Dagblaðið - 31.03.1977, Side 6

Dagblaðið - 31.03.1977, Side 6
b DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. (FlugslysiðáTenerife ) * Flugumferðarstjóramir ræktu starf sitt vei samtöl fóru fram á góðri ensku—báðir höfðu mennirnir allan hugann við starfsitt Flugumferðarstjórarnir tveir, sem voru á vakt á sunnu- dagskvöldið þegar Boeing 747 þoturnar tvær rákust saman a Tenerife, voru yfirheyrðir í gærkvöld. Eftir áreiðanlegum heimildum að dæma fóru mennirnir tveir í hvívetna eftir alþjóðareglum og ræktu starf sitt óaðfinnanlega. Það eru bandarískir og holl- enzkir sérfræðingar sem rann- saka orsakir þessa flugslyss, sem er hið mesta, sem orðið hefur síðan flugvélasmíði hófst. Er könnuð voru samtöl flugturnsins við þoturnar tvær kom í ljós að þau fóru fram á góðri og vel skiljanlegri ensku. Flugumferðarstjórarnir stað- hæfðu báðir að þeir hefðu haft allan hugann við starf sitt allar níu mínúturnar sem liðu á undan flugslysinu. Þrír af fjór- um flugritum þotanna voru sendir í nótt með flugvél til Bandaríkjanna þar sem þeir verða rannsakaðir nákvæm- lega. Fjórði flugritinn, sem var í KLM-þotunni hollensku, finnst ekki. Alls lifir nú 71 maður eftir flugslysið. Allt þetta fólk var í bandarísku Pan Am- flugvélinni 55 voru fluttir heim til Bandaríkjanna í gær með ,,Starlifter“, — fljúgandi sjúkrahúsi. Einn hinna slösuðu lézt í þeim flutningum. Margir voru svo illa farnir aö þeim var þegar í stað komið á sjúkrahús )» Dagblöð í Hollandi slógu flug- slysinu upp á forsíðum með sínu stærsta letri á mánudags- morguninn, eins og reyndar dagblöð um viða veröld. er flugvélin lenti í New Jersey. Þeir sem voru í betra ásigkomu- lagi voru fluttir til Texas og Kaliforníu. — Lík hollenzku farþeganna verða flutt til síns heima á föstudag eða laugar- dag. Um það bil 2.000 manns . mættu i gær til minningarguðs- þjónustu um þá sem fórust í La Laguna dómkirkjunni á Tenerife, skammt frá Los Rodeos-flugvellinum þar sem slysið átti sér stað. SS! Tussen 560en óOOdoden W ZWAARSTE LUCHTRAMP S'T.r" iioumjí | Cruijffweer g Sfíici 'L J .JtuitlmV onbetwiste f' bbSöTí M KI.M en I leider h. leYolk*L1.a»t LJ JEPPAEIGENDUR ^ „DE RIJ.N" TELDE 249 IN/ITTENDEN |' Botsing KLM en Panam Sparið bensín og minnkið slit með Warn framdrifslokum. Warn framdrifslokur fóst í eftirtaldar bifreiðir: Land Rover Willy’s Wagoneer Ford Bronco Scout Willy’s jeppa Blazer og flestar gerðir af pick-up bifreiðum með fjórhjóladrifi. Amerísk bif reiðalökk Þrjár línur íöllum litum Mobil Synthetic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Lacquer Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Einnigöll undirefni, málningasíur, vatnspappír Hrafn Jónsson & Co. Brautarholti 22. Sími 22255. vergt zeker 560 levens PÁHAHTOESTt RAMTKLMMACHIHE OP TENERIFE lUMBO'S B0TSTEN: L 2 EKER 570 D0DEN rs 7 L V aai'mii/rt.NKmfK, tnswiKW jjéégjt. Teltpaií Mitaj Sanjay sagði afsér Sanjay Gandhi, hinn umdeildi sonur Indiru Gandhi, sagði í gær lausu embætti sínu sem hann hafði fengið í valdatíð Kongress- flokksins. Hann hafði umsjón með vönunarherferð stjórnarinn- ar, svo og hreinsunum fátækra- hverfa auk annarra embætta. Forseti Kongressflokksins, Kant Barooah, tók lausnarbeiðni Sanjays til greina. Hann liggur sjálfur undir ámæli fyrir að hafa ekki þegar sagt af sér eftir að Kongressflokkurinn galt afhroð í kosningunum i siðustu viku. Sanjay Gandhi bauð sig fram í kosningunum en kolféll fyrir and- stæðingi sínum. Hann segist nú draga sig til baka frá stjórnmál- um fyrir fullt og allt, — Orðróm- ur var uppi um að hefði Sanjay ekki sagt af sér hefði honum verið vikið frá embættum sínum. Sanjay Gandhi á kosningafundi i kjördæmi sínu. Hann tapaði með miklum mun fyrir andstæðingi sínum og hefur dregið sig að fullu og öllu út úr indverskum stjórnmálum. Talið var að Indira Gandln hefði ætlað Sanjay, sem er þritugur að aldri, stóran hlut í indverskum stjórnmálum í fram- tíðinni. — jafnvel að verða eftir- maður hennar. Frami hans í Kongressflokknum þótti með ólik- indum hraður eftir að hann gekk i unglingafylkingu hans, — sér í lagi er neyðarástandslög móður hans gengu í gildi. Þau bönnuðu einnig að nokkur gagnrýndi hann eða verk hans. Billy Carter ásamt Jimmy bróður sínum. Billy verður nú að forða sér frá Plains til að losna við ágang ferða- manna. Forseta- bróðirínn forðarsér frá Plains Billy Carter, bróðir Bandaríkjaforsetans, neyð- ist til að flytja frá heimabæ sínum Plains í Georgia. Ástæðan er sú að hann og kona hans hafa engan frið fyrir ferðamönnum- sem banka upp á og verða að berja augum sjálfan bróður forsetans. Fjölskyldan hefur því ákveðið að færa sig um set sem svarar 30 kílómetrum frá Plains, þar eð betra næði gefst þar. Billy Carter er nú staddur í Nashville í Tennessee. Fyrr í vikunni hélt hann erindi á ráðstefnu þar. — Erindið fjallaði um hvernig forseti getur um- snúið gersamlega einum smábæ. Hann sagði um flutninga sína frá Plains að erfitt yrði fyrir ferðamenn að komast til nýja heimilis- ins. Sybil kona Billys lýsti ástandinu þannig fyrir blaðamönnum: „Á laugar- dögum og sunnudögum banka þrjátíu og fjörutíu manns að dyrum hjá okkur og biðja um mynd af fjöl- skyldunni eða bara eigin- handaráritun. Þannig er þetta í raun og veru alla vikuna þó að örtröðin sé minni í miðri viku en um helgar. Við verðum að fá að eiga okkar einkalíf í friði eins og annað fólk. Þess vegna ákváðum við að flytja.“ Bréfsprengja fannstípósti Carters — sprakk áður en hann veittihenni viötöku Leifar af bréfsprengju, sem árituð hafði verið til Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, fundust í póststofu Hvita húss- ins í nótt. Talsmaður öryggis- varðar forsetans sagði að sprengjan hefði sprungið ein- hvers staðar áður en hún kom inn í húsið og að hún hefði ekki verið sérlega öflug. Sprengj usérf ræði ngar lög- reglunnar i Washington voru kallaðir til og fjarlægðu þeir ’ tætlurnar af sprengjunni. — Póststofan er í skrifstofuálmu sem liggur frá sjálfu Hvíta húsinu. Lítill götuslóði skilur hana og skrifstofu forsetans að.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.