Dagblaðið - 04.05.1977, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977.
Hvaða áhrif hef ur
yfirvinnubannið
á af komu hins
almenna
launamanns?
„ÉG FER A HAUSINN EF
ÞETTA STENDUR LENGI”
„Þetta er miklu verra en verkfall, þeir geta hangið
lengur á yfirvinnubanninu," „Ég vil þetta miklu frekar
en verkfall, nú geta t.d. atvinnurekendur ekki safnað
birgðum eins og svo oft fyrir verkföllin.“ „Þetta setur
allar áœtlanir úr skorðum, ég get ekki farið að byggja
fyrr en eftir verkföiiin."
Þetta eru aðeins nokkur dœmi um svör við
spurningunni: „Hvernig líst þér á yfirvinnubannið? DB
leit inn á nokkra staði þar sem fólk hafði mikla
yfirvinnu áður en til banns kom.
Lausstaða
Lektorsstafta í þróunarsálarfrœði. oinkum sólarfrœfti bama og unglinga vift
Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starf smanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um ritsmíðar og rannsóknir svo og
námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráftunoytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 25. maí nk.
Menntamálaráðuneytið
29. apríl 1977.
Lausstaða
Staða sérfræðings við Orðabók Háskólans er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ítariegum upplýsingum um námsferii og
störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavík, fyrir 1. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið
3. apríl 1977.
Smiðjuvegi 17-Sími 43631 - Kópavogi
Akiðsjálf
CarRental Service
Sími(teL) 43631
NýirVW1200L
Opið frá kl. 8-22 og um helgar
Lögtaksúrskurður
Það úrskurðast hér með að lögtök geti
farið fram fyrir eftirtöldum gjald-
föllnum en ógreiddum gjöldum.
Sölugjaldi/söluskatti fyrir fyrsta
ársfjórðung 1977 nýálögðum hækkun-
um sölugjalds/söluskatts vegna eldri
tímabila, nýálögðum hækkunum þing-
gjalda ársins 1976 og fyrri ára, allt
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
Lögtökin geta farið fram að liðnum
átta dögum frá birtingu úrskurðar
þessa.
Hafnarfirði 2.5.1977.
Bœjarfógetinn í Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi og Garðakaupstað,
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Margrét Ástvaldsdóttir hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur.
„Ég tapa um 20 þúsund krónum
á mánuði vegna yfirvinnubanns-
ins og það kemur sér reglulega
illa fyrir mig vegna þess að
maðurinn minn er í námi í Stýri-
mannaskólanum og verður ekki
búinn fyrr en í sumar. Við höfum
ýmSar fastar greiðslur sem verður
að standa skil á og það getur orðið
erfitt ef þetta bann stendur lengi.
Samt vil ég það frekar en verk-
fall."
Jóhanna Arnadóttir hjá Bæjar-
útgerð Reykjavikur.
„Ef verkbannið stendur lengur
en nokkra daga þá verðum við að
fá lánað til að geta staðið í skilum.
Við hjðnin erum að kaupa íbúð
og það munar um minna en rúmar
20 þúsund krðnur á mánuði, eins
og ég hef haft undanfarið. Ég
ætla bara að vona að við komumst
ekki í alls konar kröggur út af
þessu. Við vinnum hér fyrir
skammarlega litlu kaupi og það
veitir ekki af að fá kauphækkun
en samt er það nú svo að við
höfum varla efni á því að berjast
fyrir rétti okkar,“
Guðný Jónsdóttir hjá Ba'jarút-
gerð Reykjavikur.
„Auðvitað hefðum við átl að
vera búnar að fá mannsæmandi
laun fyrir löngu. Kólk getur ekki
lifað nema að vinna vfirvinnu.
Afleiðingin er sú að allir eru
sljóir og lifa menningarsnauðu
lífi, vegna þess að þeir hafa ekki
tíma til að gera annað en aö vinna
og sofa. Það er andleg deyfð yfir
flestum á vinnustöðum þar sem
unnin er eftirvinna. Hér t.d.
mæta konur mjög illa á öllum
fuhdum. Enda er það engin furða,
flestar eru einnig með heimili og
vinna þar að auki frá átta á
morgnana til klukkan sjö á
kvöldin. Hver hefur tíma til að
mæta á fundum, ég bara spyr?
Það er ágætt að losna við yfir-
vinnuna, en það er annað mál
hvernig fer með peningahliðina á
málunum. Það geta allir gert sér
í hugarlund, sem hafa hugmynd
umhvað við höfum í dagvinnu-
kaup. Það eru rúmar 17 þúsund
krónur á viku.
Oddur Ólafsson hjá Slippfélag-
inu í Reykjavik.
„Ég hef enga trú á verkalýðs-
leiðtogunum. Ég hef enga trú á
því að þetta sé rétt stefna gagn-
vart okkur. Það vita allir að við
hér á landi eigum allt okkar undir
yfirvinnunni. Þetta hefur ekkert
að segja. Ætli við fáum ekki ein-
hverja hækkun eftir verkfall, sem
við töpum mikið á og svo fer allt í
sama farið aftur. Allar vörur
rjúka upp úr öllu valdi og við
stöndum í sömu sporum aftur.
Þetta er alltaf sama vitleysan upp
aftur og aftur. Ég hef 8 manna
fjölskyldu og einnig er ég að
greiða niður lán af húsnæði, þær
tekjur sem ég hef fyrir dagvinnu
duga skammt, af þeim krónum
skrimtir maður varla.“
Einar Jóhannsson hjá BM Vallá.
„Vegna yfirvofandi verkfalls
þá hætti ég við byggingu sem ég
var byrjaður á. Það er allt svo
óljóst að ef til verkfalla kemur þá
hefði ég bókstaflega farið á
hausinn ef ég hefði haldið áfram.
Dagvinnukaup er hér rúmar 19
þúsund á viku og maður byggir
ekki fyrir það.Hér er aftur á móti
oft mikil eftirvinna og oft er unn-
ið hér langt fram á kvöld. svo við
lifum á eftirvinnunni i raun og
voru. Það er þvi mjög bagalegt að
missa hana. Mér finnst þessir
menn sem eru að sernja unt kaup
okkar allt of gamlir. Þeir eru
búnir að vera allt of lengi i sömu
stöðunni og það er nauðsynlegt að
yngja upp í verkalýðsforystunni.
Þessir karlar eru alltaf með
það sama. Það hefur sýnt sig gegn
um árin. Þetta er sami hringur-
inn, dálítil kauphækkun og svo
koma verðhækkanir á eftir. Það
þarf nýtt blóð í þetta allt.“
Sigurður Gíslason hjá Plast-
prenti hf
„Ég missi rúmlega helming af
kaupinu mínu, vegna þess að hér
er unnið á 12 tíma vöktum, en nú
hefur Iðja bannað það og aðeins
er leyfilegt að vinna átta tíjna í
einu. Ég held að svona yfirvinnu-
bann sé miklu verra en verkfall,
þetta getur staðið von úr viti. At-
vinnurekendur geta tórt svona
lengi. Ef til verkfalls kemur, þá
verða þeir að semja. Það er ágætt
að geta farið heim klukkan fimm,
en ég fer sennilega á hausinn ef
yfirvinnubannið stendur lengi.
Ég er að kaupa mína íbúð og þarf
að standa skil á greiðslum vegna
þess. Þess vegna vona ég að þetta
standi ekki lengi. Auðvitað eigum
við að geta lifað af dagvinnunni
einni, eins og kollegar okkar á
Norðurlöndum.
DB-myndir
Hörður
Heimiliö 77:
Allt til heimilis-
ins í Laugardals-
höllinni seinni
hluta sumars
Sýningin Heimilið '77
verður í Laugardalshöllinni
seinni hluta sumars, nánar
tiltekið frá 26. ágúst til 11.
september. Þarna verður
sýndur allur búnaður og
tæki varðandi heimilið og líf
fjölskyldunnar.
Er þetta fimmta stór-
sýningin á vegum Kaup-
stefnunnar á þessum áratug.
og hafa sýningargestir alls
verið 250 þúsund talsins.
Fyrirkomulagi á sýning-
unni verður með öðru sniði
en áður hefur verið og á
útisýningarsvæði verða sýnd
sumarhús, hjólhýsi, bátar
og ýmislegt fleira.
Alls var tvö þúsund
aðilum boðin þátttaka i
sýningunni og er þar um að
ræða bæði innlend og erlend
fyrirtæki. Undirtektir hafa
verið góðar og nú þegar er
um 85% af sýningarsvæðinu
ráðstafað. A.Bj.