Dagblaðið - 18.04.1977, Side 14

Dagblaðið - 18.04.1977, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977. BETUR MA EF DUGA SKAL Úttektarnefndin sem fjallaói um Þörungavinnsluna í Karlsey hefir loks skilað áliti og tillögum. Bendir á fernt um að velja og eru allir kostirnir vondir. Helst leggur nefndin til að stöðva rekstur verksmiðj- unnar á meðan hagkvæmari öfl- unartækni er leituð uppi. Þetta á víst að vera skynsam- legt, en mér sýnist þetta vera fram úr máta óskynsamlegt. Þörungavinnslan er ekki sjúklingur sem þarf að svæfa við uppskurð, heldur sá sem þarf að leggja hart að sér í strangri endurhæfingu. Vissulega er rekstrartapið staðreynd og vissulega hefir verið stólað meira uppá þang- sláttarprammana en þeir reyndust bærir um. Því er nú úr vöndu að ráða. Ekki vantar að allskonar slettirekur rjúki upp og ýmist kveði upp sleggjudóma um Þörungávinnsluna og þær stærsta sem minnst þekkja, eða þá hafi hana fyrir skotspón ein- hverrar mislukkaðrar aula- fyndni hver sem betur getur. Uttektarnefndin hefir efa- lftið vandað verk sitt, miðað við sínar forsendur. Hitt er þó ennþá vissara: Það er blátt áfram óforsvaranlegt að leggja verksmiðjuna í rúst án nokk- urra frekari umsvifa. Það er óforsvaranlegt að greiða heilli sveit, reyndar heilli sýslu, rot- högg á þvílíkan hátt. Uttektar- nefndin kom á staðinn fyrir jól og hafði hratt á hæli. Má mikið vera ef henni hefir tekist að höndla allan sannleika. Ég er einn þeirra sem hafa takmark- aða trú á þvi. Nú skulu rakin nokkur afger- andi grundvallaratriði varðandi tilveru og framtíð verksmiðju Þörungavinnslunn- ar: Verksmiðjan er komin upp. Flest undirstöðuatriðin standast til fulls, verða ekki færð. Vegur, höfn, hitaveita sem er nýtískulegt og vandað verk, verksmiðjuhús, raf- magnsveita, mjölturnar. Allt mun þetta standast þær kröfur V sem til þess eru gerðar. Stór hópur fólks, einstaklingar og samfélag bindur traust við starfsemi verksmiðjunnar, m.a. hafa 10 ibúðarhús verið byggð. Þeim sem þekkja til finnst alveg óréttlætanlegt að ætla að kasta öllu þessu á glæ strax og eitthvað blæs á móti. Þvert á móti finnst okkur að eigi að bregðast við af alefli og finna færar leiðir í stað hinna sem reyndust svo torfarnar við þangöflunina. Er þá bæði ólík- legt og torskilið að alger stöðvun verksmiðjurekstursins sé rétt aðferð. Kjallarinn Játvarður Jökull Júlíusson Verksmiðjureksturinn byggir á nýtingu náttúruauð- linda sem endurnýjast í sífellu af sjálfu sér: Heitu vatni sem streymir uppúr jörðunni og þangið sem vex án áburðar og án umhirðu. Engin mengun af neinu tagi er samfara önnur en sú sem leiðir af olíunotkun á farartæki á sjó og landi. Norræni iðnþróunarsjóður- inn hefir lánað til verksins og skotar (Alginate Industri) samið um kaup á framleiðsl- unni fram í tímann. En veikir hlekkir eru í kerfi verksmiðjunnar, verulega veikir. Án efa ber hópur „topp- manna1' með framkvæmda- stjóra Rannsóknaráðs ríkisins, Steingrím Hermannsson, fremstan í flokki, ábyrgð þar á. „Prammarnir“ duga ekki. Hita- nýtingin er alls ónóg. Færi- böndin eru léleg. Þessi atriði þarf að sjálf- sögðu að taka til strangrar yfir- vegunar og til úrbóta kerfis- bundið. Það standa svo margir valdamiklir og áhrifamiklir menn að þessari verksmiðju- uppbyggingu, að sæmd þeirra fer allrar veraldar veg, verði hætt við fyrsta mótbyr. Þetta er brautryðjendastarf, þarna er verið að þreifa sig áfram og það er það sem er heillandi og er hvetjandi. Alltaf er verið að prófa nýtt og nýtt og fjarri fer að hægt sé að sjá alla mögu- leika fyrir. Á einu ári hefir verið unnió við, auk þangsins: Þaraþurrkun, heyþurrkun, harðfiskþurrkun og loðnu- þurrkun. Það tekur engum svörum að splundra öllu að svo komnu. Þvert á móti mætti kveðja til Verkfræði- og raun- vísindadeild Háskóla íslands að leysa þarna erfiðustu verkefnin í samvinnu við uppfinninga- menn og áhugasama heima- menn sem áreiðanlega vilja talsvert á sig leggja til að þetta brautryðjendastarf geti að lok- um orðið til gagns og sæmdar fyrir land og lýð. Það er takmark sem tilvinn- andi er að keppa að með öllum ráðum. Annað er ekki sæmandi og ég skora á ráðamenn og stjórnvöld að setja sér það tak- mark einhuga og því fyrr, því betra. Játvarður Jökull Júliusson Það eru stundum einkenni- legir hættir leikhúsanna í Reykjavík. Eitt með öðru skringilegu sem stundum hefur mátt taka eftir er tilhneiging þeirra til að hafa frumsýningar sínar samtimis, helst sama kvöldið eða því sem allra næst. Samkvæmt þessari formúlu voru í einni og sömu vikunni í mars þrjár frumsýningar í Reykjavik, tvær í Þjóðleikhús- inu og ein í I’ðnó, en sömu dag- ana var reyndar frumsýnd líka hin margumtalaða nýja kvik- mynd, Morðsaga eftir Reyni Oddsson. Þá höfðu ekki komið upp nýjar leiksýningar í Reykjavík í tvo mánuði á undan, nema ein sýning á litla sviði Þjóðleikhússins og hin ár- lega barnasýning þess, og svo allar skólasýningar. Þetta er nú varla í frásögur færandi, og hefur kannski eng- inn tekið eftir því, nema undir- ritaður — af þeirri einföldu ástæðu að ég var fjarverandi af landinu þessa einu viku á vetr- inum. Það var nú ekki alveg nógu heppilegt þegar maður þykist leggja það fyrir sig að skrifa leikhús-gagnrýni. En fyrir vikið hef ég síðan fengið að sjá þessar sýningar i ró og næði, Lé konung og Endatafl í Þjóðleikhúsinu, Straumrof í Iðnó, án þess að yfir vofði sú skyldukvöð að fara strax dag- inn eftir að tjá sig um sýning- arnar á-prenti. En hitt er svo sem ekki gott heldur að þegja með öliu. í þessu starfi verður það brátt eins og ljótur barns- vani að þurfa óðara að geta þess í blöðum ef maður fer í leik- húsið, eða les bók sér til skemmtunar. Lés konungs raunir Hvað um það: þessar þrjár leiksýningar held ég að allar séu, hver með sínu mótinu, í hóp með þeim sem betri gerast á reykvísku leiksviði, og ein þeirra beinlínis annálsverð. Areiðanlega er sýning Þjóð- leikhússins á Lé konungi ein- hver hin tilkomumesta leiksýn- ing sem hér hefur sést um ár og dag og um leið mesta og mynd- ugasta Shakespeare-sýning á ís- lensku til þessa. Þetta er nú engan veginn sagt til að niðra Makbeð- sýningu Leikfélags Reykjavík- ur í vetur sem var að mörgu leyti hrífandi verk, enda engin efni til þess að fara hér að fitja upp á samanburði þessara alls ólíku leiksýninga. Makbeð í Iðnó var í alla staði, með kostum sínum og göllum, miklu heimamannlegri leiksýning en Lér konungur í Þjóðleikhúsinu. En sýningin á Lé kóngi var á meðal margs annars eftirminni- leg fyrir það hversu bláþráða- og misfellulaus hún virtist, engar eyður í leikinn, atburða- rás og persónusköpun, eins og oft vill verða þegar klassísk verkefni eru annars vegar,’ fólksfrek og vandmeðfarin verk, í báðum leikhúsunum. Svo heilsteypt og mikilúðleg túlkun á klassiskum harmleik hefur aldrei fyrr sést á íslensku leiksviði: það var eins og kraftar leikhússins hefðu leyst úr læðingi, lagðir undir einn sterkan skapandi vilja. Áreiðanlega verður heim- sókn Hovhannes Pilikians leik- stjóra lærdómsrík bæði leik- húsfólkinu sjálfu og leikhús- gestum, og sem betur fer sýn- ingarinnar vegna en ekki bara umtals um manninn og margra langra blaðagreina um og eftir hann. Ekki er minnst um það vert ef eftir verður af samstarf- inu við hann reynsluvit í Ieik- húsinu sem síðar nýtist við önn- ur verk og sýningar. Það er nú eftir að sjá. En eins og stundum endranær má það að loknum Lé konungi vel verða umhugsunar- efni að jafnan þarf til útlenda leikforustu til að Þjóðleikhúsið vinni sfn bestu verk, sýni hvers það í raun og veru er máttugt þar sem kröftum þess er öllum kostað til. Eins og á Lé konungi I vetur, Náttbólinu í fyrra. En Lér konungur er svo mikils- háttar sýning, mikil bæði að efni. og meðferð þess, að maður beinlínis hlakkar til að sjá hana að nýju fyrr en leikári lýkur. Daufur leiðir blindan Það má nú liggja milli hluta hvað líkt sé og skylt með Lés konungs raunum og Endatafli Samuels Beckett, með þeim Lé kóngi og fífli hans, eða þá blinduðum Glostur-jarli og Tuma tötri á aðra hönd, en leik- hetjum Becketts, Hamm og Clov, á hina, eða þá Pozzo og Lucky í Beðið eftir Godot. Hann getur ekki staðið, Clov ekki setið, Lucky er blindur, Pozzo dumbur. I Lé kóngi leiðir geggjaður blindan, fíflið kon- unginn á réttan veg. Þeir góðu og réttlátu ganga allir af vitinu, en sakleysið er drepið. En um þetta efni, hin afkáru heimssýn í Lé konungi og skyldleika hennar við afkáraleiki nútím- ans, höfunda eins og Beckett, Ionesco, Diirrenmatt, hefur Shakespeare-skýrandinn Jan Kott skrifað skemmtilega rit- gerð með mörgum óvæntum uppljómunum beggja verka, Endatafls og Lés konungs. Þetta má liggja milli hluta þó V. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF IHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMM E Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn að Hótel Esju i kvöld, kl. 20.30. Við iðkun tækninnar innhverf ihugun vikkar tilfinninga- og vitsmuna- líf, hugsun verður skýrari, aimenn velliðan og aukinn þróttur á sér stað, eins og vísindalegar rannsóknir sýna fram á. OLLUM HEIMILL AÐGANGUR Islenzka íhugunarfélagið ÍSLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ Heildsalar — Fyrirtæki — Framleiðendur Sameinið kostnaðinn Viljið þið kynna eða selja vörurykkar. Reglulegar söluferðir. Ákveðið verð. Kynniðykkur ferðaprógram fyrir maímánuð. Sími27676 LEIGUMIÐLUNIIM húsaskjál VESTURGOTU 4 S 12850 Höfum opnað leigumiðlun, þar sem við sjá um um að leigja íbúðir yðar að kostnaðarlausu # Sjáum umaðganga frá samningum og innheimta húsaleiguna. # Reynið viðskiptin — Við erum ávallt reiðubúnir að liðsinna yður. # Við Riöfum opið frá kl. 2-10 alla daga nema laugardaga kl. 1-6. Járnsmiðir—vélsmiðir Til sölu er lítið málmiðnaðarverkstæði á 100 fm. Vélar og verkfæri fylgja. Einnig getur fylgt framleiðsluréttur á mjög sérhæfðu, sjálfvirku tæki. Til- boð sendist Dbl. merkt „Léttur iðnað- ur — 1977“.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.