Dagblaðið - 31.03.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977.
Ó// blaðasali, vænd-
iskonur og fisksalar
Frissi í Freiburg skrifar:
Tveir fullorðnir menn, einn
fisksali og svo einhver annar,
hafa lagt sig niður við að skrifa
um starfsemi Óla blaðasala á
horninu við Reykjavíkur
Apðtek. Báðir komast að þeirri
niðurstöðu að Óli neyti afls-
munar til verndar umráðasvæði
sinu og eins að hann ætti að fá
sér „mannsæmandi“ vinnu eða
eins og fisksalinn orðar það
„fara í eyrarvinnu eins og hver
annar".
Sá blaðsöluháttur, sem enn
er við lýði í Reykjavík, er
orðinn næsta sjaldgæfur í borg-
um Evrópu. Gefur hann okkar
annars litdaufa götulífi i
Reykjavík ómissandi blæ, auk
þess sem unglingarnir fá marg-
ir hverjir sín fyrstu kynni af
lífsbaráttunni í kapitalísku
þjóðfélagi. Erlendis þekkist
slík næsta óvernduð götusölu-
mennska aðallega í tveimur at-
vinnugreinum, blaðsölu og í
elztu atvinnugreininni, vændi,
— læt ég hér ósagt hvort sú
atvinnugrein sé mannsæmandi
eður ei.
Við skulum gera ráð fyrir því
að annar ,,skríbentinn“ hafi
mannsæmandi starf, með
mannsæmandi hvítan flibba og
mannsæmandi stimpil í hendi
og snúum okkur að starfi fisk-
salans og Óla.
Enginn munur er á sölustarfi
Óla og fisksalans. Fisksalinn
gat notað eyrinn, sem hann
vann sér inn á eyrinni, ásamt
því að verða þar að manni, til
þess að fá sér þak yfir höfuðið
og söluvarning sinn. Auk þess
kaupir hann tryggingu til
verndar sjoppu sinni, m.a. með
því að ganga í stéttarfélag.
Dagblöðin tíu notar hann nú
sem umbúðapappír. Fisksalinn
yrði sennilega ekkert hress ef
einhver grásleppukarlinn stað-
setti kerru sína beint fyrir
framan fiskbúðina, s.s. á hans
umráðasvæði. Fisksalinn kallar
á lögregluna. Vændiskonan
kallar á melludólginn og Óli
kallar, já, í hvern á Óli að
kalla? Það er munur að vera
maður með þak yfir höfuðið og
verndara við hlið sér, eða þá
vændiskona með sterka menn
sér til varnar.
Ég seldi blöð á götum Reykja-
víkur um líkt leyti og fisksal-
Eygi ekki f rum-
leikann í Morðsögu
— á þetta skilið styrk úr sjöðum hins
almenna borgara?
Einar Guðmundsson skrifar:
Myndin „Morðsaga" hefur
vérið með fádæmum vel aug-
lýst, enda von því hér er á ferð-
inni fyrsta íslenzka kvikmynd-
in í mörg ár. Mikið hefur verið
rætt um nauðsyn þess að koma
á fót íslenzkum kvikmyndaiðn-
aði, eða eins og maður nokkur
skrifaði í Mbl. „yfirvöldin
verða líka að hugsa um andlegu
fæðuna handa landsmönnum".
Það er nauðsynlegt að styrkja
íslenzkan kvikmyndaiðnað fjár-
hagslega og skilst mér að það
hafi verið gert (1 milljón) í
þessu tilfelli.
Hvers vegna þarf kvikmynd
að vera íslenzk? 1 öllu þessu
flóði missjúkra erlendra mynda
kemur loksins ein íslenzk
mynd. En til hvers?
„Jú, blessaður maður þetta
er alislenzk mynd, með íslenzku
tali, íslenzk hús og kvenfólkið
maður, ekki má gleyma því.
Týpískar íslenzkar aðstæður
með hrauni og viðeigandi. Og
þráðurinn maður; enginn smá
þráður."
Myndin virðist mér eiga að
sýna islenzkt fjölskyldulíf sem
er í rúst. Slík hjónabönd eru
víst á hverju strái hérlendis.
Gott og vel. En sökkvum okkur
eilítið dýpra í þessa ádeilu og
hverju við fáum að kynnast.
Lífið á þessu ömurlega/-
glæsilega heimili snýst allt um
rassinn á hálfsturluðum karl-
fausk sem er að drepast úr
sjálfselsku og öðrum skyldum
kvillum. Kvenpeningurinn á
heimilinu er gjörsamlega
niðurbældur og veit maður fátt
um þeirra eiginleika nema þá
umburðarlyndi þeirra beggja
svo og kynlífsdrauma hinnar
langsoltnu eiginkonu.
Ef tekiö er saman hvað gerist
í myndinni er æði oft vikið að
kynlífi. Fæstar eru senurnar þó
mjög grófar en áhorfendum
gefinn kostur á að nota ímynd-
unaraflið þeim niun meira.
Senur á milli kynlífsatriðanna,
virkuöu á mig"Sem hrein upp-
fyllingaratriöi því þær enduðu
allar í einhvers konar kynlifi
eða hugleiðingum um slíkt. Að
sjálfsögðu á þetta ekki við um
lokaatriöiö sem er útför kúgar-
ans sjálfs en sú sena kemur
skemmtilega á óvart að opnum
dyrum eftir nýafstaðið Geir-
finnsmál.
Að sjálfsögðu er morð í
myndinni og auðvitað einnig
nauðgun. Það þykir ekki „þrjú-
bíó"-hæf mynd í dag nema 1—2
nauðganir eigi sér stað annað
slagið svona rétt til að hressa
móralinn. Morðið í myndinni er
hressilega ógeðslegt en þó held
ég að það séu ekki nema í mesta
lagi börnin sem ennþá hafa
gaman af morðum. Æ þetta er
svo hversdagslegt með öll þessi
morð.
Nei, i alvöru talað Reynir
Oddsson. Þessi fögnuður/-
(ófögnuður) fæddist í hugskoti
þínu. Guð og geðlæknar séu þér
næstir. Til hvers? spyr ég einu
sinni enn. Varla er það gróðinn
sbr. dagblöðin. Einhver útrás
eða upphefð fyrir þig og
sköpunargáfu þina? Reyndu að
prófa vatnsliti eða útsaum
frekar en þessar • ógeðslegu
mannlífssenur sem þú hugsar
út. Og enn spyr ég: Hvaða
menningarlegt, andlegt.og þjóð-
félagslegt gildi hefur það að
taka kvikm.vnd sem gæti þess
vegna verið samsett úr nokkr-
um erlendum hallærismyndum
sem hér hafa gengið. Skella
síðan íslenzku tali á allan
ófögnuðinn og segja: Þetta á
skilið styrk úr sjóðum hins al-
menna borgara, því þetta er
framtak öllum til góðs. Skiptir
engu máli hvers konar ómynd
er verið að framleiða? Næstum
nákvæmlega þessa mynd hef ég
verið að horfa á í erlendum
útgáfum í mörg ár. Það er sama
skítalyktin af flestum myndum
sem sýndar eru í dag.
Annars á ég kannski bara
eitthvað bágt, a.m.k. hlýt ég að
fylgjast illa með tíðarandanum,
þó aðeins tvítugur sé. Ég eygi
bara því miður ekki frumleik-
ann í myndinni.
Raddir
lesenda
inn. Þetta var góð reynsla, ég
var sjálfstæður, gat boðið mér í
þrjúbíó og upp á ís. Ein
skemmtunin var sú að hrekkja
uppstökka manninn við Reykja-
víkur Apótek. Við vissum að
þetta var hans umráðasvæði og
að blaðasala var hans eina „lifi-
brauð" en vissum líka að hann
gat ekki hlaupið hratt með öll
þessi blöð í fanginu og langræk-
inn var hann ekki. Ef hann páði
til að dangla í okkur, þá var
okkur sjálfum um að kenna,
okkar heimska.
Fólk sem á leið um hornið við
Reykjavíkur Apótek ætti að
hjálpa Óla blaðasala í hans
sjálfsbjargarviðleitni með því
að stugga þessum tillitslausu
smáormum og óvitum frá
honum og hans atvinnu. Megi
okkar litrika persóna, Óli blaða-
sali, skreyta horn Austur-
strætis og Pósthússtrætis um ár
og síð.
Umsjön: JFM
Ungur, reglusamur maður
óskar eftir atvinnu. Hefur
bíl til umráða. Getur unnið
part úr degi allan daginn
eða eftir samkomulagi. Er
vanur verðútreikningum,
tollskýrslum, innheimtu og
bókhaldi. Get tekið vörur í
umboðssölu. Uppl. í síma
12850.
28644 EW.U-M 28645
Fasteignasalan sem er íyðar þjónustu.
Spararhvorki tána né fyrirhöfn við að
veitayðursem bezta þjónustu
Seljavegur
2ja herb. 65 fm ibúð á fyrstu
hæð, öll nýstandsett, auka-
herb. í kjallara. Verð 6 millj-
ónir, útb. 4 milljónir.
Suðurvangur, Hf.
3ja herb. 100 ferm. íbúð á 1.
hæð í blokk, þvottahús í
íbúðinni.
Krummahólar
2ja herb. 55 ferm. ibúð á 5.
hæð í háhýsi frábært útsýni.
Skipti á stærri eign æskileg.
Verð 6 millj. útb.4 til 4,5
milij.
Hraunbœr
4ra herb. 110 ferm. á 1. hæð
í blokk, mikið skáparými,
teppi á gólfum verð 10,5
millj., útb. 7,5 millj.
Leirubakki.
3ja herb. 90 ferm. ibúð á 1.
hæð í blokk. aukaherb. í
kjallara, þvottahús í
ibúðinni, teppi á gólfum,
falleg i!)úð. Verð 8,5 til 9
millj.
Hóagerði
endaraðhús sem var að
koma í sölu, stærð 2x87
ferm, 4 herb. 2 samliggjandi
stofur.
Einarsnes
4ra herb. 100 fm timburhús’
á steyptum grunni, stór og
mikil eignarlóð.
Innri-Njarðvík,
Njarðvíkurbraut
einbýlishús, 158 ferm á 800
ferm eignarlóð, húsið er
ekki alveg fullklárað, bíl-
skúrsréttur. Verð 14 millj.
Hella, Rangórvöllum
Drafnarsandur
fokhelt einbýlishús, stærð
135 férm. Verð 3 til 3,5 millj.
Hveragerði,
Kambahraun
einbýlishús, 150 ferm, ásamt
50 ferm bílskúr, 3 herb.. 2
stofur. V'erð 12,5 millj.
Höfum kaupanda að 4ra—5 herb. ibúð í
vesturborginni.
Okkur vantar allar tegundir eigna á skrá
ft£df6p fasteignasala Solumaður
ÖEdugötu 8 Fmnur Karlsbon heimasimi 434 70
símar: 28644 : 28645 ValgarÖuf Sigufdsson logff ,
Spurning
dagsins
Tekurðu mikið af
Ijósmyndum?
Gunnhitdur Jónsdóttir hús
móðir: Bara við sérstök tækifæri.
Það er alltof dýrt að taka myndir,
sérstaklega litmyndir, en það er
skemmtileg iðja.
Björn Jónsson laganemi: Nei,
það geri ég ekki. Þó á ég tvær
myndavélar, meira að segja
japanskar. Sennilega skortir mig
áhuga til að sinna ljósmyndun.
Henrik Thorarensen fv. staris-
maður i Útvegsbankanum: Ékki
lengur. Ég tók mikið af myndum
þangað til þeir stáiu af mér
-myndavélinni. Þetta var fín vél
sem ég keypti á 27 krónur
sænskar og ég náði oft ágætum
myndum á hana.
Jón K. Sæmundsson ljósmynd-
ari: Allan daginn, alla daga. Ég
rek nefnilega ljósmyndastofu i
miðbænum.
Heigi Skúlason leikari: Ekki
svona „maniskt" eins og sumir.
Ég bregð þessu fyrir mig einstaka
sinnum við sérstök tækifæri.
Jon Wathne verzlunarmaður:
Nei, ég er nú alveg hættur því í
bili. Ég á enga myndavél eins og
er, en mála bara myndir í staðinn.