Dagblaðið - 25.03.1977, Side 28

Dagblaðið - 25.03.1977, Side 28
STAÐFEST —maðurinn enn íhaldi UPP, UPP, UPP — fer norðurendi Kröflustöðvar- hússins Noröurendi stöðvar- hússins við Kröflu heldur ferð sinni áfram hægt og hægt upp á við og hefur nú risið 9,3 mm. Skjálftarnir síðasta sólarhring urðu flestir síðan þessi hrina hófst eða 142 kippir þar af 19 yfir 2 á Richterskvarða. Fimm skjálftar fundust í Kröflubúðum en sá stærsti mældist 2,6 á Richter. Klukkan 8.40 í morgun höfðu mælzt 84 skjálftar frá því kl. 3 í gærdag. Útlit er því fyrir að skjálftarnir verði færri þennan sólar- hringinn. EVl Dánarorsök ungu konunnar er lézt að heimili sínu í fyrri- nótt var ekki staðfest í morgun, að sögn rannsóknarlögreglunn- ar. Réttarkrufning var gerð. Skýrsla um hana lá ekki fyrir, þegar DB spurðist fyrir um hana. Unga konan, sem lézt með svo sviplegum og hörmulegum hætti, hét Sigríður Jósteins- dóttir, f. 19. okt. 1942. og var því 34 ára að aldri, barnlaus. Eiginmaður konunnar gerði viðvart um lát hennar kl. rúm- lega 4 í fyrrinótt, aðfaranótt fimmtudagsins. Við frum- skoðun var talið að konan kynni að hafa látizt um það bil tveim til fimm klukkustundum fyrr en lögregla og læknir komu á vettvang. Áverkar voru á líkama kon- unnar, eins og DB sagði frá í gær. 1 gærmorgun reyndist erfiðleikum háð að yfirheyra eiginmann konunnar, vegna undangenginnar áfengisneyzlu. Hann er enn í haldi. í morgun hafði hann ekki verið úrskurð- aður í gæzluvarðhald. Þrír rannsóknarlögreglumenn vinna að rannsókn málsins. Þeir eru Njörður Snæhólm, Jón M. Gunnarsson og Haraldur Árnason. Einnig vinnur Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsaka- dómara, að málinu. BS/GS Sigríður Jósteinsdóttir. Upphaf ævintýraferðar Það voru kátir krakkar sem sem var að fara í söngferð tif lögðu „loft undir fót“ með flug- Færeyja. Stjórnandi kórsins, Guð- félagi Islands í gær. Það var líka mundur Norðdahl, var með í för- full ástæða fyrir þau að gleðjast inni en fararstjóri er Vilbergur en þetta var skólakór Garðabæjar Júlíusson skólastjóri. Krakkarnir eru úr Flataskóla, sem áður hét Barnaskóli Garðahrepps, og eru á aldrinum níu til þrettán ára. Á söngskránni eru bæði innlend og erlend lög. DB-mynd Sveinn Þorm. — A.Bj. Skýrsla um réttarkrufningu lá ekki fyrir ímorgun: DÁN ARORSÖK EKKI Iðnaðarráðherra á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda: IÐNAÐUR MEÐ LAKARILÁNSKJÖR EN SJÁVARÚTVEGUR 0G LANDBÚNAÐUR talsverðar úrbætur væntanlegar fár „Hvað lánskjör varðar býr iðnaðurinn við lakari lánskjör en aðrir höfuðatvinnuvegir okkar, landbúnaður og sjávar- útvegur," sagði Gunnar Thor- oddsen, iðnaðarráðherra, i ræðu á ársþingi Félags ís- lenzkra iðnrekenda í gær. Um leið gat hann þess að á vegum iðnaðarráðuneytisins væru nú starfandi tvær nefndir til að kanna þessi mál og gera tillögur til úrbóta. Þá sagði hann að í ár yrði veruleg aukning á útlánagetu fjárfestingasjóða iðnaðarins. Mest verður aukningin hjá Iðn- lánasjóði, úr 728 milljónum í fyrra í liðlega 1200 milljónir í ár. Hér skiptir máli traust eigin fjármögnun sjóðsins, að fram- lag ríkissjóðs þrefaldast á þessu ári, eða hækkar úr 50 milljón- um í 150 og að lán frá Fram- kvæmdasjóði hækkar úr 250 milljónum í 450 milljónir á þessu ári. Einnig gat hann fleiri atriða sem hann sagði til hagsbóta fyrir iðnaðiunn. -G.S. frfálst, úháð Hagblað FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Katla minnir ásig Almannavarnarráð V- Skaftfellssýslu og björg- unarsveitarmenn í Vík voru skjótir á sínar varðstöðvar í gærmorgun er vart varð jarðskjálfta í austanverðum Mýrdalsjökli. Snarpasti kippurinn mældist 4,5 stig á Riehter. Fannst hann sums staðar í Vík og á bæjum í kring. Fleiri skjálftar urðu enn minni. Veginum austur yfir Mýr- dalssand var lokað í skyndi af ótta við að nú væri Katla að vakna af nær 60 ára svefni. Skjálftavirknin stóð fram til klukkan langt geng- in eitt en féll þá með öllu niður. Björgunarsveitarmenn létu alla Víkurbúa og nær- sveitafólk vita um hættu- ástandið. Klukkan 4 var svo vegurinn austpr yfir sand opnaður á ný, en aftur lokaður í nótt i öryggisskyni. Jarðeðlisfræðingar geta engu' um spáð hvað þessi hristingur boðar en hann er sá mesti á svæðinu Síðan 1967. -ASt. Ekki bólar á vestanioðnu I morgun hafði rannsókna- skipið Árni Friðriksson ekki orðið vart við loðnu út af Vestfjörðum en skipið er nú búið að leita á allstóru svæði. Verður leit haldið áfram. Loðnubátarnir halda áfram aðfá slatta hér og slatta þar. _________ -G.S. Fimm unglingar böðuðusig ívornóttinni Fimm ungmenni stálust í sund- laugarnar í Laugardal um tvö- leytið í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn voru allir að fá sér sund- sprett í lauginni. Ungmennin höfðu gengið mjög snyrtilega um og ekki unnið nein spjöil, aðeins fengið sér sund- sprett I vornóttinni. A.Bj. Innbrotínótt _[ Sigölduvirkjun:) Gangsetning tókst með ágætum — raf magn þaðan eftir aðra helgi „Startið gekk einstaklega vel, titringsmælingar sýndu eins litinn titring og bezt verður á kosið, legur sýndu eðlilegan hita og upp úr annarri helgi ætti rafmagn að fara að berast frá vélinni," sagði Egill Skúli Ingibergsson, staðarverk- fræðingur við Sigöldu, í viðtali við DB i morgun. Nú um helgina er frihelgi, en strax eftir helgi verður farið í að ganga frá búnaði í tengslum við vélina svo sem sísegulvél, sem er stjórntæki. Skv. upphaflegri áætlun átti þessi fyrsta vél af þrem að fara í gang um áramót en eins og fram kdm í viðtali DB við Egil Skúla fyrir tæpum mánuði stafa þessar tafir af því að frágangur vélabúnaðarins var með nokkuð öðrum hætti en búizt hafði verið við. Seinkaði það vinnu og kostaði meiri mannskap. Þessi fyrsta vél, eða túrbína, á að geta framleitt 51,5 mega- vött. Til samanburðar á Kröflu- virkjun að geta skilað hámark um 70 megavöttum. Fvrst um sinn er reiknað með að hún l'ramleiði um 40 megavött, þar sem ekki er komin full vants- hæð í uppistöðulón virkjunar- innar og þar með ekki fullur þrýstingur. Egill Skúli sagði að vinna við vél nr. 2, mundi taka mun skemmri tíma en við fyrstu vélina, endá væru allir helztu annmarkar komnir í ljós. Bjóst hann við að hún kæmist i gagnið með haustinu en unnið er að nákvæmri áætlun um það. — mikill drykkjuskapur íborginni I nótt var brotizt inn í kjallara- íbúð í vesturbænum og þaðan stolið talsverðum verðmætum. Þá var brotizt inn hjá SÍS á Kirkjusandi og þaðan stolið kindakjöti. Var það um miðnætt- ið. Skömmu síðar náðust kjöt- þjófarnir með þýfið, en þarna reyndust vera tveir menn að verki sem lögreglan hefur oft áður haft afskipti af. Samkvæmt upplýsjngum Einars Bjarnasonar varðstjóra var talsvert um drykkjuskap í borginni í nótt, sérstaklega miðað við að ekki var helgi, þótt ekki hefðu orðið neinar óspektir vegna ölvunarinnar. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.