Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 5

Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977. 5 Einhver, sem hefur vantað síma, tók sig til og lét verða af því að fá sér tækið. Tók viðkomandi það ráð að ræna símanum úr kaffiskúr vörzlumanns borgarinn- ar í Selási. Þegar inn í skúrinn kom var ýmislegt annað sem var álitlegt t.d. útvarpstæki, úlpa og teppi. Innbrotsþjófurinn hafði þessa hluti á brott með sér ásamt simanum. -KP AsKriftir Afgrev&sla Auglýsdngar ÞVERHOLTI 2 »011 Skjaldhamrar slá í gegn í Bandaríkjunum aðauki Svo virðist sem páskarnir hafi ekki nægt fólki til að lyfta sér upp. Mikið var um að vera í borg- inni unt helgina og þó nokkur ölvun. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af fólki í heimahús- um. Þar kont til ryskinga milli íbúa og þurfti lögreglan að aka fólki í fangageymslur. Fyrir utan skemmtistaðina i borginni kom til slagsmála. Ráðizt var á tvo menn fyrir utan Óðal en þeir sluppu með rifin og tætt spariföt. Slegizt var fyrir utan Þórscafé og Glæsibæ. Lögreglan fjarlægði óróaseggina og fengu þeir að gista fangageymslurnar sem reyndar fylltust aðfaranótt laugardags. Lögreglan hafði afskipti af öku- mönnum sem hún taldi að hefðu setzt undir stýri helzt til hressir. -KP Stal síma Um miðjan marz sl. var leikrit .Jónasar Árnasonar, Skjaldhamr- ar, sýnt í Midland í Ohio í Banda- rikjunum. DB hefur borizt úr- klippa úr Midland Reporter Tele- graph þar sem mjög lofsamlegum orðum er farið um sýninguna, bæði leikritið, frammistöðu leik- aranna og höfundinn sjálfan. Eftir að greinarhöfundur hvet- ur lesendur sína til þess að drífa sig i leikhúsið til þess að sjá góða leiksýningu segir hann ma. að Skjaldhantrar sé bæði viðfelldinn og skemmtilegur leikur í einfald- leik sínum. Þetta sé ekki þungt og þrúgandi leikrit eins og verk hinna þekktustu norrænu leik- ritahöfunda eins og Strindbergs og Ibsens. Leikritið risti dýpra en virðist við fyrstu sýn. Greinarhöfundur telur að Jónasi hafi tekizt einstak- lega vel að lýsa dæmigerðum ís- lendingi, sem sé bæði stoltur og sjálfstæður. Þá lýkur greinarhöfundur, Rog- er Southall, miklu lofsorði á frammistöðu hinna bandarísku leikara og segir að sýningin hefði eflaust ekki skilað sér jafnvel ef ekki hefði verið valinn maður í hverju rúmi. Greinarhöfundur segir að Skjaldhamrar sé mjög hnyttið leikrit, fyndið á stundum og sunt- ir kaflarnir sé sprenghlægilegir. Þrátt fyrir það sé þráðurinn í Eftir helgarböllin: Rifin ogtætt spariföt — ogfangavist (ESl Sérverzlun með listræna húsmuni, Borgartúni 29 Ný verzlun Stólar, borð, lampar, skrautmunir og aðrir hlutir sem sameina notagildi og fegurð, teiknaðiraf heimsþekktum listamönnum. fyrsta sinn (á Islandi) sérverzlun með listræna hiísmuni, hluti sem halda gildi sínu eftir bvísem árin líða. leikritinu alvarlegs eðlis og þótt leikritið sé leikandi létt sé endir- inn á þann veg að hann veki fólk til umhugsunar. Greinarhöfundur segir að höf- undurinn, Jónas Árnason, hafi komið til Midiand í tilefni frum- sýningarinnar. Hafi höfundinum tekizt að glæða íslenzka þjóðtrú dulúð og hafi þetta vakið áhuga greinarhöfundar á íbúum þessa fjarlæga eylands norður við heim- skautsbaug. A.Bj. Úr leiksýningunni í Midland i Ohio. Talið frá vinstri Nikki, Randy Hicks, Katrín, Coiia Morrow og majoriStone, Charl- es Dixon. — Svið&myndin var gerð veslra en Jónas Arnason sagði að hann hefði fengið leyfi Steinþórs Sigurðssonar til að senda litljósmyndir af sviðs- búnaði hans utan og hefði verið stuðzt við þær í gerð leiktjald- anna í Midland.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.