Dagblaðið - 18.04.1977, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977.
Hort — Spassky:
Spassky sigraði í
15. einvígisskákinni
—Hort féll á tíma með
unna stöðu
„Auðvitað er ég ánægð,
sagði frú Marina Spassky við
fréttamann DB, þegar hún sat
frammi á ganginum fyrir utan
keppendasalinn og spjallaði við
Högna Torfason og beið eftir
manni sínum, sigurvegaranum
í 15. einvígisskákinni.
„Ég var með betra tafl þar til
ég lék e4 í 27. leik“, sagði
Spassky, þegar hann kom fram.
„Það var ekki góður leikur
bætti hann við, „og með honum
snerist taflið mér í óhag“.
Spassky var ekki þreyttur
eftir skákina að eigin sögn, en
svo virtist sem hann væri ekki
sáttur við sjálfan sig vegna
þessa leiks.
Smyslov lék við hvern sinn
fingur og fór ekki dult með, að
hann var í sjöunda himni yfir
úrslitum skákarinnar.
Hort féll á tíma þegar
Spassky hafði leikið sinn 35.
leik og átti pa sjálfur eftir 5
mínútur. Lokastaðan var þessi
þegar klukkan féll á Hort:
1 ■am. w &
• w IP wm. i m i
W, m mm wm. ■ i® i ■
........ HP m,
A TT m i
Hf A gp ÍIH: w
• ■ 1 $>•>>}>? £ '
1 #77^ m 2 ■
Frú Marina Spassky fylgdi manni sinum tll leiks i gær og iét hann
ekki fara matarlausan i 5 klukkustunda einvfgið.
MoAal áhorfenda voru þeir, lem myndin sýnir: Oafur Einarsson stórkaupmaAur í Fasti. Róbart
Sigmundsson, framkvstj., Bergur Pálsson deildarstj., Ólafur Magnússon, fyrrum íslandmeistari i
skák, Jón Þorsteinsson, lögfraaóingur og sáttanefndarmaAur, Ellert Söivason, verslunarm. og
fyrrum knattspymustjarna í Val, og Albert GuAmundsson alþingismaAur. Auk þeirra voru meAal
annarra: Bjami GuAnason prófessor, Olafur Helgason bankastj., Magnús Gislason bifreiAarstj.,
Sigurbjöm Pétursson tannlaaknir, Magnús Kristjánsson iAnaAarm., Bjami Linnet, póstmeistari í
HafnarfirAi, Stefán Björnsson ftr., Skattstofunni, Gunnlauggr Kristjánsson, bankastj., Helgi
Snmundsson, rithöf., Kristján Benediktsson borgarftr., Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur, AAal-
steinn GuAjohnsen rafmagnsstjóri, Jakob Hafstein, framkvstj. Halldór Halldórsson blaAam. Páll
G. Jónsson stórkaupm. Polaris, Vilmundur Gylfason menntaskólakennari og blaAam.. Benedikt
GuAbjartsson, deildarstj. Rafmv. Rvikur, SigurÖu' Þ. GuAmundton læknir, DaviA Oddsson
skrifstofustj.. Haukur Már Haraldsson blaöam., Bjöm Víglundsson skákm., Stefán Reynir
Kristinsson, viAsk.fr., Baldur Pólmason, dagskrárftr., Útvarpinu, Jón Birgir Pótursson fréttastj.,
ólafur Geirsson trk -.v. Anton GuAjónsson bifr.stj., Margeir Sigurjónsson, stórkaupm.,
Steinavör, Hoskuldur SkagfjörA leikari, Ólöf Þráinsdóttir. Kristin GuAjohnsen, Aslaug Kriti'ns-
dóttir, Haukur Hnlaanon hagfr., Haraldur Blöndal lögfræAingur, Úlfar Kristmundsson verzlm,
Ólafur Orrason, viosku -vo oinhverjir séu nefndir.
Með þvi að leika drottnipgu á
g4 var Hort með unnið tafl, ef
tími hefði verið til að halda
skákinni áfram. Klukkan var
þá fallin og vinningurinn
Spasskys.
Spassky hafði hvítt. Upp kom
drottningarindverskt tafl. Stór-
meistararnir léku nokkru
hvassara en oft áður að dómi
áhorfenda. Skákin var geysi-
spennandi og fékk Spassky
fljótlega betra tafl. Eins og oft
hefur virzt áður í þessu einvigi
tók að halla nokkuð á Spassky,
þegar á leið skákina. Eins og
hann sagði sjálfur og getið er
hér að framan, var það 27.
leikurinn, sem hefði getað
orðið örlagaríkur, ef Hort hefði
leikið ögn hraðar.
Skákin tefldist annars
þannig:
1. d4 Rf 6 2. c4 —e6 3. Rf3 —b6 4. o3 —
Bb7 5. Bd3 — d5 6. 0-0 — Rd7 7. b3 —
Bo7 8 . Bb2 — 0-0 9. Rc3 — c5 10. Do2 —
Hc8 11. Hfdl — Dc7 12. Hoc1 — Hfe8 13.
C«d5 — oxd5 14. Bf5 —g6 15. Bh3 —
HcdB 16. Ro4 — Ro4 17. dxc5 — bxcS 18.
Bxd7 — Dxd7 19. Re5 — Dc7 20. f3 —
Rf6
21. Rd3 — c4 22. Rdc5 — Bc6 23. Bd4 —
Bb5 24. Df2 — Rd7 25. Rxd7 — Bxd7 26.
Rc3 — Bf5 27. o4 — dxo4 28. Rxo4 —
Bxo4 29. fxo4 — c3 30. Hfl — Bb4 31.
Bxo7 — Hd2 32. Do3 — Ho8 33. Bb6 —
Dd7 34. o4 — c2 35. BcS Svortur féll ó tímo.
Sp. 2.25
H. 2.30
Áhorfendur á Hótel Loft-
leiðum í gærkvöldi voru ekki
mikið yfir tvö hundruð, á æsi-
spennandi skák með drama-
tískum leikslokum. íslands-
meistarinn ungi, Jón L. Árna-
son, var meðal skáksýrenda.
Náði hann góðu sambandi við
áhorfendur og fórst skýringin
vel úr hendi.
Hort mætti aðeins fyrr til leiks
í gær og tendraði stóran vindil
á meðan hann beið eftir
Spassky.
Úrsiitaskákin verður tefid
næstkomandi þriðjudag á
Hótei Loftleiðum. Hún
hefst kl. 5. Hort verður
með hvítt.
Grasgarðurinn í Laugardal:
Hef ur afgreitt
fræ til gras-
garða víðs
vegar um heim
Ræktaðir hafa verið
sterkir runnar í
tilraunastöðinni, en eru
ekki komnir
íalmenna notkun
„Sérhverja nýja frætegund sem
okkur tekst að koma til teljum við
sigur í að efla gróður landsins,“
sagði Sigurður Albert Jónsson
garðyrkjumaður, stöðvarstjóri í
grasgarðinum í Laugardal.
„Við erum í tengslum við fjöld-
ann allan af erlendum grasgörð-
um og skiptumst á fræsendingum.
Við höfum afgreitt yfir þúsund
fræskammta til yfir ]80 garða víðs
vegar í heiminum,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann sýndi okkur lista frá gras-
görðum báeði í Evrópu, Kína,
Japan og Rússlandi.
„Að sjálfsögðu hafa erlendu
grasgarðarnir miklu fleiri teg-
undir á boðstólum en við en í
okkar frælista eru nú 287 tegund-
ir þar af eru 115 íslenzkar.
Við söfnum þessu fræi bæði
hér í grasgarðinum og einnig úti í
náttúrunni. Hér er um að ræða
blóm, tré og runna.
Haldin er nákvæm spjaldskrá
yfir allar plöntur sem við sáum til
og með því móti er smám saman
hægt að hafa á takteinum allar
nauðsynlegar upplýsingar sem að
haldi mega koma við ræktun jurt-
anna.
Tegundunum er síðan komið
fyrir í gróðurreitunum í garðin-
um og eru allar vel merktar til
þess að almenningur geti kynnt
sér hvernig þær líta út,“ sagði
Sigurður.
Starfsemin í rannsóknarstof-
unni er mikið þolinmæðisverk því
árangurinn af starfinu kemur í
rauninni ekki fullkomlega í ljós
fyrr en eftir nokkur ár. Sigurður
sýndi okkur fræpoka sem borizt
höfðu til stöðvarinnar daginn sem
DB kom í heimsókn og voru þeir
frá Rússlandi, Hollandi, og
tveimur stöðum í Sviss.
„Þegar við fáum fræið er því
fyrst sáð í potta. Síðan er því
dreifplantað og loks er plöntun-
um píantað í útireit og þær hafðar
undir gleri fyrsta veturinn. Síðan
eru þær hafðar i opnum reit og
vel merktar til þess að kynna þær
almenningi. Þetta getur tekið
nokkur ár.
Allt sem viðkemur hverri ein-
stakri plöntu er síðan skráð í
spjaldskrána. Hér er t.d. spjald
yfir fræ af runna frá Leningrad.
Við fengum fræið i apríl 1964. Þvi
var plantað í uppeldisreit árið
1968 en plönturnar fóru ekki út
undir bert loft fyrr en fimm árum
eftir að við fengum fræið, eða
árið 1969.
Þetta er sérstaklega sterk og
góð runnategund sem hlotið
hefur á íslenzku nafnið bergtopp-
ur. Hann getur tekið við sér um
miðjan vetur ef tíð er góð og það
gerir honum ekkert til þótt komi
hret — þá hægir hann bara á Ser.
Hér er einnig önnur runnateg-
und sem reynzt hefur alveg sér-
lega vel hér á landi. Runninn er
blendingur sem við fengum frá
Sigurður Albert Jónsson fékk
einmitt fræsendingar erlendis
frá daginn sem DB kom i heim-
sókn.
DB-mynd Bjarnleifur.
Wageningen í Hollandi en er upp-
haflega frá Ottava í Kanada. Þessi
runni er kallaður roðaber á ís-
lenzku. Við fengum fræið í maí
1964 og plöntum af því var ekki
hægt að planta út fyrr en árið
1970. Á spjaldinu stendur sú at-
hugasemd að þessi runnaplanta
standi sig mjög vel,“ sagði Sigurð-
ur.
— Hafa þessar nýju runnateg-
undir ekki verið ræktaðar til þess
að hafa á boðstólúm handa al-
menningi fyrst þær hafa reynzt
svona vel?
„Nei, garðyrkjubændurnir hafa
ekki sýnt þessum tegundum mik-
inn áhuga, enda hafa þær ekki
verið kynntar almenningi nægi-
lega vel," sagði Sigurður.
Grasgarðurinn var stofnaður á
hundrað sjötíu og fimm ára af-
mæli Reykjavíkurborgar, 18.'
ágúst 1971. í fyrstu voru plönt-
urnar tvö hundruð talsins, gjöf
frá Jóni Sigurðssyni skólastjóra
og Katrínu Viðar. Annars var það
Eiríkur Hjartarson rafvirkja-
meistari sem gróðursetti fyrstu
trén í garðinum, í kringum 1930.
Tegundirnar í grasgarðinum eru
nú hátt í þrjú þúsund.
Garðurinn er jafnan opnaður
almenningi i júníbyrjun en stund-
um fyrr ef vel vorar.
A.Bj.