Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JUNÍ 1977. Friðsamleg þjóðhátíð í borgjimi þrátt fyrir talsverða öhnm „Víst var heilmikið „kenderí" en það skapaðist þó aldrei neitt vuðalegt ástand,“ sagði Páll J. Kiríksson aðalvarðstjóri þegar DB innti hann eftir því hvernig þjóð- hátíðarhaldið hefði gengið fyrir sig í höfuðborginni. Veður var mjög gott á þjóð- hátíðardaginn og margt fólk tók þátt í hátíðarhöldunum. Um miðjan daginn fór allt fram með sóma og prýði. En um kvöldið var töluverð ölvun, sérstaklega á ein- um stað, við Melaskólann. • „Ölvun var talsverð, þó ekki á börnum en á unglingum svona á aldrinum 16—20 ára,“ sagði Páll. „Það voru anzi margir teknir. Afskipti voru höfð af fjölda ung- linga og margir fluttir heim. Kinnig voru margir fluttir á stöð- ina og látnir bíða þar án þess að vera settir inn. Ekki voru neinar óspektir, þetta var allt ósköp góðlátlegt. Fólk var á ferli í smáhópum alveg fram undir morgun, bæði vestur í bæ og í miðbænum. Þó var enginn á hinu svokallaða hallærisplani en talsvert af fólki á Austurvelli. Að sjálfsögðu var margt manna í læknum þegar fór að líða á nótt- ina. Þar gekk allt friðsamlega fyrir sig. Útidansleikirnir voru ekki nema til miðnættis og tel ég að það sé vitleysa að hætta svo snemma. Það þýðir ekkert að segja fólki að fara heim og miklu nær að leyfa því að skemmta sér lengur á ákveðnum samkomustöð- um,“ sagði Páll. „Ekki var mikið af áfengi gert upptækt en mjög miklu magni var Lögreglumenn könnuðu innihald margra flaskna og reyndist það misjafnt og af ýmsum gerðum. Miklu magni af víni var hellt niður. — DB-m.vndir Sveinn Þor- móðsson. hellt niður í fósturjörðina. Sá háttur er oft hafður á, á svona útiskemmtunum, að áfengi er hellt niður fyrir augunum á eig- endunum sem kjósa það heldur en að þurfa að láta skýrslu fylgja þegar áfengið er gert upptækt.“- - V.Bi. RESTAURANT ÁRMtJI.A 5 S: 8371S Gífurlegur mannfjöldi var við hátíðahöldin i miðborginni. Opið í kvöld Nektar- dansmærin Ivory Wilde skemmtir íkvöld og sjáið einnig Susan íbaðkarinu á dans- gólfinu Biómsveigur á leiði Jóns forseta Sigurðssonar markaði upphaf þjóð- hátíðar í Reykjavík nú sem fyrr. Nýjung þjóðhátiðardagsius, akstur gamalla bíla, dró til sín mikinn mannfjölda. D3-mynd Sveinn Þormóðsson. Þjóðhátíðarhaldið með hef ðbundnum hætti — ölvun ekki meiri en um venjulegar helgar Þjóðhátíðarnald tor tram með hefðbundnum hætti um land allt og þar sem DB hafði spurnir af í gær var ölvun ekki umtalsverð í sambandi við há- tiðahöldin og fóru þau vel fram. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli hafði orð á því að þetta hefði verið framúrskarandi notaleg helgi og drykkjuskapur alveg í lágmarki. í Keflavík var ölvun dálítið aoeranai meoai unglinga. Uti- dansleikur var við barnaskól- ann og annar dansleikur í Stapa. Vandræði urðu þó ekki umtalsverð. Lögreglan á Akureyri sagði að smávægileg ölvun hefði verið en þó ekki meiri en um venjulegar heigar. Á Húsavík var ekki umtalsverð ölvun og fór allt vel fram. Veðurblíðan á Norðurlandi var með eindæm- um og gat lögreglan á Húsavík um að hiti hefði næstum verið til óþæginda á þjóðhátíðardag- inn. Á Selfossi gekk allt þokka- lega vel fyrir sig og drykkju skapur líkur því sem gengur og gerist um venjulegar helgar. Akraneslögreglan var einnig ánægð með frammistöðu sinna bæjarbúa og sagði að þar hefði ekki verið mikil ölvun. - A.Bj. 17. júní á H6fn: Hreppsnefnd skoraðist undan keppni í tunnuboðhlaupi við kvenfélagskonur Hornfirðingar voru mjög heppnir með veður 17. júní og fóru þjóðhátíðarhöldin vel fram á tjaldstæði bæjarins. Margt var þar til skemmtunar, — að lokinni hefðbundinni skrúðgöngu frá félagsheimilinu Sindrabæ. Lúðra- sveit Hornafjarðar lék fyrir göng- unni. ao setningu lokinni flutti Kristján Gústafsson ávarp, og Lúðrasveit Hornafjarðar lék nokkur lög til viðbótar. Þá söng karlakórinn ,,KIaki“. Meðalaldur hans er sennilega sá lægsti í karlakórum landsins. Að þeim söng loknum slógust kennarar og neinendur með koddum og háð var reiðhjólakeppni. Útiskemmt- uninni lauk síðan með tunnuboð- hlaupi. Þar kepptu kvenfélags- konur og sjálfboðaliðar. Ráð hafði verið fyrir því gert að hrepps- nefndin keppti við kvenfélgas- konurnar en hún mætti ekki til leiks. Siðdegis var siðan efnt til dans- leiks f.vrir börn og ungíinga og um kvöldið fengu fullorðnir sinn dansleik. Dansleikur þessi fór ágællega fram og kváðusl lög- gæzlumenn hafa átt rólegt kvöld. -RR.VV/.VT- Karlakórinn „Klaki" skipaour yngstu Kanakorsmonnuni landsins vakti inikia hrifningu á Höfn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.