Dagblaðið - 04.05.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1977.
'5
Hasarfundur í
Alþýðuflokknum
,,Hasar“fundur var í flokks-
stjórn Alþýðuflokksfélagsins í
Reykjavík þar sem menn skipt-
ust í tvær fylkingar.
Mikil átök urðu um prófkjör.
í meirihlutanum voru meðai
annars Benedikt Gröndal og
Sighvatur Björgvinsson, en í
minnihlutanum Eggert G.
Þorsteins'son. 'Jón Ármann
Héðinsson og Björgvin
Guðmundsson. Gylfi Þ. Gísla-
son reýndi að bera klæði á
vopnin.
Samkvæmt lögum Alþýðu-
flokksins eiga prófkjör aðfara
fram fyrir þingkosningarnar.
Meirihluti flokksstjórnarinnar
samþykkt að setja bindandi
reglur um framkvæmdina
þannig að menn biðu sig fram i
ákveðin sæti á listunum og þá
jafnvel í fleiri en eitt sæti í
einu. Minnihlutinn taldi að
flokksstjórnin hefði ekki vald
til þessa heldur væri það í
höndum kjördæmanna. At-
kvæði féllu þannig að rdmlega
30 voru á meirihlutanum en 10
í minnihlutanum.
Nú er óséð hvort alþýðu-
flokksmenn í kjördæmunum
fara eftir þessu eða gera upp-
hlaup gegn flokksstjórninni.
Önnur aðferð sem til greina
kemur er sú sem Sjálfstæðis-
menn hafa notað, að setja fram
lista þar sem kjósendur í próf-
kjöri krossuðu við ákveðin
nöfn.
HH
97 daga gæzluvarðhald að ósekju:
Málinu áfrýjað
til Hæstaréttar
Einar Sverrir Einarsson hefur
áfrýjað skaðabótamáli sínu gegn
ríkisvaldinu fyrir gæzluvarðhald
að ósekju til Hæstaréttar.Var
málið þingfest í Hæstarétti í
fyrramorgun.
Einar Sverrir Einarsson var
handtekinn snemma sumars 1973
grunaður um aðild að innbroti og
þjófnaði. Sat hann í gæzluvarð-
haldi allt það sumar eða í 97 daga
samfleytt, og sannaðist aldrei að
hann hefði átt hlut að máli. Var
honum loks sleppt og málið látið
niður falla. Hinir seku hlutu 3
mánaða dóm eða skemmri
frelsissviptingu en Einar
Einarsson.
Höfðaði Einar skaðabótamál á
hendur ríkisvaldinu og krafðist
1,5 milljóna króna í skaðabsétur
fyrir gæzluvarðhaldið. Dómur var
kveðinn upp í bæjarþingi Reykja-
víkur 18. marz sl., og var ríkið þar
sýknað af kröfum Einars S.
Einarssonar.
Hefur máli hans nú verið
áfrýjað og er þess krafizt að allar
kröfur hans í undirrétti verði
teknar til greina. ÓV.
íslenzkt skáldverk gefið
út í Póllandi
Það þykir jafnan nokkrum
tiðindum sæta þegar Islend-
ingar geta sér frægð á er-.
lendri grund. Rithöfundar
okkar hafa margir hverjir getið
sér gott orð erlendis og bækur
þeirra þýddar á erlendar
tungur og gefnar úr í margfalt
stærri upplögum en gerist hér á
landi.
Skáldsagan Svört Messa eftir
Jóhannes Helga hefur nú verið
gefin út á pólsku í tiu þúsund
eintaka upplagi. Bókin var í
fyrra gefin út í tuttugu og fimm
þúsund eintaka upplagi í
Litháen. Leikgerð bókarinnar.
Eyja í hafinu, sem flutt var í
ríkisútvarpinu í fyrra, verður
flutt í norska útvarpinu á árinu
í þýðingu Ivars Eskelands.
Svört messa kom út árið
1965.
A.Bj.
Jóbonnes Helgí
CEASMA MSZA
Algjör...
Þessi fallega og hressilega stúlka er þarna að sýna okkur nýja
uppskeru af* íslenzkum kjörsveppum sem nýlega eru komnir á markað-
inn. Sveppirnir eru ræktaðir í jarðhúsunum rétt fyrir ofan Eliiðaárnar
og er ætlunin í framtiðinni að sjá íslendingum fyrir sveppum þaðan að
borða, í stað þess að flytja þá inn. A.Bj.
DB-mynd Bjarnleifur.
Spennandi keppni
f íslandsbiliarð
Þrír efstu menn. Frá vinstri: Ágúst Ágústsson, sigurvegarinn Þor-
steinn Magnússon og Sverrir Aðalsteinsson. DB-mynd: Bj.Bj.
Þorsteinn Magnússon sigraði á
Islandsmeistaramótinu í billjarð
sem haldið var á Júnó i Skipholti.
Annar varð Agúst Ágústsson og
þriðji Sverrir Aðalsteinsson.
Sextau þáUlakendur voru i
mótinu sem nú var haldið þriðja
árið í röð. Var spennandi keppni
háð á borðunum i Júnó á laugar-
'dag og sunnudag og komu margir
til að horfa á.
Fyrstu verðlaun voru 30
þúsund krónur og farandbikar.
Tveir næstu menn fengu lág
peningaverðlaun. r
FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG
NVTT SÍM ANÚMER
FRÁ 0G MEÐ l.MAÍ 1977
VERÐUR SÍMANÚMER
OKKAR:
66
FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG