- varna sé það alveg skaójaust. Konur sem spurðar hafa verið álits á þessu máli hafa látió I ljósi efasemdir um að karlar gættu þess nógu vel að taka getnaðarvarnarlyf á rétt- ttm tíma, jafnvel þótt slíkt yrði á boðstólum. Dr. Elizabeth Conell, hjá Roekefeller stofnuninni, sem þekkt er fyrir rannsóknir sínar á sviði getnaðarvarna, segir að þetta muni ekki leysa allan vandann. „Frá sjónarhóli konunnar verður það alla tíð mjög erfitt að tre.vsta því að karlmaðurinn sjái um þá hliðina sem að getnaðarvörnum snýr, nema samband hennar við manninn sé mjög náið og traust. Við meg- um ekki gle.vma því að það eru þó konurnar, sem enn ganga með og fæða börnin," segir hún. Dr. Steinberger er dálítið bjartsýnni: „Mér finnst áríðandi að karl- menn taki meiri þátt í barn- eignum en hingað til hefur tíðkazt. — Þeir eiga að gera meira en að frjóvga konur sínar." Hann er á þeirri skoðun aö flestir karlmenn vildu gjarnan vera meiri þátttakendur, eins (oi; t.d. ákveða í samráði við konur sínar hvort þau skuli • ígriast barn, en ekki láta kon- una eina um þá ákvörðun. A vesturströnd Banda- rík.janna vinnur dr. Paulsen proféssor við læknaskólann i Scattle að því að finna . ‘t naðarvarnir fyrir karla. Ilann hefur framleitt pillu er nefnist Danazol og skal hún tekin daglega. En einnig er náuðsynlegt að fá testosteron sprautu mánaðarlega. Danazolið stöóvar sæðis- myndun en mánaðarlega sprautan viðheldur kynget- úrinL Danazolið hefur hins vegar ekki revrizt mjög vel. þvi 20% af þeim sem l.vfið var prófað á revndust framleiða sæði eftir sem áður. Þýtt og endursagt A.B.j. Þýzkalandi Arlega hafa íþróttafréttamenn það fyrir sið að kjósa iþróttamynd ársins. Þýzkir íþróttafréttamenn skipuðu fimm manna dómnefnd undir forsæti Willi Daume, sem er formaður þýzku Olympíunefnd- arinnar. Hafa dómararnir nýlega kveðið upp þann úrskurð að þetta sé iþróttamvnd ársins 1976. Myndin var tekin af Jochen Steliwaag, ljósmyndara frá Stutt- gart. í sigUngakeppriinni i Kingston í Kanada á síðustu Ol.vpipíu- leikum. Stellwaag kallaði þessa niynd sína: „Varaðu þig, við fljúgum!“

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.