Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 9

Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAC.UR 18 APRII. 1977 Barízt í Shabahéradi um helgina — fréttastofan íZaire segirhermenn frá Zaire og Marokkó standa sig betur Hermönnum frá Zaire og Marokkó tókst í sameiningu um helgina aö hrinda af sér innrás- arliði því, sem safnazt hefur saman í Shagahéraðinu í Suður- Zaire. Að sögn fréttastofu landsins börðust alls 1.500 Marokkóhermenn með stjórn- arhernum. Talsvert magn af hergögnum var gert upptækt og mannfall var nokkurt í liði uppreisnarmanna. Fréttastofan upplýsti, að uppreisnarmenn hefðu verið hraktir 20 kílómetra til baka í bardögunum. Við leit á þeim, sem féllu, fundust peningar frá Angola — örugg vísbending að sögn fréttastofunnar um að liðið kæmi frá Angola. Þá var einn uppreisnarmaður hand- tekinn. Hann verður yfir- heyrður af háttsettum manni frá höfuðborginni Kinshasa, sem var sendur til Shaba. Síðar fá fréttamenn að ræða við fang- ann. Bardagarnir nú um helgina eru þeir fyrstu síðan uppreisn- armennirnir réðúst inn í Shaba- hérað í síðasta mánuði. Forseti Zaire, Mobuto Sese Seko, lýsti yfir ánægju sinni með frammi- Ástralía: Víðtækáhríf verkfalls stöðu sinna manna og kvað nú fullsannað að innrásin hafi ver- ið gerð með vitund og vilja yfir- valda í Angola og studd með aðstoð frá Kúbu og Sovét- ríkjunum. Yfirvöld í þessum löndum þræta stöðugt fyrir að vera nokkuð við málið riðin. » Þorpið Klowezi í Shabahéraði er aðalmiðstöð kopariðnaðarins í héraðinu. Þangað eru inn- rásarmenn sagðir reyna að komast en án árangurs. A-Þjóöverjar og Kúbanir þjálfuöu innrásarliöiö fullyröirbandaríska tímaritiö Newsweek _ í nýjasta hefti fréttatima- ritsins Newsweek er fullyrt að það hafi verið kúbanskir og Austur-þýzkir ráðgjafar í Angola, sen hafi þjálfað 1.500 manna innrásarlið til að ráðast á Shabahérað í Zaire. Þessar upplýsingar, segir í ritinu, fengu bandarísku og frönsku leyniþjónusturnar nýlega uppgefnar. Franska leyniþjónustan er sögð hafa fengið nöfn 100 Austur-Þjóðverja og 150 Kúbana, sem sáu um þjálfun innrásarliðsins. Þar að auki upplýsir Newsweek, að yfirvöld í Bandaríkjunum og Frakk- landi hafði ræðzt við með leynd að undanförnu vegna ástandsins í Zaire. Erlendar fréttir ASGEiR TÖMASSON REUTER i Hugðust Ijósmynda Claudiu Cardínale en URÐU FYRIR SK0TÁRÁS Tveir' blaðaljósmyndarar, sem hugðust ná myndum af kvikmyndabombunni ítölsku, Claudiu Cardinale, í gær, fengu heldur betur óblíðar viðtökur. Það var þó ekki leikkonan sjálf, sem veitti þær viðtökur heldur gestgjafi hennar og samlandi Pasquale Squitieri leikstjóri. Hann þreif upp skammbyssu sína og skaut á ljósmyndarana. Þeir flúðu skelfingu lostnir í gamla Fíatnum sín- um en óður af bræði elti Squitieri þá í sportbíl og ók nokkrum sinnum á Fíatinn, að sögn ljósmyndaranna. Þeir kærðu leikstjórann til lögreglunnar. Við leit í bíl hans fannst ein skammbyssa og önnur á heimili hans. Hann þrætti fyrir að hafa skotið á mennina, en ákærði þá þess í stað um að hafa gert gat á limgerði í garðin- um hans. Pasquale Squitieri er þekktastur fyrir nokkrar kvikmyndir er hann hefur gert um suður-ítölsku undir- heimana og mafíuna í Napóli. Hann er búsettur í Rómaborg. flugvalla- starfsmanna Belgía: Flokkur Tindemans forsætisráöherra vann sigur í þingkosningunum Flugfélagið International Air- lines skoraði í morgun á ástralska flugvallastarfsmenn að láta þegar í stað af verkfalli sínu, sem hefur staðið í fjóra daga. Nú eru um það bil 1.000 farþegar fastir í Ástralíu og fjöldi breiðþota frá Bretlandi, Ítalíu, Singapore, Hollandi og Filippseyjum kemst ekkert sökum þess að eldsneyti er ekki afgreitt á þær. Það eru starfsmenn sem sjá um áfyllingar á flugvélarnar sem eru í verkfalli. Þeir krefjast hærri launa og betri vinnuskilyrða. Talsmaður flugfélagsins British Airways sagði í nótt að áhrif aðgerða áströlsku flugvalla- starfsmannanna væru nú farin að teygja sig um allan heim, þar eð þær flugvélar sem væru nú tepptar gætu ekki staðið við áætl- un sína til annarra staða á hnett- inum. Þá eru þúsund- ir manna, sem bíða eftir flugfari innan Ástralíu. Landið er svo stórt, að ógjörningur er að ferðast með hraði nema með flugvélum. Ferðamálaráðherra Ástralíu, Peter Nixon, sagði i gær, að verk- fallsmennirnir væru að skapa svipað ástand og í „Bananalýð- veldi“. „Ástralíumenn kunna því illa að láta verkfall af þessu tagi kyrrsetja sig,“ sagði Nixon. Kristilegir sósíalistar í Belgíu unnu stórsigur í kosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Sigur þessi er talinn vera mjög mikilvægur fyrir Leo Tindemans forsætisráðherra landsins. Hann fær nú sjö menn til viðbótar í neðri deild þingsins, sem nægir þó ekki til að mynda hreinan meirihluta. Viðræður um stjórn- armyndun eru taldar byrja í dag og eiga eftir að taka langan tíma samkvæmt venju. Alls sitja 212 fulltrúar á belgíska þinginu. Kristilegir sósíalistar hafa nú 79 þingsæti. Einn annar þingflokkur er talinn hafa bætt við sig fylgi er talningu er að mestu leyti lokið. Það eru sósialistar, sem voru síðast I stjórnarandstöðu. Þeir bæta að öllum líkindum við sig einum. manni, og hafa nú 60 fulltrua á þingi. Formaður Sósíalistaflokksins sagði, er iiaiin frétti úrslitin, að hann vildi ekki útiloka þann möguleika að fara með Tinde- mans í að mynda meirihlutastjórn í landinu ásamt Frjálslynda flokknum. Ef af slíkri stjórnarmyndun verður, verður nægur meirihluti á þinginu til að takast á við þau vandamál sem Belgar eiga nú við að stríða. Atvinnuleysi er þar meira en í nokkru öðru Efnahags- bandalagsríki. Um átta prósent landsmanna ganga atvinnulausir. Þá eru allmörg efnahagsvanda- mála, sem þurfa skjótrar úr- lausnar. Leo Tindemans sagði í nótt, er línur tóku að skýrast í kosningun- um, að bersýnilegt væri að þjóðin treysti sér fyrir því að leysa vandamálin. Bhutto hyggst sitja áfram með valdi —bannaöi spilavíti, næturklúbba og vínneyzlu ígær Zulfikar Ali Bhutto. forsælis- ráðherra I’akistan hefur lýsl (. >; yfir að hann haíi ails ukki í hyggju að segja af sér til að binda enda á þær stjórnmála- erjur sem nú geisa í landinu. Hann lýsti þessu yfir á blaða- mannafundi í gær og bætti því við að hann hikaði ekki við að beita sér gegn hernum, dytti yfirmönnum hans í hug að steypa sér af stóli. Forsætisráðherrann til- kynnti í gær að hann hefði bannað áfengisnotKun, spuavm og næturklúbba í landi sínu. — Nú hafa um 170 manns látizt í óeirðunum í Pakistan, sem hófust er stjórnarandstæðingar kváðu Bhutto hafa svindlað í þingkosningum í marzbyrjun. Ung stúlka t Baifast flýr i skalfingu, ar óairAir brutust skyndilaga út þar sam hún var stödd. Unglingur skotinn íBelfast — 18IRA hermenn hafa veriö í hungurverkfalli í 44 daga Brezkur vakthafandi her- maður skaut i gær á 19 ára ungling í Belfast — sem lézt skömmu síðar I sjúkrahúsi. Pilturinn hafði verið með loft- riffil í höndunum. Hann neitaði að kasta honum frá sér þrátt fyrir ítrekaðar skipanir og miðaði honum loks að her- manninum, sem skaut á móti. I Dublin, höfuðborg Irska lýðveldisins, sagði dómsmála- ráðherra landsins í gær að full- yrðingar IRA um að illa væri farið með menn í fangelsum landsins væru rangar. 20 her- menn Irska lýðveldishersins fóru í hungurverkfall 7. marz síðastliðinn til að mótmæla slæmri aðbúð. Tveir hafa nú gefizt upp, líðan hinna er eftir atvikum. Þeir eru allir í sjúkra- húsi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.